Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 41
fcW lAW 01 HMOAflMTWW* mflA mvniogow MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 °*1 Vorpistill úr Saurbænum: Fiskirækt er mönn- um ofarlega í huga Hvoli, 2. m*í. Það hefur vorað vel í Saurbæn- um eins og annars staðar á land- inu, síðari hluti aprílmánaðar var einstaklega góður, og mildir og hlýir apríldagar hafa eins og fært líf og yl inn í sálir manna og milil- að vetrarþreytu og áhrif erfiðs tíð- arfars undanfarinna mánaða. Horfa menn nú björtum augum til komandi tíma, og vænta þess, að vorið verði áfram gott og milt, það mundi líka koma sér vel fyrir bændur, því menn eru almennt fremur knappir með hey orðið og því væri það ánægjuleg tilbreyt- ing, ef hægt yrði að hleypa lamb- fénu beint út á græn grös í staðinn fyrir að þurfa að láta bera í húsi og gefa þar fulla gjöf, sem bæði er auðvitað fyrirhafnarmikið og kostnaðarsamt, — og mundi það þannig spara mörgum aukin út- gjöld, sem ekki er vanþörf á nú á tímum samdráttar og erfiðleika, ekki sfzt í landbúnaði, þar sem nú er kjörorðið að draga úr fram- leiðslunni en ekki að auka hana. Það eitt er nægilega erfitt fyrir áhugasama og duglega búendur að verða að takmarka umsvif sín í stað þess að auka og efla bú sitt. En aðstæður þjóðfélagsins og breyttar neyzluvenjur manna krefjast þess beinlínis, að dregið verði úr hinni hefðbundnu land- búnaðarframleiðslu. En ekki dugar að leggja árar í bát, heldur breyta stefnunni og leggja á gjöfulli mið. Þannig hafa menn lítillega farið út í aðrar búgreinar, þó í smáum mæli sé, menn eru hér með lítilsháttar refarækt og svínarækt og fiski- rækt er mönnum ofarlega í huga, enda hefur verið stofnuð hér haf- beitarstöð með aukna hafbeit á laxi í huga. Binda menn miklar vonir við þá starfsemi og er von- andi, að menn almennt hugi betur kalejdoskop 1-84 að því hér á landi að stórauka fiskeldi í ám og fjörðum, því þar liggja áreiðanlega miklir mögu- leikar. En þjóðfélagið verður að styrkja menn betúr í slíkri at- vinnuuppbyggingu — það hefur ekki verið nægilega vel að því staðið fram að þessu, en augu manna eru óðum að opnast fyrir mikilvægi þess að treysta betur undirstöður stóraukinnar fiski- ræktar í landinu. Laugardaginn 28. apríl var haldinn hér aðalfundur Kaupfé- lags Saurbæinga á Skriðulandi. Þetta félag er okkur afar mikil- vægt, og enda þótt félagssvæðið sé ekki stórt, þá stendur hagur þess allvel miðað við allar aðstæður. Heildarvelta félagsins var á sl. ári rúmar 43 milljónir og nokkur rekstrarhagnaður varð á árinu. Kaupfélagsstjóraskipti urðu nú Rit um íslenzka nútímalist gef- ið út í Svíþjóð MORGUNBLADINU hefur borizt Kalejdoskop fyrsta tölublað 1984 með undirtitlinum Málverk. I formála útgefanda segir að ætlun- in hafi verið að kalla þessa litlu bók Nýlist en horfið frá því ráði, enda sé að finna í henni upplýs- ingar af öðru tagi en einvörðungu því allra nýjasta í málaralist. Meðal efnis í þessu stórvandaða og fallega hefti er grein og mynd- skreyting eftir Helga Þorgils Frið- jónsson, Aðalsteinn Ingólfsson skrifar Att visa sitt rátta ansikte — Tankar kring islánsk bildkonst og fylgja með greininni fjölmarg- ar litmyndir af verkum ungra listamanna. Sune Nordgren skrif- ar greinina Islandsbilder. Síðan eru nokkur ljóð og eins konar uppákomur eftir ýmsa listamenn og svo upplýsingar um starfsemi ýmissa gallería á íslandi. um þessi mánaðamót. Ulfar Reyn- isson frá Kjarlaksvöllum lætur nú af starfi kaupfélagsstjóra eftir rúmlega fjögurra ára farsælt starf við félagið. Hann tekur við starfi deildarstjóra hjá Kjötiðnaðarstöð Sambandsins í Reykjavík. Er eft- irsjón að Úlfari héðan úr sinni heimasveit, en honum fylgja góðar óskir héðan um velgengni í nýju starfi. Við stöðu kaupfélagsstjóra tek- ur nú Margrét Jóhannsdóttir, fæddur Saurbæingur frá Efri- Múla. Hún hefur lokið verzlunar- og stúdentsprófi og starfað m.a. í Búnaðarbankanum í Búðardal, hjá útibúi Kaupfélags Borgfirðinga á Akranesi og einnig hjá útibúi Samvinnubankans þar í bæ. Fylgja henni góðar óskir okkar hér í nýju og þýðingarmiklu starfi. — lngiberg *»*% ^ Moriíunblaðið/Ólafur Már Siiiurðsson. Selur í Seyðisfirði Selur sótti nokkuð inn á Seyðisfjörð í blíðviðrinu á dögunum og spókaði sig þar í fjörunni innst í firðinum. Voru þar sjö selir í einu og fengu að njóta sín í friði fyrir mannfólkinu. Sagt er að selurinn sé skynsöm skepna og kannski er honum kunnugt um að þarna er hann á friðuðu svæði, innan grjótgarðanna og Grýtár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.