Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 44
44 Mtti i'.I/1 01 flUDAOUTMMI'9 ,aiOA IHVnjOHÖM MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 t Konan mín, ÁRNÝ GUÐMUNDSOÓTTIR, Brávallagötu 44, lést í Vífilsstaðaspítala miövikudaginn 9. maí. Ragnar Kriatjánsson. t Móðir mín. KRISTÍN I. EYFELLS, handavinnukennari, lést á heimili sinu þann 5. maí. Dóra Hjálmarsdóttir. t Dóttir mín og systir okkar. HILDUR GUDLAUGSDÓTTIR DUNBAR, lést á heimili sínu i Flórída 3. maí. Bálför hefur farið fram. María Björnsdóttir, Guörún Guölaugsdóttir, Lilja Guðlaugsdóttir. Álfheiöur Guölaugsdóttir. t Systir okkar, ÁGÚSTA SIGURBORG STEINÞÓRSDÓTTIR, Hvassaleiti 20, andaöist í Borgarspítalanum 8. maí. Sigrún Steinþórsdóttir, Ingibjörg Steinþórsdóttir, Charlotta Steinþorsdóttir. + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTJÖNU VIGDÍSAR JÓNSDÓTTUR, sem lést á Hrafnistu þann 1. maí sl., fer fram frá Áskirkju föstudag- inn 11. maí kl. 3 síödegis. Gunnar J. Sigtryggsson, Guöbjörg Jónsdóttir, Kristján Sigtryggsson, Sigrún Guömundsdóttir, Ólafur H. Sigtryggsson, Sigrún Daníelsdóttir, Kristinn G. Sigtryggsson, Ingunn Ragnarsdóttir og barnabörn. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNHILDUR EYJÓLFSDÓTTIR, Goöalandi 13, veröur jarösungin frá Bustaðakirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ármann Friöriksson, Helga Ármannsdóttir, Sigurður Ölafsson, Eyjólfur Agnar Ármannsson, Ólafía Sveinsdóttir, Ármann Ármannsson, Lára Friöbertsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGURHJARTAR JÓNSSONAR, skipstjóra, Hlíðarvegi 40, (safirði. Helga Breiðfjörð, Snorri Sigurhjartarson, Guörún Sigurhjartardóttir, Sigrún Sigurhjartardóttir. + Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður, afa og bróöur okkar, JÓNS JÓHANNESSONAR, Ásabraut 9, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans og Sjúkrahúss Keflavikur. Anna Jónsdóttir, Skarphéöinn Njálsson, barnabörn og systkini. Daggrós Stefáns- dóttir — Minning Fædd 10. nóvember 1929 Dáin 1. maí 1984 Við viljum kveðja kæra vinkonu okkar og frænku og minnast henn- ar örfáum orðum. Daggrós eða Didda, eins og hún var ævinlega kölluð af ættingjum og vinum, barðist hetjulegri bar- áttu gegn þeim vágesti er herjar á svo marga þrátt fyrir öll vísindi og nútímaþekkingu. Víst er það sárt að sjá á eftir konu í blóma lífsins hverfa okkur sjónum en best er þó að þjáningum hennar skuli vera lokið. Daggrós var fædd í Hergilsey á Breiðafirði en fluttist að Bakka í Tálknafirði 7 ára að aldri, þar sem móðir hennar, Guðný Guðmunds- dóttir, gerðist ráðskona eftir lát Stefáns Jónssonar föður Daggrós- ar. Ólst Daggrós upp hjá móður sinni og Sigurði Heiðberg kennara og bónda að Bakka. Síðar fluttist Daggrós til Reykjavíkur þar sem hún giftist eftirlifandi manni sín- um, Halldóri Helgasyni prentara og átti með honum sex uppkomin börn: Ragnar Örn, Stefán Þröst, Hafdísi Guðnýju, Hafliða Þórð, Bryndísi Sigríði og Arndísi Auði. Það var sagt um Bergþóru Skarphéðinsdóttur í Njálu að hún hefði verið drengur góður og vissulega var Daggrós Stefáns- dóttir drengur góður, og miðlaði okkur sem þekktum hana af drenglyndi sínu og veglyndi. Við vissum að hún unni lífinu og því sem lifði og kannski var það ein- mitt þess vegna sem hún játaði sig ekki sigraða fyrr en alveg undir lokin, og tók því þá með þögn og æðruleysi sem verða vildi. En jafnframt vissum við það að hún átti trú sem veitti henni von og staðfastan vilja til að mæta örlög- um sínum eins og drengi sæmdi. Daggrós var ekki bara góð mamma og amma heldur líka frænka og systir. „Hún Didda er nú eiginlega besta frænka mín," segir Iítil hnáta og vissulega mun alnafna hennar litla fá að kynnast henni í minningu barna, vina og vandamanna, því minningin verð- ur aldrei frá okkur tekin. Minn- ingin um góða konu lifir. Konu sem trúði á hið góða í lífinu og manninum og veitti okkur í svo ríkum mæli af auðlind hjarta síns. