Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 42
p.l 42 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Systir Shake- speares dó ung Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson V irginia Woolf: SÉRHERBERGI Helga Kress þýddi. Svart á hvítu 1983. Það hefur dregist að vekja at- hygli á Sérherbergi Virginiu Woolf sem út kom fyrir jólin. Bókin er ritgerð byggð á fyrir- lestrum við tvo kvennaháskóla í Cambridge haustið 1928. Þýðand- inn, Helga Kress, kemst svo að orði um ritgerðina: „Því það eru kenningar Virginiu Woolf um konur og bókmenntir, um andlegt frelsi og skilyrði list- rænnar sköpunar, sem framar öðru gera Sérherbergi að sígildu verki og skipa því á bekk með öðr- um helstu ritum um skáldskapar- fræði. Með kenningum sínum um samband bókmenntalegra kven- lýsinga og raunveruleika, um við- tökur kvennabókmennta og óhjákvæmileg áhrif þeirra á verkin sjálf, og ekki síst með kenningunum um sérstaka kven- lega hefð í bókmenntum er Virg- inia Woolf langt á undan sínum tíma. Með þeim lagði hún grund- völl að þeim miklu kvennabók- menntarannsóknum sem nú eru stundaðar víða um heim." Langt orð kvennabókmennta- rannsóknir. Og eilítið villandi með það í huga að Virginia Woolf fjall- ar töluvert um karlabókmenntir í ritgerð sinni. Helga Kress bendir á að frá- sagnarháttur Virginiu Woolf ein- kennist af þeirri aðferð sem kölluð hefur verið stream of conscious- ness: „Hugmyndir eru látnar ráða ferðinni fremur en atburðarás. Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Traustari en nokkru sinni Simple Minds Sparkle In The Rain Virgin/ Steinar hf Þótt Simple Minds hafi ekki mikið verið hampað hér á landi er sveitin „stórt númer" í Bret- landi. Eitt áþreifaniegasta dæm- ið um „stærð" hennar þar var að finna fyrir nokkru er uppselt var á 7 tónleika flokksins í rðð í Hammersmith í Odeon í London. Eymsli í hálsi söngvarans, Jim Kerr, urðu þess þó valdandi að slá varð öllum tónleikunum á frest. Simple Minds er fimm manna úrvalssveit frá Skotlandi. Auk Kerr söngvara eru það þeir Charles Burchill/gítar, Derek Forbes/bassi, Mel Gaynor/- trommur og Michael McNeil/- hljómborð, sem skipa sveitina. Hver um sig fær á hljóðfæri sitt í meðallagi vel. Simple Minds hefur um árabil skemmt Bretum, jafnt sunnan sem norðan skosku landamær- anna með tónlist sinni og ekki leikur vafi á að þessi nýjasta plata þeirra, Sparkle In the Rain, á eftir að fylgja í fótspor forvera sinna hvað það varðar. Reyndar hef ég ekki fylgst svo örgrannt með ferli Simple Minds, en þó heyrt ávæning af nokkrum fyrri plötum þeirra. Ef marka má þá reynslu hefur tón- listin breyst nokkuð, og er orðin mun „léttari" á þessari plötu án þess þó nokkru sinni að álpast inn á svið skallapoppsins eða í námunda við það. Sparkle In The Rain geymir gnótt góðra laga. Besta lagið er tvímælalaust Up On The Cat Walk, en Book of Brilliant Things, Waterfront og The Kick Inside of Me koma þar skammt á eftir. Heildarsvipur plötunnar er afar sterkur en helsti gallinn kannski sá, að lögin eru nokkuð keimlík. Hann kemur þó ekki í veg fyrir að lög Simple Minds raði sér á bekk með sveitum á borð við Echo and the Bunny- men, U2 og fleiri sveita, sem standa fremstar í flokki í ný- sköpunardeild breska popp- heimsins. Lykillinn að velgengninni Marillion Fugazi EMI/Fálkinn Marillion er tvímælalaust sú sveit, sem verið hefur á hvað hraðastri uppleið í þyngri kanti breskrar tónlistar undanfarið ár. Framabrölt sveitarinnar var rækilega staðfest í vinsælda- kosningu Sounds fyrir 1983, sem birt var í byrjun þessa árs. Efsta sætið féll Marillion nefnilega í skaut og 1984 hófst því á sama hátt og 1983 skildi við. Marillion er iðulega líkt við Genesis og það hreint ekki að ástæðulausu. Tónlistin lýtur um margt sömu lögmálum, þótt ekki sé hún kannski svo keimlík á yfirborðinu. Ofan á allt annað er söngur Fish stundum býsna lík- ur Phil Collins og svei mér ef ekki á stundum Peter Gabriel. Til þess að uppfræða fólk er rétt að geta þess, að Marillion er sveit fimm manna, sem ekki kalla allt ömmu sína í hljóð- færaleik. Eru nefnilega hver öð- rum betri. Fish kallar söngvar- inn sig, Steve Rothery leikur á gítar, Mark