Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTODAGUR 10. MAÍ 1984 35 Útlitsteikning af Krísuvíkurhótelinu. menn virtu það eiginlega ekki við- lits. Hvernig gátu útlendingar sagt okkur nokkuð af viti um okkar eigin mál, sem við einir þekkjum og skiljum? Hefðu fjár- málasnillingar Austurlanda gert slikt hið sama i okkar sporum, t.d. þeir í Hong Kong eða Singapore? í þrjátíu ár hefur borholan í Seltúni blásið, engum til gagns, og enn lengur hafa gufustrókar Aust- urengjahvers stigið til himins. Að vísu hafa gufumekkirnir glatt augu margra ferðamanna, inn- lendra sem erlendra, en orkan fer forgörðum og svo mun áfram verða í áratugi ef ekkert er að gert. Sjálfsagt fylgir öllu þessu fyrir- tæki áhætta, nákvæmlega eins og með stóriðjufyrirtæki. Þessvegna eigum við ekki að hætta neinu sjálf, heldur bjóða verkið út meðal alþjóðlegra hótelhringa. Við get- um boðið þeim frítt land til að byggja á og frian hita á staðnum. Við seljum þeim hinsvegar raf- magn, nema að þeir virki gufuaflið á staðnum, og við látum í té vinnu- afl og hirðum af öllu skatta og skyldur, sem af öðrum fyrirtækj- um hér. Okkar ágóði af öllu fyrir- tækinu gæti orðið stórfenglegur og öruggur, en áhættan hinsvegar engin. Þarna yrði ekkert frá okkur tekið, aðeins verulegur viðbótar- þáttur í lífsafkomu þjóðarinnar, væntanlega mikill og nýr straum- ur ferðamanna til landsins. Ég sé ekki hvað við þurfum að hræðast í þessu sambandi. íslendingar sjálf- ir eiga eignir vítt um veröld, án þess að innfæddir á hverjum stað þurfi að 'hræðast þá. Þarna i Krísuvík eigum við land, sem við nýtum ekki, og orku, sem við nýt- um ekki, og er ekki séð fyrir, að nein breyting verði þar á í náinni framtíð. Án þess að fórna nokkru getum við komið öllu þessu í gagn- ið tiltölulega fljótt. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið, að einhver af þessum fjársterku, alþjóðlegu hótelhringum mundi gleypa agnið í fyrstu lotu. Á það yrði að reyna. Það er samt stað- reynd, að útþensla hótélstarfsemi þessara hringa er mikil, jafnvel gífurlega mikil, og þessi útþensla nær einnig til Norður-Evrópu. Tími lúxushótelanna er nefnilega alls ekki liðinn undir lok og í dag eigum við ekkert hótel i lúxus- flokki hér á íslandi. Það er vægast sagt ámælisvert að hafa ekki gefið þessum málum meiri gaum hingað til. Það skulum við samt gera okkur ljóst, að eng- inn erlendur hótelhringur, sem byggir lúxushótel, leggur út í neitt Krísuvíkurævintýri nema að hafa af því hagnaðarvon. Þannig á það líka að vera. Ef einhver samning- ur er góður þá græða allir á hon- um. Oft hefur heyrst meðal ferða- málafóiks á íslandi á undanförn- um árum, að engin úttekt hafi far- ið fram á ferðamálunum, eins og það er gjarna orðað, og engin heildarstefna sé til í ferðamálum. Ég verð nú að játa, að ég skil ekki alveg þetta tal og hlýt því að verða þeim ósammála að nokkru leyti. Margnefnd Checchi-áætlun er ein- mitt úttekt á ferðamálunum hér á íslandi, og hún var gerð fyrir 10 árum. Nýlega kom svo á vegum samgönguráðuneytisins spá eða umsögn um ferðamálin. Þar fer mest fyrir skýrslum um það hvernig hlutirnir hafa verið, sem er mikilvægt, en minna fer fyrir þvi hvað hægt sé að gera og hvað ætti að gera. Þarna komum við kannski að stefnuleysinu, sem ég hef raunar margnefnt í greinum mínum. Stjórnmálamenn okkar hafa ekki skilið eða metið rétt mikilvægi ferðamálanna i efna- hagsuppbyggingu þjóðarinnar. 011 umræða um ferðamálin er góð og nauðsynleg, en hún má ekki verða of margorð og kafna í sjálfri sér. Á þessu stigi málsins þurfum við enga nýja úttekt á ferðamál- unum, heldur skulum við dusta rykið af Checchi áætluninni og vinna úr mörgum góðum hug- myndum, sem komið hafa fram m.a. á ferðamálaráðstefnum und- anfarinna ára. Það þarf að losa um eitthvað af hömlunum, sem settar hafa verið á þennan mikil- væga atvinnuveg, og gefa frjálsu framtaki hæfilega lausan taum- inn. Ofstjórn er sama sem óstjórn í þessu sem öðru. Kinar í'. Guojohnsen var áður framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands og Útivistar. Bridge það fjármagn sem hann hefur get- að á verðtryggða reikninga. Svona einfalt er nú þetta mál þegar það er skoðað niður í kjölinn, þó ekki skuli fullyrt að bændur hafi not- fært sér þetta á þennan hátt. Yfir- leitt láta þeir allt sitt fé i upp- byggingu á jörðum sínum. Af framanrituðu sést ljóslega, að Kaupfélag Dýrfirðinga