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig Didda mín um leið og við vottum þér Dóri minn og börnum ykkar samúð okkar og ósk um að minningin um góða konu megi veita ykkur stuðning á komandi tímum. Dúdda, Villi, Hafliði, Guðný, makar og bórn. Kveöja frá barnabörnum Veturinn var búinn að vera dimmur og langur. Það var eins og hann ætlaði aldrei að enda. Og þó að einn og einn dagur kæmi, þar sem sólin skein og kallaði fram hugmyndir um leiki utan dyra, þá varð hun alltaf að beygja sig fyrir einhverju dökku skýi eða grimm- um vindi. En svo kom hún samt. Sólin tók til við að skína og það var bjart og fagurt og allt svo ynd- islegt. En þegar sólin skein hvað bjartast og allt vra sem fegurst, þá dimmdi skyndilega að hjá okkur öllum. amma var dáin. Og þó megum við ekki hugsa um þetta eins og að sólin hafi sezt. Það myndi henni ekki hafa líkað. Hún var alltaf svo bjartsýn og það brást aldrei, að hún sæi einhvers staðar bjarma sólar og yndisgeisla hennar, þó að öðrum fyndist dimmt og drungalegt. Hún var alltaf sólarbarn, hún amma okkar. Og það hlýtur því að vera, að Guð hafi viljað láta hana hverfa inn í birtuna, þar sem aldrei dimmir. Og þar er líka gott aö eiga hana, sérstaklega þar sem við vissum það svo vel, að ógurlegir sjúkdóm- ar ríktu í líkama hennar, þótt þeir gætu aldrei bugað styrk hennar og andlegan þrótt, hvað þá kælt kærleika hennar og umhyggju. Nei, Guð hefur tekið hana Diddu ömmu til sín, þegar sólin var að skína, af því að hann hefur vitað það svo vel, hvað henni þótti vænt um sólina og fagra geislana henn- ar. Þess vegna megum við ekki gefast upp, heldur horfa eftir hverjum geisla og láta þá verma okkur og þannig minna á ömmu okkar, svo góða og verndandi. Já, hún amma er dáin, segja all- ir okkur. Hún Didda amma er horfin til Guðs, farin. Og þó er hún ekki horfin. Við vitum, að Guð leyfir henni að lifa hjá sér, og hún er heldur ekki horfin frá okkur. Við munum alltaf muna það, hvað það var gott að koma til hennar. Hún átti alltaf það bros, sem enn lýsir af og þann faðm, sem alltaf var nógu stór fyrir okkur. Og þó að hún væri svo þjáð, að jafnvel við sáum, að henni leið illa, þá leyfði hún okkur alltaf að hamast í kringum sig og kvartaði aldrei undan því, þótt hávaði fylgdi leikj- um okkar og galsa. Og ef pabbar okkar og mömmur þurftu að bregða sér frá, þá hlökkuðum við alltaf mikið til að mega vera hjá Diddu ömmu á Dvergó, af því að þar var bæði gaman að koma og margt að sjá og amma alltaf góð og blíð og hjálpsöm. og þolinmæði + Utför konu minnar, móöur okkar og tengdamóður, GUNNHILDAR SIGURJÓNSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. þ.m. kl. 13.30. Steingrímur Sveinsson, börn og tengdasynir. + Þökkum vináttu og samúö viö andlát og útför ÓLÍNU ÞORBJÖRNSDÓTTUR, Laugavegi 100. Fyrir hönd vandamanna, Stefanía Runólfsdóttir. + Þökkum innilega vináttu og samúö vegna andláts og jarðarfarar ÓLAFS OTTÓSSONAR, Vallholti 18, Selfossi. Fyrir hönd foreldra, systkina og tengdafólks. Elísabet Siguröardóttir og börn. hennar var slík, að stundum urð- um við sjálf alveg hissa á því, að hún skyldi ekki skipa okkur að hafa