Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Lausaskuldir og liðveisluþörf eftir Guðjón B. Baldvinsson Úr Urðarbrunni er sóttur safi minninganna, kryddaður björtum væntingum eða sýrðum sárbeisk- um vonsvikum allt eftir geðhrifum og sinnislagi viðkomenda. Hvort heldur sem er og þó hvorugt vanti líta menn með velþóknun á minn- ingabækur og lesa gjarnan. Er þetta einn þáttur í dýrkun þátíðar lífsins og þáttur í þeirri geymd menningar, sem mærð er oftlega í sögu og söngvum. Fögur sagna- blómstur hafa sótt verið að Urðar- brunni, en sum hafa líka fótum troðist eða týnst með öðrum hætti. f framhaldi af slíkri hugleiðingu færist hugurinn nær skuldaskil- um. Má þá gjarnan muna fyrst þær lausaskuldir, sem ógreiddar eru, en myndu vera bornar á borð fógetaembætta eða Alþing- ismanna, ef þær væru skráðar í krónutölum á blöð banka eða bjargráðasjóða annarra. Verðandi: Það er sú stund sem við nú drögum andann og sem telja má þýðingarmesta hverjum einstaklingi, hvort sem litið er til „Góðir höfuðborgarbú- ar. Eruð þið ekki tilbún- ir að leggja fram ykkar hug og hönd, starfs- krafta ykkar og stund- arkorn af ævinni til þess að greiða eitthvað af lausaskuldinni okkar við aldna borgara?" lífdaga jarðneskra eða langtíma- vona um framtíð alla. Hvert okkar hefur sinn andardrátt og stundum e.t.v. andarteppu enda og mjög misjafna skoðun á þvf hvað sé andardráttur í réttu horfi. Fyrir tveimur árum — þá minnumst við setu við Urðarbrunn — báru góð- viljaðir menn sér í munn og/eða penna hversu hægt miðaði skulda- skilum við aldna þegna íslenska og væri ærin þörf úr að bæta og hraða svo sem verða mætti upp- gjöri lausaskulda við eldri borg- ara. Áður nokkru hafði verið vak- in athygli á umhverfi fatlaðra og þeim aðbúnaði, sem samfélagið veitti þeim. Kló þar sá er kunni, ritfær með besta móti, rólfær í hjólastól og ríkur að heitum skapsmunum og reynslu af þátt- töku í opinberu lífi, m.a. af setu í sjónleikahúsinu við Austurvöll. Þokaðist og til réttrar áttar um þau málefni. Margt var spjallað þetta ár aldraðra, mikið var skrifað og mörgu heitið eða lofað á höldn- um ráðstefnum, flokkssamkomum og fjölmiðlum, þeim er að haldi koma við að kunngjöra kærkomn- ar framtíðarfyrirætlanir „fyrir- manna" og annarra. Skuld: Þriðja örlaganornin er jafnan á næsta leyti eftir hvern andardrátt, þá kemur að skulda- dögum. Svo uppsker hver sem hann sáir til og skuldareigendur kalla eftir sínu, — svona að öllum jafnaði. — Þeir eru nokkuð margir öldnu borgararnir, sem bíða eftir efndum á gefnum fyrirheitum. Þeir eru ekki aðgangsharðir, veifa ekki lögtakshótunum, hrópa ekki upp um eindaga á gjaldföllnum kröfum, enda eru þeir ekki mikið á ferli í samkomusölum forsjár- manna fólksins, þessara, sem náð hafa kjörhylli og hafa í mörg horn að líta að kosningum loknum. Það virðist nokkurn veginn víst Guðjón B. Baldvinsson að naumast geymir nokkur þeirra síðastöldu í hugskoti sínu öll þau fögru fyrirheit, sem letruð voru á borða þann, er þeir vöfðu um blómvöndinn af bökkum Urðar- brunns. Viljið þið ekki góðir virðingar- menn vera svo elskulegir að lesa það sem þið skrifuðuð fyrir síð- ustu kosningar til Alþingis og bæjarstjórnar. Við nornanna vefstól Það er vani að vekja máls á mörgum vanefndum og láta við það sitja — sífra dálítið eða nöldra. Oft verður ekki árangur sem erfiði. Og hvað skal nú til vernar verða? Við lílutn á unninn lopa og Komið grænum skógi að skrýða, skriður berar sendna strönd .. » — eftirJónas Pétursson Ýmsir erlendir „straumar" ber- ast hingað, misjafnlega farsælir. E.t.v. er ekki hægt að nefna at- vinnuleysi erlendan „straum", en mesta böl margra eða flestra nágrannaríkja er atvinnuleysið. Þurfum við að steyta á þessu skeri? Mér finnst það fjarstæða á íslandi, landinu, sem kallar á allar vinnandi hendur til þess að bæta og fegra lífsskilyrðin um allt land. Það á að verða meira en hátíð- ar„stemmning" að græða landið. En slík umræða kemur gjarnan í bylgjum og minni