Morgunblaðið - 10.05.1984, Síða 43

Morgunblaðið - 10.05.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 43 Keppni barþjóna um besta hanastélið: PÓLÓ OG BLEIKI FÍLLINN SIGRUÐU Barþjónaklúbbur íslands efndi til keppni í blöndun á þurru og sætu hanastéli aö Hótel Sögu sl. sunnudagskvöld. Að sögn Ragnars Péturssonar formanns klúbbsins tóku 20 bar- þjónar þátt í keppninni en hlutskarpastir voru Garðar Sig- urðsson barþjónn á Hótel Borg með þurra hanastélið „Póló“ og Bjarni Óskarsson barþjónn á Broadway sem tefldi „Bleika fílnum", sætu hanastéli, fram til si^urs. f öðru sæti fyrir þurrt hana- stél var Bjarni Guðjónsson bar- þjónn á Hótel Loftleiðum og í þriðja sæti Kristján Runólfsson barþjónn á Hótel Borg. f öðru sæti fyrir sætt hanastél var Hafsteinn Egilsson barþjónn á Hótel Sögu og í þriðja sæti Hörður Sigurjónsson barþjónn á Broadway, en hann var sigurveg- ari í „long drink“-keppninni sem fór fram í fyrra. Garðar Sigurðsson höfundur að „Póló“ hefur áður unnið til verðlauna fyrir blandaða drykki, en þetta var í fyrsta sinn sem Bjarni Óskarsson tók þátt í slíkri keppni. Þeir tveir, ásamt Herði Sigurjónssyni, munu halda til Hamborgar í október næstkomandi og taka þar þátt í heimsmeistarakeppni barþjóna. Heimsmeistarakeppnin fer fram þriðja hvert ár og er þá keppt um heimsins besta þurra og sæta hanastél og heimsins besta „long drink". í keppninni á Hótel Sögu voru 40 gestir, valdir af yfirdóm- nefnd, beðnir um að velja besta drykkinn og bragðaði hver dóm- ari á fjórum hanastélum, áður en dómur var kveðinn upp. Garöar Sigurðsson höfundur að „Póló“ ásamt eiginkonu sinni við verð- launafhendingu á Hótel Sögu sl. sunnudagskvöld. Uppskriftin að „Póló“ er þann- ig: 3 cl. Smirnoff vodka, 2 cl. Dry Dubonett, 1 cl. Bols bananalíkjör, skvetta af Lime-juice og náttúru- legum sítrónusafa. Skreyting: grænt kirsuber og sítrónubörkur. „Bleiki fíllinn" verður þannig tik 1,5 cl. Bacardi romm, 1.5 cl. bananalíkjör, 0,5 cl. Creme coconut, 2.5 cl. ananassafi, skvetta af Grenadine. Skreyting: coctailber á glas- barminum. Verslunarráðið ályktar vegna fjárhagsvanda ríkissjóðs: Vandanum mætt með sparn- aði og sölu ríkisfyrirtækja MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi ályktun frá Verzlunarráði ís- lands, sem samþykkti ályktunina á stjórnarfundi 7. maí. „Stjórn Verzlunarráðs Islands varar við afleiðingum þess að taka stórfelld erlend lán til að rétta af fyrirsjáanlegan halla á ríkissjóði, svo sem boðað hefur verið. Slík lán- taka er engin lausn á fjárhagsvanda ríkissjóðs. Vandanum er aðeins sleg- ið á frest og framvindu efnahags- mála teflt í tvísýnu. Söfnun eyðsluskulda í útlöndum ýtir undir þenslu í efnahagslífinu, og getur því kippt grundvellinum und- an þeim árangri, sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. Slíkt at- ferli er ekki síst alvarlegt í ljósi þess, að fólk og fyrirtæki hafa lagað út- gjöld sín að samdrætti í efnahagslíf- inu. Sömu kröfur um aðhaldssemi verður að gera til ríkisvaldsins. Jafnvægi í efnahagslífinu verður ekki fest í sessi nema gætt sé að- haldssemi í fjármálum ríkisins og frjálsræði verði aukið i verðlagsmál- um, vaxtamálum og gengismálum. Stjórn Verzlunarráðsins vill því hvetja til þess að breytt verði um stefnu og fjárhagsvanda ríkissjóðs veröi að fullu mætt með sparnaði og sölu ríkisfyrirtækja." sntnFiMHH ^ÖLUBOÐ ...vöruverð í lágmarki BORÐIÐ MEÐ PRJÓNUM ... OG AUKAKÍLÓIN FJÚKA! Matarkúr frá Asíulöndum. í AÐALHLUTVERKINU í CATZ RætUVlö Janis Carol eöa Carol Nielsen KEPPNISFÖR TIL DRAUMALANDSINS Valsstrákar í fótboltaspili í Ðrasilíu. Föstudagsblaðid er gott forskot á helgina Þjóðskáldið góða. Hinn mikli lisUmaður bundins og óbundins máls. Ljóð I — Ljóð II — Ljóð III — Léttara hjal — Myndir og minningar — Menn og minni — Æviþættir og aldarfar I — Æviþættir og aldarfar II — Æviþættir og aldarfar III — Æviþættir og aldarfar IV. F h Almenna bókafélagið, *’ IS Austurstræti 18, sími 25544. — Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 25544 Verö Utb k r. 6.000 - kr. 1.200,- Innheimtuk. Eftistööv. kr. 4.800,- kr. 400 - Hringið og við sendum sölumann til ykkar kr. 5.200 - sem má greiöa a sex mánuöum. kr. 867 pr. mánuö.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.