er ekkert annað en nokkurskonar banki hér um slóðir og það ansi þægilegur banki oft á tíðum fyrir bændur. En viðurkenna ber i þessu efni, að auðvitað eru kaupfélögin misjöfn og langt frá því að vera einhverjar heilagar kýr sem ekki má gagn- rýna. Það liggur i augum uppi að það væri ákaflega gaman fyrir bænd- ur að fá greitt fyrir allar sínar afurðir sama dag og þær fara frá búi þeirra. Æskilegast væri að kaupfélagsstjórarnir stæðu á tröppunum og teldu seðla í mann- skapinn um leið og dilkarnir renna inn i sláturhúsið. En þvf miður er þetta ekki svona f reynd og varla framkvæmanlegt. Eða ber að skilja Guðmund H. Garð- arsson, blaðafulltrúa Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna svo, að Eyjólfur ísfeld og þeir góðu menn hjá Sölumiðstöðinni standi á bryggjunni með seðlabúntin í höndunum og borgi fiskframleið- endum upp í topp um leið og fisk- urinn er hífður um borð til út- flutnings? Ef svo er, hlýtur það að teljast gott fyrir framleiðandann samkvæmt kenningunni. Ef svo er hinsvegar ekki, verður ekki annað séð en S.H. bindi meðlimi sína í samskonar átthagafjötra og Guð- mundur H. Garðarsson telur kaupfélögin binda bændur. Allir vita að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna er vel rekið fyrirtæki. En hvort sá góði rekstur nægir til að þeir geti borgað sinum mönnum „contant" væri gaman að fá upp- lýst við tækifæri. Þingeyri, 6. apríl 1984. Hallgrímur Sveinsson er skóla- stjóri á llrafnseyri. Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins: Þegar verði hafizt handa við nýbyggingu Fiskvinnsluskólans Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Síðustu keppninni á þessu ári er nýlega lokið en það var minn- ingarmót um Halldor Helgason en Halldór var meðlimur og stjórnarmaður BA i áraraðir. Spiluð var sveitakeppni með board a match-fyrirkomulagi og tók 21 sveit þátt í keppninni. Að þessu sinni sigraði sveit Páls Pálssonar með miklum yfir- burðum, sigraði í 19 leikjum og gerði 1 jafntefli. I sveit Páls eru ásamt honum: Frímann Frí- mannsson, ólafur Ágústsson, Grettir Frímannsson og Soffía Guðmundsdóttir. Röð sveitanna varð þessi. Páll Pálsson 380 Jón Stefánsson 321 Stefán Vilhjálmsson 311 Stefán Ragnarsson 310 Gylfi Pálsson 300 Jón Jónsson Dalvík 299 Hörður Steinbergsson 292 Kristján Guðjónsson 269 Júlíus Thorarensen 262 Anton Haraldsson 255 Keppnisstjóri BA í vetur var Albert Sigurðsson. Stjórnin þakkar spilurum ánægjulegar samverustundir við spilaborðið í vetur og vonast til að sjá sem flesta á hausti komanda. MORGUNBLAÐINU hafa borizt eftirfarandi ályktanir frá aðalfundi Fiskiðnar, fagfélagi fiskiðnaðarins, sem haldinn var 7. apríl: Fundarmenn fagna þeirri stefnu að verðlagning sjávarafla fari fram á faglegum grunni og telur að stefna beri áfram á þeirri braut er miði að bættum gæðum sjávarafurða. Einnig vilja fundarmenn benda á það hættuástand er skapast hef- ur í menntunarmálum í fiskiðnaði sem lýsir sér í aðstöðu og skipu- lagsleysi þess náms sem í boði er. Þá krefjast fundarmenn þess, að þar sem fjárveiting er fyrir hendi að hafist verði handa við nýbygg- ingu Fiskvinnsluskólans nú þegar. Á fundinum var kosin ný stjórn Fiskiðnar. Sverrir Guðmundsson, yfirverkstjóri hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, hlaut kosningu sem næsti formaður Fiskiðnar. Aðrir í stjórn eru Gísli Jón Krist- jánsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Fráfarandi formaður Fiskiðnar, Jón Geirsson, bauð nýkjörinn formann félagsins velkominn til starfa. Leiðrétting I FRÉTT Morgunblaðsins um tón- leika baritónsöngvarans Kristjáns Elís Jðnassonar, sem birtist þann 5. maí sl., var ranglega farið með dag- setningu. Tónleikarnir verða haldn- ir í Norræna húsinu nk. laugardag, 12. maí, kl. 16.00 og mun Kristján Elís syngia þar við undirleik Vil- helmínu Olafsdóttur. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. VANDAÐAR PLOTUR ÚR VIKRIEÐA G JALLI 50x50x7 cm: 52 kr. pr. stk m/ssk. DU IfJlllflr Heimsending er án endurgjalds innan U.lffl. I flLLn Stór-Reykjavíkursvæðisins. Pantanir: Steinaverksmiðja Breiðhöfða 3, sími: 91-85006 og Iðnverk hf. Nóatúni 17, símar: 91-25930 og 91-25945 Úrval furusófasetta Furusófasett með leðri Beyki sófasett Massífar furukommóður Húsgagnaverslun Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi, sími 54343.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.