Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 15
M.OBCU^BLAöíSV^F'QS'FJWACWB; 11., MAt^4^ Símamynd AP Nýir f lóðgarðar í Tempsá Elísabet Bnglandsdrottning vígði í fyrradag nýja og umfangsmikla flóðgarða í Tempsá í Lundúnum, en garðar þessir eiga að hindra flóð í borginni um alla framtíð. Nýju flóðgarðarnir eru tíu tröllauk- in flóðhlið úr steinsteypu og nam kostnaður við byggingu þeirra 450 milljónum sterlingspunda, sem er jafnvirði tæplega 19 milljarða ísl. króna. Einvígi Karpovs og Kasparovs: Hefst í Moskvu 10. september Loearno, 10. maí AP. MOSKVUBORG bar fram eina til- boðið um að halda heimsmeistara- einvígið í skák, sem fyrirhugað er að fram fari í september milli heims- meistarans Anatoly Karpovs og áskorandans Garry Kasparovs. Frestur til pess að koma fram með tilboð í einvígishaldið rann út í dag. Gert er ráð fyrir, að Campom- anes, forseti FIDE, Alþjóðaskák- sambandsins, muni samþykkja þetta tilboð sjálfkrafa, en hann hafði áður ákveðið, að einvígið skyldi hefjast 10 september nk. I tilkynningu frá FIDE segir, að verðlaunafé verði greitt „í sam- ræmi við reglur FIDE". Samkvæmt því ber þeim, sem einvígið heldur, að leggja fram 1 millj. svissneskra franka í verð- laun (um 13 millj. ísl. kr.). Sigur- vegarinn fær 5/8 verðlaunafjárins en sá sem tapar 3/8. Þeir Karpov og Kasparov hafa nú þrjár vikur til þess að koma sér saman um einvígisdómara, sem valinn verður af lista, er FIDE sendir þeim. Komi þeir sér ekki saman um dómara, hefur Campomanes vald til þess að ákveða hann. Bretland, Venesúela og Italía höfðu sýnt mikinn áhuga á að halda einvígið, en komu þó ekki fram með tilboð, segir í tilkynn- ingu FIDE. Alþjóðadómstóllinn f Haag: Bandaríkjamenn hætti aö leggja tundurdufl við strönd Nicaragua lliag. 10. mií AP. Alþjóðadómstóllinn í Haag kvað í dag upp þann úrskurð að Banda- ríkjamenn ættu að hætta sérhverjum þeim aðgerðum sem verði til þess að takmarka eða stöðva samgöngur til Nicaragúa, þ.á m. lagningu tundur- dufla við hafnir eða fyrir utan strendur landsins. Bandaríkjamenn halda því fram að dómstóllinn hafi ekki lögsögu um ákæru stjórnar Nicaragúa frá 9. apríl, en þar eru Bandaríkja- menn sakaðir um vopnaða árás sem miði að því að steypa stjórn landsins. í úrskurðinum í dag felst að dómstóllinn neitar að fallast á þessa skoðun Bandaríkjastjórnar. Carlos Arguello, sendiherra Nicaragúa í Hollandi, hefur fagn- að úrskurðinum og segir hann „siðferðilegan sigur" fyrir stjórn sandinista í Managúa. Deila Hondúras og Nicaragua magnast: Sendiherra Hondúras í Managúa kallaður heim Managúa, 10. maí. AP. KÍKISSTJÓKN Hondúras hefur kvatt sendiherra sinn í Nicaragúa heim og hótað að slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi landanna í kjölfar þess að hermenn stjórnar- liðsins í Nicaragúa skutu í gær niður þyrlu frá Hondúras skammt frá hafnarbænum Potosi við Fons- ecaflóa. Um borð í þyrlunni voru átta manns, þar af þrír óbreyttir borgarar, og létust þeir allir. Utanríkisráðherra Nicaragúa segir að þyrlan hafi verið á ólögmætu flugi í lofthelgi lands- ins, en yfirvöld í.Hondúras segja að hún hafi verið á venjulegu eftirlitsflugi í grennd við flota- stöð Hondúrasmanna í Fonseca- flóa og sterkir vindar hafi hrak- ið hana yfir landamæri Nicar- agúa. Þau segja að stjórnvöld í Nicaragúa hafi ekki gefið full- nægjandi skýringu á bví af hverju þyrlan var skotin niður og benda á að engin vopn hafi verið um borð. Herstjórnin í Nicaragúa fyrirskipaði hernum í dag að vera í viðbragðsstöðu og segja heimildir AP að það sé vegna ótta við að þyrlumálið kunni að leiða til ókyrrðar á landamær- um Nicaragúa og Hondúras. Friðarviðræður í sunnanverðri Afríku JóhannesarborK, 10. maí. AP. SENDINEFND stjórnar Swazi- lands kom í dag til Höfðaborgar í Suður-Afríku til viðræðna við stjórn landsins, sem miða að því að treysta frið og öryggi í sunnanverðri Afríku. Þá fór sendinefnd frá Suður -Afríku í dag í sama augna- miði til Mósambik til að ræða við stjórnvöld þar. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Jóhannesarborg sagði að fyrirhugaðar væru viðræður við stjórnvöld í Lesotho og Bots- wana, en dagsetningar þeirra hefðu ekki verið ákveðnar. Friðarhorfur í sunnanverðri Afríku hafa mjög aukist eftir að stjórn hvítra manna í Suður- Afríku og stjórnir marxista í Angóla og Mósambik gerðu með sér friðarsamkomulag og griða- sáttmála í febrúar sl. HJOLAÐ I ÞAGU ÞEIRRA SEM GETA EKKI HJÓLAÐ Mæting kl. 12 í eftirtöldum skólum þar sem lögregla skoðar hjólin: Melaskóli Hvassaleitisskóli, Hliöarskóli, Langholtsskóli, Réttarholtsskóli, Laugarnes- skóli, Bretöholtsskóli, Árbæjarskóli, Fellaskóji, Kópavogsskóli og Kársnesskoh. Lagt veröur af stað kl. 13.30 og hjólaö að Lækjartorgi. Þeim börnum sem óska veröur séð fyrir fari heim. Útihátíö á Lækjartorgi. Allir krakkar fá Coke, Frón- og Holtakex. Icebrakers dansar. AHi og Olti skemmta. Skólahljómsveit Kópavogs lelkur. Lúðrasveit Laugarnesskóla leikur. Fimleikaflokkur frá Gerplu sýnir. Við hvetjum ykkur enn til aö taka títlit til hjólreiöafólksins sem hjólar í þágu þeirra sem ekki geta hjólað. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, kvennadeild. Varmárskóli Mostellssveit Mæting í Reykjadal, Reykjum, Hlíðartúni, Shell- og Olís-bensínstöövum. Lagt af staö kl. 14.00. Við Varmárskóla veröur á dagskrá m.a. leikur skólahljómsveitar, hjólreiöarþrautír, boðhlaup o.fl. Bamakórinn hefur til sölu heitar pylsur og gos í anddyri skólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.