Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 19
MORGÚNBLA'ÐID, PÖSTUÐAGUR ll.'MAÍ 1984 • m Þessar mynriir voru teknar nú fyrir skömmu af æfingu á leikritunum sem verða sýnd á laugardaginn. Ljósmynd/SiRurbjðrn. Neskaupstaður: Skugga-Sveinn og Dýrin í Hálsaskógi Næstkomandi laugardag mun Lions-klúbbur Norðfjarðar halda barna- og fjölskyldu- skemmtun í Egilsbúð kl. 14 og 20.30. Sýndir verða þættir úr Skugga-Sveini og Dýrunum í Hálsaskógi undir leikstjórn Magnúsar Guðmundssonar. Er þetta ein af fjáröflunarleið- um klúbbsins og vonast félagar til að fjölmennt verði á sýningarnar. Æft hefur verið mikið að undan- förnu og eru meðf. myndir teknar á aefingu. Formaður Lions-klúbbs Norðfjarðar er Viggó Sigfinnsson. Um kvöldið munu Lions-menn gangast fyrir almennum dansleik fram á nótt. Sigurbjörg. Ólafur Jóakims- son sextugur Ólafur Jóakimsson, skipstjóri i Ólafsfirði, er sextugur í dag, 11. maf, en hann mun vera einn elzti starfandi togaraskipstjórinn. Ólafur fæddist í Siglufirði 11. maí 1924 og hóf sjómennsku 1942 og var þá háseti, bæði á bátum og togurum. Hann lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1951 og byrj- aði þá sem stýrimaður á Einari Þveræingi. Frá 1955 til 1959 var hann skipstjóri á því skipi, sem var í eigu Magnúsar Gamalíelssonar, og síðan hefur hann verið með þrjú skip í eigu sömu útgerðar. Nú er hann skipstjóri á skuttogaranum Sigur- björgu ÓFl og er á sjó um þessar mundir. Leiklistar- verðlaun til Akureyrar Akureyri, 8. mai. AD LOKINNI sýningu hjá Leikfé- lagi Akureyrar nú á föstudagskvöld mun fara fram á fjölum leikhússins veiting úr Minningarsjóði frú Stef- áníu Guðmundsdóttur, og er þetta í fyrsta sinn sem leikari frá Leikfélagi Akureyrar hlýtur slika viðurkenn- ingu. Varaformaður sjóðsstjórnar- innar, Þorsteinn Gunnarsson, mun afhenda verðlaunin. G.Berg. Lýst ef tir vitni Aðfaranótt miðvikudagsins 9. maf voru skemmdir unnar i vörubifreið þar sem henni var lagt i Hofstaðabraut í Garðabæ. Stuðari, húdd bifreiðarinnar og toppur voru rispuð og dælduð og virðist sem einhver hsfi gengið upp i bifreiðina. Lögreglan í Hafnarfirði biður þá, sem kunna að hafa orðið vitni að þessu, vinsamlegast að gefa sig fram. Humarveiðar hefjast 18. maí: Aflamark á báta í fyrsta sinn Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú lokið við úthlutun humarleyfa með aflamarki fyrir einstaka báta, og munu eigendur þeirra bita sem veitt hefur verið leyfið fá þau i næstu dögum. Alls var sótt um leyfi til humarveiða fyrir 109 bita en 102 hafa heimild til veiða í samræmi við þær reglur, sem settar hafa verið. IJthlutað er 2.600 tonnum af humri í ár, en gert er rið fyrir að nokkur skip fari ekki i humarveiðar og er , vonast eftir að veiðin verði ekki meiri en 2.500 tonn. Ef skip afsala sér rétti til humarveiða og stunda aðrar veiðar verður tekið tillit til þess. Veiðarnar hefjast 18. maí nk. og þeim lýkur 15. ágúst. Við ákvörðun humarkvóta fyrir einstaka báta var farið eftir humarveiðum þeirra á árunum 1981, 1982 og 1983. Reglurnar, sem farið var eftir við skiptingu afl- ans, eru þær að þeir bátar sem voru öll árin á humarveiðum fengu viðmiðun af meðaltali