Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 14
¦sv MÖÖGÚWBLAÐto,-rö'STUt>ÁG'DA'n:MAl'Í9é4v Spænsku konungshjónin heimsækja Moskvu Juan Carlos Spánarkonungur og Sofia drottning komu í gær í opinbera heimsókn til Moskvu. Var þetta fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja á Spáni til Sovétríkjanna. Stjórnir Spánar og Sovétríkjanna tóku aftur upp stjórnmálasamband fyrir 7 árum, en ekkert stjórnmálasamband hafði verið með ríkjunum í valdatíð Francos hershöfðingja. A myndinni sjást spænsku konungshjónin fyrir miðju en til hægri er Konstantin Chernenko, for- seti Sovétríkjanna og leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins. Yzt til vinstri er Anna Chernenko, eiginkona sovézka leiðtogans. Verkföll til stuðnings 35 stunda vinnuviku í Vestur-Þýskalandi Frinkfuri. 10. uui. AP. SAMTÖK verkamanna í stáliðn- aði í Vestur-Þýskalandi hyggjast efna til verkfalla á nokkrum stöð- um í landinu frá og með næsta mánudegi til að árétta stuðning sinn við kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar um 35 stunda vinnu- viku. Talsmenn atvinnurekenda og rfkisvalds segja að aðgerðir þessar verði til þess eins að auka atvinnuleysi í landinu. Um 10 þúsund prentarar víðs vegar um Vestur-Þýskaland lögðu niður vinnu í dag til þess að lýsa yfir stuðningi við kröf- una um fimm tíma styttingu vinnuvikunnar. Þetta er í fjórða sinn á einum mánuði sem prent- arar grípa til slíkra aðgerða. Samþykkt danska þingsins: Danir hætta fjárstuöningi við Evrópueldflaugarnar Kaupmannahofn, 10. m*í. AP. DANSKA þingið samþykkti í dag að stöðva fjárframlög til uppsetn- ingar kjarnorkueldflauga Atlants- hafsbandalagsins í Vestur-Evrópu. Samþykktin var gerð með 49 at- kvæðum gegn 12, en allir þing- Sakharov-tónleikarnir hafnir: „Vonumst til að koma af stað skriðu mótmæla" segja forvígismenn tónleikanna Kwhesler, New York, 10. nuí AP. Forvígismenn tónleikahalds, sem fram á að fara í 14 borgum til stuðnings sovézka andófsmannin- um Andrei Sakharov og konu hans, sögðust í dag vonast til þess að koma af stað „skriðu mótnuela" gegn útlegð beirra hjóna innan- lands í Sovétrfkjunum. Sakharov, sem á sínum tíma voru veitt friðarverðlaun Nóbels, Mannskæðir bar- dagar milli Kína og Víetnams Píking, 10. maí. AP. KÍNVERJAR ásökuðu í dag Víet- nama um að hafa sent lið hvað eftir annað inn yfir kínversku landamær- in frá því 3. maí sl. og að hafa skotið margoft af fallbyssum á kínverska landamæraverði, sem rekið hefðu innrásarmennina af höndum sér og valdið þeim „miklu manntjóni". Ekki var þó greint nákvæmlega frá mannfalli Víetnama eða Kínverja. Kínverska fréttastofan Xinhua skýrði svo frá, að 4., 5. og 7. maí hefðu Víetnamar skotið mörg þús- und fallbysskúlum á Kínverja og gert fótgönguliðsárásir á hæð eina, sem gengur undir nafninu „Hæð 1019", en verið reknir á flótta. í gær hefðu Víetnamar enn gert mikla árás á þessa hæð en orðið að hörfa til baka eftir mann- skæða bardaga. hefur verið í hungurverkfalli frá því 2. maí sl. í því skyni að fá sovézk stjórnvöld til þess að leyfa konu hans, Yelenu Elonner, að fá læknismeðferð á Vesturlöndum. „Ástandið virðist vera mjög al- varlegt, þar sem Sakharov er veill fyrir af hjartasjúkdómi", var haft eftir Tatyana Yankelev- ich, dóttur Yelenu Bonner, í Newton í Massachusetts í dag. Edward Lozansky, sem stjórn- ar undirbúningi tónleikahaldsins sagðist í gær álíta, að það