Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 11. MAl 1984 fltorgtmftftiftifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Maraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnus Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuoi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö. Vilji mikils meiri- hluta: einkarekstur Attatíu og tveir af hverjum hundrað, sem þátt tóku nýlegri skoðanakönnun Hag- vangs, vóru fylgjandi því, al- ^», vui u íyigjanui pvi, ai- iucunt séð, að færa verkefni frá hinu opinbera til einkafyr- irtaekja. Meðal verkþátta, sem yfir 80% aðspurðra vildu flytja yfir í einkarekstur, vóru opinber mötuneyti og viðhald á byggingum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Rúmlega 70% töldu rétt að flytja sorphreins- un yfir í einkarekstur og yfir 60% töldu rekstur almenn- ingsvagna og ræstingu opin- berra stofnana betur komin hjá einkaðailum. Tæplega 60% töldu æskilegt að rekstur Pósts og síma flyttist til einkarekstrar. Hinsvegar stóð meirihlutavilji til þess að rekstur skóla, sjúkrahúsa og dvarlarheimila væri áfram í umsjá hins opinbera. Rúmlega níu af hverjum tíu töldu flutning umspurðra verkþátta til einkarekstrar hafa í för með sér aukna hag- kvæmni og rúmlega átta af hverjum tíu bætta þjónustu. Eitt þúsund manna úrtak, sem spurt var, var valið úr Þjóðskrá af Reiknistofnun Háskóla íslands. Svör fengust frá 860, sem er bezta svörun sem fengizt hefur í könnun á vegum Hagvangs. Könnunin er því góð spegilmynd af vilja mikils meirihluta og sem slík leiðbeinandi fyrir pólitíska stjórnsýslu í landinu. Stjórn- unarfélag íslands sem lét vinna könnunina, á þakkir skyldar fyrir framtakið. Það er afgerandi niðurstaða úr þessari skoðanakönnun að flestir þættir ríkisrekstrar séu betur komnir í höndum einka- aðila. Slík tilfærsla muni ekki einvörðungu auka hagkvæmni, þ.e. betri nýtingu fjármuna, heldur jafnframt tryggja al- menningi betri þjónustu. Ekki er hægt að túlka þessa niður- stöðu á annan hátt en sem ótvíræða stuðningsyfirlýsingu mikils meirihluta við þá stefnumörkun ráðherra Sjálfstæðisflokksins að selja beri ríkisfyrirtæki á þeim starfsvettvangi sem einka- rekstur getur annast, ekki sízt þar sem samkeppni er til stað- ar um almannaviðskipti. Það kann að vera nauðsyn- legt á tímum víðtæks eða stað- bundins atvinnuleysis og til að forða byggðaröskun, sem fyrirsjáanlega yrði þjóðfélag- inu dýr, að ríkið hjálpi til — með eignaraðild — að koma atvínnufyrirtækjum af stað og yfir byrjunarörðugleika. Þeg- ar slík fyrirtæki hafa hinsveg- ar fest rætur á ríkið, eða sveit- arfélagið, að leysa sig út úr rekstrinum — og nýta áhættu- fé sitt á ný, ef þurfa þykir, til að koma nýrri atvinnustarf- semi af stað. Þetta á þó aðeins við í afbrigðilegum tilfellum. Meginreglan á að vera sú að samkeppnisrekstur sé í hönd- um einkaaðila, enda tryggir það fyrirkomulag bezta stýr- ingu fjármagns til arðsemi í rekstri og framkvæmdum. Röng lánsfjárstýring og röng fjárfesting liðins áratugar er ein meginorsök þess, hve kostnaðarþáttur við öflun þjóðartekna íslendinga er hár og hve nettótekjur, sem eru skiptahlutur þjóðfélagsþegn- anna, eru rýrar. Samkvæmt könnuninni stendur mikill meirihluti til þess að rekstur sjúkrahúsa verði áfram á vegum hins opinbera, ríkis og sveitarfé- laga. Engu að síður er nauð- synlegt að mismunandi rekstr- arform starfi hlið við hlið á þessum vettvangi til að tryggja nauðsynlegan sam- anburð og æskilegt aðhald, enda fara miklir fjármunir um heilbrigðiskerfið. Það eru aðeins um eða innan við eitt hundrað þúsund ein- staklingar, sem eru vinnandi í íslenzkum þjóðarbúskap, og mikill minnihluti þeirra við störf, er skapa beint peninga- leg verðmæti. Það er því ekki stór hópur, þegar horft er til milljónaþjóða, sem stendur undir kostnaðarþáttum ís- lenzks samfélags. Það er því nauðsynlegt að sníða þjóðfé- laginu bæði yfirbyggingu og samfélagsleg útgjöld við hæfi. Erlend eyðsluskuldasöfnun er óráðsía. Jafnframt skiptir máli að nýta takmarkað eigin- og afla- fjármagn sem bezt. Fjárfesta í framkvæmdum sem skila kostnaði fljótt til baka. Fjár- munir eru og vinnutæki í at- vinnulífinu og höfuðmáli skiptir, hvern veg unnið er með þeim tækjum. Framtíðar- atvinnuöryggi og framtíðar- lífskjör ráðast af því, að við nýtum sem bezt það fjármagn og þá möguleika til atvinnu- legrar nýsköpunar sem fyrir hendi eru. í því efni eru hvatar einkaframtaksins beztu