Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAl 1984 17 r Hert verðnr eftirlit með pökkun kartaflna er eitt af því sem Grænmetisverslunin , segir að gert veröi til þess að bæta úr því ástandi sem nú rfkir. naðaríns: imbandinu að á kartöflunum" landbúnaðarins, sem sat fundinn, Ei- ríkur Sigfússon, bóndi á Sílastöðum í Eyjafirði, virtist ekki vera sammála öðrum fundarboðendum um ágæti þess að SÍS annaðist umboðsstörf fyrir Grænmetisverslunina, því Eiríkur sagði: „Ég tel að umboðsaðilar ættu að vera ábyrgir fyrir vörunni, þar til hún er komin hingað. Mistökin voru að leyfa Sambandinu að fara inn í þennan innflutning á finnsku kartöflunum. Það voru gerð mistök, hvað þessar finnsku kartöflur varðar. Það þýðir ekkert annað fyrir okkur en viður- kenna það, og reyna að koma í veg fyrir að slík mistök endurtaki sig." Er forsvarsmennirnir voru spurðir hvers vegna ekki hefði verið leitað eft- ir betri kartöflum annars staðar frá, svo sem frá suðlægum löndum, og hvers vegna ekki hefði verið reynt að vera með nýjar kartöflur á boðstólnum mun fyrr, en nú eru væntanlegar nýjar ítalskar kartöflur á markaðinn, sagði Ingi Tryggvason m.a.: „Það hafa ef til vill ekki verið bein fyrirmæli frá ríkis- valdinu, um að kartöfluverði væri haldið niðri, en við höfum ávallt, síðan ég kom fyrst nálægt þessum málum, verið undir vissri pressu, hvað verð- lagningu snertir. Þetta er vegna þess hve þungt kartöflur hafa vegið í vísi- tölugrunninum, allt þar til sá nýi sá dagsins ljós, og því hafa ríkisstjórnir þrýst á að kartöfluverði væri haldið niðri. Það hefur því ávallt verið reynt að kaupa inn eins hagkvæmt og hægt er." Ekki vildi Ingi meina að þar með hefðu lélegar kartöflur ávallt verið keyptar inn, og benti á, að þær kartöfl- ur sem keyptar væru til landsins væru ávallt flokkaðar sem 1. flokkur, þegar þær færu um borð í skip erlendis, þannig að ekki væri verið að kaupa neitt rusl til landsins. Eiríkur tók undir orð Inga hvað snertir vísitöluna, og benti á að m.a.s. innfluttar, erlendar kartöflur væru niðurgreiddar, vegna vísitölunnar, og það kvaðst hann telja í hæsta máta óeðlilegar niðurgreiðslur. Á fundinum kom einnig fram að Grænmetisverslunin hefði engar at- hugasemdir fram að færa, hvað það snerti að fram færi opinber rannsókn á kaupum á finnsku kartöflunum. Störf þingnefnda harðlega gagnrýnd: Máladauði óvenju mikill vegna vinnu- lags þingnefnda Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar flokks- bróður sinn „hlaupasnata fyrir Alþýðuflokk" MEINT slók vinnubrögð þingnefnda, einkum allsherjarnefndar sameinaðs þings, komu til uraræðu utan dag- skrár í sameinuðu þingi í gær er Stef- án Benediktsson (BJ) kvaddi sér hljóðs og spurðist fyrir um störf alls herjarnefndar, sem ekki hafi verið kvödd saman til fundar síðan 30. apr- fl, þrátt fyrir mörg óafgreidd mál. Meðal mála sem nefndin á óafgreidd er tillaga um þjóðaratkvæði um milli- sterkt iil. sem Stefán Benediktsson er meðflutningsmaður að. Formaður allsherjarnefndar er Ólafur Þ. Þóro- arson (F). f umræðunni veittist Egill Jónsson (S) harkalega að flokksbróð- ur sinum Eyjóffi Konráði Jónssyni vegna nefndarstarfa í efri deild. Olafur Þ. Þórðarson (F) sagði oft erfitt að