Morgunblaðið - 11.05.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 11.05.1984, Síða 17
16 17 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 ftfarcgptnliliiMfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Vilji mikils meiri- hluta: einkarekstur Attatíu og tveir af hverjum hundrað, sem þátt tóku nýlegri skoðanakönnun Hag- vangs, vóru fylgjandi því, al- mennt séð, að færa verkefni frá hinu opinbera til einkafyr- irtækja. Meðal verkþátta, sem yfir 80% aðspurðra vildu flytja yfir í einkarekstur, vóru opinber mötuneyti og viðhald á byggingum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Rúmlega 70% töldu rétt að flytja sorphreins- un yfir í einkarekstur og yfir 60% töldu rekstur almenn- ingsvagna og ræstingu opin- berra stofnana betur komin hjá einkaðailum. Tæplega 60% töldu æskilegt að rekstur Pósts og síma flyttist til einkarekstrar. Hinsvegar stóð meirihlutavilji til þess að rekstur skóla, sjúkrahúsa og dvarlarheimila væri áfram í umsjá hins opinbera. Rúmlega níu af hverjum tíu töldu flutning umspurðra verkþátta til einkarekstrar hafa í för með sér aukna hag- kvæmni og rúmlega átta af hverjum tíu bætta þjónustu. Eitt þúsund manna úrtak, sem spurt var, var valið úr Þjóðskrá af Reiknistofnun Háskóla íslands. Svör fengust frá 860, sem er bezta svörun sem fengizt hefur í könnun á vegum Hagvangs. Könnunin er því góð spegilmynd af vilja mikils meirihluta og sem slík leiðbeinandi fyrir pólitíska stjórnsýslu í landinu. Stjórn- unarfélag íslands sem lét vinna könnunina, á þakkir skyldar fyrir framtakið. Það er afgerandi niðurstaða úr þessari skoðanakönnun að flestir þættir ríkisrekstrar séu betur komnir í höndum einka- aðila. Slík tilfærsla muni ekki einvörðungu auka hagkvæmni, þ.e. betri nýtingu fjármuna, heldur jafnframt tryggja al- menningi betri þjónustu. Ekki er hægt að túlka þessa niður- stöðu á annan hátt en sem ótvíræða stuðningsyfirlýsingu mikils meirihluta við þá stefnumörkun ráðherra Sjálfstæðisflokksins að selja beri ríkisfyrirtæki á þeim starfsvettvangi sem einka- rekstur getur annast, ekki sízt þar sem samkeppni er til stað- ar um almannaviðskipti. Það kann að vera nauðsyn- legt á tímum víðtæks eða stað- bundins atvinnuleysis og til að forða byggðaröskun, sem fyrirsjáanlega yrði þjóðfélag- inu dýr, að ríkið hjálpi til — með eignaraðild — að koma atvinnufyrirtækjum af stað og yfir byrjunarörðugleika. Þeg- ar slík fyrirtæki hafa hinsveg- ar fest rætur á ríkið, eða sveit- arfélagið, að leysa sig út úr rekstrinum — og nýta áhættu- fé sitt á ný, ef þurfa þykir, til að koma nýrri atvinnustarf- semi af stað. Þetta á þó aðeins við í afbrigðilegum tilfellum. Meginreglan á að vera sú að samkeppnisrekstur sé í hönd- um einkaaðila, enda tryggir það fyrirkomulag bezta stýr- ingu fjármagns til arðsemi í rekstri og framkvæmdum. Röng lánsfjárstýring og röng fjárfesting liðins áratugar er ein meginorsök þess, hve kostnaðarþáttur við öflun þjóðartekna íslendinga er hár og hve nettótekjur, sem eru skiptahlutur þjóðfélagsþegn- anna, eru rýrar. Samkvæmt könnuninni stendur mikill meirihluti til þess að rekstur sjúkrahúsa verði áfram á vegum hins opinbera, ríkis og sveitarfé- laga. Engu að síður er nauð- synlegt að mismunandi rekstr- arform starfi hlið við hlið á þessum vettvangi til að tryggja nauðsynlegan sam- anburð og æskilegt aðhald, enda fara miklir fjármunir um heilbrigðiskerfið. Það eru aðeins um eða innan við eitt hundrað þúsund ein- staklingar, sem eru vinnandi í íslenzkum þjóðarbúskap, og mikill minnihluti þeirra við störf, er skapa beint peninga- leg verðmæti. Það er því ekki stór hópur, þegar horft er til milljónaþjóða, sem