Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAl 1984 Ljóðadagskrá með norska skáld- inu Rolf Jacobsen GESTUR Norræna hússins um þess- ar mundir er norska Ijóðaskáldið Rolf Jacobsen, en hann er eitt þekktasta skáld Noregs og frum- kvöðull norskrar nútímaljóolistar. Mánudaginn 14. maí kl. 20.30 verður dagskrá með honum í Norræna húsinu. Þar mun Knut 0degaard kynna skáldið og segja frá skáldskap hans, Rolf Jacobsen les úr ljóðum sínum og inn á milli atriða leikur Pétur Jónasson á gít- ar. Rolf Jacobsen er fæddur 1907 og sendi frá sér fyrstu ljóðabókina, Jord og jern, 1933, en í henni og næstu ljóðabókinni, Vrimmel, sem úr kom 1935, lofsyngur hann borg- arlífið, malbikið og vélarnar, en einnig margbreytileika lífsins. Hann vakti mikla athygli með þessum ljóðabókum og með síðari ljóðabókum sínum haslaði hann sér völl meðal bestu skálda Nor- egs. Ljóð hans hafa verið þýdd á 18 tungumál, þar á meðal guajar- ati, sem talað er í Indlandi. í til- efni af 75 ára afmæli skáldsins 1982 var úrval ljóða hans gefið út. Síðasta ljóðabókin frá hendi skáldsins, Tend pá noe anned, kom út 1979. Rolf Jacobsen Rolf Jacobsen kemur nú í fyrsta sinn til íslands, en hér mun hann dvelja í vikutíma. Allir eru velkomnir á ljóða- dagskrána, segir í frétt frá Nor- ræna húsinu. Ráðstefna um alkalí- ¦ skemmdir á húsum Húseigendafélag Reykjavíkur gengst fyrir borgarafundi á Hótel Borg á morgun, laugardag, klukkan 14.00. Verður fjallað um vandamál þau sem blasa við vegna alkalískemmda í sem- enti. Að sögn Péturs Blöndal, for- manns Húseigendafélags Reykjavíkur, eru slíkar skemmdir ótrúlega miklar og víðtækar og vandamálið fyrst og fremst það, að húseigendur eru varn- arlausir gegn vágesti þessum, þeir fii engar bætur og enga aðstoð við að kljúfa þann aukna kostnað sem skemmdir þessar hafa f för með sér. Eftir því sem Pétur sagði í samtali við Mbl. var steypa blönduð og unnin um nær tveggja áratuga skeið með þeim hætti sem býður upp á alkalí- skemmdir og það var ekki fyrr en járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga hóf starfsemi sína, að Sem- entsverksmiðjan tök úrgangskísilryk og blandaði við sementið. Það hindr- ar alkalímyndun, þannig að komist hefur verið fyrir þann hluta vanda- málsins. Eftir sem áður er sú staðreynd fyrir hendi, að fjölmörg hús í Reykjavík eru skemmd af alkalí- myndun í steypu og telja aðstand- endur Húseigendafélagsins að fjár- hagslegu tjóni megi líkja við þær upphæðir sem um var að ræða er eldgos kom upp á Heimaey og olli geysilegum spjöllum á eigum eyja- skeggja. Pétur Blöndal sagði við blm. Mbl. að einkum yrðu ræddir þrír angar þessa mikla vandamáls á borgara- fundinum á morgun. I fyrsta lagi verður rætt um tæknilegar lausnir sem snúa að húseigendum og iðnað- armönnum sem vinna við viðgerðir. I öðru lagi verður rætt um lögfræði- legar lausnir, en á því eru margir angar. Svo sem hver ber í raun ábyrgð. Síðast en ekki síst verða ræddar mögulegar „pólitískar lausn- ir" eins og Pétur kallaði þær. Þ.e.a.s. hvað er í raun hægt að gera fyrir það fólk sem orðið hefur fyrir barðinu á alkalískemmdum. Um svo háar fjár- upphæðir er að ræða, að aðstandend- ur Húseigendafélagsins eru þeirrar skoðunar að raunhæfast sé að at- huga hvort „dreifa megi högginu" eins og Pétur sagði að fordæmi væru fyrir. Pétur Blöndal flytur inngangs- orð á Hótel Borg, síðan flytur Hákon Ólafsson erindi um fyrsta liðinn af hinum þremur framangreindu, Hrafn Bragason flytur erindi um annan liðinn og Birgir Isleifur Gunnarsson erindi um þann þriðja. Síðan verða pallborðsumræður undir stjórn Ögmundar Jónassonar frétta- manns, en meðal þátttakenda verður Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra. Kosningar í Grænlandi: Til kosningafunda með viðkomu í Rvík REYKJAVÍK var viðkomustaður forsætisráðherra grænlensku heimastjórnarinnar, Jonathans Motzfeldt, er hann hélt í gær til bæjanna á austurströnd Grænlands á framboðsfundi vegna kosn- inganna á Grænlandi í byrjun næsta mánaðar. Hafði Motzfeldt komið flugleið- is til Reykjavíkur ásamt einum fjórum mönnum öðrum beint frá fundahöldum í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöldið, seint. Kom hann með Helga Jónssyni flug- manni sérleyfishafa á flugleiðinni Reykjavík — Kúlúsúk. Nokkru eftir hádegið á fimmtudaginn hélt forsætisráðherrann og ferðafélag- ar hans förinni áfram með Helga til austurstrandárbæjanna á Grænlandi. Átti fyrsti framboðs- fundurinn að vera í bænum Angmagssalik, sem er kippkorn frá Kúlúsúk-flugvelli. Frá Reykjavík til Kúlúsúk tek- ur innan við 2 tíma að fljúga á Mitsubishi-flugvél Helga. I\lU eru lokin hjá ykkur sjómenn og 15% afslátt af fötum viö bjóðum ykkur vildar kjör! Gott úrval af jakkafötum, stökum jökkum og buxum, leöurjökkum og m.fl. Klæðskeraþjónusta á staðnum. Bonaparte ^Œjk JL Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.