Morgunblaðið - 10.05.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 10.05.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 47 \ Fyrri leik Anderlecht og Tottenham í UEFA-keppninni lauk með jafntefli, 1—1 ANDERLECHT og Tottenham gerðu jafntefli 1—1 í fyrri leik lið- anna í úrslitum UEFA-keppninnar í knattspyrnu í gœrkvöldi. Leikur liðanna fór fram í Brussel. í hálf- leík var staðan 0—0. Tottenham náöi forystunni í leiknum á 57. mínútu meö glæsi- legu skallamarki frá Paul Miller. Fimm mínútum síðar jafnaöi danski landsliðsmaðurinn Mort- en Olsen fyrir Anderlecht. Það verður því mikil spenna í leik lið- anna 23. maí er þau mætast í London. Anderlecht hóf leikinn af miklum krafti í gærkvöldi og sótti mjög stíft í fyrri hálfleiknum, en vörn Tottenham stóö af sér sóknirnar og varöist vel. Bæöi liöin léku mik- ið rangstööuleikaðferö og tókst hún vel. En þaö varö til þess aö framherjar liðanna fengu fá mark- tækifæri. Besta tækifæriö í fyrri hálfleik átti Anderlecht-leikmaöurinn Michel Groote er hann átti þrumu- skot af 25 metra færi sem sleikti stöngina utanverða. Anderlecht- liöið byggöi sóknir sínar mjög vel upp og lék liðið afar vel en vörn Tottenham var sterk og gaf aldrei eftir. Tottenham-liöið átti svo mjög hættulegar skyndisóknir. Liðin i gær voru þannig skipuö: Anderlecht: Jacques Munaron, Georges Grun, Walter de Greef, Morten Olsen, Michel de Groote, Wim Hofkens, Vincenzo Scifo, Erwin Vandenbergh, Rene Vande- reycken, Alex Czerniatinski, Kenn- eth Brylle. Tottenham Hotspur: Tony Parks, Danny Thomas, Graham Roberts, Paul Miller, Chris Hught- on, Steve Perryman, Mike Hazard, Gary Stevens, Tony Galvin, Mark Falco, Steve Archibald. • Karl Heinz Rummenigge fyrir- liði Bayern skoraöi fallegt mark í gær og kom liöi sínu í úrslitin í v-þýsku bikarkeppninni. Bayerní úrslitin BAYERN Múnchen og Shalcke 04 léku í gærkvöldi í undanúrslitum v-þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Bayern sigraöi, 3—2, eftir hörkuskemmtilegan og spennandi leik. Var þetta í annað skiptið sem liðin áttust viö í bik- arnum. Fyrri leik liöanna lauk með jafntefli, 6—6. Kristinn og Jakobína uröu meistarar Akureyrarmót í badminton fór fram um helgina, og voru kepp- endur um 40. Akureyrarmeistarar urðu eftirtaldir: Einliðaleikur karla, Kristinn Jónsson. Tvíliða- leikur karla, Fjölnir Guðmunds- son og Þórður Pálmason. Tvíliða- leikur kvenna, Guðrún Erlends- dóttir og Jakobína Reynisdóttir. Einliöaleíkur kvenna, Jakobína Reynisdóttir. Tvenndarleikur, Jakobína Reynisdóttir og Kristinn Jónsson. AS. Meistarakeppni KSÍ: ÍA og ÍBV leika á Melavellinum Dagana 27. og 28. apríl var haldiö á Akueyri landsmót í innanhúss- knattspyrnu lögreglumanna 35 ára og eldri. Sjö liö víös vegar aö af landinu kepptu og vann Reykjavíkurliöið alla leikina. Á myndinni eru talið frá vinstri, efri röö: Rúnar Sigurösson, Gunnar Helgi Magnússon, Haukur Ásmundsson, og Sigurður Snorrason. Neðri röð frá vinstri: Kristinn Petersen og Óskar Kristjánsson. NÆSTKOMANDI laugardag fer fram fyrsti stórleikur sumarsins í knattspyrnu. Þá leika ísland og bikarmeistarar íA og ÍBV í meist- arakeppni KSÍ. Ákveðiö hefur verið að leikur liöanna fari fram á Melavellinum. Vellirnir í Laugar- dal eru enn ekki tilbúnir. Grasið hefur tekið vel við sér aö undan- förnu en of hættulegt yrði aö láta leika strax á þeim þar sem það gæti hugsanlega skemmt gras- rótina. - ÞR • Steve Perryman fyrirliöi Tott- enham