Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 Halkíon VE 105 siglir inn í heimahöfn í fyrsta sinn. Nýtt skip til Eyja, Halkíon VE 105 Vestnunnaejrjum, 7. nwf. SÍÐASTLIÐINN föstudag sigldi nýtt og glæsilegt fiskiskip inn til heimahafnar í Vestmannaeyjum, Halkion VE 105, nýsmíði frá Pól- landi. Fyrir rúmum minuði kom systurskip Ilalkions, Gideon VE 104, til heimahafnar og hefur því nú á stuttum tíma orðið umtals- verð og ánægjuleg aukning í fiski- skipaflota Eyjamanna. Halkion VE 105 er lítill skut- togari, 222 brúttólestir að stærð, og er skipið þannig útbúið að það getur einnig stundað netaveiðar og síldveiðar í nót. Skipið er 32,70 m langt og 8 m breitt, djúp- rista 5,40 m. í því er 840 hestafla Sulzer Cegielski-aðalvél. Skipið er búið öllum fullkomnustu sigl- inga- og fiskileitartækjum. Skip- ið kostar fullbúið og heimkomið en án veiðarfæra 70 milljónir króna. Skipstjóri á þessu nýjasta skipi Eyjaflotans er Atli Sig- urðsson, 1. stýrimaður Sigurjón Gunnlaugsson og 1. vélstjóri Sig- urþór óskarsson. Skipið heldur fljótlega til veiða. Það er Samtog sf. sem er eig- andi og útgerðaraðili Halkions og Gideons, en fyrir á fyrirtækið þrjá skuttogara, Breka, Klakk og Sindra. Er því Samtog sf., sem er sameignarfyrirtæki fjðgurra fiskvinnslufyrirtækja í Vest- mannaeyjum, orðið eitt af Témm MaéeS^a Sul') Þessi bæn hefur verið greypt í silf- urpiötu, sem er eins og Heimaey að lögun. stærstu og öflugustu útgerðar- félögum landsins. Stjórnarfor- maður Samtogs sf. er Haraldur Gíslason og framkvæmdastjóri Gísli Jónasson. Gideon VE 104 hefur nú verið mánuð að veiðum og hefur skipið reynst hið besta sjóskip og aflað mjög vel eða rúmlega 300 tonn í þremur veiðiferðum. Nöfnin Halkion og Gideon hafa lengi verið á fiskiskipum héðan frá Vestmannaeyjum sem hafa reynst hin mestu happa- og aflaskip. Fyrsta skipið með Halkionsnafninu kom til Eyja árið 1862 og var það áraskip. Gideonsnafnið mun vera tölu- vert eldra skipsnafn. Eins og gjarnan tíðkaðist á árum ára- skipanna var vísa skorin á bita hins fyrsta Halkions og hljóðaði hún svo: Þrennan Guð vér biðjum best, blítt með ýtasafni, að blessa þennan hlunnahest, Halkion að nafni. Þessi fagra bitavísa hefur svo fylgt öllum þeim bátum sem hafa borið nafnið Halkion og hafa verið alla tíð í eigu Gerðis- ættarinnar í Vestmannaevjum en hún hætti útgerð 1975. I hófi sem haldið var sl. laugardag til að fagna hinum nýju skipum, af- hentu þeir Gerðisbræður, Guð- laugur, Gunnar og Stefán Stef- ánssynir Atla Sigurðssyni skip- stjóra hins nýja Halkions bita- vísuna fagurlega greypta á silf- urskjöld og verður honum komið fyrir á góðum stað í borðsal skipsins. -hkj. Moruunblaðið/Sigurgeir. Á þessari mynd Sigurgeirs Jónassonar eru skipstjórar hinna nýju skipa, Halkíons og Gideons ásamt þeim sem voru skipstjórar á þeim skipum sem siðast báru þessi fornu skipsnöfn í Eyjaflotanum. F.v.: Stefán Stefánsson skipstjóri á „gamla" Halkíon (1975) Atli Sigurðsson skipstjóri á Halkíon, Helgi Ágústsson skipstjóri