Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 11 Egilsstaöir: Fagnaðarlæti á tónleikum EgilsKtöðum, 5. maí. FYRSTU áskriftartónlcikar Tón- listarfélags Fljótsdalshéraös á ný- byrjuðu starfsári þess voru í Vala- skjálf 1. maí. I>ar komu fram tveir ungir og efnilegir listamenn, Krist- inn Sigmundsson bariton og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Var þeim forkunnarvel tekið og fagnað- arlæti áheyrenda mikil — enda vart við öðru að búast. Á efnisskránni voru margir hugljúfir ljóðasöngvar — sem ýmsir snillingar ljóðasöngsins, s.s. John McCormack, hafa hafið til fagurbókmennta. Má í því sam- bandi nefna Maí-nótt eftir Brahms, en auk þess fluttu þeir félagar ljóðasöngva eftir Strauss, Schubert og Beethoven. Þá vöktu ensk þjóðlög í smellinni útsetn- ingu Benjamins Britten verð- skuldaða athygli áheyrenda. Á efnisskránni voru einnig tvær arí- ur — úr óperunum Tannháusar eftir Wagner og Ástardrykknum eftir Donizetti. Fulltrúar ís- lenskra tónskálda á efnisskrá þeirra félaga voru þeir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Árni Thor- steinsson. Þeir Kristinn og Jónas þurftu að flytja mörg aukalög og var sem áheyrendur ætluðu helst ekki að sleppa þeim af sviðinu. Húsfyllir var á þessum tónleik- um. Um kvöldið héldu þeir félagar til tónleikahalds á Seyðisfirði — og er vitað að nokkrir áheyrenda eltu þá þangað til að fá meira að heyra. — Ólafur Jónasi Ingimundarsyni og Kristni Sigmundssyni vel fagnað á Egilsstöðum. Þérerboðiðá fhimsýningu á 40 ára gamalli Reykjavíkurkvikmýiid í tilefni 40 ára afmælis Almennra Trygginga hf. þann 11. maí 1983 samþykkti stjórn félagsins, aö láta endurgera og bjarga 40 ára gamalli Reykjavíkurkvikmynd sem Loftur Cuömundsson Ijósmyndari tók, en haföi ekki lokið viö er hann lést. Talið var aö myndin ónýttist, yröi ekkert aö gert. Ressu umfangsmikla verki er nú lokið og fyrir dyrum stendur sýning kvikmyndarinnar, sem er stórmerk heimild um bæjarlífið í Reykjavík, einmitt á þeim tímum sem hlutafélagiö AlmennarTryggingar var stofnaö. Stjórn félagsins er því sérstök ánægja aö bjóöa öllum sem áhuga hafa, aö sjá myndina en hún hefur ekki komiö fyrir almenningssjónir fyrr en nú,40 árum síðar. Fyrsta almenna sýning hennar veröur í Austurbæjarbíói, sunnudaginn 13. maí kl. 14:00, og önnur sýning, sunnudaginn 20. maí á sama tíma. Aðgangurer ókeypis og öllum heimill, meöan húsrúm leyfir. ...tíl almannaheilla í fjörutíu ár ÆfTntgimíT? TRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.