Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 23 Prófessor Arnljótur Bjórnsson Lögfræðingafélag íslands: Arnljótur Björnsson endurkjörinn formaður MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá stjórn Lögfræðinga- félags íslands. „Aðalfundur Lögfræðingafélags fslands var haldinn fyrir nokkru. Formaður félagsins, prófessor Arnljótur Björnsson, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfs- ári. í ræðu formanns kom fram, að á árinu voru haldnir á vegum fé- lagsins sjö fræðafundir með inn- lendum og erlendum fyrirlesurum. Fundarsókn var góð. Mesta fund- arsókn eða 106 manns var á fundi sem haldinn var í nóvember. Var fundarefnið „kreppa í réttarfari", en framsögumaður var Jón Stein- ar Gunnlaugsson, hrl. Þá voru fundargestir 98 á fundi í mars um takmarkanir á úrskurðarvaldi dómenda samkvæmt 60 gr. stjórn- arskrárinnar. Framsögumaður á þeim fundi var Eiríkur Tómasson, hrl. Hið árlega málþing félagsins fór fram að Fólkvangi á Kjalarnesi 22. október. Var umræðuefni mál- þingsins „sameignarfélög". 'Mál- þingið var fjölsótt að venju, en þátttakendur í því voru 95. Alls sóttu 500 menn fræðafundi og málþing félagsins á starfsárinu. 25 ára afmæli félagsins var haldið hátíðlegt 9. apríl 1983. Þann dag var formlega tilkynnt kjör dr. Ármanns Snævarr, hæstaréttardómara sem heiðurs- félaga Lögfræðingafélags Islands. Lögfræðingafélagið gefur út Tímarit Lögfræðinga. Ritstjóra- skipti urðu um áramótin. Þór Vil- hjálmsson, forseti Hæstaréttar, lét af ritstjórnarstarfi, sem hann hefur gegnt frá 1973. Við rit- stjórnarstarfi tekur prófessor Jónatan Þórmundsson. Voru frá- farandi ritstjóra, Þór Vilhjálms- syni, færðar þakkir á aðalfundin- um. Tímaritið hefur eflst mjög á ritstjórnarferli hans og á félagið honum mikla þakkarskuld að gjalda. Prófessor Arnljótur Björnsson var endurkjörinn formaður félags- ins og Guðrún Erlendsdóttir, dósent, varaformaður. Meðstjórn- endur voru kjörnir Ólöf Péturs- dóttir, deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, Guðný Björnsdóttir, lögfræðingur tryggingaeftirlits- ins, Valgeir Pálsson, hdl., Gestur Jónsson, hrl. og Þorgeir Örlygs- son, dómarafulltrúi." íslandsmeistaramótið í rallakstri Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Fyrsta^ sætið yf irbókað í JÓJÓ rallkeppninni „VIÐ komum í þeim tilgangi einum að vinna keppnina og hafa gaman af akstrinum," sagði Birgir Bragason í samtali við Morgunblaðið, en hann cr einn tuttugu og þriggja keppenda í JÓJÓ-rallkeppninni, sem fram fer á Suðurnesjum nk. laugardag. Ætla margir sér sama árangur, eftir þvf sem frést hefur og er fyrsta sætið því yfírbókað að venju. JÖJÓ-nafnið vekur sjálfsagt furðu margra, en nafngiftin er til- komin af því að Ragnarsbakarí í Keflavík, sem selur svokallaða JÓJÓ-kleinuhringi, styrkir Akst- ursíþróttafélag Suðurnesja að halda keppnina. Fer hún fram á vegum meðfram Keflavíkurvegin- um, á ísólfsskálavegi og Reykja- nesi. Verða bílarnir ræstir hjá Ragnarsbakaríi kl. 8.00 á laugar- dagsmorgun af Ragnari Edvalds- syni forstjóra bakarísins. Verður nokkuð líflegt við bakaríið á með- an keppni stendur, geta áhuga- menn m.a. fylgst með keppninni á sjónvarpsskjá þar. 1 hádeginu fer fram kassabílarall á milli eigenda stærstu verslananna í Keflavík, en á sama tíma verða keppendur í JÓJÓ-rallinu f viðgerðarhléi á sömu slóðum. Þeir leggja síðan af stað uppúr kl. 1.00 að nýju og koma siðan í mark um kl. 16.00 seinna um daginn. Hver verður þá fyrstur er náttúrulega óljóst enn- þá, en nokkrir ökumenn þó lfk- legri en aðrir til að slást um sig- urlaunin. íslandsmeistarinn Halldór Úlf- arsson hefur titilvörnina í keppn- inni, en hann ásamt Hjörleifi Hilmarssyni ekur Toyota Corolla. Þeir unnu rallkeppni, sem fram fór í aprílbyrjun. „Við munum keppa við klukkuna," var það eina, sem fékkst uppúr þeim félögum. Birgir Bragason og Eiríkur Frið- riksson á Escort 2000 munu leggja allt í sölurnar til að sigra, en þeir náðu öðru sæti í fyrrnefndri keppni, þá nýkomnir á bílinn. Verða þeir að teljast líklegir til afreka. „Við reynum að halda okkur í efri hlutanum, við getum ekki meir, verðum ánægðir með 3.