halda þingnefndarfundi á fyrirframákveðnum tímum, enda væri hann, sem formaður allsherj- arnefndar sameinaðs þings, einnig í þingnefnd í neðri deild, sem héldi fundi á sama tíma. Því hafi fallið niður fundur í fyrrtöldu nefndinni. Hann kvað og mætingar þing- manna á fundi allsherjarnefndar ekki slíkar að þeim færist að ásaka sig sem formann hennar um slak- leg vinnubrögð. Eiður Guðnason (A) kvað frum- varpi, sem hann hafi flutt ásamt fleiri þingmönnum um afnám ein- okunar á söiu matjurta og að inn- flutningur á kartöflum og nýju grænmeti verði gefinn frjáls, hafa verið vísað til landbúnaðarnefndar efri deildar um miðjan nóvember, en þó hefði þingnefndin ekki enn afgreitt það frá sér. Svona sleða- hátt væri ekki hægt að þola. For- seti þingdeildarinnar hafi beint þeim tilmælum til formanns nefnd- arinnar að hún afgreiddi málið, en hann hafi ekki sinnt þeim tilmæl- um. Guðmundur Einarsson (BJ) kvað ótækt að nefndarformenn þrjózk- uðust við að halda fundi vegna „prívatskoðana á málum". Það væri misbeiting valds að koma á þann hátt í veg fyrir að jafnvel meirihlutavilji þings næði fram að ganga. Egill Jónsson (S) kvað umsagnir um þingmál Eiðs hafa borizt seint til landbúnaðarnefndar. Sérstök stjórnskipuð nefnd hefði nú á hendi endurskoðun laga um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, sem frumvarp Eiðs fjaliaði um, og væri eðlilegt að efni þess kæmi þar til umfjöllunar og væri eftir atvikum tekið inn í hugsanlegar breyt- ingartillögur frá endurskoðunar- nefndinni. Þessvegna teldi hann rétt að vísa því til ríkisstjórnarinn- ar. Síðan veittist Egill að Eyjóifi Konráði Jónssyni (S), vegna vinnu- bragða, sem hann taldi landbúnað- arnefnd lítt til sóma og kallaði Eg- ill flokksbróður sinn „hlaupasnata fyrir Alþýðuflokkinn". Ólafur Þ. Þórðarson (F) sagði meirihluta þingnefnda, ekki nefndaformenn, ráða vinnubrögð- um. Dagblöðin ættu heldur ekki að ráða þeim með forskrift utan úr bæ. Hann minnti á ritstjóra, sem kjörinn hefði verið á þing og þar í allsherjarnefnd, en enn á hvorug- um staðnum mætt. Eiður Guðnason (A) sagði óvænta árás Egils Jónssonar á flokksbróður sinn, Eyjólf Konráð Jónsson, ómaklega og ódrengilega. Eyjólfur væri formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, hefði haldið þar rúmlega 40 fundi í vetur, afgreitt mál fljótt og vel frá nefndinni — og á lýðræðislegan hátt. Vinnubrögð hanns væru öðr- um nefndaformönnum góð fyrir- mynd. Hinsvegar væri illt til þess að vita að „talsmenn hinna skemmdu kartaflna" tefðu fram- vindu mála, sem horfðu til hins betra fyrir allan aimenning í land- inu. Egill Jónsson (S) kvað rétt frá skýrt ágætri formennsku Eyjóifs í fjárhagsnefnd, en hann tæki ekkert aftur um vinnubrögð hans næstlið- Egill Jónsson Eyjólfur Konráð Jónsson inn morgun í landbúnaðarnefnd. Karvel Pálmason (A) tók undir orð Eiðs um ómakleg ummæli Egils Jónssonar í garð Eyjólfs Konráðs. Forsetar hefðu hinsvegar ítrekað þurft að veita ýmsum þingnefnda- formönnum öðrum og þingnefnd- um áminningu fyrir slakleg vinnu- brögð. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) kvað orð standa til þess að hann hafi staðið í ósæmilegri framkomu í landbúnaðarnefnd þá um morg- uninn. Engin deiluorð hefðu þá fallið milli sín og Egils Jónssonar. Sök sín væri sú ein að vekja athygli á óafgreiddu frumvarpi Eiðs Guðnasonar, sem legið hefði hjá nefndinni frá því í nóvember. Það væri allt og sumt. Agli væri frjálst að skjóta á sig úr ræðustól Alþing- is. Hann myndi hinsvegar ekki svara í sömu mynt. Guðmundur Einarsson (BJ) kvað vinnulag þingnefnda og eyður í störf þeirra valda því, að mál söfn- uðust saman óafgreidd á síðustu vikur þings. Þetta þýddi óhjá- kvæmilega meiri „máladauða" en vera þyrfti. Hér ættu formenn þingnefnda sök, öðrum fremur. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, kvað nauðsynlegt að dreifa starfi þing- nefnda betur á allan þingtímann. Forsetar hefðu ítrekað beint slík- um tilmælum til formanna þing- nefnda. Hinsvegar væri hvorki í þeirra valdi að ákveða hvaða röðun þingnefndir hefðu á þingmálum né hvern veg þær afgreiddu þau. inasambands íslands í gær. sambanda nú á mánudaginn. Við samþykktum að skipa starfshóp sem mun kanna stöðuna og und- irbúa fund í júní. Persónulega finnst mér liggja í loftinu, að samningnum verði sagt upp frá 1. september," sagði Guðmundur, „en á pessu stigi er ekki hægt að fullyrða neitt um það." Þeir félagar sem verða heiðrað- ir á hátiðafundinum í dag eru: Björn Jónsson, Hermann Guð- mundsson, Þórunn Valdimars- dóttir, Andrés Guðbrandsson og Jóna Guðjónsdóttir. Rúm 70% hlusta á rás 2 einhvern hluta dagsins: Himinlifandi með 99 þessa niðurstöðu" - segir Þorgeir Ástvaldsson um skoðanakönnunina á vegum Hagvangs RÚMLEGA 70% þeirra, sem spurðir voru í skoðanakönn- un sem framkvæmd var á vegum Hagvangs, sögðust hlusta á rás 2 einhvern hluta dagsins. Spurningin var orð- uð á þann veg að kannað var hvort fólk hlustaði alltaf, stundum eða sjaldan á rás 2. Niðurstaðan lá fyrir í gær. „Ég er í einu orði sagt himin- lifandi með þessar niðurstöðu," sagði Þorgeir Ástvaldsson, út- varpsstjóri rásar 2, er blm. Mbl. ræddi við hann. „Þetta kemur mér að mörgu leyti á óvart, en sannar, að rás 2 er ekki ungl- ingaútvarp eins og svo margir hafa haldið fram. Við munum ekki láta staðar numið nú. Þetta á eftir að verða okkur mikil hvatning til frekari átaka." Úrtak könnunarinnar var 1.000 manns og var svörunin mjög góð eða 86%. Könnunin á hlustendahópi rásar 2 var gerð samhliða könnun á viðhorfum almennings til einka- og ríkis- reksturs. Sagði Þorgeir að alls hefðu 70,9% sagst hlusta á rás 2 einhvern hluta dagsins. Svaraði þetta til þess, að 54% hlustuðu að staðaldri á stöðina. Auk framangreindra niðurstaða kæmi m.a. fram, að lítill sem enginn munur væri á hlustun á milli kynja, né heldur á milli kjördæma, þar sem útsendingar rásar 2 næðust. Þá kom jafnframt fram í könnunni, að hlustendahópur stöðvarinnar virðist ekki bund- inn við neinn einn aldurshóp öðrum fremur. Ef svör eru flokkuð eftir aldri þátttakenda kemur í ljós, að 100% hlustun er hjá fólki undir tvítugu. Á aldr- inum 20—24 ára er hlustunin 88,7%, 90,8% á aldrinum 25-29, 86,7% á aldrinum 30-40 ára, 57,3% hjá fólki frá fertugu til fimmtugs, 51,9% hjá 50—60 ára fólki og 28,6% hjá fólki yfir sex- tugt. Hlustun í heimahúsum reyndist 50,5% en 30,8% á vinnustöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.