Morgunblaðið - 11.05.1984, Side 13

Morgunblaðið - 11.05.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR U. MAÍ 1984 13 byggir á því, að unnt er að marg- falda gen ákveðinnar gerðar í bakteríum, sem aftur þýðir meiri framleiðsla ákveðinna efna. Þá má einnig benda á, að við erum hér í raun að þjálfa fólk í erfðatækni til þess m.a. að það geti starfað við íslenskan lífefnaiðnað og að ann- arri hagnýtingu iíftækninnar hér á landi." Dr. Guðni Alfreðsson dósent og dr. Jakob K. Kristjánsson hafa rannsakað hitakærar örverur í hverum og laugum á íslandi auk rannsóknaverkefna á sviði líf- tækni og örverufræði, en þar hafa þeir m.a. kannað möguleika á hag- nýtingu hitakærra, kuldakærra og vetnisnýtandi örvera. Þá hefur dr. Guðni kannað útbreiðslu og tíðni salmonella-sýkla í umhverfi og dýrum hérlendis. Einnig hefur hann um árabil stundað rann- sóknir á áhrifum ísómera vínsýru á vöxt bakteríunnar salmonella typhimurium. Rannsóknir þeirra á hitakærum örverum úr hverum og laugum hafa einkum verið fimmþættar. í fyrsta lagi var útbreiðsla therm- us-baktería rannsökuð með tilliti til hita- og sýrustigs hveravatns- ins. Þá var næringarnám bakterí- anna skoðað, gerð flokkunarfræði- leg rannsókn á thermus-bakterí- unum og bakteríur sömu tegundar úr hitaveituvatni Reykjavíkur rannsakaðar. í fimmta lagi voru hitakærar, frumbjarga og vetnis- nýtandi bakteríur úr hverum rannsakaðar. Að thermus-ranns- óknunum starfaði einnig Sigurður Baldursson líffræðingur. „Við höfum t.d. fundið hitakær- ar örverur í hveravatni um og yfir 70°C heitu. Þær framleiða ensím eða lífhvata sem þola þennan hita og starfa raunar best við þetta háa hitastig, en flest eðlissviptast ensím við 45°C og verða óstarfhæf við það,“ sagði dr. Jakob K. Krist- jánsson, er Morgunblaðið forvitn- aðist um rannsóknir á hitakærum bakteríum. „Það er stór markaður fyrir þessi ensím og þá sérstak- lega til nota í þvottaefni og eru frændur okkar Danir raunar einna fremstir á þessu sviði.“ Blaðamanni var bent á lítið glerílát með frostþurrkuðu ensím- dufti, sem fengist hafði úr tveggja lítra rækt thermus-stofns. Dr. Guðni sagði 0,3 grömm hafa feng- ist úr ræktuninni, en ensímin væru sennilega blanda nokkurra próteinkljúfandi ensíma. Hann kvað enn ekki nákvæmlega vitað, hve hrein blandan væri. Dr. Guðni benti á ræktunarskál með prótein- lagi, sem í þessu tilfelli var hem- óglóbín. Litlir gróðurblettir thermus-baktería höfðu verið settir á próteinið og umhverfis gróðurþyrpingarnar var gegnsætt svæði í þykku próteininu, en þar höfðu ensím bakteríanna einmitt unnið að niðurbroti efnisins. Ýmis not geta verið fyrir þessi prótein- kljúfandi, hitakæru ensím og þyrfti m.a. að athuga sérstaklega hvaða not gætu verið fyrir þau hér innanlands, t.d. í fiskiðnaði. „Við höfum farið út í rannsókn- ir á þessum hitaþolnu ensímum út frá almennum rannsóknum okkar á lífríki hveranna," sagði dr. Guð- ni. „Við höfum mjög lítið fé til þessara rannsókna, bæði til að launa aðstoðarmenn og til tækja- kaupa. Má sem dæmi nefna, að mestur hluti peninga til tækja- kaupa rennur oft til ríkisins í formi aðflutningsgjalda og sölu- skatts. Ekki rannsökum við mikið fyrir það fé. Krafturinn í þessum rannsóknum er þess vegna miklu minni en vera þyrfti og eðlilegt væri. Við höfum fengið smástyrki úr ýmsum sjóðum eins og t.d. Vís- indasjóði og það ber að þakka." Nú hafið þið einnig rannsakað fleiri bakteríur í hveravatni. „Já,“ sagði dr. Guðni Alfreðs- son. „Við höfum kannað hitakær- ar, vetnisnýtandi og frumbjarga bakteríur, en þær eru óháðar líf- rænum efnum og lifa einungis á vetni, súrefni og koltvísýrlingi, sem er kolefnisgjafi en vetni oxa bakteríurnar og nota sem orku- gjafa. Þær þurfa þó einnig nokkur sölt. Allt þetta finnst í hveravatni og hveragasi. Að þessu rann- sóknaverkefni hefur Arni Ingason líffræðingur starfað með okkur dr. Ræktunarskálar með gróðurblettum thermus-baktería á hemóglóbínlagi. Helstu rannsóknaverkefni Fastráðnir starfsmenn: Agnar Ingólfsson próf. Arnþór Garðarsson próf. Guðmundur Eggertsson próf. Halldór Þormar próf. Hörður Kristinsson próf. Einar Árnason dósent. Gisli Már Gíslason dósent. Guðni Alfreðsson dósent. Logi Jónsson lektor. Lífríki fjöru, fitja og ísaltra tjarna. Kynblöndun máfa. Stofnbreytingar og átuskilyrði í Mývatni. Sjófuglastofnar. Skipulag og starfsemi tRNA-gena. Erfðir örvera. Erfðatækni. Frumulíffræði og veirufræði. Fléttuflóra fslands. Útbreiðsla íslenskra háplantna. Þróunarfræði og stofnerfðafræði. Framleiðsla og lffsferlar botndýra í Laxá, S-Þing. Áhrif rennslisbreyt- inga á botndýralíf i Elliðaám. Útbreiðsla vatnadýra á fs- landi. Hitakærar örverur f hverum og laugum. Útbreiðsla og tíðni salmon- ella-sýkla á fslandi. Líftækni og örverufræði. Efnaskyn fiska. Lausráónir starfsmenn, styrkþegar og gestir: Jakob K. Kristjánsson. Hitakærar örverur í hverum og laugum. Líftækni og örverufræði. Jórunn Erla Eyfjörð. Stökkbreytandi og krabbameins- valdandi efni. Jörundur Svavarsson. Vistfræði og flokkun sjávardýra í Norður-fshafi. Sigríður H. Þorbjarnardóttir.Skipu'.ag og starfsemi tRNA-gena. Erfðatækni. Sigurður S. Snorrason. Vistfræði Þingvallavatns. Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Gróður og jarðvegur í Þjórsárverum og áhrif Kvíslaveitu. Gróðurkort af Þjórsárverum. Jakobi, en þetta er sennilega að- eins í annað sinn, sem bakteríur sem þessar finnast í heiminum. Nýlega hefur bakteríum líkum þessum verið lýst af japönskum vísindamönnum, en sennilega eru þær aðeins öðruvísi en okkar. Við höfum nýlega sent frá okkur vís- indagrein um þetta efni.“ Er hægt að nýta þessar bakter- íur? „Við höfum velt fyrir okkur möguleikum á hagnýtingu þeirra,“ sagði dr. Jakob. „Reynist þær vaxa nægilega hratt er e.t.v. hægt að nýta þær til framleiðslu prótein- fóðurs handa skepnum. Hér á Líffræðistofnun höfum við þokka- lega aðstöðu til að reyna ýmislegt í litlum mæli, en tilraunafram- leiðsla kemur hér ekki til greina með núverandi tækjabúnaði. Við getum þó látið okkur detta í hug, að fáist nægilega ódýrt vetni, t.d. með rafgreiningu vatns eða eftir öðrum leiðum, sé unnt að nýta þessar bakteríur. Auðveldara ætti að vera að halda ræktunarlausn- um ómenguðum af öðrum örverum vegna hins háa kjörhitastigs bakt- eríanna, en það er um 72°C.“ Innan skamms munu dr. Guðni Alfreðsson og dr. Jakob K. Krist- jánsson hefja rannsóknir á kulda- kærum bakteríum, sem finnast víða hérlendis eins og t.d. í sjó, en rannsóknirnar munu miða að því, að einangra ensím úr þessum bakteríum. Þau gætu komið að gagni við ýmsar nýjar fiskverkun- araðferðir sem e.t.v. verða síðar teknar í notkun, sérstaklega vegna hins lága kjörhitastigs ensím- anna. Dr. Jórunn Erla Eyfjörð vinnur að rannsóknum á stökkbreytandi og krabbameinsvaldandi efnum. „Ég vinn fyrst og fremst að svonefndum stökkbreytingapróf- um, en doktorsritgerð mín fjallaði