Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 106. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 11. MAI 1984 Prentsmiöja Morgunblaðsins Aðstoð ákveðin við M-Ameríku Washington, 10. maí. AP. Reagan Bandaríkjaforseti vann mikilvægan sigur er fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld með naumum meirihluta eins milljarðs dollara hernaðar- og efnahagsaðstoð við Mið-Ameríkuríki. Einnig felldi deildin tillógur er hefðu fryst aðstoð lil El Salvador þar til tryggðar hefðu verið úrbætur í mannréttindamálum. Reagan bað þjóð sína í sjón- varpi í gærkvöldi um stuðning við stefnuna í Mið-Ameríku og tillögur um aðstoð við El Salva- dor, til að koma í veg fyrir að þar verði komið á „ógnarstjórn kommúnista". Karpov tapaði London. 10. maí. AP. KARPOV, heimsmeistari í skák, gaf biðskák sína gegn Eugenio Torre frá Pilipseyjum úr 11. umferð alþjóðaskákmóts- ins í London. Gaf hann skákina áður en til þess kæmi að þeir settust að tafli. Þótt tapið sé túlkað sem áfall fyrir Karpov nægir honum samt jafntefli til sigurs í mótinu, sem lýkur á föstudag. Reagan sneri sér til þjóðar- innar þar sem stefna hans hef- ur mætt andstöðu í þinginu. Þingmenn spáðu að Reagan fengi aðeins hluta þess fjár, sem hann bæði um handa El Salvador, og sögðu að vandamál Mið-Ameríku yrðu ekki leyst með hernaði. Reagan varði stefnu sína í El Salvador og sagði vinstrisinn- aða skæruliða, er nytu aðstoðar Kúbumanna, grafa undan stöð- ugleika í Mið-Ameríku. Banda- ríkjamönnum hefði tekist að koma í veg fyrir að ríkin féllu í hendur kommúnista, en meira þyrfti til. Ef ekki yrði spyrnt við fæti, myndi El Salvador og fleiri ríkjum blæða hægt og ró- lega út. Reagan sagði að her El Salvador væri ekki nógu vel vopnum búinn til að kljást við skæruliða og að óbreyttu mundi herinn ekki standast sókn skæruliða og Kúbumanna, er ráðgerð væri með haustinu. Nýja ríkisstjórnin í Líbanon á sínum fyrsta fundi í sumarhöll Amins Gemayel forseta. Er þetta í fyrsta sinn sem leiðtogar hinna ýmsu fylkinga í Líbanon koma saman undir sama þaki í Líbanon frá því borgarastríðið braust út fyrir níu ánim. Al> símaimnd Eining í Líbanon eftir níu ára ófrið Beirút, 10. maí. AP. HIN nýja ríkisstjórn Líbanons kom saman til síns fyrsta fundar í dag og var þar ákveðið að verða við meginkröfu fyrrum stjórnarand- stæðinga um myndun sérstaks ráðs til að sameina Líbanonsher undir Rússar reyna að róa í íþróttafólki Maskvu, Washington, 10. mai. AP. "^^ RÚSSAR reyndu í dag öðlast stuðning íþróttafólks og þjálfara við þá ákvörðun sína að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum í Los Angeles, eftir að Austur-Þjóðverjar tilkynntu, eins og við hafði verið búizt, að þeir sætu heima. Juan Antonio Samaranch, leiðtogi ólympíuhreyfingarinnar, óskaði í dag eftir áheyrn hjá Chernenko, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, til þess að reyna fá ákvörðun Sovétmanna og fylgi- þjóða þeirra breytt. eitt merki og að allir ráðherrarnir sætu í ráðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogarnir koma saman undir sama þaki í Líbanon frá því borgarastríð braust þar út fyrir níu árum. Rashid Karami forsætisráð- herra sagði eftir fundinn að ein- ing um varanlegan frið væri ein- kennandi fyrir stjórnina og að á fundi hennar á föstudag yrði gengið frá opnun samgönguleiða milli austurs- og vesturhluta Beirút og opnun flugvallarins og hafnarinnar. Á fundinum var skipuð nefnd fimm ráðherra, sem fékk það hlutverk að setja saman starfs- áætlun stjórnarinnar, en það plagg verður síðan lagt fyrir þing landsins. Jafnframt var