ætti eftir að hafa mest áhrif í Vestur- Evrópu, þar sem Sovétstjórnin tæki meira mark á almennings- álitinu þar en í Bandaríkjunum. „Við gerum okkur vonir um, að þetta tónleikahald veki meiri og meiri athygli og að lokum komi það af stað skriðu mótmæla," sagði Lozansky á fundi með fréttamönnum í gær, er hann greindi frá undirbúningi fyrstu tónleikanna, sem fram áttu að fara þá um kvöldið í Rochester í New York-ríki. Tónleikunum verður síðan haldið áfram I Toronto, Boston, Washington og New York, áður en hljómsveitin heldur för sinni áfram til Hollands, Belgíu, Vestur-Þýzkalands, Sviss, ítalíu og Bretlands, en síðustu tónleik- arnir verða haldnir í London 5. júní. Lozansky, sem var áður eðlis- fræðingur í Sovétríkjunum en tókst að fá konu sina og dóttur til Bandaríkjanna frá Sovétríkjun- um 1982, sagði í gær: „Það er unnt að hafa áhrif á Sovétstjórn- ina. Það er unnt að þvinga hana til þess að gera hluti, sem hún vill ekki." menn stjórnarflokkanna fjögurra, sem eru 77, voru fjarverandi. Engin opinber skýring hefur fengist á fjarveru stjórnarþing- mannanna, en danskir frétta- skýrendur segja að ríkisstjórn- in, sem er minnihlutasamsteypa mið- og hægriflokka, vilji forð- ast frekari árekstra við jafnað- armannaflokkinn, höfuðflokk stjórnarandstæðinga, meðan reynt er að semja um fjögurra ára áætlun í varnarmálum landsins. Þingmenn stjórnarflokkanna sátu einnig hjá þegar þingið samþykkti fyrir viku að stefna bæri að því að gera Danmörk að kjarnorkuvopnalausu svæði, jafnt á friðartímum sem tímum ófriðar. Flokkur jafnaðarmanna var við völd í Danmörku þegar Atl- antshafsbandalagið ákvað fyrir fimm árum að koma nýjum meðaldrægum eldflaugum fyrir í fimm aðildarríkjum banda- lagsins í Evrópu til mótvægis við nýjar SS-20-kjarnorkuflaug- ar Sovétmanna. Flokkurinn studdi ákvörðunina og veitti 75 milljónum danskra króna til verkefnisins. Nú hafa jafnað- armenn breytt um stefnu og af- leiðing samþykktar danska þingsins í dag er sú að þær 48 milljónir danskra króna, sem Danir áttu eftir að greiða Atlantshafsbandalaginu, renna til þeirra eigin varna. Úrskurður kviðdómsins: Skotin komu frá sendiráði Líbýu l,ondon, 10. maí. Al' KVIÐDÓMUR sá, sem rannsakar oll atvik varðandi atburðina við sendiráð Líbýu í London, kvað í dag upp þann úrskurð, að skotunum, sem urðu lögreglukonunni Yvonne Fletcher að bana, hefði verið hleypt af úr byssu inni í sendiráðsbygging- unni. Dómurinn var skipaður 9 körí- um og 9 konum. Libýumenn hafa neitað því, að nokkur hafi hleypt af byssu inni í sendiráðsbyggingunni. Áður en kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn, hlýddi hann á fram- burð nýrra vitna um skotin, sem urðu lögreglukonunni að bana og særðu 11 manns fyrir framan sendiráðsbyggingu Líbýumanna. Brian Arnold fra Scotland Yard, sem er sérfræðingur í skotvopn- um, sagði í dag, að skotin hefðu komið úr hríðskotabyssu af Sterling-gerð, sem framleidd væri í Bretlandi en fáanleg víða um heim. Vitað væri um, að hríð- skotabyssur af þessari gerð hefðu verið í notkun hjá Líbýuher. 5 St. James's Square, S.W.1 13 6 Skotvopn úr líbýska sendiráðinu Sjö skotvopn ásamt skotfærum fundust, er brezka Iðgreglan rannsakaði sendiráðsbyggingu Lfbýumanna í London. Vopn þessi voru sýnd í aoal.stöovum Scotland Yard í gær. Númer 7 eru hólf fyrir byssuhledslur í hríðskotabyssur af Sterling-gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.