um DNA-viðgerðir,“ sagði dr. Jór- Unn Erla, er Morgunblaðið spurði hana um rannsóknaverkefni henn- ar. DNA-viðgerð var fyrst lýst í bakteríum, en nú er ljóst, að allar lífverur hafa viðgerðarensím, sem gera við skemmdir af völdum geislunar og skaðlegra efna. Svo virðist, sem engin lífvera geti lifað án þessara ensíma og viðgerða á erfðaefninu, DNA-kjarnsýrunni. „Miklar framfarir hafa orðið í rannsóknum á DNA-viðgerð á síð- ustu árum. Ýmis viðgerðargen hafa verið einangruð með erfða- tæknilegum aðferðum." Dr. Jórunn Erla nefndi sem dæmi um nauðsyn viðgerðarens- íma sjúkdóm í manninum, sem orsakast af sjaldgæfum erfða- galla. „Þeir sem hafa þennan erfðagalla fá sár á húð í birtu og síðan húðkrabbamein. Þetta er galli í viðgerð á skemmdum af völdum útfjólublás ljóss sólar- ljóssins. Þessir einstaklingar geta hreinlega ekki verið úti í sólar- birtu. Það virðist því nauðsynlegt fyrir frumuna að hafa marga virka viðgerðarferla." En nú vinnur þú einkum að stökkbreytingaprófum. í hverju eru þau fólgin? „Eg leita á þennan hátt að skað- legum efnum í nánasta umhverfi mannsins, sem geta valdið skemmdum á erfðaefninu. Dæmi um slík efni væru iðnaðarmengun, skordýraeitur, tóbaksreykur og aukaefni í matvælum eins og rot- varnarefni og litarefni. Til eru einföld og ódýr próf, sem eiga að afhjúpa þessi skaðlegu efni. Ég nota m.a. svokallað Ames-próf. Þar, eins og í öðrum hliðstæðum prófum, er kannað hvort tiltekið efni eða efnablanda aukí tíðni stökkbreytinga í ákveðnum bakt- eríustofnum.“ í sumum prófunum er að hiuta líkt eftir þeim aðstæðum sem eru í mannslíkamanum með því að nota ensímblöndu úr spendýralifur. Hvað gerist, ef efni eykur tíðni stökkbreytinga? „Þá eru líkur á því að það sé einnig krabbameinsvaldandi (carcinogen), en um mikla sam- svörun er að ræða milli stökk- breytandi og krabbameinsvald- andi efna. Ég hóf að athuga matvæli og þá sérstaklega reykt matvæli," sagði dr. Jórunn. „Ýmislegt hefur komið í ljós. Ég hef t.d. sýnt fram á, að hangikjöt sé stökkbreytandi í Ames-prófi. Ég hef hug á því, að kanna aðra umhverfisþætti og tel rétt að slíkar rannsóknir og erfða- tæknilegar rannsóknir fari fram hér á Líffræðistofnun Háskólans. Fjárveitingar eru þó af mjög skornum skammti og sjálf hef ég getað stundað mínar rannsóknir að stórum hluta vegna styrkja frá Vísindasjóði." Það sem helst virðist einkenna Líffræðistofnun Háskólans auk fræðiiðkana er fjárskortur og virðist ekki fjarri lagi að álíta, að miklir og góðir hlutir hafi þar ver- ið gerðir þrátt fyrir lélega að- stöðu. Þar starfar fólk, sem er log- andi af áhuga og með háleitar hugsjónir. Það er umhugsunar- vert, að þetta menntafólk eigi þess ekki kost að stunda rannsóknir sínar, svo mikilvægar sem þær eru, vegna lélegrar aðstöðu og þurrausinna sjóða. Þó er starfs- fólk Líffræðistofnunar Háskólans bjartsýnt á framtíðina og taldi viðhorf almennings og stjórnvalda til rannsókna á íslandi vera að breytast og vísaði til þeirra miklu og nauðsynlegu umræðna um líf- tækni og lífefnaiðnað, sem fram hefur farið í fjölmiðlum að undan- förnu. — ing.joh. bjóðum aðeins gæðagrípi Fullkomin varahluta- og viögeröaþ)ónusta Þekking - öryggi - reynsla Mesta úrval landsins af þekktum viöurkenndum merkjum 10 ára ábyrgð. Sérverslun i meira en hálfa öld .. Reiöhjólaverslunin ORNINN Spítalastíg 8 Símar: Verzl.: 14661 S. 26888 CLES ^ PEUCEOT Á KALKHOFF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.