Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 n Raforkuverðið Opið bréf til Ólafs Kristjáns- sonar formanns Orkubús Vestfjarða — frá Þórði Jónssyni á Látrum Kæri Ólafur! Bestu þakkir fyrir opið bréf til mín í Mogganum 4. apríl síðastlið- inn. Það var ágætt bréf og fróðlegt um það mál sem við erum að ræða og margar upplýsingar sem þar koma fram, og ég er ekki viss um að allir hafi gert sér grein fyrir. En að við notendur vitum sem mest um framleiðandann er mjög þýðingarmikið að mínu mati og upplýsingastreymi milli framleið- anda og hins almenna neytanda þyrfti að vera miklu meira, eins og þú bendir á í þínu bréfi. Þú segir meðal annars orðrétt: „Gjald- skráin verði einföld, auðskilin og leiðbeinandi fyrir notendur." Und- ir þetta tek ég heils hugar, og mér sýnist, þótt ég hafi ekki haft tæki- færi til að kynna mér fullkomlega nýjustu reglugerð Orkubúsins sem tók gildi 1. mars síðastliðinn, að hún stefni einmitt í þá áttina að einfalda hlutina, og er það vel. Það er eins með okkur orku- stjórana og bankastjórana sem bjóða nú fram þjónustu sína til að leiðbeina fólki um hagkvæmustu aðferðina til ávöxtunar á sínu sparifé, þetta er af hinu jákvæða á þrengingartímum, sem fólk finnur og metur. f svörum við spurningum mín- um hefir orðið einhver misskiln- ingur í orkuverðinu þar sem þú telur það vera kr. 148,95 á dag en ég kr. 224,40 miðað við 110 kw. notkun, svo ég sendi blaðinu seðil- inn frá Orkubúinu til ljósritunar í blaðið. Á seðlinum kemur fram að ég hef notað 3.599 kw. í 61 dag. Fyrir það borga ég til Orkubúsins kr. 7.375.75, ef ég greiði á gjald- daga, sem ég geri alltaf. Kemur þá í ljós, að kílówattstundin að með- altali kostar mig með öllu saman kr. 2,04 með 110 kw. notkun á dag = kr. 224,40 eða í 30 daga kr. 6.732. En nú fór ég ekki með nema 59 kw. á dag af því ég notaði um sex lítra af olíu á dag = 6x8,80 = kr. 52,80 + 59 kw. kr. 2,04 = kr. 120,36 eða samtals olía og raforka á dag kr. 173,16 eða kr. 51,24 minna en hefði ég notað eingöngu raforku 110 kw. til að mæta sömu hita- og notkun- arþörf. Þú fyrirgefur, ólafur minn, en mér varð á að klóra uppí „Vand- ræðablettinn", þegar ég las í þinni málefnalegu og ágætu grein eftir- farandi: „Sem dæmi frá öðrum en orku- fyrirtækjum má nefna Póst og síma, (leturbreyting mín) en sé sími ekki notaður í eitt gjald- skrártímabil verður að greiða af- notagjald ásamt söluskatti." Jú, við þekkjum og reynum þjónustu Pósts og síma, og okkur útkjálkafólki mjög mikilvægt að sú þjónusta sé góð, og það hefir hún oftast verið, en þess vildi ég óska Orkubúi Vestfjarða til handa að það komist aldrei niður á svo lágt stig í þjónustunni við okkur útnesjafólk, sem Póstur og sími hefir leyft sér að fara frá miðju ári 1983 til þess tíma, svo ég ræði samlíkinguna ekki frekar. Lokaorð: Ég endurtek þakklæti mitt til þín fyrir þitt opna bréf, og hlý orð í minn garð persónulega, jafnframt bið ég afsökunar á hvað svar mitt hefir dregist. Ég lagðist inná Landspítalann 2. apríl og kom heim þann 13. apríl, þá allt á kafi í snjó hér og allt ófært. Hve- nær svarið kemst á leiðarenda ræðst af ótrúlega mörgum atvik- um. Með bestu kveðju og óskum um gleðilegt sumar þér og þínum til handa, og þökk fyrir raforkuna í vetur þótt dýr væri. Látrum, 15. apríl. kvöldið eftir til samkomuhaldsins, enda þótt skarð væri þá fyrir skildi, að