gengið frá valdssviði Nabih Berris, sem fer með málefni suðurhluta landsins í stjórninni, en þess hluta Líbanons ráða ísraelar yfir þessa stundina. Stjórnin sat á fundum á fimmtu klukkustund. Bardagar brutust út í morgun í Beirút, en aðilar lögðu niður vopn skömmu áður en fundur skyldi hefjast. Eftir fundinn ræddust Gemayel forseti og Walid Jumblatt drúsa- leiðtogi einslega við í 20 mínútur, en Jumblatt hefur ítrekað kröfur um afsögn forsetans. I tilkynningu höfuðstöðva ólympíuhreyfingarinnar segir, að Samaranch hafi fengið formlega tryggingu Bandaríkjaforseta varð- andi öll ágreiningsatriðin, og sé því vel í stakk búinn til að liðka fyrir því að íþróttaæska allra landa mæti til keppni í Los Angeles. Leiðtogar ungversku og tékkn- esku ólympíunefndanna fóru til Moskvu í dag og er ferð þeirra talin standa í beinu sambandi við þá ákvörðun Rússa að sitja heima og tilrauna þeirra til að fá fleiri rfki til að fylgja í kjölfarið. Jafnframt því að fá aðrar þjóðir til fylgis við sig fengu Rússar helztu íþróttastjörnur sínar og þjálfara til að koma fram í sjónvarpi í dag og Iýsa stuðningi við ákvörðunina. Austur-Þjóðverjar tilkynntu í morgun að íþróttamenn yrðu ekki sendir til leikanna og var orðalag tilkynningarinnar það sama og í yf- irlýsingu Rússa í fyrradag. Fjar- vera Rússa og A-Þjóðverja mun setja mikinn svip á leikana, eins og fjarvera Bandaríkjamanna og fleiri þjóða i Moskvu 1980. Jesse Jackson, sem keppir um út- nefningu demókrata við forseta- kosningar í haust, beitti sér í dag fyrir því að Rússar endurskoðuðu ákvörðun sína, með því að ræða við Dobrynin, sendiherra Sovétríkj- anna, í Washington. Sagði hann eft- ir fundinn að þótt ákvörðun Rússa væri ekki alveg endanleg, virtist þátttaka þeirra nánast úr sögunni. Dobrynin ítrekaði við Jackson helztu ástæður fyrir ákvörðuninni, sem væru ótti við ónógt öryggi íþróttamannanna meðan á leikun- um stæði. Leiðtogar ólympíunefnda nokk- urra ríkja hvöttu sovézkan stall- bróður sinn til að firra ólympíu- hreyfinguna „dauðahöggi" með því að beita sér fyrir því að ákvörðun- inni verði breytt. Jafnframt var sagt i Japan að meðal diplómata víða um heim væru hafnar tilraunir til að fá Sovétmenn og fylgiþjóðir þeirra til að endurskoða hug sinn og mæta til keppni i Los Angeles. AP/Símamjad. Tom Bradley borgarstjóri í Los Angeles á fundi með blaoamöiinum, þar sem hann hvatti Sovétmenn til að endurskoða ákvörðun um að hætta við þátttöku í Ólympíuleikjunum. Aftur met dollars gagn- vart pundinu London, 10. maf. AP. DOLLAR hækkaði enn á gjald- eyrismörkuðum í Evrópu, þrátt fyrir ákafar tilraunir seðlabanka V-Þýzkalands og ítalíu til að stemma stigu við hækkuninni. Helstu ástæður fyrir hækkun- inni eru hækkun forvaxta í Bandaríkjunum og verkfallsboð- un v-þýzkra málmiðnaðarmanna sem veikir stöðu marksins. Um tíma féll verð á sterl- ingspundi niður í 1,3760 dollara, sem er lægsta verð þess nokkru sinni, en í lok dagsins bætti pundið stöðu sína örlítið þótt það væri sýnu Iægra en í gær. Þegar fréttir um verkfall málmiðnaðarmanna bárust til Frankfurt urðu þær til þess að dollar snarhækkaði á nokkrum mínútum gagnvart markinu og var hækkunin meiri en nokkru sinni í þrjá mánuði. Gerðist þetta enda þótt seðlabankinn þýski byði 200 milljónir dala til kaups til að hjálpa markinu. Vaxtahækkuninni í Bsnda- ríkjunum hefur verið harðlega mótmælt af hálfu ríkja róm- önsku Ameríku. Afborgarnir þeirra af erlendum skuldum aukast um hundruð milljónir dollara vegna vaxtahækkunar- innar, sem var Vi prósentustig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.