Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 V Sigfús meistari í 25 km hlaupi SIGFÚS Jónsson ÍR varó íslands- meistari í 25 kílómetra hlaupi en hlaupið var háð í Reykjavík á sunnudagsmorgni. Alls hófu 17 hlauparar keppni, en 14 hlupu alla leið, og náðu nasr allir sínum bezta árangri á þessari vegalengd. Bræðurnir Steinar og Stefán Frið- geirssynir úr ÍR urðu í öðru og þriöja sæti, en skammt á eftir Stefáni kom svo Jóhann Heiöar Jóhannsson, ÍR, sem ásamt Guðmundi Gíslasyni, Ármanni, Sigurjóni Andréssyni, ÍR, og fleiri sýna alltaf sama dugnaöinn viö heilsubótarskokkiö. Síðastur í mark kom Ægir Geirdal, duglegur heilsubótarskokkari, sem farið hefur mikið fram að þreki með skokki sínu. .Ég hafði þaö sem ég ætlaöi mér, að hlaupa á skemmri tíma en tveimur stundum. Ég var nær dauöa en lífi á 2:04 stundum í fyrra," sagði hann er hann kom léttur á sér í mark. Hann var vel á sig kominn er hann kom í markið nú, en tími hans var 13 mínútúm betri en í fyrra, er hann var tiltölulega nýbyrj- aöur aö skokka. Framfarirnar miklar á stuttum tíma. Urslitin í hlaupinu uröu annars sem hér segir, en i svigum eru mílli- tímar eftir 10, 15 og 20 km: 1. Sigfús Jónsson ÍR 1:23,59 klst. (33:12-50:04-67:07) 2. Steinar Friðgeirsson ÍR 1:26,07 klst. (33:17-50:55-68:36) 3. Stefán Friðgeirsson ÍR 1:34,04 klst. (37:00-55:52-75:04) 4. Jóhann Heiöar ÍR 1:34,30 klst. (37:16-56:25-75:41) 5. Guömundur Gíslason Á 1:38,00 klst. (37:46-57:50-77:54) 6. Sigurjón Andrésson ÍR 1:39,12 klst. (38:32-58:59-79:28) 7. Jóhann Ingibergsson FH 1:39,49 klst. (38:02-58:07-78:46) 8. Árni Kristjánsson Á 1:40,09 klst. (39:33-59:51-80:01) 10. Guömundur Ólafsson ÍR 1:46,44 klst. (40,05-61:15-83:40) 11. Ægir Geirdal Gerplu 1:51,35 klst. (41:28-63:53-87:25) Á lokasprettinum fóru fjórir hlaup- arar örlitið af leið og hlupu um 100 metrum styttra en aðrir. Komu þeir í mark í 9.—12. sæti og urðu tímar þeirra i mark þessir: Gunnar Kristjánsson Á 1:41,06 klst. (40:05-60:17-80:37) Högni Óskarsson KR 1:41,28 klst. (40:13-61:15-81:21) Pétur Þorleifsson ÍR 1:41,43 klst. (39:33-60:18-81:25) Ársæll Benediktsson ÍR 1:42,45 klst. (40:05-61:05-82:05) — ágás. Petranoff ætlar sér að kasta spjóti 110 metra • Einar Vilhjálmsson á besta heimsárangur í spjótkasti það sem af er árinu, 92,42 metra. Hér má sjá Einar skömmu eftir að hann hefur kastað spjóti í keppni og á myndinni má sjá hversu vel hann fylgir kastinu á eftir með líkamanum. Einar mun taka þátt í stóru frjálsíþróttamóti í lok maí. Til hægri er heimsmethafinn Tom Petranoff, sem skortir ekki sjálfstraust. Hann segist munu kasta spjótinu 110 metra í fyllingu tímans. „ÁÆTLANIR mínar miöa við 110 metra kast. Það eru engir draum- órar, heldur gallhörð staöfesta," segir Tom Petranoff, heimsmet- hafi í spjótkasti, í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP, á dög- unum. Samkvæmt þessu ætlar Petranoff sér stóra hluti, en hann gat sér frægðar 15. maí í fyrra er hann setti glæsilegt heimsmet í spjótkasti á Drake-vellinum í Los Angeles, kastaði 99,72 metra. Petranoff er ein helzta von Bandaríkjamanna til gullverölauna á Ólympíuleikunum í heimaborg sinni, Los Angeles. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir væntingum landa minna. En ég verð í topp- formi í ágúst og kvíöi því engu, mæti vel undirbúinn til leiks," segir Petranoff jafnframt. Teknar hafa verið kvikmyndir frá ýmsum hliöum kasttækni Petran- offs, og tölvur hafa verið látnar vinna úr mælingum á útkastshorni og svifbraut spjótsins, og það er í Ijósi j>eirra útreikninga, sem Petr- anoff segist geta bætt tækni sína og kastaö 110 metra. Eftir heimsmetið í fyrravor kast- aði Petranoff margsinnis yfir 90 metra á mótum, en árangurinn var misjafn, enda