Kelly á hljómborð, Pete Trewavas á bassa og Ian Mosley á trommur. Fugazi er önnur breiðskífa Marillion og fylgir í kjölfar A Script for a Jester's Tear. Ef marka má þá plötu er Fugazi rökrétt framhald. Lög Marillion eru fæst hver grípandi í byrjun, kannski a Punch and Judy und- anskildu, en vinna jafnt og þétt á. Lög eins og Assassin og Jig- saw eru t.d. dæmi um slíkt. Þessi þrjú lög eru öll á fyrri hlið plöt- unnar, sem er auðmeltanlegri. Síðari hliðin er dálítið þung- lamaleg, en vinnur sig vel upp í lokin í titillaginu Fugazi. Þótt login hjá Marillion séu óneitanlega lengri en maður á að venjast verða þau aldrei leiði- gjörn, þökk sé frábærum hljóð- færaleik. Menn undrast kannski hvað það er sem orsakar vin- sældir Marillion. Ég held að skýringin á þeim sé afar svipuð og þegar Genesis varð vinsæl sveit. Frábær hljóðfæraleikur og lög eru lykillinn að velgengninni. Virginia Wooff Setningar eru í sífellu brotnar upp og sjónarhornum breytt, og þann- ig eru málin oft séð frá mörgum hliðum í einu." Skilgreiningin er nýtileg, en ég hef ekki áður séð fyrrnefnda aðferð orðaða í sam- bandi við ritgerðir, hún gildir fyrst og fremst um prósaskáld- skap vissra höfunda. Sérherbergi er síður en svo dæmigert fyrir stream of consciousness. Virginia Woolf iðkar að vísu flæðistíl, kem- ur víða við í ritgerðinni. En alltaf er hún rökvís og á valdi kenningar- innar fremur en tilfinninganna. Virginia Woolf var gáfuð kona og vissi nokkurn veginn hvað hún söng. Henni sárnaði niðurlæging kvenna og ætlaði sér að vekja kon- ur til umhugsunar. Eiginlega þyk- ir henni verst að ekki skuli vera til neinn Shakespeare í kvenlíki. Sí og æ talar hún um systur Shake- speares sem dó ung og hvað úr henni hefði getað orðið við betri aðstæður. Hún vill að konur eign- ist sérherbergi og hafi hugrekki til að skrifa nákvæmlega það sem þær hugsa og verði þannig jafnok- ar Shakespeares. Að því ber að vinna að mati Virginiu Woolf að hver kona hafi tækifæri til að þroskast. Vissulega er Sérherbergi fróðleg bók aflestrar og full af ýmsum skarpskyggnum athugasemdum um skáld og skáldskap. Hún er fallega gefin út af Svart á hvítu og þýðingin er einkar lipur og meira að segja skáldleg á köflum. Jóhann Hjálmarsson Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Aldrei verið betri? Manfred Mann's Earth Band Live, Budapest Fálkinn Sumir þola ekki rokk og hlusta bara á sígilda tónlist. Og öfugt. En þeir sem hlusta á þá sígildu eiga oft erfitt með að kyngja því að poppið geti líka verið sígilt. Til dæmis er til fjöldinn allur af sígildum dægurlögum sem menn keppast við að gera góð skil, hver á sinn hátt. (Já og stundum eru þessar perlur útsettar fyrir at- vinnulausar sinfóníuhljómsveit- ir.) Stundum tekst þetta vel og stundum ekki. En ég er ekki frá því að þegar best tekst til þá fer flutningurinn fram á hljómleik- um eða eins og sagt er á útlensk- unni „live". Annars getur þetta verið jafn tvíeggja og hvað annað og í þessu tilfelli nægir að benda á nýútkomna hljómleikaplötu Dire Straits. Sígildri perlu eins og „Sultans of swing" er þar nauðg- að af höfundunum sjálfum. Það sama er ekki hægt að segja um meðferðina sem Manfred Mann og félagar gefa logunum sem þeir spila á nýútkominni hljóm- leikaplötu sinni, „Budapest". Á plötunni spila þeir átta lög og eru „Davy's on the road again" og „Blinded by the light" sjálfsagt einna kunnust. Önnur lög sem einhver ætti að kannast við eru „Redemption Song" eftir Bob Marley, „Mighty Quinn" eft- ir Bob Dylan og „Spirits in the night" og „For you" eftir B. Springsteen. Annars skiptir það ekki mestu máli hvað flokkurinn er að spila heldur hvernig hann gerir það. í þetta skipti er ekki undan neinu að kvarta. Allur flutningur er til sóma og ekki spillir fyrir að áheyrendurnir í Ungverjalandi virðast vera vel með á nótunum og hafa góð áhrif á hljómsveitina. Einhver skaut því að mér fyrir nokkru að Manfred Mann hlyti að vera löngu dauður og hljóm- sveitin líka. Sá sem þetta sagði hafði aldeilis ekki rétt fyrir sér. Hljómsveitin hefur sjálfsagt aldrei verið betri og til vitnis eru tvær hljómplötur. Nýútkomin hljómleikaplata og stúdióplata frá því í fyrra. Fellur