stendur undjr kostnaðarþáttum ís- lenzks samfélags. Það er því nauðsynlegt að sníða þjóðfé- laginu bæði yfirbyggingu og samfélagsleg útgjöld við hæfi. Erlend eyðsluskuldasöfnun er óráðsía. Jafnframt skiptir máli að nýta takmarkað eigin- og afla- fjármagn sem bezt. Fjárfesta í framkvæmdum sem skila kostnaði fljótt til baka. Fjár- munir eru og vinnutæki í at- vinnulífinu og höfuðmáli skiptir, hvern veg unnið er með þeim tækjum. Framtíðar- atvinnuöryggi og framtíðar- lífskjör ráðast af því, að við nýtum sem beZt það fjármagn og þá möguleika til atvinnu- legrar nýsköpunar sem fyrir hendi eru. í því efni eru hvatar einkaframtaksins beztu leið- arvísarnir. Niðurstöður úr skoðanakönnun Hagvangs sýna að fólk hefur gert sér grein fyrir þeim staðreyndum sem við því blasa í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Því fyrr sem stjórnmálamenn gera sér þetta ljóst þeim mun betra. Frá fundi forráðamanna Grænmetisverslunar landbúnaðarins með fréttamönnum í gær. Lengst til vinstri situr Gunnlaugur Hert verður eftirlit með pökkun kartaflna er eitt af því sem Grænmetisverslunin Björnsson, forstjóri Grænmetisverslunarinnar, við borðsendann er Ingi Tryggvason, formaður stjórnar Grænmetisverslunarinnar, segir að gert verði til þess að bæta úr því ástandi sem nú ríkir. fyrir aftan hann er stjórnarmaðurinn Gísli Gunnarsson á Hálsi, þá Agnar Guðnason, ráðunautur og loks Eiríkur Sigfússon, bóndi á Sílastöðum, Eyjafirði, en hann er einnig stjórnarmaður í stjórn Grænmetisverslunarinnar. Morgunbiaftið/KEE. Eiríkur Sigfússon, einn stjórnarmanna f Grænmetisverslun landbúnaðarins: „Mistökin að leyfa Sambandinu að annast innflutninginn á kartöflunum“ STJÓRN og forstjóri Grænmetisverslunar ríkisins boðuðu til fréttamannafundar í gær í tilefni þeirra skrifa og þeirrar umræðu sem undanfarið hefur farið fram vegna skemmdra kartaflna. Kom þar fram að Grænmetisverslunin harmar þau mistök að neytendur hafa fengið í hendur gallaðar kartöflur og greint var frá því að hert yrði eftirlit með kartöflunum. Ingi Tryggvason, formaður stjórnar Grænmetisverslunar ríkisins, sagði m.a. á fundinum að geymsluþol finnsku kartaflnanna, sem hvað mest hefur verið kvartað undan upp á síð- kastið, hefði reynst mjög takmarkað, og því væri mikilvægt að sem stystur tími liði á milli pökkunar og neyslu. Var á Inga að heyra, svo og öðrum forsvarsmönnum Grænmetisverslun- arinnar, að þeir vildu að miklu leyti kenna kaupmönnum um það í hvaða ástandi finnsku kartöflurnar voru, þegar þær komust í hendur neytenda. Sögðu þeir að kaupmenn færu mjög illa með kartöflurnar og geymdu þær ekki sem kælivöru. Þær þyrftu bæði að geymast á köldum og dimmum stað. Gunnlaugur Björnsson, forstjóri Grænmetisverslunarinnar, sagði að f Ijós heðfi komið, þegar finnsku kart- öflurnar hefðu verið innkallaðar, að elsta pakkningin hefði verið frá 8. mars sl. en slíkt væri engan veginn forsvaranlegt. Hann sagði að kaup- menn keyptu að vísu ekki tveggja mánaða birgðir af kartöflum í einu, en þeir gættu þess ekki, þegar þeir fengju nýja sendingu, að tæma kartöflu- geymsluna og losa sig við gömlu vör- una. Forsvarsmenn Grænmetisverslun- arinnar voru spurðir hvort þeir teldu ekki að verslunin myndi veita betri þjónustu, og bjóða upp á l>etri vöru, ef hún skákaði ekki í skjóli einokunar á kartöflusölu, heldur starfaði í sam- keppni við aðra söluaðila á kartöflum: Ingi Tryggvason sagði það vera af og frá. Hann sagði: „Ég er þeirrar skoð- unar, að við myndum hverfa til hátta sem væru lakari, ef innflutningur á kartöflum væri gefinn frjáls.