tveggja aflahæstu áranna. Þeir bátar, sem voru tvö ár af þessum þremum á humarveiðum, fengu viðmiðun af því aflahærra og þeir sem voru aðeins eitt ár á humar- veiðum fengu viðmiðun sína af því. Þar sem þessi þrjú áður- nefndu ár voru misgóð aflaár er vægi þeirra hvers á móti öðru jafnað þar sem viðmiðun við út- reikning á kvóta bátanna er ekki af sama árinu hjá þeim öllum. Færslur humarkvóta milli báta verða ekki heimilar nema í sér- stökum undantekningartilvikum og að fengnu samþykki ráðuneyt- isins. (FrélUtilkynninK) Nýja útvarpslagafrumvarpið: Afgreiðsla fyrir þingslit óviss „ÞAÐ ER oft snemmt að segja ikveð- ið til um það nú, hvort útvarpslaga- frumvarpið verður afgreitt i þessu þingi," sagði Halldór Blöndal, for- maður menntamilanefndar Alþingis, í samtali við blm. Mbl. Menntamila- nefnd hefur til umsagnar stjórnar- frumvarp um breytingar i útvarpslög- um, sem m.a. fela í sér afnim einok- unar Rfkisútvarpsins i sjónvarps- og útvarpssendingum að því marki að einkaaðilum sé gert kleift að stunda svæðisbundinn útvarps- eða sjón- varpsrekstur. Halldór sagði útvarpslagafrum- varpið mjög nýstárlegt og umsagnir fjölmargra aðila, hagsmunaaðila og sérfróðra manna, um það hefðu borist nefndinni. En eins og staðan væri í dag væri afgreiðsla þess fyrir þingslit óráðin, hún kynni að koma til og allt eins gæti henni verið frestað til næsta þings. Hann kvað málin kunna að skýrast á fundi menntamálanefndarinnar nk. laug- ardag. Efnt til undir- skriftasöfnunar Neytendasamtökin hafa ikveðið að efna til undirskriftasöfnunar vegna óinegju með astand í kartöflu- og grænmetismilum. Fer undirskrifta- söfnunin a.m.k. fram i höfuðborgar- svæðinu, en hugsanlega einnig úti i landi. Listar munu liggja frammi í versl- unum í dag og á morgun, þar sem fólki gefst kostur á að setja nafn sitt undir áskorun, sem hljóðar svo: „Undirrituð skora á stjórnvöld að gefa innflutning á kartðflum og nýju grænmeti frjálsan á þeim tíma, sem innlend gæðaframleiðsla annar ekki eftirspurn." Undirskriftasöfnunin nýtur stuðn- ings Félags matvörukaupmanna, Húsmæðrafélags Reykjavíkur, Kaupmannasamtaka íslands, Mann- eldisfélags Islands og Verslunaráðs íslands. Dómnefndir í deilumálum við ISAL: Ljúka störfum síðsumars Leiðrétting MISTÖK urðu við frásögn af sam- þykkt borgarstjórnar um laun í Vinnuskóla Reykjavíkurborgar í sumar. Þar voru birt laun, sem voru tveimur krónum of há á klukkustund. Hið rétta er að 14 ára unglingar fá 35,71 krónu á tímann og 15 ára 40,18 krónur á klukkustund. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Sverrir Hermannsson, iðnaðarrið- herra, sagði í sameinuðu þingi í gær að vegna breytinga i gengi verði tekjur okkar vegna raforkuverðshækkunar til ilversins hærri en reiknað hafi verið með, þ.e. a.m.k. 136 m.kr. i iri í stað 117 m.kr. I'etta kom fram i svari ráð- herra við fyrirspurn Hjörleifs Gutt- ormssonar (Abl.), utan dagskrir, um stöðu samningamila við Alusuisse (ISAL), bæði um raforkuverð og gömul deilumál, svo og um störf dómnefnda um endurikvörðun framleiðslugjalds i fyrirtækið og fleiri samskiptamál. Iðnaðarráðherra sagði m.a. að störf dómnefndanna hefðu reynzt tímafrekari en menn hugðu fyrir, en þær myndu skila áliti síðari hluta sumars. Hann sagði að ekki yrði fall- ið frá kröfu um að endurakvarðað framleiðslugjald yrði staðfest. Hækkun orkuverðs í tíu mill væri hinsvegar háð hækkun markaðs- verðs á áli, en það hefði lækkað und- anfarið. Raðherra sagði að næsti samn- ingafundur við Alusuisse um orku- verð yrði haldinn eftir u.