Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 39

Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 39 Helgarskákmót á Seyðisfirði ekkert gæði þessa heims og setur ekki fyrir sig smámuni, ef því er að skipta. Fríður er hann og karl- mannlegur á velli, samanrekinn og rammur að afli og enn kvikur á fæti. Eilítið hranalegur á hann stundum til með að vera, en hjart- að er á réttum stað í þeim manni. Um Gunnar má með sanni segja: „Hann hraustur var og hugrakkur sem ljón.“ Hress er hann jafnan i anda, tvíllaus til orðs og æðis, og hikar ekkert við að taka afdrátt- arlausa afstöðu til manna og mál- efna án langra vangaveltna. Við Gróa sendum þeim hjónum, Lóu og Gunnari, beztu hamingju- óskir í tilefni afmælisins, með innilegri þökk fyrir glaðar og góð- ar stundir heima og heiman. Lifið heil! Baldvin t>. Kristjánsson Borgarráð hafnaði fram- sali kvótans BOKGARRÁÐ hafnaði í gær á fundi sínum beiðni Hrólfs Gunnarssonar, útgerðarmanns Júpiters, um framsal 50 tonna þorsk- og 20 tonna ýsu- kvóta skipsins til Hafnarfjarðar. Var þetta samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar, sem kemur til af- greiðslu borgarráðs. Vilji útgerð- armenn framselja kvóta sinn á milli byggðarlaga þarf að leita umsagnar viðkomandi yfirvalda. í synjun sinni lagði borgarráð m.a. til grundvallar, að eðlilegra væri að annað útgerðarfyrirtæki í Reykjavík nýtti þennan kvóta úr því útgerðarmaður Júpíters hygð- ist ekki nota hann. Þannig héldist atvinna, sem skapaðist við vinnslu aflans, innan byggðarlagsins. TÍMARITIÐ Skák stendur fyrir helg- arskákmóti á Seyðisfirði um helgina. Það hefst á fóstudag og lýkur á sunnudag. Helgarskákmótin hafa legiö niðri að undanfórnu vegna al- þjóðlegu skákmótanna, sem hér voru haldin. Helgarskákmótið á Seyðis- fírði er hið 23. í röðinni og hafa mót þessi skipað sér fastan sess í skáklífi landsmanna. Búist er við mikilli þáttöku á mótinu á Seyðisfirði um helgina og eru horfur á að meðal keppenda verði Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari, alþjóðameistararnir Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson og á meðal keppenda verður Guðlaug Þor- steinsdóttir. Bladburóarfólk óskast! Uthverfi Blesugróf ALLT TIL MÖRFESTINGA i B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Söluturn Óska eftir aö taka á leigu á stór-Reykjavíkursvæöinu húsnæöi fyrir söluturn. Einnig kemur til greina óinn- réttaö húsnæöi fyrir slíka starfsemi. Tilboö sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „LS*‘. Til sölu nýlegur 4,5 lesta trillubátur. Bolur enskur úr trefjaplasti, inn- rétting að mestu úr viði, 3 kojur i lúkar, vél 32 ha. SAAB, skiptiskrúfa, 3 rafknúnar handfæravindur, Simrad-dýptarmæl- ir, talstöö, vökvaspil og vökvastýri. Tvöföld fiskilest meö ís- geymslum í bakboröi. Rafkerfi samkvæmt fyrirmælum Sigl- ingamálastofnunar. Upplýsingar gefur Fasteignasalan, Brekkugötu 4, Akureyri, sími: 96-21744. Sölustjóri: Sævar Jónatansson. Lögmenn: Gunnar Sólnes hrl. Jón Kr. Sólnes hrl. Árni Pálsson htR. SÍMASKRÁNA ítHííöarkápu! Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr og þá geta skapast vandræði. Forðum því. Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin. Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. ^ Hafið samband við sölumann. Il Múlalundur Ármúla 34 - Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.