nokkrir voru svo til sinna heima aftur snúnir, að ekki lögðu í aðra reisu, langt að komn- ir. En hús þetta er hið vistlegasta og byggt í landi Nauteyrar. Þrátt fyrir erfitt veðurfar á vetrinum hefur vel gengið að halda uppi ferðum Djúpbátsins, enda ekki nándar eins illviðra- samur veturinn síðasti og þar áð- ur var, en svo klakaborin jörð öll hér um Djúpið, að jarðbönn máttu heita um allt. Heilsufar búpenings hefur verið með ágætum sem og ekki síður í mannfólki öllu, enda má enginn veikur verða, svo ekki hljótist af vandræði vegna fólks- fæðar víðast hvar. Nýfluttur er héðan úr Djúpi garðyrkjubóndinn á Laugarási í Skjaldfannadal, Jón F. Þórðarson, með fjölskyldu sína. Hefur hann selt býli sitt nýju hlutafélagi, sem Laugarás mun heita, að ég heyrt hefi, og hyggst reka þar áfram gróðurhús. En Jón byggði þarna íbúðir — og gróðurhús af miklum dugnaði fyrir mörgum árum, og hefur stundað það með ágætum, og lifað á því eingöngu. Sonur hans, Halldór, hefur verið ráðinn þar nú sem ræktunarstjóri, og vonum að vel gangi svo sem verið hefur. Það þykir til nokkurra tíðinda að telja mega, að nú um miðjan apríl var svo gott sem allt fsa- fjarðardjúp pakkfullt af fiski. Það mun ekki hafa komið fyrir áður á þessari öld, að því er kunnugir telja. Nokkrir rækjubátar fylltu svo rækjutroll sín af spikfeitum þorski, að ekki gátu innbyrt, og urðu að sleppa þeim gula til sinna heima aftur, enda forboðinn ávöxtur í land að flytja. En svo er athyglin beindist svo enn betur að lífverum sjávarins, lóðaði alls staðar á svo þykkum fiskitorfum hér um Djúpið þvert og endilangt, að annað eins hafði ekki áður sést, en menn feimnir við að segja frá slíkum undrum, þótt einum og ein- um fiski væri stungið undir kodd- ann í kojunni sinni til þess rétt að hafa í soðið þá heim væri komið. En það er rétt eins og blessaður þorskurinn geri bara grín að öll- um hinum mikla vísdómi fiski- fræðinga og ráðherra fiskimála okkar, og segi eins og Skáld-Rósa við sveininn, sem tók hana af baki: „Það sér á að þú ert ungur." En sá guli hefur þá alveg eins til með að snúa því soldið við og segja til fiskimálaráðherrans. Það sér á að þú ert ungur, því óreyndur. En þó allvel nokkuð greindur, gætinn vel, og góður drengur. Gleðilegt sumar, landsmenn góðir. Jens í Kaldalóni. Þegar ekkert er gert — eftirGunnar Finnbogason Hafið þið nokkurn tímann velt því fyrir ykkur hversu margar nefndir eru settar á fót, m.a. til þess að gera „úttekt" á einhverju? Og nefndarmenn vinna mikið starf, gagnrýna, gera tillögur o.s.frv. En hvað gerist svo? Eigum við að leggja það á okkur að lesa eftirfarandi (þetta er tekið úr skýrslu um niðurstöður úr sam- ræmdum prófum í grunnskólum skólaárið 1981-1982, bls. D 44. Undirstrikanir gerðar af höfundi): „Stafsetningu, skrift og frá- gangi öllum er víða stórlega ábótavant. Kemur þar margt til sem erfiðleikum veldur, ekki síst í mati á úrlausnum í stafsetningu. Þar mætti nefna að stafagerð er á reiki og óskýr. T.d. nota nemendur prentletur og skrifstafi í belg og biðu; ýmsar gerðir koma fyrir af skrifstöfum, t.d. er mjög oft erfitt. að henda reiður á því hvort nem- andi er að ritan eðam, nn eða n o.s.frv. Enn er að nefna blokk- skrift (hástafi í prentletri) sem nokkrir nemendur hafa tileinkað sér. Sú leturgerð er erfið aflestrar og oft engin leið að átta sig á því hvort nemandinn