Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Kæru ráðherrar og alþingismenn — eftir Dagrúnu Kristjánsdóttur Hafið þið, lesendur góðir, gert ykkur grein fyrir sannleiksgildi þessara orða? Ef ekki, lítið þá í kringum ykkur. Hvar finnið þið þann mann, sem kemst í eina vel launaða stöðu, að hann leiti sér ekki eftir fleirum til að auka tekj- ur sínar? Hvar finnið þið ríkan mann, sem ekki er óður í að verða enn ríkari? Lítið í kringum ykkur, lesið blöðin, hlustið á viðtöl. Hve marg- ir eru ánægðir með „kjör" sín, þá á eg ekki við þá sem hafa ástæðu til þess að vera það ekki, heldur hina sem virðast frá láglaunasjónar- miði séð, hafa ríflegar tekjur. Hvenær fá menn nógu há laun? Aldrei. Hve háar upphæðir þarf að fá í laun, svo að engin leið sé til að eyða þeim? Eg hygg að hægt sé að teygja þá upphæð nokkuð langt upp í skýin, áður en mannskepnan stendur ráðþrota að eyða henni, ef viljinn er fyrir hendi. Hefur nokkur heyrt getið um nokkurn sem hefur sagt nei takk, ef peningar eru í boði, eða önnur tekjuaukandi hlunnindi? Ef ein- hver hefur orðið var við önnur eins býsn, þá er það nokkuð öruggt að það hefur enginn gert, sem á vel nóg fyrir sig og sína. Spyrja má: Hversvegna ekki? Svarið er að finna í fyrirsögn þessarar greinar: „Ágirnd vex með eyri hverjum." Þetta virðist vera lögmál, þó það stríði gegn heilbrigðri skynsemi, því — hversvegna á sá sem á nóg, að sækjast eftir meiru en hann hefur þörf fyrir — í raun, og mið- að víð þá sem lítið hafa og ekki neitt? „Hitt er aftur á móti ekki hægt, að þiö hækk ið ykkar kaup og ykkar hlunnindi á kostnað hinna sem lítið eða ekk- ert hal'a. Það eru nefni- lega láglaunaþegnar þessa lands, sem standa undir þessum litlu laun- um ykkar." Eg er ekki frá því að þarna sé kjðrið verkefni fyrir sálfræð- ingana að glíma við. Það er stað- reynd, að komist einhver í þokka- lega aðstöðu til að ota sínum toga, þá á eg við bæði laun og völd, þá halda honum engin bönd, sá hinn sami skeytir lítt um annað en að komast enn lengra, svo að pyngjan þyngist jafnt og þétt þar til hún er orðin að klafa sem rænir þá dómgreind sinni á kjörum náung- ans, sem lítið hefur. Þetta er skrifað í kjölfar allrar umræðu og hástemmdra ummæla allra þeirra sem um kaup og kjör fjalla, þar sem að síðustu er ætíð klikkt út með þeirri útslitnu, en algjörlega merkingarlausu klausu, „en auðvitað verður að hugsa fyrst og fremst um að bæta kjör þeirra verst launuðu". Áður er búið að útlista vel og vandlega, að engin leið sé að hækka kaupið. Það er rétt, að það virðist ekki vera nein leið til að hækka kaup þeirra sem lökust hafa kjörin, en það virðast alltaf vera leiðir opnar til að gera ríka ríkari. Dæmi: Hækkun bif- reiðastyrkja, hækkun fæðiskostn- aðar, hækkun ferðakostnaðar og fleira og fleira mætti telja. Hverj- ir njóta þessa? Jú, það eru tekju- hæstu menn þjóðarinnar. Fátækl- ingur fær ekki bifreiðastyrk, þó að hann þurfi að keyra langa íeið í vinnu. Fátæklingur fær ekki auka- lega nokkurn skapaðan hlut, fyrir utan sín lágu laun sem varla hrökkva fyrir nauðsynjum, hvað þá meir. Fátæklingur fær ekki laun i marga mánuði eftir á, ef hann neyðist til að hætta að vinna af óviðráðanlegum orsökum. Fá- tæklingur getur ekki lifað góðu lífi tugi ára eftir að hann hættir að vinna, á roklaunum úr alls konar sjóðum og háum eftirlaunum, auk — ekki má nú gleyraa ellilífeyrinum! NEI, ÞAD ER EKKI HÆGT, segja þessir menn sem vita ekki hvað það er að skorta flesta hluti. ÞAÐ ER EKKI HÆGT. JÚ, ÞAÐ ER HÆGT, EF ÞID VILJIÐ OG EIGID TIL EINHVERJA SÓMA- TILFINNINGU