ég þá á „þjóðar- gjöfina" 1974. Fögur hugsjón en framkvæmd ekki skipt sköpum. Hærra ber umræðu um óþurft landbúnaðar í okkar blessaða landi. Á hverju stendur? Á fjármun- um og inngrónum áhuga og þegn- skap okkar, sem erum íslendingar í húð og hár, viljum vera það, en vantar einhverja örvun, og raunar ekki furða í þeirri viðskipta- hugsun, sem auglýsingaflóð og fjólmiðlun veltir yfir okkur. Á þessum vetri hefir atvinnu- leysi verið talsvert í fréttum. Þó er á þeim tíma mikill hluti vinnu- krafts í skólum. Sumarið skilar til starfa miklum fjölda fólks, fram- tíðar fslendingum. Það þarf taf- arlaus úrræði til að starfsorkan njóti sín. Græðum landið! Björkin á að vera okkar tákn, skjöldur og skjól til markvissrar, stórfelldrar sóknar í uppgræðslu, studd öllum þeim gróðurtegundum, sem hæfa landinu. En tvennt þarf til, vinnu og fjármuni. Ég ætla að varpa fram hug- mynd um sparnaðarform í þessu skyni. Hún reynir á þegnskap, framsýni, tilfinningu, að móður- og föðurland okkar snerti okkur að innstu hjartarót. Ég held að löggjafinn þurfi að hjálpa. Setja þarf í log leið til fjáröflunar í þessu skyni. Markmið: Græðum landið, skógrækt þungamiðjan. Útgáfa skuldabréfa til langs tíma. Nokkra mismunandi flokka. Ég kaupir svona bréf fær þá upphæð dregna frá tekjum til skatts á því ári. Ennfremur stofnverð og vext- ir án eignaskatts. f lögum yrði að sjálfsögðu gert ráð fyrir sjálf- boðavinnu, sem ætti að mega vænta að yrði drjúgt framlag. Já, lög þarf að setja, fáorð og gagn- orð. Framkvæmdin mun fljótlega skýra myndina og getur þá orðið breytinga þörf. Þegar ég lagði fram þingsálykt- unartillögu um lerkirækt á Fljóts- dalshéraði tók ég svo til orða, að á því léki ekki vafi að skógarhjarta íí fslendinga slægi á Hallormsstað. Þess vegna ætla ég nú að afhenda þingmönnum Austurlands þessa hugmynd. Vænti ég þess, að þeir sýni þá samstöðu, þá einbeitni og þrautseigju, sem þessu máli er þörf á. En eina kröfu geri ég til ykkar, þingmenn! Setjið ekki upp „arðsemis"-gleraugun, erfitt getur reynzt að þurrka af þeim „brask- ara"-móðuna. Jónas Pétursaon er fyrrverandi þingwaður. spunninn þráð síðan árið góða hvarf að baki. Værðarvoðin, sem vonglaðir vildu leggja að öldnum herðum, er að efni ekki einu sinni fullunnin hvað þá að vefurinn sé settur upp. Hver á að draga í höf- öldin? Við vitum að það kostaði viða- mikinn áróður og vandræðahjal að herja út fé til þess að ljúka nú einni deild í B-álmu Borgarspítal- ans. Einni deild á því ári þegar átti að vera séð fyrir vistrými sjúkra gamalmenna í höfuðborg- inni, eftir því sem lesa má í blöð- um frá þessu ári. Þegar þýðingarmikið verk bíður þjálfaðra handa og sá eða þeir, sem áttu að leysa það af hendi, hafa gugnað og gefist upp, hvað gerist þá? f atvinnulífinu eru aðrir fengnir til að leysa verkið af hendi. Góðir höfuðborgarbúar! Eruð þið ekki tilbúnir að leggja fram ykkar hug og hönd, starfskrafta ykkar og stundarkorn af ævinni, til þess að greiða eitthvað af lausa- skuldinni okkar við aldna borg- ara? Við þurfum ekki langt til að sjá dæmi um áhrifamátt mannúð- ar og þjónustuanda. fbúar Kópa- vogs hafa t.d. gefið fordæmi, sem er til fyrirmyndar. Getur verið að einhverjir yppti öxlum og hugsi til þess, sem borgarsjóður hefur lagt af mörkum til að reisa dagvistun- ar- og dvalarheimili. Og enn sé unnið að þessum byggingarfram- kvæmdum. Um leið og við drögum að okkur andann minnumst þá þess að aldnir samborgarar okkar eru á biðlista hjá Félagsmála- stofnun borgarinnar og bíða eftir hverju? Biðlistinn er þeirra sem vantar húsnæði. Ég leyfi mér að taka upp eina tilvitnun, sem er úr Mbl. frá 15. apríl 1982, og er eftir einn borgarfulltrúa okkar: „Það sem þó ef til vill er mikil- vægast af þessu öllu (sem upp var talið áður í greininni) er að geta skapað öldruðum sem öðrum í þjóðfélaginu það öryggi, að þeir viti að þeim verður veitt nauðsyn- leg hjálp þegar á þarf að halda og á þeim tíma, þegar þess þarf, en ekki verði löng