mótin mörg. Aust- ur-Þjóðverjinn Detlef Michel var með jafnari árangur hins vegar og bar sigurorö af Petranoff á mikil- vægasta móti ársins, heimsmeist- aramótinu í Helsinki. Hreppti Mich- el gullverðlaunin með 89,48 metra kasti en Petranoff kastaöi 85,60, sem aðeins dugði til silfurverö- launa. „Ýmsir álíta Michel sigurstrang- legri á Ólympíuleikunum vegna þess hversu jafnan og góðan árangur hann sýnir. Eg svara því hins vegar til aö ég á eftir aö taka framförum, hann ekki,“ segir Petr- anoff. Eins og flestum er kunnugt bar Einar Vilhjálmsson einnig sigurorð af Petranoff á stórmóti í fyrra, keppni úrvalsliös Norðurlandanna gegn Bandaríkjunum. Þar kastaöi Einar yfir 90 metra fyrsta sinni, og komst í hóp úrvalskastara. Einar sigraöi Petranoff einnig í vor á móti í Los Angeles meö miklum yfirburðum. Petranoff segist í viðtalinu hefja keppnistímabiliö af alvöru á móti á Drake-vellinum, þar sem hann setti heimsmetiö, næstkomandi sunnu- dag, 13. maí. Verður fróölegt að sjá hvernig þessum oröhák tekst þá til. Petranoff er 26 ára gamall og byrjaði í frjálsíþróttum fýrir'tilviljun. Á yngri árum fékkst hann við hornabolta, en um tvítugt kom hann þar aö þar sem spjótkastarar voru að æfa sig. Fékk hann að spreyta sig og gaf hornaboltann samstundis upp á bátinn. Framfar- ir hans hafa veriö jafnar, ef undan- skiliö er árið 1981, en 1980 kastaöi Petranoff 85,44 metra, 1981 76,04 metra, 1982 88,40 metra og í fyrra 99,72 metra, þ.e. aðeins vantaöi 28 sentimetra á aö hann sigraöist á 100 metrunum, en undanfarin ár hafa menn beðið spenntir eftir því hver fyrstur yrði til að rjúfa þann múr. — ágós. „Hnekkir fyrir Ólympíuleik- ana og ólympíuhugsjónina“ — segir Gísli Halldórsson, formaður Ólympíunefndar íslands ÞESSI ákvörðun Sovétmanna að hætta við þátttöku á Ólympíuleikunum kemur vissulega á óvart og þetta er mikill hnekkir bæði fyrir leikana sjálfa og fyrir ólympiuhugsjónina," sagði Gísli Halldórsson, formaöur Ólympíunefndar íslands í samtali viö Morgunblaöið um þessa ákvörðun Sovétmanna. „Þaö er enn tími til stefnu svo þeir geta átt eftir að skipta um skoðun. Það er enginn vafi á að forseti Alþjóöaólympíunefndarinnar, Samanranch, mun leggja hart að Sovétmönnum aö breyta þessari af- stööu þeirra. Það er vitað aö Sovétmenn hafa veriö óánægðir með nokkrar ákvaröanir sem Bandaríkjamenn hafa tekið gagnvart þátttökuþjóöunum, en samt hélt maö- ur aö búiö væri aö leysa ágreiningsefni þjóöanna aö mestu, en svo er greinilega ekkl. Viö sem vinnum aö þessum málum væntum þess aö sjálfsögöu aö þetta ástand breytist því þaö má búast viö því aö fleiri þjóöir sigli í kjölfar Sovétmanna og hætti viö þátttöku á leikunum. Þaö er nánast vitaö aö bæöi þjóöir Austur-Evrópu svo og ýmsar þjóöir Afríku hætti einnig viö þátttöku ef Sovétmenn standa viö sína ákvörðun," sagði Gísli. Aöspuröur um afstööu íslensku ólympíunefndar- innar til þessa máls sagöi Gísli að þeir hörmuðu það aö stórþjóöirnar drægju sig til baka svona æ ofan í æ. Sagöi hann þetta rjúfa þá einingu sem heföi ríkt innan íþróttahreyfingarinnar í heiminum, en þar heföi lengst af ríkt ró og friður. Gísli Halldórsson sagöi aö lokum aö hann teldi þessa ákvöröun ekki hafa nein áhrif á þátttöku ís- lands á Ólympíuleikunum. • Gísli Halldórsson íslandsmeist- arar Gróttu • Fyrstu íslandsmeistarar Gróttu í handknatt- leik. Þriöji flokkur karla. Liðið lék sex leiki í úr- slitakeppninni, sigraöi í fimm, geröi eitt jafntefli. Markatala liðsins var 74—70. Þaö sem einkenndi lið Gróttu mest var hversu jafnir aó getu leik- menn eru. Þjálfari liðsins undanfarin 4 ár hefur verið Gauti Grétarsson og máske er hann þarna á leið með framtíöarliö Gróttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.