í skuggann John Cale Caribbean sunset Fálkinn John Cale er fæddur Welsh og er töluvert lærður í klassískum tónfræðum. Samt átti það ekki að liggja fyrir honum að ganga hinn klassíska veg því fyrst á sínum ferli gekk hann til liðs við Lou Reed og „Velvet Under- ground". Tónlistin sem „Velvet Und- erground" spilaði þótti ákaflega sérstök og ekki á allra færi að hafa gaman af. En i dag þykir hún vera ein af þeim merkilegri og virt sem slík. John Cale yfir- gaf „VU" árið 1968 og 1971 gaf hann út plötuna „Church of Anthrax" sem náði töluverðum vinsældum. Síðan hefur hann gefið út nokkrar plötur auk þess sem hann hefur stjórnað upptök- um hjá Patti Smith og Iggy Pop. Fyrir nokkru kom út sólóplata frá honum sem hann kallar „Caribbean sunset" og geymir hún 9 log. Tónlistin er nýbylgja eins og hún hefði getað gerst best árið 1977 og þar á eftir. Gít- ar er látinn hljóma framarlega en lögin eru samt melódísk. En sem slík kemur þessi plata sex árum of seint. Hún veitti mér ekkert sem ég hef ekki heyrt ein- hverstaðar annarstaðar og dró enga athygli að sér. Hinsvegar gætu gamlir aðdáendur „Velvet" haft gaman af plötunni svo lengi sem þeir hafi farið á mis við tónlist síðustu ára. Platan fellur einfaldlega í skugga þeirrar grósku sem er í bresku poppi í dag þrátt fyrir að á sinn hátt eigi hún það ekki skilið. Upptökustjórn er í hönd- um John sjálfs og hann skrifar Brian Eno á eitt hljóðfærið. n?T!T7tTT?Tl bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Fín stelpa eins og ég Rosie Boycott: A Nice Girl Like Me Utg. Chatto & Windus 1984 Hvað skyldu hafa verið skrifað- ar margar bækur um alkóhólisma þó ekki væru taldar nema hin síð- ustu ár. Lærðar frásagnir, nýjar skilgreiningar, játningar og ég veit ekki hvað. Og margt af því ákaflega fróðlegt og margt sér- staklega leiðinlegt aflestrar. Þessi bók A Nice Girl Like Me eftir Rosie Boycott er að mínu viti einhver merkilegasta bók þessarar gjörðar sem ég hef að minnsta kosti lesið. Hér er sagt frá af svo miklu hispursleysi og heiðarleika og þó ekki gerð nein tilrauri til að velta sér upp úr vandamálunum eins og stundum vill brenna við hvort sem er hjá virkum eða óvirkum alkóhólistum. Fyrir nú utan að það er út af fyrir sig ævintýri að lesa um þær upplifan- ir og þá lífsreynslu sem Rosie Boy- cott hefur gengið í gegnum á rúmlega þrjátíu ára lífsferli sín- um. Hún er þekkt blaðakona, bresk. Gat sér mikinn orðstír er hún ritstýrði Spare Rib, umdeildu blaði málsvara kvennabaráttunn- ar í Englandi, síðar ritaði hún greinar í öll helstu blöð Bretlands, bæði um kvenréttindi, ferðalög og ótal mörg efni önnur. Hún var ráðin til Kuwait að stýra kvenna- blaði þar og hún hefur auk þess séð um útgáfu á að minnsta kosti einni eða tveimur bókum. Og allt gerðist þetta meðan stöðugt hallaði undan fæti í drykkju og eiturlyfjum. Hún flakkar um heiminn allan og lend- ir í slagtogi með kyndugu fólki, um hríð bjó hún með John Stein- beck yngri og með honum fór hún til Indlands að leita kraftaverka- lækninga handa vini þeirra og síð- an voru þau handtekin í Thailandi og varpað í fangelsi fyrir að reyna að smygla eiturlyfjum inn i land- ið. En alltaf reis hún upp aftur og alltaf taldi hún sér trú um að hún hefði fulla stjórn á sinni drykkju, og gæti bara hætt þegar henni dytti í hug. Ekkert mál. Auðvitað varð reyndin önnur og dvöl henn- ar í Kuwait varð kannski til að fylla mælinn — sem hefði sjálf- sagt fyllst hvort sem er og hvar sem hún hefði verið. Hún leitar sér nú lækninga og gengur í gegnum þann eld af mikl- um kjarki, en haldin blygðunar- kennd á háu stigi. Hún fjallar réttilega um það, hversu miklu meiri fordómar eru í garð kvenna sem drekka en karla. Konur verða aumkunarverð hrök, karlarnir hljóta aðdáun og lengi örvun og síðan meiri styrk þegar að því kemur að reynt er að feta sig aftur til eðlilegra lífshátta. Þetta er bæði skemmtileg bók, þótt það kunni að vera skrítið að nota það orð um bók af þessu tagi, og hún er umfram allt bæði upp- lýsandi og á erindi til okkar. Það væri ráð að hvetja íslenska útgef- endur til að gefa henni gaum. Hún á það fyllilega skilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.