OG RÉTTLÆT- ISKENND. Hitt er aftur á móti EKKI HÆGT, að þið hækkið ykkar kaup og ykkar hlunnindi á kostnað hinna sem lítið eða ekkert hafa. Það eru nefnilega láglaunaþegnar þessa lands, sem standa undir þessum LITLU launum ykkar. Hvar tækjuð þið peninga til að borga sjálfum ykkur laun, ef allt láglaunafólk hyrfi einn góðan veð- urdag af vinnumarkaði? Hvað yrði um vinnslu á sjávarafurðum? Hvað yrði um iðnaðinn? Hvernig ætlið þið að halda þjóðfélaginu gangandi ef svarið við þessu vilja- leysi ykkar yrði allsherjar verkfall ALLRA sem fá ekki laun sem nægja fyrir nauðsynjum? Þið yrð- uð víst ansi ráðalitlir. í því tilviki yrði engum þjónað neins staðar, Dagrún Kristjánsdóttir hvorki í mat eða drykk, þið yrðuð að sætta ykkur við að vaða óhrein- indin i ökkla, ef svo bæri undir. Fleira færi víst úrskeiðis, sem ykkur þætti ekki of gott að sætta ykkur við. En þið getið hæglega forðast þennan háska og á þann eina hátt sem yrði ykkur til sóma á allan hátt og það er að vinda bráðan bug að því að jafna launin í landinu, lækka hæstu launin, hækka lægri launin. Það vinna nefnilega fleiri en þið í þessu landi og margir vinna erfiðari störf líka, og vinna einnig langan vinnudag, fyrir utan það að láglaunafólkiðvinnur þau störf SEM ÞJÓDFÉLAGID STENDUR Á. Ef allir láglauna- hóparnir hyrfu af vinnumarkaðn- um, þá hryndi þjóðfélagið til grunna. Yfirbyggingin, stjórn landsins, forseti, bankastjórar, forstjórar, framkvæmdastjórar, dómarar, fógetar, sýslumenn og aðrir í svipuðum stöðum, — en með svipuð laun, — þið og allt, báknið mundi þá hanga í lausu lofti — án undirstöðu. Þokkaleg útkoma það, og ekki mundi niður- koman verða ykkur notaleg. Fleira langar mig til að minnast á til bjargar. Það mætti öllum að meinaíausu minnka fjáraustur f algeran óþarfa og það sem ekki væri nein brýn nauðsyn að gera. Þar mundu sparast nokkur hundr- uð milljónir í það minnsta og þær væru betur komnar til þess að gefa þeim verst stöddu von og trú á landið og framtíðina. Það er meiri þjóðarauður falinn í því að veita þegnunum kjark og baráttu- gleði, en að beita þeim bolabrögð- um að þeir fyllist vonleysi og sjái ekkert framundan nema enda- lausa erfiðleika, án árangurs. Einnig finnst mér það þjóðráð, í atvinnuleysinu, að enginn gegni meira en EINU STARFI, sé það sæmilega launað. Það er eitt af því sem á ekki að viðgangast að sumir fái ekki vinnu eða starf, en aðrir gegni kannski tveim, þrem eða fleiri störfum, hátt launuðum, en geti engu sinnt af nokkurri mynd. Það er rangt og óréttlátt. Og að lokum. Láglaunafólk verður ekki mett af þyí einu að heyra ykkur staglast stöðugt á því að það þurfi að rétta kjör hinna láglaunuðu. Það getur ekki greitt skuldir sínar og síhækkandi reikn- inga á opinberum gjöldum með þessum söng, þess vegna væri það tímabært að þið færuð að GERA EITTHVAD og það strax. Það er hægt, ef vilji er fyrir því og það er hægt ef fjármunum er úthlutað réttlátlegar til þegnanna en er. Það þarf ekki annað til en að hætta að einblina á hvað aðrar þjóðir gera og geta og hætta að keppast við að gera allar sömu rándýru vitleysurnar og þær. Þá mundu sparast stórar fúlgur sem hægt væri að nota til brýnni þarfa náunganum til góða. En fyrst: Lækkið laun ykkar há- tekjumannanna, þið hafið enga þörf fyrir þau og það sem verra er, þau eyðileggja ykkur, þau gera ykkur dómgreindarlausa og al- gjörlega ófæra um að setja ykkur í spor þeirra sem sjá litla eða enga leið til þess að LIFA. Annað: Hækkið laun þeirra verst settu, látið réttlætiskenndina ráða meiru í gerðum ykkar. Hættið að