leið- arvísarnir. Niðurstöður úr skoðanakönnun Hagvangs sýna að fólk hefur gert sér grein fyrir þeim staðreyndum sem við því blasa í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Því fyrr sem stjórnmálamenn gera sér þetta ljóst þeim mun betra. Frá fundi forráðamanna Grænmetisverslunar landbúnaðarins með fréttamönnum í gær. Lengst til vinstri situr Gunnlaugur Björnsson, forstjóri Grænmetisverslunarinnar, við borðsendann er Ingi Tryggvason, formaður stjórnar Grænmetisverslunarinnar, fyrír aftan hann er stjórnarmaðurinn Gísli Gunnarsson á Hálsi, þá Agnar Guðnason, ráðunautur og loks Eirfkur Sigfússon, bóndi á Sflastöðum, Eyjafirði, en hann er einnig stjórnarmaður í stjórn Grænmetisverslunarinnar. Mornunbiaðið/KEE. Eiríkur Sigfússon, einn stjórnarmanna í Grænmetisverslun landbún „Mistökin að leyfa Sa annast innflutninginn . STJÓRN og forstjóri Grænmetisverslunar ríkisins boðuðu til fréttamannafundar í gær í tilefni þeirra skrifa og þeirrar umræðu sem undanfarið hefur farið fram vegna skemmdra kartaflna. Kom þar fram að Grænmetisverslunin harmar þau mistök að neytendur hafa fengið í hendur gallaðar kartöflur og greint var frá því að hert yrði eftirlit með kartöflunum. Ingi Tryggvason, formaður stjórnar Grænmetisverslunar ríkisins, sagði m.a. á fundinum að geymsluþol finnsku kartaflnanna, sem hvað mest hefur verið kvartað undan upp á síð- kastið, hefði reynst mjög takmarkað, og því væri mikilvægt að sem stystur tími liði á milli pökkunar og neyslu. Var á Inga að heyra, svo og öðrum forsvarsmönnum Grænmetisverslun- arinnar, að þeir vildu að miklu leyti kenna kaupmönnum um það í hvaða ástandi finnsku kartöflurnar voru, þegar þær komust í hendur neytenda. Sögðu þeir að kaupmenn færu mjög illa með kartöflurnar og geymdu þær ekki sem kælivöru. Þær þyrftu bæði að geymast á köldum og dimmum stað. Gunnlaugur Björnsson, forstjóri Grænmetisverslunarinnar, sagði að í ljós heðfi komið, þegar finnsku kart- öflurnar hefðu verið innkallaðar, að elsta pakkningin hefði verið frá 8. mars sl. en slíkt væri engan veginn forsvaranlegt. Hann sagði að kaup- menn keyptu að vísu ekki tveggja mánaða birgðir af kartöflum í einu, en þeir gættu þess ekki, þegar þeir fengju nýja sendingu, að tæma kartöflu- geymsluna og losa sig við gömlu vör- una. Forsvarsmenn Grænmetisverslun- arinnar voru spurðir hvort þeir teldu ekki að verslunin myndi veita betri þjónustu, og bjóða upp á lietri vöru, ef hún skákaði ekki í skjóli einokunar á kartöflusölu, heldur starfaði í sam- keppni við aðra söluaðila á kartöflum: Ingi Tryggvason sagði það vera af og frá. Hann sagði: „Ég er þeirrar skoð- unar, að við myndum hverfa til hátta sem væru lakari, ef innflutningur á kartöflum væri gefinn frjáls." Ingi var þá spurður að því hvort hann væri reiðubúinn til þess að láta reyna á það hvort hans skoðun væri rétt, með því að mæla með því að kartöfluinnflutn- ingur yrði gefinn frjáls í eitt ár, og svaraði Ingi þá: „Ég er ekki viss um að ég sé neitt spénntur fyrir því. Við höf- um engan áhuga á því að fá öðrum innflytjendum innflutninginn í hend- ur, þar sem við teljum að þeir geti ekki annast þessa þjónustu betur en við gerum." Á fundinum kom fram að umboðsað- ilinn sem flutti finnsku kartöflurnar hingað til lands, SÍS, var ekki ábyrgur fyrir gæðum kartaflnanna þegar þær voru komnar hingað til lands. SÍS fékk full umboðslaun fyrir þessa milli- göngu, sem munu vera um 3%, en for- ráðamenn Grænmetisverslunarinnar sögðu það vera sér óviðkomandi. Einn stjórnarmanna Grænmetisverslunar Verkamannasambandið 20 ára: „Afstaða okkar mun harðari en hjá ASI" - segir Guðmundur J. Guðmundssqn for- maður VMSÍ um af- stöðuna í kjaramálum Verkamannasamband ís- lands á 20 ára afmæli um þessar mundir. í gær kom sambandsstjórnin saman og ræddi viðhorfin í kjaramálum, ásamt fleiri málum, og í dag verður fundað á nýjan leik, með hátíðlegri blæ, þar sem 5 félagar sambandsins verða heiðraðir sérstaklega fyrir mikil og góð störf í þágu verkamanna. Nýtt merki Verltamannasambands- ins, sem sambandið hefur litið gera í tilefni af 20 ira afma-linu. Fri fundi sambandsstjórnar Verkamanna Blm. Mbl. spurði Guðmund J. Guðmundsson, formann Verka- mannasambands íslands, að því í gær, hver tónn hefði verið í mönnum á sambandsstjórnar- fundinum: „Afstaðan er mun harðari en kom fram á fundi mið- stjórnar ASÍ og fulltrúa lands-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.