“ Ingi var þá spurður að því hvort hann væri reiðubúinn til þess að láta reyna á það hvort hans skoðun væri rétt, með því að mæla með því að kartöfluinnflutn- ingur yrði gefinn frjáls í eitt ár, og svaraði Ingi þá: „Ég er ekki viss um að ég sé neitt spenntur fyrir því. Við höf- um engan áhuga á því að fá öðrum innflytjendum innflutninginn í hend- ur, þar sem við teljum að þeir geti ekki annast þessa þjónustu betur en við gerum." Á fundinum kom fram að umboðsað- ilinn sem flutti finnsku kartöflurnar hingað til lands, SÍS, var ekki ábyrgur fyrir gæðum kartaflnanna þegar þær voru komnar hingað til lands. SÍS fékk full umboðslaun fyrir þessa milli- göngu, sem munu vera um 3%, en for- ráðamenn Grænmetisverslunarinnar sögðu það vera sér óviðkomandi. Einn stjórnarmanna Grænmetisverslunar landbúnaðarins, sem sat fundinn, Ei- ríkur Sigfússon, bóndi á Sílastöðum í Eyjafirði, virtist ekki vera sammála öðrum fundarboðendum um ágæti þess að SÍS annaðist umboðsstörf fyrir Grænmetisverslunina, því Eiríkur sagði: „Ég tel að umboðsaðilar ættu að vera ábyrgir fyrir vörunni, þar til hún er komin hingað. Mistökin voru að leyfa Sambandinu að fara inn í þennan innflutning á finnsku kartöflunum. Það voru gerð mistök, hvað þessar finnsku kartöflur varðar. Það þýðir ekkert annað fyrir okkur en viður- kenna það, og reyna að koma í veg fyrir að slík mistök endurtaki sig.“ Er forsvarsmennirnir voru spurðir hvers vegna ekki hefði verið leitað eft- ir betri kartöflum annars staðar frá, svo sem frá suðlægum löndum, og hvers vegna ekki hefði verið reynt að vera með nýjar kartöflur á boðstólnum mun fyrr, en nú eru væntanlegar nýjar ítalskar kartöflur á markaðinn, sagði Ingi Tryggvason m.a.: „Það hafa ef til vill ekki verið bein fyrirmæli frá ríkis- valdinu, um að kartöfluverði væri haldið niðri, en við höfum ávallt, síðan ég kom fyrst nálægt þessum málum, verið undir vissri pressu, hvað verð- iagningu snertir. Þetta er vegna þess hve þungt kartöflur hafa vegið í vísi- tölugrunninum, allt þar til sá nýi sá dagsins ljós, og því hafa ríkisstjórnir þrýst á að kartöfluverði væri haldið niðri. Það hefur því ávallt verið reynt að kaupa inn eins hagkvæmt og hægt er.“ Ekki vildi Ingi meina að þar með hefðu lélegar kartöflur ávallt verið keyptar inn, og benti á, að þær kartöfl- ur sem keyptar væru til landsins væru ávallt flokkaðar sem 1. flokkur, þegar þær færu um borð í skip erlendis, þannig að ekki væri verið að kaupa neitt rusl til landsins. Eiríkur tók undir orð Inga hvað snertir vísitöluna, og benti á að m.a.s. innfluttar, erlendar kartöflur væru niðurgreiddar, vegna vísitölunnar, og það kvaðst hann telja í hæsta máta óeðlilegar niðurgreiðslur. Á fundinum kom einnig fram að Grænmetisverslunin hefði engar at- hugasemdir fram að færa, hvað það snerti að fram færi opinber rannsókn á kaupum á finnsku kartöflunum. Störf þingnefnda harðlega gagnrýnd: Máladauði óvenju mikill vegna vinnu- lags þingnefnda Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar flokks- bróður sinn „hlaupasnata fyrir Alþýðuflokk“ MEINT slök vinnubrögð þingnefnda, einkum allsherjarnefndar sameinaðs þings, komu til umræðu utan dag- skrár í sameinuðu þingi í gær er Stef- án Benediktsson (BJ) kvaddi sér hljóðs og spurðist fyrir um störf alls- herjarnefndar, sem ekki hafi verið kvödd saman til fundar síðan 30. apr- íl, þrátt fyrir mörg óafgreidd mál. Meðal mála sem nefndin á óafgreidd er tillaga um þjóðaratkvæði um milli- sterkt öl, sem Stefán Benediktsson er meðflutningsmaður að. Formaður allsherjarncfndar er Olafur Þ. Þórð- arson (F). f umræðunni veittist Egill Jónsson (S) harkalega að flokksbróð- ur sínum Eyjólfi Konráði Jónssyni vegna nefndarstarfa í efri deild. Olafur Þ. Þórðarson (F) sagði oft erfitt