haga ykkur eins og þið séuð þeir einu sem rétt hafið til að lifa í þessu landi. Gefið meiri gaum að náunganum og þá mun ykkur vel farnast í starfi. Dagrún Kristjánsdóttir er hús- mæðrakennari. Neytendur, útflutnings- bætur og stjórnmál — eftir Agnar Guðnason Það er undarleg staða, sem komin er upp í landbúnaði víða í heiminum í dag. Yfirþyrmandi vandamál hafa skapast vegna of mikillar framleiðslu búvöru. Það er aðeins í Austur-Evrópu og þróunarlöndunum, sem reynt er með ýmsu móti að auka fram- leiðsluna, en án verulegs árang- urs. Á síðari árum hafa umræður manna á meðal beinst i síauknum mæli að því að finna leiðir til að draga úr framleiðslunni í stað þess, sem áður var, að finna leiðir til að miðla matvælum til svelt- andi þjóða. Það gera sér flestir grein fyrir því að full þörf er fyrir alla þessa matvælaframleiðslu, en jafnframt er það viðurkennt að þeir, sem helst þurfa á matnum að halda, hafa ekki efni á að kaupa hann. Víða þar sem veruleg um- framframleiðsla er á búvörum, þá hefur verið gripið til þess ráðs að gefa hluta af umframbirgðum til þróunarlandanna, þetta á m.a. við um Bandaríkin og Efnahags- bandalag Evrópu. Að öðru leyti eru búvörur seldar milli landa á verði, sem í flestum tilvikum er langt undir framleiðslukostnaði þeirra. Islenskir bændur og umframframleiðsla Síðastliðin 20 ár hefur verið nokkur útflutningur héðan á bú- vörum á verði, sem er nokkuð lægra en innlenda heildsðluverðið. Á seinni árum hefur sigið á ógæfuhliðina og munurinn orðið sífellt meiri milli heildsöluverðs- ins hér á landi og þess verðs, sem „Nokkrir alþingismenn hafa lagt til að kjör bænda verði skert veru- Jega til að leysa þann vanda, sem þeir sjálfir hafa orðið til að skapa. Þeir vilja skerða út- flutningsbætur og minnka niðurgreiðslur án þess að annað komi í staðinn." fæst fyrir vörurnar erlendis. Þetta á við fyrst og fremst um mjólkur- vörur og kindakjðt. Enda hefur verið reynt að draga úr fram- leiðslu á þessum afurðum. Heim- ild handa bændasamtökunum fékkst ekki fyrr en árið 1979 til að grípa til ráðstafana til samdráttar í framleiðslunni. Undanfarin ár hefur fram- leiðsla á dilkakjöti minnkað um tæp 18% og mjólkurframleiðslan um 16%. Nú hefur á ný orðið aukning á mjólkurframleiðslu svo gert er ráð fyrir að umframfram- leiðsla verði um 9% í ár. Þá er einnig framleitt meira af hrossa- kjöti, svína- og alifuglakjöti og eggjum en markaðurinn tekur við með góðu móti. Enda hefur fram- leiðslustjórnun ekki verið beitt í þessum búgreinum. Nú þarf á ný að gripa til ráð- stafana til að draga úr mjólkur- framleiðslunni og einnig minnka framleiðslu á kindakjöti. Ef full- nægja á þörfum fyrir þessar af- urðir innanlands svo ekki komi til tímabundinn skortur má gera ráð fyrir að við þurfum alltaf að flytja eitthvað smávegis út. í ár er gert ráð fyrir að flytja út 4.300 tonn af dilkakjöti, 400 tonn af ærkjöti og um 700 tonn af inn- mat. Af mjólkurvörum þarf að flytja út sem svarar vinnsluvörum úr 6—7 millj. 1 af nýmjólk. Verðið, sem fæst fyrir þessar vörur er- lendis, er 30—55% af heildsölu- verði hér innanlands. Þetta er ekkert einsdæmi með islenskar landbúnaðarafurðir, þetta á við almennt i milliríkja- viðskiptum með búfjárafurðir. Stjórnmálamenn og útflutningsbætur Nokkrir alþingismenn hafa lagt til að kjör bænda verði skert veru- lega til að leysa þann vanda, sem þeir sjálfir hafa orðið til að skapa. Þeir vilja skerða útflutningsbætur og minnka niðurgreiðslur án þess að annað komi í staðinn. Þessir sðmu menn hefðu alveg eins getað lagt til að atvinnurekendur