Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 39
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 39 ekkert gæði þessa heims og setur ekki fyrir sig smámuni, ef því er að skipta. Fríður er hann og karl- mannlegur á velli, samanrekinn og rammur að afli og enn kvikur á fæti. Eilítið hranalegur á hann stundum til með að vera, en hjart- að er á réttum stað í þeim manni. Um Gunnar má með sanni segja: „Hann hraustur var og hugrakkur sem ljón." Hress er hann jafnan í anda, tvillaus til orðs og æðis, og hikar ekkert við að taka afdrátt- arlausa afstöðu til manna og mál- efna án langra vangaveltna. Við Gróa sendum þeim hjónum, Lóu og Gunnari, beztu hamingju- óskir í tilefni afmælisins, með innilegri þökk fyrir glaðar og góð- ar stundir heima og heiman. Lifið heil! Baldvin Þ. Kristjánsson Helgarskákmót á Seydisfirði TÍMARITIÐ Skák stendur fyrir helg- arskákmóti á Seyðisfirði um helgina. hað hefst á föstudag og lýkur á sunnudag. Helgarskákmótin hafa legið niðri að undanförnu vegna al- þjóðlegu skákmótanna, sem hér voru haldin. Helgarskákmótið á Seyðis- firði er hið 23. í röðinni og hafa mót þessi skipað sér fastan sess í skáklífi landsmanna. Búist er við mikilli þáttöku á mótinu á Seyðisfirði um helgina og eru horfur á að meðal keppenda verði Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari, alþjóðameistararnir Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson og á meðal keppenda verður Guðlaug Þor- steinsdóttir. Borgarráð hafnaði fram- sali kvótans BORGARRÁÐ hafnaði í gær á fundi sínum beiðni Hrólfs Gunnarssonar, útgerðarmanns Júpiters, um framsal 50 tonna þorsk- og 20 tonna ýsu- kvóta skipsins til Hafnarfjarðar. Var þetta samþykkt með óllum greidd- um atkvæðum. Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar, sem kemur til af- greiðslu borgarráðs. Vilji útgerð- armenn framselja kvóta sinn á milli byggðarlaga þarf að leita umsagnar viðkomandi yfirvalda. í synjun sinni lagði borgarráð m.a. til grundvallar, að eðlilegra væri að annað útgerðarfyrirtæki í Reykjavík nýtti þennan kvóta úr því útgerðarmaður Júpíters hygð- ist ekki nota hann. Þannig héldist atvinna, sem skapaðist við vinnslu aflans, innan byggðarlagsins. Bladburöarfólk óskast! Uthverfi Blesugróf JttngimMftfeifr ALLTTIL MORFESTINGA ^ ; v^ B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. Söluturn Óska eftir aö taka á leigu á stór-Reykjavrkursvæoinu húsnæöi fyrir söluturn. Einnig kemur til greina óinn- réttað húsnæöi fyrir slíka starfsemi. Tilboö sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „LS". Til sölu nýlegur 4,5 lesta trillubátur. Bolur enskur úr trefjaplasti, inn- rétting ad mestu úr viöi, 3 kojur í lúkar, vél 32 ha. SAAB, skiptiskrúfa, 3 rafknúnar handtæravindur, Simrad-dýptarmæl- ir, talstöð, vökvaspil og vökvastýri. Tvöföld fiskilest meö is- geymslum í bakboröi. Rafkerfi samkvæmt fyrirmælum Sigl- ingamálastofnunar Upplýsingar gefur Fasteignasalan, Brekkugötu 4, Akureyn, simi: 96-21744. Sölustjón: Sævar Jónatansson Lögmenn: Gunnar Sólnes hrl. Jón Kr. Sólnes hrl. Árni Pálsson hd|l. SÍMASKRÁNA íMíðarkópu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rif na blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan f rá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. ¦ II Haf ið samband við sölumann. Múlalundur Armúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.