hægt um okkur og hafa ekki svona hátt. Nei, hún amma bara brosti og tók þátt í öllu með okkur eftir því sem hún gat fyrir sjúk- dómi sínum. En nú er hún amma farin, þótt sumarið sé komið og sólin eigi að skína á hverjum degi. En við von- um, að Guð láti alltaf vera bjart í kringum hana og hjálpi okkur til þess að vera þannig börn, að ömmu okkar líki það vel. Nú þökk- um við henni fyrir allt, allan kær- leikan og allar stundirnar og biðj- um Guð að blessa hana, afa og fjölskylduna alla. Guðni Þór, Thelma Dögg, Halldór Örn, Berg|>ór, Arnar Þór, Stefán Orn, Júlíus Ragnar og Daggrós. í dag fer fram frá Bústaða- kirkju útför mágkonu minnar, Daggrósar Stefánsdóttir, er lést í Landspítalanum 1. þ.m., eftir að- eins nokkurra daga dvöl þar að þessu sinni. Það var fyrir rúmum fjórum árum að hún kenndi fyrst þess illkynja sjúkdóms sem nú náði að leggja þessa lífsglöðu og sterku konu að velli. En á þessu tímabili hefur hún þráfaldlega verið ýmist á sjúkrahúsi eða öðr- um stofnunum, milli þess sem hún gat dvalið heima með fjölskyldu sinni, mislengi hverju sinni vegna lasleika þess sem sífellt þjáði hana og smá saman þjakaði lífs- þrótt hennar. Og oft mun sú þrá hennar, að geta verið heima orðið getu hennar yfirsterkari. Skapi hennar var þannig varið varðandi eigin lífsmáta, að engar fortölur gátu breytt þar um nokkru, og lífslöngunin var mikil allt til síð- ustu stundar. Andlát Daggrósar kom engum, sem fylgst hafa með heilsufari hennar nú um nokkurn tíma, á óvart. Það var frekar að hugsa mætti til þess, hve löng biðin gæti orðið úr því sem komið var, eftir hvíldinni og líkn dauðans. Í þessu tilviki, að verða að sjá á eftir ást- vini af okkar sjónarsviði, verður sársaukinn og eigingirni að víkja úr hugum okkar sem eftir lifum. Daggrós var annað barn hjón- anna Guðnýjar Guðmundsdóttir og Stefáns Jónssonar, eldri var Hafliði og yngst þeirra þriggja systkina er Sigríður, gift Gísla Vilmundarsyni, símvirkja. Bæði eru foreldrar þeirra nú látin. Stefán fórst með báti á Breiðafirði á meðan börnin voru enn ung að árum og Guðný lést hér í bænum 14. júní 1981. Sonur- inn, Hafliði, fórst með togaranum Júlí í aftakaveðri við Nýfundna- landi í febrúar 1959 ásamt þrjátíu skipsfélögum sínum. Eftir að Guðný hafði misst eig- inmann sinn með svo sviplegum hætti varð hún að koma börnun- um sínum fyrir hjá skyldfólki þeirra um tíma, en sjálf réðist hún ráðskona til Sigurðar Heiðbergs, kennara og siðar póstþjóns í Reykjavík. En vegna drengilegrar umhyggjusemi hans fyrir því að systkinin mættu alast upp saman hjá móður sinni, fluttust þau öll á heimili hans, þar sem þau svo dvöldu þar til þau gátu sjálf séð sér farborða. Daggrós giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Halldóri Helga- syni, prentara, 18. nóvember 1953. Þau hjónin eignuðust sex mann- vænleg börn, sem nú munu öll vera farin úr foreldrahúsum og hafa stofnað eigin heimili. Það er margs að minnast af meira en þrjátíu ára kynnum sem við hjónin höfum haft af Dagg- rósu, lengi vel daglegur samgang- ur, ferðalög og ótal samfagnað- arstundir við hin ýmsu tækifæri hjá stórri fjölskyldu, sem nú rifj- ast ósjálfrátt upp, og þá ekki hvað síst hve þær svilkonurnar hafa löngum verið samrýndar öll þessi ár, og vinfengi þeirra í millum. Okkur mun öllum sem fengum notið þess að fá að vera samvist- um við þessa geðþekku sæmdar- konur sem Daggrós svo sannar- lega var, vera af henni sár og tregablandin eftirsjá, og þá ekki hvað síst eiginmanni hennar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.