héldu eftir um 10—20% af launum lág- tekjufólks, sem yrði einhverskon- ar launþegaskattur. Alþingi getur sett lög, sem miða að því að draga úr þörfinni fyrir útflutningsbætur án þess að skerða kjör bænda. Auðvitað geta þingmenn skapað gott fordæmi með því að greiða 20% eða svo af sínum launum upp í þetta marg- umtalaða „fjárlagagat". Það er ekki margra kosta völ til að draga úr þörfinni fyrir útflutn- ingsbætur. Það er fyrst og fremst samdráttur í framleiðslu hefð- bundinna búvara. Það verður þá samtímis að skapa fólki, sem lifir af landbúnaði, sambærilega lífs- afkomu og öðrum þegnum þessa lands, t.d. með nýjum búgreinum. Fyrir finnska þinginu liggur frumvarp til laga frá ríkisstjórn Agnar Guðnason Finnlands um mjólkurkvóta. Á síðasta ári námu útflutningsbæt- ur þar í landi fyrir útfluttar mjðlkurvörur u.þ.b. 5.300 milljón- um fsl. kr., þar af voru greiddar úr ríkissjóði 4.350 milljónir kr. Mjólkurframleiðsla í Finnlandi var 30% umfram neyslu þar í landi á síðasta ári en hér hjá okkur var hún 6% umfram neyslu. íslenskir neytendur og útflutningsbætur í síðustu viku heyrði ég á tal starfstúlkna í verslun einni hér í borg. Ein þeirra hafði orð á því að ódýrasti matur í Færeyjum væri íslenskt dilkakjöt. Þetta sagði hún að allir vissu. Ég gat ekki stillt mig og spurði því hvort hún vissi hvað danskir kjúklingar kostuðu í Færeyjum. Við þessu fékkst ekk- ert svar, enda ókurteisi af mér að blanda mér í þessar umræður. Nei, það er svo sem ekkert einsdæmi þótt innfluttar kjötvörur væru ódýrari en innlendar. Þó þarf það ekki að vera, því oft eru innfluttar búfjárafurðir hátt tollaðar svo þrátt fyrir lágt innkaupsverð get- ur smásöluverðið verið nokkuð hátt sbr. verð á íslensku dilkakjöti í Danmörku. Fluttar eru hingað til landsins ýmsar búvörur, sem greiddar hafa verið niður erlendis. Siðustu dæm- in um slíkt eru kartöflur frá Finnlandi, korn og fóðurvörur frá Svíþjóð og sykur frá Danmörku. Við höfum oft notið góðs af mikl- um niðurgreiðslum á hveiti og öðru korni frá Bandaríkjunum. Það hafa fáir hér á landi leitt hugann að því hvernig þessi milli- ríkjaviðskipti ganga fyrir sig. Þau eru svo margslungin að fáir botna yfirleitt í þeim. Kanadamenn geta keypt nautakjöt frá Bandaríkjun- um á lægra verði en bandarískir neytendur þurfa að greiða fyrir það. Bandaríkjamenn geta keypt niðursoðið svínakjöt frá Dan- mörku á 'lægra verði en Kaup- mannahafnarbúinn borgar fyrir sðmu vðru. Danir geta keypt sænska osta á lægra verði en sænskir neytendur. Aftur á móti er hugsanlegt að Danir geti fengið danska osta i Málmey á lægra verði en þeir eru seldir í Kaup- mannahöfn. Meira að segja er ekki ótrúlegt að Norðmenn geti rekist á norskan Jarlsbergost í Japan á lægra verði en þeir greiða fyrir sambærilegan ost í Osló. Þannig mætti endalaust halda áfram. Þessi verslun með búvöru hlýtur að breytast á næstu árum. Það gera sér sífellt fleiri ljóst að þann- ig er ekki hægt að versla. Nú verð- ur sett lágmarksverð á ýmsar bú- vörur í milliríkjaviðskiptum, sem ekki hefur tíðkast á seinni árum. Þær raddir hafa heyrst hér á landi að við ættum að leggja niður landbúnað og nýta okkur þá möguleika, sem felst í þessu fá- ránlega kerfi. Hér eigum við að geta lifað sældarlífi á ódýrum inn- fluttum kjúklingum, hollensku svínakjöti, argentlnsku nautakjöti og kindakjðti frá Nýja-Sjálandi. Þessi skoðun er sem betur fer fremur sjaldgæf. Slæmt yrði ástandið í heiminum ef margir hugsuðu þannig. Agnar Guðnason er blaðafúlltrúi bxndasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.