fókk guit spjald í leiknum í gærkvöldi gegn Anderlecht og leikur ekki síöari leikinn sem fram fer í London 23. maí. Þess má geta að mikil ólæti voru hjá aðdáendum Tottenham sem mættu á leikinn í Brussel. Um 100 voru handteknir fyrir leikinn og einn aödáandi Tottenham skot- inn til bana. KA sigraði Þór í KRA- mótinu KA SIGRAÐI Þór í úrslitaleik KRA-mótsins í knattspyrnu á laugardaginn 1—0. Það var Steingrímur Birgisson sem skoraöi sigurmark KA undir lok leiksins eftir að Þórsarar höföu sótt nokkuð stíft. Steingrímur skoraði eftir aö hafa fengiö stungusendingu inn fyrir vörn Þórs. Þriðja liöiö í mótinu var Vaskur og haföi KA sigrað þá 4—0 og Þór sigraöi Vask 3—0. AS. Sagt eftir leikinn: „Við getum verið ánægðir með úrslitin" — sagði Keith Burkinshaw, stjóri Tottenham AP-Brussel. „VID GETUM ekki annaö en verið ánægöir með þessi úrslit, þau voru hagstæð fyrir okkur. Þaö er engin hætta á því aö viö leikum varnarleik í London í síöari leikn- um. Við ætlum okkur ekkert ann- aö en sigur í UEFA-keppninni í ár,“ sagöi Keith Burkinshaw, framkvæmdastjóri Tottenham, eftir leikinn í gær. Leikurinn í London veröur síöasti leikurinn sem Burkinshaw stjórnar eftir átta ára starf hjá félaginu. Aöstoöarframkvæmdastjóri Tottenham, Peter Shreeves, sagöi eftir leikinn: „Viö vorum betra liöiö í síöari hálfleik og markmaöur þeirra haföi nóg aö gera. Bestu menn okkar voru Tony Galvin sem lék ofsalega vel, og Danny Thomas var sterkur í vörninni, þetta voru bestu menn Tottenham í leiknum." Framkvæmdastjóri Anderlecht Van Himst sagöi: „Mér fannst framlinumenn okkar ekki hreyfa sig nægilega mikið og vel í leikn- um. Viö getum þakkaö fyrir aö hafa jafnað metin 1 — 1. Viö getum gert betur en þetta, en leikurinn í London verður erfiöur. Fram sigraði KR í gær 3—2 EINN leikur fór fram í Reykavík- urmótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Fram sigraði KR 3—2. Staðan í hálfleik var 0—0. KR-ingar náðu tvegga marka for- skoti í síðari hálfieik en Fram tókst að jafna og sigra. Jósteinn Einarsson skoraöi fyrra mark KR og Villum Þórsson þaö síöara. Guömundur Torfason skor- aöi næstu tvö mörk fyrir Fram og mínutu fyrir leikslok tókst Braga Börnssyni aö skora sigurmark Fram. Fram hefur núna forystuna í Reykjavíkurmótinu meö 12 stig, KR hefur 10 stig, bæöi liöin hafa leikið sex leiki. Valsmenn hafa átta stig og eiga tvo leiki eftir. — ÞR GARÐYRKJUAHOLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GAROHRÍFUR GIRÐINGAVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR VATNSÚDARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR JÁRNKARLAR JAROHAKAR SLEGGJUR HJÓLBÖRUR, GALV. • GARÐSLÖNGUR 20 OG 30 MTR.BT. GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS TIL SJÓSTANGAVEIÐI HANDFÆRAVINDUR MEÐ STÖNG SJÓVEIÐISTENGUR MEO HJÓLI SJÓSPÚNAR 0G PILKAR MJÖG FJÖLBR. ÚRVAL HANDFÆRAVINDUR FÆREYSKAR NÆL0NLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MED GERVIBEITU HANDFÆRASÖKKUR 1125—2000 GR. KOLAFÆRI OG VINDUR • SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐARÖNGLAR • SILUNGANET UPPSETT SILUNGANETASLÖNGUR FLOTTEINAR BLÝTEINAR NETAFLOT • BJORGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORDNA 111-1! I <1 STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR FJÖLBRE’yT ÚRVAL ÁLSTIGAR 2FALDIR MARGAR LENGDIR ✓ ÁNANAUSTUM SÍMI 28855 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9—12 ruM V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.