og sársaukafull bið, með því öryggisleysi, sem því fylgir". Sannarlega munu aldnir ekki síð- ur en ungir leggja fram sína krafta eftir fyllstu getu, ef hrund- ið væri af stað sameiginlegu átaki til að bæta lítilsháttar úr brýnni þörf. Þjónusta ber þakklætið í sinni gerð. Þjónusta innan samfé- lags er mælikvarði á mannúðar- stefnu þá, er ríkir á líðandi stund-tíma Verðandinnar. Guðjón B. Baldvinsson er formað- ur SLRB og ritari Öidrunarriðs ís- lands. Jónas Pétursson „Græðum landið! Bjórkin á að vera okkar tákn, skjöldur og skjól til markvissrar sóknar í uppgræðslu, studd öll- um þeim gróðurtegund- um, sem hæfa landinu." legg til 4 flokka til 10 ára, 20 ára, 30 ára og 40 ára. Verðmæti skuldabréfa t.d. 5 þúsund kr., 10 þúsund kr. og 20 þúsund krónur. Hærri upphæð kæmi til greina á einn flokk í viðbót og e.t.v. einn lágan á 1—2 þúsund kr. Verð- tryggð bréf, annað hvort raun- verulegur innlendur mælikvarði á verðmætum, þjóðhagsvísitala, eða meðalgengi helztu gjaldmiðla viðskiptalanda. Vextir lágir. Fjár- öflunin gengi óskipt til skógrækt- arfélaga og Skógræktar ríkisins undir yfirstjórn landbúnaðarráð- herra. Margt þarf vel að athuga við framkvæmd málsins, sem í stuttu raáli þarf að setja í lög um þetta efni. Þar á meðal um vextina, hvort greiða ætti út árlega eða bæta við höfuðstól. Hver sem Fé á fullri gjöf frá miðjum nóvember Fréttabréf frá Jens í Kaldalóni Bæjum, 1. maí. Það hafa sumir kvartað undan því, að lítið af fréttum hafi frá mér komið hér frá Djúpi nú á ný- liðnum vetri. Má það til sanns veg- ar færa, en vel að merkja, sýnir þá að fólkinu finnst ekki einskis virði það sem sagt er frá, þótt smátt finnist á okkar mælikvarða, það sem í sögur sé færandi við þær fábreyttu aðstæður sem hér við að búið er. Eða eru það fréttir, að svo hefur viðrað hér umliðinn vetur, að fé hefir hér inni staðið norðan við Djúpið, að frá haustnóttum hefir engri kind út verið hleypt úr hús- um sínum í 105 daga einungis vegna veðurs, hinsvegar allt fé á fullri gjöf búið að vera síðan um miðjan nóvember, eða í 165 daga. En það er kannski ekki það versta heldur hitt, að sumarið var víða nytjasnautt vegna óþurrka, og grasbrests hér á Snæfjallaströnd. Það er því sannarlega álitamál frá okkar bæjardyrum séð, hvort heppilegra er að borga niður áburðinn með fóðurbætisskatti eða fóðurbætinn með áburðar- skatti. En sumum finnst þó hvor- tveggja jafn vitlaust. Búið er að flytja um 30 tonn af heyi norðan úr Eyjafirði hér að djúpi nú í vetur, þar af tæp 20 tonn hér í Snæfjallahrepp, svo skrúðgræna og ilmandi töðu að annað eins hefur ekki hér að landi komið. En snjór er hér svo á sum- um bæjum, að ekki sést á girð- ingastaur langleiðina kringum túnin, en þar sem nokkuð eru auð- ir túnskikar, eru græn nálastráin farin að sýna að vor er í nánd, enda veðurfarið hið mildasta nú uppá síðkastið. Nýbúið er að moka hið svokallaða Lónseyrarleiti, og akfært alla leið til fsafjarðar, en slík rausn hefir ekki hér skeð svo snemma á tíma í mörg ár. Eitt mikið snjóflóð sáu menn að fallið hefur á 42 metra brú á Mórillu í Kaldalóni einhverntíma í vetur, þá könnuð var leiðin, og tekið 13 metra af handriði brúarinnar með sér, sem teljast þar nú smámunir, því veturinn 1968 tók snjóflóð þar af brúna með öllu saman, en sem þó þá var um sumarið endurbyggð að nýju, sem rétt kláraðist fyrir snjóa um haustið, og þá svo vel vígð af okkur séra Baldri presti í Vatnsfirði með guðsbænum og brennivíni, að svo töldum við duga mætti til varðveizlu hennar, að ekki myndi mikið saka, enda sem á daginn kom að aðeins rispuðust nokkrar spítur af öðrum endanum af handriðinu, svo sem áður segir. í lok þorrans í vetur var í Naut- eyrarhreppi tekið í notkun nýtt samkomuhús þar í sveit, sem varð þó að aflýsa vegna óveðurs, en í heiðnum sið voru haldin blót, sem hér eru nú kölluð Þorramót ... en smá óveðurshrina boðaði einungis fararheill, svo að nokkrir komust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.