Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1984 43 Keppni barþjóna um besta hanastélið: PÓLÓ OG BLEIKI FÍLLINN SIGRUÐU Barþjónaklúbbur íslands efndi til keppni i blöndun á þurni og sætu hanastéli aö Hótel Sögu sl. sunnudagskvöld. Að sögn Ragnars Péturssonar formanns klúbbsins tóku 20 bar- þjónar þátt í keppninni en hlutskarpastir voru Garðar Sig- urðsson barþjónn á Hótel Borg með þurra hanastélið „Póló" og Bjarni Óskarsson barþjónn á Broadway sem tefldi „Bleika fílnum", sætu hanastéli, fram til sigurs. I öðru sæti fyrir þurrt hana- stél var Bjarni Guðjónsson bar- þjónn á Hótel Loftleiðum og í þriðja sæti Kristján Runólfsson barþjónn á Hótel Borg. í öðru sæti fyrir sætt hanastél var Hafsteinn Bgilsson barþjónn á Hótel Sögu og í þriðja sæti Hörður Sigurjónsson barþjónn á Broadway, en hann var sigurveg- ari í „long drink"-keppninni sem fór fram í fyrra. Garðar Sigurðsson höfundur að „Póló" hefur áður unnið til verðlauna fyrir blandaða drykki, en þetta var í fyrsta sinn sem Bjarni Óskarsson tók þátt í slíkri keppni. Þeir tveir, ásamt Herði Sigurjónssyni, munu halda til Hamborgar í október næstkomandi og taka þar þátt í heimsmeistarakeppni barþjóna. Heimsmeistarakeppnin fer fram þriðja hvert ár og er þá keppt um heimsins besta þurra og sæta hanastél og heimsins besta „long drink". í keppninni á Hótel Sögu voru 40 gestir, valdir af yfirdóm- nefnd, beðnir um að velja besta drykkinn og bragðaði hver dóm- ari á fjórum hanastélum, áður en dómur var kveðinn upp. Garðar Sigurðsson höfundur ao „I'óló" ásamt eiginkonu sinni við verd- launafhendingu i Hótel Sögu sl. sunnudagskvöld. Uppskriftin að „Póló" er þann- ig: 3 cl. Smirnoff vodka, 2 cl. Dry Dubonett, 1 cl. Bols bananalíkjör, skvetta af Lime-juice og náttúru- legum sítrónusafa. Skreyting: grænt kirsuber og sítrónubörkur. til: .Bleiki fíllinn" verður þannig 1,5 cl. Bacardi romm, 1,5 cl. bananalíkjör, 0,5 cl. Creme coconut, 2,5 cl. ananassafi, skvetta af Grenadine. Skreyting: coctailber á glas- barminum. 4&>~ Httltll'ÍllMM *5ÖUUBOÐ ...vöruverð í lágmarki Alltaf á föstudögum V erslunarráðið ályktar vegna fjárhagsvanda ríkissjóðs: Vandanum mætt með sparn- aði og sölu ríkisfyrirtækja MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi ályktun frá Verzlunarráði Ís- lands, sem samþykkti ályktunina á stjórnarfundi 7. maí. „Stjórn Verzlunarráðs íslands varar við afleiðingum þess að taka stórfelld erlend lán til að rétta af fyrirsjáanlegan halla á ríkissjóði, svo sem boðað hefur verið. Slík lán- taka er engin lausn á fjárhagsvanda ríkissjóðs. Vandanum er aðeins sleg- ið á frest og framvindu efnahags- mála teflt 1 tvísýnu. Söfnun eyðsluskulda í útlöndum ýtir undir þenslu í efnahagslífinu, og getur því kippt grundvellinum und- an þeim árangri, sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. Slíkt at- ferli er ekki síst alvarlegt í ljósi þess, að fólk og fyrirtæki hafa lagað út- gjöld sín að samdrætti í efnahagslíf- inu. Sömu kröfur um aðhaldssemi verður að gera til ríkisvaldsins. Jafnvægi í efnahagslífinu verður ekki fest í sessi nema gætt sé að- haldssemi í fjármálum ríkisins og frjálsræði verði aukið í verðlagsmál- um, vaxtamálum og gengismálum. Stjórn Verzlunarráðsins vill því hvetja til þess að breytt verði um stefnu og fjárhagsvanda ríkissjóðs verði að fullu mætt með sparnaði og sölu ríkisfyrirtaekja." BORDID MEÐ PRJONUM ... OG AUKAKÍLÓIN FJÚKA! Matarkúr frá Asíulöndum. í AÐALHLUTVERKINU í CATZ RætfViö Janis Carol eöa Carol Nielsen KEPPNISFÖR TIL DRAUMALANDSINS Valsstrákar í fótboltaspili í Ðrasilíu. fltogtttiftifaftifr Föstudagsblaðið er gottforskot á helgina lr Tómas Guðmundsson - Rit I-X Þjóoskáldið goða. Ilinn mikli listamaður bundins og óbundins máls. Ljóð I - Ljóð II - Ljóð III - Léttara hjal - Myndir og minningar — Menn og minni — Æviþættir og aldarfar I — Æviþaettir og aldarfar II — Æviþættir og aldarfar III — Æviþættir og aldarfar IV. (jk Almenna bókafélagið, V_^ i^/ Austarstræti 18, símí 25544. — Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 25544 Innheimtuk. Eftistööv. kr. 6.000- kr. 1.200- kr. 4.800- kr. 400- Hringiö og við sendum sölumann til ykkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.