á Gideon og Gísli Jónasson skipstjóri á „gamla" Gideon (1979). Gísli er nú framkvæmdastjóri Samtogs sf., útgerðar hinna nýju skipa. Sáum sára- lítið af þorski — segir Páll Reynisson, leiðang- ursstjóri á Bjarna Sæmundssyni „VIÐ SÁUM sáralítið af þorski í pessum leiðangri, en aðrar fiskteg- undir svo sem ýsa, ufsi og karfi voru nokkuð áberandi, bæði á dýptar- mælum og í sýnatöku. Hins vegar er ekki hægt að segja til um hve mark- tækar dýptarmælingar á fískistofn- um eru svo ekki er rétt að draga ályktanir um stöðu þorskstofnsins út frá þessum leiðangri," sagði Páll Reynisson, eðlisverkfræðingur og lciðangursstjóri í nýafstöðnum rann- sóknaleiðangri Bjarna Sæmunds- sonar, í samtali við Morgunblaðið. Páll Reynisson sagði ennfrem- ur, að leiðangur þessi hefði verið framhald annars leiðangurs fyrir páska. Þá hefði verið farið yfir svæðið frá Breiðafirði og suðaust- ur um til Eyja. Nú hefði verið far- ið yfir sama svæði, en þó lengra austur um eða að Ingólfshöfða. Auk þess hefði tvívegis verið farið yfir Selvogsbanka. Markmið þessa leiðangurs hefði verið að kanna hvort hægt væri að nota dýptar- mælingar við könnun á stofnstærð botnfisks og auk þess að fylgjast með hrygningu þorsksins. Gamla aðferðin tæki hins vegar mið af aflasýnum og aldursgreiningu og stæðu vonir til að dýptarmælingin gæti varpað frekara ljósi á þær niðurstöður og eða að hafa mætti hana til hliðsjónar. Þessar kann- anir væru ekki komnar það langt, að hægt væri að segja til um hvort þær væru marktækar einar sér. PBHKHSTMK Minningarathöfn um Björn Jakobsson Hvannatúni í Andakfl, 7. nuf. Á sunnudaginn 6. maí var haldin minningardagskrá um Björn Jakobs- son, organista og tónskáld frá Varma- læk. Hann varð organisti Bæjarkirkju aðeins 14 ára að aldri og lék þar og víðar á orgel og stjórnaði söng- í 65 ár. Um 30 manna kór úr Hvanneyr- ar-, Bæjar- og Reykholtssóknum söng 11 Jög eftir Björn. Söngnum stjórnuðu Ólafur Guðmundsson, Hvanneyri, og Bjarni Guðráðs'son, Nesi, við undirleik Péturs Jónsson- ar, Hellum. Að minnsta kosti eitt laganna hefur ekki verið flutt áður og vakti það sérstaka athygli. Var það lag við þjóðhátíðarljóð Guð- mundar Böðvarssonar og endurtók kórfólkið lagið á meðan setið var yfir kaffiveitingum í Brún að lok- inni dagskrá. Konur í Bæjarsókn höfðu boðið til veitinganna. Auk kórsins söng Gísli Þor- steinsson, Hvassafelli, einsöng við undirleik Sverri Guðmundssonar í Hvammi. Séra Jón Einarsson próf- astur í Saurbæ flutti erindi, er hann nefndi: Björn Jakobsson — störf hans fyrir kirkju og kristnilíf í Borgarfirði. Björn heitinn hefði orð- ið 90 ára 5. júní nk. Hann lést 1977. Milli 130 og 140 manns sóttu sam- komuna, sem tókst í alla staði vel. Sóknarpr"esturinn í Bæjarsókn, sr. Ólafur Jens Sigurðsson, átti frum- kvæði að minningardagskránni og að hans sögn var undirbúningur all- ur létt verk, því baeði samkór og sóknarbörn vildu fúslega heiðra fyrrverandi organista sinn á þennan hátt. D.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.