þ.b. mánuð. Hann sagði ennfremur að f raun hefði þegar náðst stórfelldur árang- ur. í fyrsta lagi hefði tekizt að brjót- ast úr þeirri samskiptasjálfheldu, sem fyrrverandi orkuráðherra hefði tekizt að koma málum í. Samizt hefði um 50% hækkun orkuverðs og samningar um frekari hækkun væru framundan. Dómnefndir hefðu verið settar í gömul deilumál, sem flýttu málalyktum meira en málsókn fyrir fjölþjóðlegum dómstóli hefði gert, en niðurstöður þeirra hefðu þó dóms- ígildi. Tvær af þremur dómnefndum lykju störfum síðsumars, sú fyrri væntanlega í júní-júlí, hin síðari í ágúst-september. Þriðja dómnefnd- in, sem tæki til starfa er niðurstöður hinna tveggja liggja fyrir, gæti lokið störfum á fáum vikum. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem skýrt var frá formanns- skiptum í Félagi íslenskra síma- manna, var félagið ranglega kall- að Félag íslenskra símvirkja. Fé- lag með slíku nafni er ekki til. Hins vegar er til Símvirkjafélag íslands, en það kom þessari frétt ekkert við. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Nafn nýja formannsins í Félagi íslenskra símamanna er Ragnhildur Guðmundsóttir. m,fMÆ!m mmi AMERIKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Perth Bakkafoss City of Perth Bakkafoss NEW YORK City of Perth Bakkafoss City of Perth Bakkafoss HALIFAX Bakkafoss Bakkafoss 29. mai 8. júní 19. júni 29. júni 28. mai 7. júni 18. júni 28. júní 11. 2. juni júli BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM + Álafoss 13. mai Eyrarfoss 20. maí Alafoss 27. mai Eyrarfoss 3. júni FELIXSTOWE Álafoss 14. maí Eyrarfoss 21. mai Álafoss 28. maí Eyrarfoss 4. juni ANTWERPEN Álafoss 15. maí Eyrarfoss 22. mai Alafoss 29. mai Eyrarfoss 5. júni ROTTERDAM Alafoss 16. maí Eyrartoss 23*:>maí Alafoss 30. maí Eyrarfoss 8. júní HAMBORG Alafoss 17. maí Eyrarfoss 24. maí Alafoss 31. mai Eyrartoss 7. júní WESTON POINT Helgey 15. maí Helgey 29. mai LISSABON Vessel 21. maí LEIXOES Vessel 22. mai BILBAO Vessel 24. maí NORDURLOND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 11. mai Mánafoss 18. maí Dettifoss 25. mai Manafoss 1. júni KRISTIANSAND Dettifoss 14. mai Mánafoss 21. mai Dettifoss 28. maí Mánafoss 4. júni MOSS Dettifoss 11. maí Manafoss 22. maí Dettifoss 25. maí Manafoss 5. (úní HORSENS Dettifoss 16. maí Dettifoss 30. maí GAU1ABORG Dettifoss 16. mai Manafoss 23. mai Dettifoss 30. mai Mánafoss 6. júní KAUPMANNAHOFN Dettifoss 17. maí Mánafoss 24. mai Dettifoss 31. mai Mánafoss 7. júni HELSINGJABORG Dettifoss 18. mai Mánafoss 25. maí Dettifoss 1. júní Mánafoss 8. júní HELSINKI Elbeström 30. maí GDVNIA Elbeström 4. júní ÞÓRSHOFN Manafoss 19 mai Manafoss 1—i.-----------1---------¦-— 16. júní VIKULEGAR STRANTJSIGLINGAR -framogtilbaka frá REYKJAVlK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.