að halda þingnefndarfundi á fyrirframákveðnum tímum, enda væri hann, sem formaður allsherj- arnefndar sameinaðs þings, einnig í þingnefnd í neðri deild, sem héldi fundi á sama tíma. Því hafi fallið niður fundur í fyrrtöldu nefndinni. Hann kvað og mætingar þing- manna á fundi allsherjarnefndar ekki slíkar að þeim færist að ásaka sig sem formann hennar um slak- leg vinnubrögð. Eiður Guðnason (A) kvað frum- varpi, sem hann hafi flutt ásamt fleiri þingmönnum um afnám ein- okunar á sölu matjurta og að inn- flutningur á kartöflum og nýju grænmeti verði gefinn frjáls, hafa verið vísað til landbúnaðarnefndar efri deildar um miðjan nóvember, en þó hefði þingnefndin ekki enn afgreitt það frá sér. Svona sleða- hátt væri ekki hægt að þola. For- seti þingdeildarinnar hafi beint þeim tilmælum til formanns nefnd- arinnar að hún afgreiddi málið, en hann hafi ekki sinnt þeim tilmæl- um. Guðmundur Einarsson (BJ) kvað ótækt að nefndarformenn þrjózk- uðust við að halda fundi vegna „prívatskoðana á málum". Það væri misbeiting valds að koma á þann hátt f veg fyrir að jafnvel meirihlutavilji þings næði fram að ganga. Egill Jónsson (S) kvað umsagnir um þingmál Eiðs hafa borizt seint til landbúnaðarnefndar. Sérstök stjórnskipuð nefnd hefði nú á hendi endurskoðun laga um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, sem frumvarp Eiðs fjallaði um, og væri eðlilegt að efni þess kæmi þar til umfjöllunar og væri eftir atvikum tekið inn í hugsanlegar breyt- ingartillögur frá endurskoðunar- nefndinni. Þessvegna teldi hann rétt að vísa því til ríkisstjórnarinn- ar. Síðan veittist Egill að Eyjólfi Konráði Jónssyni (S), vegna vinnu- bragða, sem hann taldi landbúnað- arnefnd lítt til sóma og kallaði Eg- ill flokksbróður sinn „hlaupasnata fyrir Alþýðuflokkinn". Ólafur Þ. Þórðarson (F) sagði meirihluta þingnefnda, ekki nefndaformenn, ráða vinnubrögð- um. Dagblöðin ættu heldur ekki að ráða þeim með forskrift utan úr bæ. Hann minnti á ritstjóra, sem kjörinn hefði verið á þing og þar í allsherjarnefnd, en enn á hvorug- um staðnum mætt. Eiður Guðnason (A) sagði óvænta árás Egils Jónssonar á flokksbróður sinn, Eyjólf Konráð Jónsson, ómaklega og ódrengilega. Eyjólfur væri formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, hefði haldið þar rúmlega 40 fundi í vetur, afgreitt mál fljótt og vel frá nefndinni — og á lýðræðislegan hátt. Vinnubrögð hanns væru öðr- um nefndaformönnum góð fyrir- mynd. Hinsvegar væri illt til þess að vita að „talsmenn hinna skemmdu kartaflna“ tefðu fram- vindu mála, sem horfðu til hins betra fyrir allan almenning í land- inu. Egill Jónsson (S) kvað rétt frá skýrt ágætri formennsku Eyjólfs í fjárhagsnefnd, en hann tæki ekkert aftur um vinnubrögð hans næstlið- Egill Eyjólfur Konráð Jónsson Jónsson inn morgun í landbúnaðarnefnd. Karvel Pálmason (A) tók undir orð Eiðs um ómakleg ummæli Egils Jónssonar í garð Eyjólfs Konráðs. Forsetar hefðu hinsvegar ítrekað þurft að veita ýmsum þingnefnda- formönnum öðrum og þingnefnd- um áminningu fyrir slakleg vinnu- brögð. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) kvað orð standa til þess að hann hafi staðið í ósæmilegri framkomu í landbúnaðarnefnd þá um morg- uninn. Engin deiluorð hefðu þá fallið milli sín og Egils Jónssonar. Sök sín væri sú ein að vekja athygli á óafgreiddu frumvarpi Éiðs Guðnasonar, sem legið hefði hjá nefndinni frá því í nóvember. Það væri allt og sumt. Agli væri frjálst að skjóta á sig úr ræðustól Alþing- is. Hann myndi hinsvegar ekki svara í sömu mynt. Guðmundur Éinarsson (BJ) kvað vinnulag þingnefnda og eyður í störf þeirra valda því, að mál söfn- uðust saman óafgreidd á síðustu vikur þings. Þetta þýddi óhjá- kvæmilega meiri „máladauða“ en vera þyrfti. Hér ættu formenn þingnefnda sök, öðrum fremur. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, kvað nauðsynlegt að dreifa starfi þing- nefnda betur á allan þingtímann. Forsetar hefðu ítrekað beint slík- um tilmælum til formanna þing- nefnda. Hinsvegar væri hvorki í þeirra valdi að ákveða hvaða röðun þingnefndir hefðu á þingmálum né hvern veg þær afgreiddu þau. Verkamannasambandið 20 ára: „Afstaða okkar mun harðari en hjá ASÍ“ Frá fundi sambandsstjórnar Verkamannasambands íslands í gær. - segir Guðmundur J. Guðmundsson for- maður VMSÍ um af- stöðuna í kjaramálum Verkamannasamband ís- lands á 20 ára afmæli um þessar mundir. í gær kom sambandsstjórnin saman og ræddi viðhorfin í kjaramálum, ásamt fleiri málum, og í dag verður fundað á nýjan leik, með hátíðlegri blæ, þar sem 5 félagar sambandsins verða heiðraðir sérstaklega fyrir mikil og góð störf í þágu verkamanna. Verkamannasamband I Istands Stofnaö 1964 Nýtt merki Verkamannasambands- ins, sem sambandið hefur látið gera í tilefni af 20 ára afmælinu. Blm. Mbl. spurði Guðmund J. Guðmundsson, formann Verka- mannasambands Islands, að því í gær, hver tónn hefði verið í mönnum á sambandsstjórnar- fundinum: „Afstaðan er mun harðari en kom fram á fundi mið- stjórnar ASÍ og fulltrúa lands- sambanda nú á mánudaginn. Við samþykktum að skipa starfshóp sem mun kanna stöðuna og und- irbúa fund í júní. Persónulega finnst mér liggja í loftinu, að samningnum verði sagt upp frá 1. september," sagði Guðmundur, „en á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða neitt um það.“ Þeir félagar sem verða heiðrað- ir á hátíðafundinum í dag eru: Björn Jónsson, Hermann Guð- mundsson, Þórunn Valdimars- dóttir, Andrés Guðbrandsson og Jóna Guðjónsdóttir. Rúm 70% hlusta á rás 2 einhvern hluta dagsins: „Himinli fandi með þessa niðurstöðu“ - segir Þorgeir Ástvaldsson um skoðanakönnunina á vegum Hagvangs RÚMLEGA 70% þeirra, sem spurðir voru í skoðanakönn- un sem framkvæmd var á vegum Hagvangs, sögðust hlusta á rás 2 einhvern hluta dagsins. Spurningin var orð- uð á þann veg að kannað var hvort fólk hlustaði alltaf, stundum eða sjaldan á rás 2. Niðurstaðan lá fyrir í gær. „Ég er í einu orði sagt himin- lifandi með þessar niðurstöðu," sagði Þorgeir Ástvaldsson, út- varpsstjóri rásar 2, er blm. Mbl. ræddi við hann. „Þetta kemur mér að mörgu leyti á óvart, en sannar, að rás 2 er ekki ungl- ingaútvarp eins og svo margir hafa haldið fram. Við munum ekki láta staðar numið nú. Þetta á eftir að verða okkur mikil hvatning til frekari átaka.“ Úrtak könnunarinnar var 1.000 manns og var svörunin mjög góð eða 86%. Könnunin á hlustendahópi rásar 2 var gerð samhliða könnun á viðhorfum almennings til einka- og ríkis- reksturs. Sagði Þorgeir að alls hefðu 70,9% sagst hlusta á rás 2 einhvern hluta dagsins. Svaraði þetta til þess, að 54% hlustuðu að staðaldri á stöðina. Auk framangreindra niðurstaða kæmi m.a. fram, að lítill sem enginn munur væri á hlustun á milli kynja, né heldur á milli kjördæma, þar sem útsendingar rásar 2 næðust. Þá kom jafnframt fram í könnunni, að hlustendahópur stöðvarinnar virðist ekki bund- inn við neinn einn aldurshóp öðrum fremur. Ef svör eru flokkuð eftir aldri þátttakenda kemur í ljós, að 100% hlustun er hjá fólki undir tvítugu. Á aldr- inum 20—24 ára er hlustunin 88,7%, 90,8% á aldrinum 25—29, 86,7% á aldrinum 30—40 ára, 57,3% hjá fólki frá fertugu til fimmtugs, 51,9% hjá 50—60 ára fólki og 28,6% hjá fólki yfir sex- tugt. Hlustun í heimahúsum reyndist 50,5% en 30,8% á vinnustöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.