Morgunblaðið - 10.05.1984, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.05.1984, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1984 Til sölu heildverzlun 50 ára gamalt innflutningsfyrirtæki meö vefnaöar- vöru til sölu vegna aldurs eiganda. Fyrirspurnir legg- ist inn á auglýsingadeild Morgunblaösins fyrir þriöju- dag 15. maí nk. Meö fyrirspurnir veröur fariö sem algjört trúnaöarmál. Merking: „50 ára Heildverzlun — 3024“. Bflamálarar Du Pont vörukynning Fulltréar frá Du Pont-verksmiðjunum munu kynna nýja Centari-bílalakkiö frá Du Pont aö Hótel Esju (2. hæö) laugardaginn 12. maí kl. 13.30. Orka hf. Veriö velkomin. ópavogsbúaT athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, lástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opiö fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. 75 ára afmæli: Gunnar Jósefsson byggingameistari Grein jjessi átti að birtast hér í blað- inu í gær, en svo varð ekki. Biður blaðið alla hlutaðeigandi afsökunar á mistökunum. Hálfáttræður er í dag góðkunn- ingi minn frá gamalli tíð; Gunnar Jósefsson frá Atlastöðum í Fljót- um vestur, nú til heimilis að Hörpugötu 13B hér í borg. Þarna norður í Sléttuhreppi fæddist hann 9. maí 1909, árið áður en ég fæddist 9. april að Stað í Aðalvík. Við erum þannig sveitungar frá frumbernsku, þótt fljótt skildi leiðir; hann sat bernsku sína og æsku áfram á sama stað, en ég hélt snemma vesturyfir Djúpið. Það var svo ekki fyrr en á Siglu- firði fyrir rétt um hálfri öld, að fundum okkar bar saman á ný, en þá þegar tókst með okkur allnáinn kunningsskapur. Brölluðum við margt saman á þeim árum, fyrst og fremst til gamans, en einnig nokkurs gagns. Má segja, að brall okkar hafi verið bæði til sjós og lands, því saman keyptum við bæði bát og jarðarpart með fjár- húsi, þótt litlar sögur færu af afla- brögðum, og kindur okkar kæmu aldrei í hús! — en hrossabóndi var Gunnar nokkur, enda allslyngur hestamaður. En gaman var að standa í þessu stússi með Gunn- ari, því duglegur og ókvalráður var hann í þessu sem öðru, og hendurnar á honum ekki ónýtar í stríðu viðhaldi framleiðslutækja við útgerð og búskap. Fyrir þenn- an tíma glaðra og góðra stunda vil ég nú á þessum tímamótum ævi hans þakka honum. Eins og fyrr segir er Gunnar jafnvígur á húsa- og skipasmíðar. Mér er ekki kunnugt um athafnir hans heimafyrir vestra á sviði iðngreinanna, en fyglingur og sig- maður var hann í Hælavíkur- bjargi vor eftir vor á mestu glannaárunum. Þegar við hittumst fyrst á Siglufirði var Gunnar forstjóri og verkstjóri Dráttarbrautar Siglu- fjarðar hf., sem sinnti bæði ný- smíöi og skipaviðgerðum. Árið 1945 tekur Gunnar sig upp og flyt- ur til höfuðstaðar Norðurlands, keypti þar strax Dráttarbraut Ak- ureyrar og rak hana um 10 ára skeið, þar til hann flytur til Reykjavíkur árið 1955. Hér syðra réðst Gunnar fyrst sem eftirlits- maður Hitaveitu Reykjavíkur, en byggði svo í millitíðinni nokkur stórhýsi fyrir Byggingafélag verkamanna og sjómanna, unz hann gekk svo í þjónustu Vita- og hafnamálaskrifstofunnar sem verkstjóri við hafnaframkvæmdir víðsvegar um land, Arnarstapa, Skagaströnd, Kópaskeri, Þórs- höfn, Flateyri o.fl. stöðum. Hvarvetna er Gunnar Jósefsson þekktur að ódrepandi dugnaói og samvizkusemi, enda maðurinn óragur við að leggja í jafnvel erfið verkefni við hinar verstu kring- umstæður, og vílaði ekki fyrir sér að kafa sjálfur niður í sævardjúp- in, þegar við þurfti, og er þess skammt að minnast. Lífshamingja Gunnars hin mesta varð sú, að ungum tókst honum að ná sér í stórmyndarlega og góða konu, ólöfu Magnúsdótt- ur, ættaða frá Ólafsfirði, þá fram- arlega í skátafélagsskapnum á Siglufirði. Má fullyrða, að margt hefði honum tekist verr í lifinu, ef ekki hefði notið við styrkleika og staðfestu Lóu, sem alltaf hefur staðið eins og klettur í hafinu vrð hlið hans á hverju sem gekk. Man ég og, að á fyrstu árum þeirra á Siglufirði vakti parið athygli fyrir samvalda glæsimennsku. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, sem öll eru nú uppkomið dugnaðarfólk, búsett hér syðra og fyrir vestan. Auk þess ólu þau upp systurdóttur Lóu, Sigríði Árnadóttur, nú bankastjórafrú í Búðardal. Lóa og Gunnar eru hin mestu tryggðatröll. Er mér það einkum minnisstætt í..«ambandi við ára- tuga vináttu þeirra við Elías heit- inn bróður minn, meðan hann lifði og raunar lengur, og þá ekki síður við Fríðu ekkju hans, eftir að hann féll frá. Er af því fögur saga, sem okkur aðstandendum er geymd, en ekki gleymd. Gunnar Jósefsson er glaður maður á góðri stund, fyrirlítur Tilboð sem verður ekki endurtekið Gildir til 19. maí ’84. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verzlunarinnar ATH: OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 12.5 og 19.5 opið frá kl. 10—3 e.h. Tilboðið verður ekki endurtekiö. K.M. Húsgögn Langholtsvegur 111 — Símar 3701 0— 37144 — Reykjavfk. Ávaxta- og yínkynning Kynnum í dag kl. 15—19 frábæru kanadísku rauðu Delicious eplin, EINNIG FRA SPANI FEIKNAVINSÆLU „Cosas“ appelsínurnar og frá Rínarhéruðum Þýzkalands „Jungs“ óáfengu rauðvínin, hvítvínin og kamapvínin KYNNINGARVERÐ HAGKAUP Skeifunni15 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.