er að skrifa stóran eða lítinn staf — sem þó getur skipt máli. Það vekur satt að segja furðu hve mikil grautargerð er í leturgerðum sem tíðkast í grunnskólanum og ekki síður hitt hve margir skrifa nær ólæsilega rithönd. Allt er þetta mjög misjafnt eftir skólum. Ef ráða má af úrlausnum þeim, er prófanefnd bárust, virðist mega Gunnar Finnbogason ætla að útdrætti sé afar misjafn- lega sinnt í skólum landsins. Nokkuð margar úrlausnir bárust þar sem nemendur virtust engan veginn átta sig á markmiði út- dráttar, þ.e. draga út aðalatriði og festa þau á blað á samfelldu máli. Þannig bárust t.d. úrlausnir með allt að 125 orðum. Samt voru fyrirmæli skýr og nemendur beðn- ir að nota ekki fleiri orð en 70 (allur textinn var um 150 orð). Prófdómarar eru sammála um að þjálfun nemenda- í gerð út- dráttar sé af hinu góða. Þar fá nemendur prýðilega æfingu í að greina á milli aðal- og aukaatriða, jafnframt því sem reynir á al- menna málnotkun. Þessi þáttur móðurmálskennslu gerir hins veg- ar strangar kröfur til kennarans. Hann verður að sýna natni við mat og leiðbeiningar á úrlausnum nemenda, engan veginn nægir að skila úrlausnum aftur með litlum sem engum athugasemdum. Svör nemenda við íslands- klukkuverkefni voru vitaskuld æði misjöfn. Flestir nefndu handrita- fund A.A. en tiltölulega fáir nefndu öll atriðin. Svo virðist sem skilningur nemenda úr nokkrum skólum væri afar takmarkaður á verkinu. Bendir það óneitanlega til að fslandsklukkan hafi ekki fengið nægjanlega umfjöllun - í kennslustundum. Hvað snertir skrift og frágang þá virðist þeim atriðum vera all- víða ábótavant. Voru þess jafnvel dæmi að úrlausnir reyndust ólæsi- legar með öllu, þrátt fyrir góðan vilja prófdómara. Full ástæða virðist vera til að leggja aukna rækt við skrift og frágang þannig að nemendur kappkosti að skila verkefnum sinum með sem mestri vandvirkni á öllum sviðum." Þetta er hörð gagnrýni á skóla og kennara — svo ströng að það getur enginn, sem hlut á að máli, setið undir henni kinnroðalaust. Á hverjum brennur þetta heitast? Menntamálaráðuneytinu — er ekki svo? Það ættu að vera hæg heimatökin því að menntamála- ráðuneytið er sjálft útgefandi skýrslunnar. Hvað hefur það gert? Mér vitanlega ekkert, alls ekk- ert. Og ég spyr: Á ekkert að gera? Auðvitað hljóta skattgreiðendur að spyrja sjálfa sig: Til hvers er ég að borga allar þessar fjárfúlgur til skólamála og svo er árangurinn þessi? Á ekkert að gera? Gunnar Finnbogason er skólastjóri Vöröuskóla í Reykjavík. I blíðunni á Eskifirði HM MIKLA einmuna blíðu gerði hér á Eskifirði í lok aprfl — hitinn var upp undir 20 stig og menn nutu góða veðursins. Ævar Auðbjörnsson, fréttaritari Mbl. á Eskifirði, var þá á ferð um bæinn og tók nokkrar myndir. Gylfi Eiðsson tók bátinn sinn, Guðmund Þór, á land í vetur til að dytta að honum, eins og sagt er. Eftir lagfæringuna stóð báturinn nýmálaður og var sjósettur með viðhöfn á ný. Fyrirhugað er að Guðmundur Þór fari á rækjuveiðar, en sá veiði- skapur hefur verið stundaður með góðum árangri hér í vetur. Eitt af einkennum vorsins við sjávarsíðuna eru strákarnir, sem leggjast á bryggjurnar til þess að veiða, og ekki ber á öðru en vel hafi borið í veiði hjá þessum eskfirska gutta. Og stelpurnar spókuðu sig léttklæddar í góðviðrinu. Myndir Mbl./Ævar Auðbjornsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.