Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 34
Æf MÖítölíflfeCAöm,1 MWMrmiAGUR lC/.tM'Al''ira6>f • Ferðamál á Islandi — eftir Einar Þ. GuÖjohnsen KRISUVIK Nýlega kom sú frétt í Mbl., að tvö fyrirtæki í heilsurækt, annað þýzkt en hitt svissneskt, hefðu sýnt veni- legan áhuga á að kaupa Krísuvík- urskólann, sem verið hefur auður og yfirgefinn árum saman og þvf í niðurníðslu. fslenzkir aðilar hafa einnig sýnt skólanum áhuga en til- boð þeirra ekki þótt nógu góð. Hér virðist vera mál á ferðinni, sem snert gæti ferðamálin, því að hverjir ættu viðskiptavinir hinna erlendu aðila fyrst og fremst að vera aðrir en erlendir ferðamenn í leit að heilsulindum og heilsubót. Fljótt á litið virðist mér, að þarna gætu verið girnileg tilboð, sem vert væri að sinna. Hugsanlegt er, að erlend heilsuræktarstarfsemi í Krísuvík gæti bætt atvinnulífið og aukið ferðamannastraum til landsins án minnstu áhættu fyrir okkur. Oft er búið að ræða og skrifa um hugsanlegar heilsulindir á al- þjóðavísu hér á íslandi en Iítið orðið úr framkvæmdum, trúlega mest vegna kostnaðar og áhættu. Ég álít, að tilkoma erlendrar heilsuræktarstöðvar í Krísuvík mundi ekki skyggja neitt á starf- semina í Hveragerði, þar sem fyrst og fremst íslendingum er sinnt og mikil áherzla er lögð á mataræðið, né heldur á Bláa lónið, þvert á móti örva alla slíka starf- semi í landinu. Þannig var t.d. stofnun Útivist- ar á sínum tfma ékkT néinn bana- biti fyrir Ferðafélag íslands held- ur miklu fremur uppörvandi, og bæði félðgin döfnuðu vel í hæfi- legri samkeppni. Þessi nýi áhugi á Krísuvík minnir okkur á annað Krísuvík- urævintýri sem hefði getað orðið að veruleika en varð ekki. Fyrir um það bil 10 árum var gerð hér meiriháttar könnun á möguleikum þvf, að þjónusta innlendra aðstoð- Krísuvík. Gerðu þeir viðamiklar íslands sem ferðamannalands. armanna var greidd af islenzka áætlanir um hvernig að málum Könnun þessi var gerð á vegum ríkinu. Þes"'/ erlendu rannsókn- skyldi þar staðið. Sameinuðu þjóðanna, og okkur að araðilar, Checchi and Company, En hvernig var þessum áætlun- kostnaðarlausu að öðru leyti en sáu fyrir sér mikla möguleika í um tekið hér heima? Menn brostu góðlátlega og viturlega með sjálf- um sér, málin voru litin sem hver önnur óframkvæmanleg skýja- borg. Þessi Checchi-áætlun var lögð til hliðar, gersamlega án nokkurra viðbragða eða athuga- semda, svo óraunhæfar þóttu allar „skýjaborgirnar". í stuttu máli sagt var hugmynd- in að reisa mjög svo sérstætt hótel á gróðurlitlum og nú einskisnýt- um hóli skammt frá Austurengja- hver. Undir gleri og plastþökum átti þar að vera suðrænn gróður og heilsuræktar- og íþróttasvæði af ýmsum tegundum inni og úti. Margvíslegar teikningar og fjár- hagsáætlanir fygldu þessum Krísuvíkurhugmyndum, en senni- lega lásu þetta fáir. Svo draum- órakennt þótti allt dæmið, að IGfJHE 1-15 MULTI-FURPOSE RES< ••'¦ I STTE DEVELOPMEMT # Skipulagsteikning af svæðinu. (Úr áætlun SÞ um framkvæmdir í Krísuvík.) Borgar SH sínum mönnum út í hönd? — eftir Hallgrím Sveinsson Sú umræða, sem fer nú fram á Alþingi og úti í þjóðfélaginu um rekstrar- og afurðalán landbúnað- arins, hefur ekki komið á óvart í sjálfu sér. Þessi umræða hefur komið upp með jöfnu millibili undanfarin ár og er það út af fyrir sig ágætt og nauðsynlegt að ræða þetta mál öðru hvoru, ekki síður en önnur. En sá tónn sem oft kemur fram í umræðum þessum í garð vinnslu- stöðva landbúnaðarins og sölufé- laga bænda er vægast sagt ekki alltaf viðkunnanlegur, svo ekki sé meira fullyrt. Þeir, sem lítið þekkja til, gætu freistast til að halda að áðurnefndir aðilar séu glæpafélög upp til hópa og verstu óvinir bændastéttarinnar og haldi þeim á einhverjum viðskipta- legum klafa og guð má vita hvað. Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður, fékk með miklu harðfylgi samþykkta tillögu á AI- þingi fyrir nokkrum árum sem gekk út á að greiða rekstrar- og afurðalán beint til bænda. Margir töldu þessa tillögu af hinu góða og þeirra á meðal sá sem hér heldur á penna. Þegar nánar var að gáð, kom í ljós að mörg Ijón voru á veginum í framkvæmd málsins. Er ekki vitað til að þetta sé nokk- urs staðar komið til framkvæmda, enda margir bændur mótfallnir þessu, þar sem þetta kostar þá bæði aukna skriffinnsku og fleiri ferðir í kaupfélög og bankastofn- anir. Guðmundur H. Garðarsson er nú þessa dagana fyrsti flutnings- maður að tillögu á Alþingi um út- tekt á rekstrar- og afurðalána- kerfi atvinnuveganna. f umræðum á þinginu, sem hafa orðið nokkrar, hefur einkum komið fram áhugi hjá mönnum um að athuga þessi mál sérstaklega hjá landbúnaðin- um. Minna hefur verið rætt um aðra atvinnuvegi. Ég leyfi mér að taka hér upp orðrétt nokkrar setn- ingar úr Alþingistíðindum, sem Guðm. H. Garðarsson lét frá sér fara þann 13. marz sl. í umræðum um málið. Honum fórust svo orð: „En staða bænda er því miður orð- in með þeim hætti, eins og kemur fram í skýrslu þeirri sem fylgir umræddri þingsáltill., að þegar þeir skila sínum afurðum til slát- urhúsa, sem eru í þessu tilfelli sauðfé, eru þær lagöar inn á reikn- ing bænda í flestum tilfellum. Það tíðkast ennþá, sem við þekktum hér fyrir hálfri öld á mölinni, að stundum er látið nægja að bænd- urnir taki síðan bara út úr sínum reikningi en taki ekki við fjár- munum um leið og afurðin er af- hent sláturaðila. Ég verð að segja frá mínum sjónarhóli séð að þetta er furðuleg framkvæmd og ég er sammála þeim sjónarmiðum, sem hafa komið fram frá hv. þm. Eyjólfi K. Jónssyni, að auðvitað ber að breyta þessu kerfi. Við krefjumst þess að fá okkar vinnu greidda í launum mánaðarlega. Ég tel að það sé ekkert það kerfi sem rétt- læti þetta fyrirkomulag sem er hjá bændum, að til greina komi að afhenda þeim einhverja seðla eða úttektarnótu á mögulega úttekt í einhverju ákveðnu verslunarfé- lagi. Þetta eru úreltir viðskipta- hættir sem ættu ekki að þekkjast á því herrans ári 1984 á fslandi. Þetta kalla ég ákveðna tegund átt- hagafjötra." Undirritaður er nokkuð kunnug- ur innviðum og starfsemi eins af kaupfélögum þessa lands, Kaupfé- lagi Dýrfirðinga, sem rekur fjöl- breytta starfsemi bæði til sjós og lands. Ég verð að segja frá mínum sjónarhóli séð, svo notað sé orða- lag þingmannsins, að það er vægt sagt dálítið undarlegt og kemur manni í opna skjöldu að einn af þingmönnum þjóðarinnar skuli láta sér detta f hug átthagafjötra í sambandi við rekstur áðurnefnds kaupfélags. Ekki geri ég ráð fyrir að K.D. sé neitt undanskilið í málflutningi þingmannsins og leyfi mér því að koma hér með smáinnlegg í málið. Á haustdögum koma bændur með dilka sfna til frálags í vinnslustöð kaupfélagsins eins og gengur og gerist á landi hér. Ekki er vitað til að nokkur neyði þá til að leggja dilka sína inn hjá K.D. eða standi í vegi fyrir því að þeir ráðstafi þeim á þann hátt sem þeim sjálfum sýnist. Þeir gætu þess vegna lagt þá inn f hvaða vinnslustöð sem væri á Vestfjörð- um eða selt þá til kynbóta á Falk- landseyjum. Nú auðvitað fá bænd- ur sínar innleggsnótur um leið og afhending fer fram. Nema hvað? Nú, nú, næsta skrefið er að afurðir bændanna eru færðar í reikning. Ekki er kunnugt annað en bændur geti hvenær sem er gengið að sinni inneign frá og með 15. okt., en þá lýkur slátrun hér um slóðir. Einn fimmta afurðaverðsins hefur ekki verið hægt að greiða fyrr en af- urðirnar eru seldar. Fullir banka- vextir eru svo greiddir á allar inn- eignir bænda hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga og að sjálfsögðu verða menn að greiða vexti af skuldum. f framhaldi af þessu má svo segja að komi rúsfnan í pylsuend- anum. Þegar menn eru búnir að eyða inneign sinni eftir ýmsum leiðum, bæði með úttekt á vörum eða peningum, allt eftir hentug- leikum hvers og eins, þá fara sum- „Æskilegast væri að kaupfélagsstjórarnir stæðu á tröppunum og teldu seðla í mann- skapinn um leið og dilk- arnir renna í sláturhús- in. En því miður er þetta ekki svona í reynd og varia framkvæman- legt." ir að skulda, t.d. þeir sem standa í byggingarframkvæmdum á jörð- um sínum. Þessar skuldir geta jafnvel numið nokkrum hundruð- um þúsunda króna í sumum til- fellum. Af þessum skuldum greiða menn venjulega viðskiptavexti, allt óverðtryggt. Og nú skal spurt af fullri einurð. Er það heppilegra fyrir bóndann að tölta í sparisjóð- inn eða bankann, knékrjúpa fyrir sparisjóðsstjóranum eða banka- stjóranum og biðja um verðtryggt lán til þess að geta svo farið til kaupmannsins eða út í kaupfélag til að kaupa sínar vörur? Nei, má ég þá frekar biðja um hina aðferð- ina. Og svo sannleikurinn sé allur sagður í þessu máli, þá hefur það borgað sig fyrir bóndann að skulda sem allra mest í kaupfélag- inu sínu til þessa og setja svo allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.