-5. sæti," sagði Jón Ragnars- son, sem ásamt bróður sfnum Ómari ekur Toyota Corolla. Þeir urðu þriðju í Toyota-bílnum, afllítill miðað síðustu keppni á sem er fremur við aksturshæfni ómars, en ætti að skila sér í eitt af efstu sætunum. Escort 2000 Ásgeirs Sigurðssonar og Júlíusar Morgunblaðið/UunnlauKur. Toyota Corolla Halldórs Úlfarssonar og lljörlcifs Hilmarssonar buslar hér gegnum aurbleytu í auto-rallinu sem þeir sigruðu í aprflbyrnin. Þeir verða örugglega á höttunum eftir sigri í jójó-rallinu á laugardaginn, en Halldór hefur þi titilviirn sfna, en hann varð fslandsmeistari f rallakstri á sl. ári. Ólafssonar ætti að geta skotið bfantöldum bílum ref fyrir rass. Ásgeir ekur mjög vel, en bíllinn hefur þó oft valdið vandræðum vegna bilana. Ef ekkert hregst verður hann þó ofarlega, ef að lík- um lætur. Bræðurnir Matthías og Þráinn Sverrissynir áttu ekki náðuga daga í síðustu keppni, þar sem Escort 2000 þeirra reyndist í meira lagi hrekkjóttur og hindr- aði góðan árangur þrátt fyrir ágæt tilþrif á köflum. En þeir ætla sér stóra hluti núna og bíll- inn er einn sá kraftmesti í keppn- inni. Stor spurning er hvað glæ- nýr rallbill í keppninni gerir, en það er Vauxhall Chevette 2300 bræðranna Sverris og Halldórs Gíslasona. Bíllinn ku vinna heil ósköp ok vera viljugur, en hvort það nægir í fyrstu keppni bílsins er óvíst, en hann ætti að geta velgt mönnum undir uggum. Þor- steinn Ingason og Sighvatur Sig- urðsson á BMW Turbo ætla að gera eina tilraun enn á bíl, sem þeir hafa margsinnis orðið að hætta keppni á vegna þessa að hann „svitnaði of mikið" að þeirra sögn, þ.e. vélin ofhitnaði ætíð eft- ir að hafa skilað bílnum í efstu sætin. Þeir keppendur sem taldir hafa verið að ofan eru líklegastir til að berjast um efstu sætin, en þeir fjórtán sem eftir eru munu líklega reyna allt til að hnekkja því og er útlit fyrir spennandi keppni, sem er upphafið að íslandsmeistara- keppninni í rallakstri, sem með árunum hefur orðið mikilvægari í augum þeirra er þessa íþrótt stunda. G.R. Spáð í úrslitin: Halldór Úlfarsson, talin líklegastur MORGUNBLAÐIÐ fékk til gamans nokkra þá ökumenn, sem verða í toppslagnum f jójó-rallinu til að spá fyrir um úrslit keppninnar, einnig forsvarsmenn tveggja bflaumboða, sem hvað dyggilegast hafa stutt rall ökumenn á undanförnum árum. Ómar Ragnarsson taldi ekki mögulegt að spá nema fyrstu tveim sætunum, Halldór Úlfars- son valdi hann sem sigurvegara, en Birgir Bragason setti hann í anrtað sæti. Halldór fékk einnig efsta sætið hjá Matthfasi Sverr- issyni, Birgir annað, en sjálfan sig kvaðst hann verða að setja í það þriðja, gæti ekki gert sér ann- að ... Ásgeir Sigurðsson bjóst við sömu úrslitaröð og í síðustu keppni, Halldór, Birgir og Ómar. Forstjóri Ford, Þórir Jónsson, setti „sinn mann" Birgi í fyrsta sætið, síðan Halldór og Ómar í næstu sæti á eftir. Bogi Pálsson hjá Toyota spáði á móti „sínum mönnum" Halldóri og Ómari í efstu sæti, en Birgi í það þriðja. Það var þvi ljóst hvaða menn þóttu líklegastir til afreka og var haft samband við þá. Halldór ætl- aði ekki að fást til að taka sig með í dæmið, en er það tókst, setti hann sig í efsta sætið, Ómar í annaö og Birgi í það þriðja „svona til að hræra upp í liðinu" eins og hann orðaði það. Birgir ætlaði sér fyrsta sætið, Halldóri það næsta og Ómari skellti hann í það þriðja, en gat þess að Ásgeir Sig- urðsson myndi veita honum harða keppni. Keppnislýsing fyrir jójó-rall. Ræs- ing við Ragnarsbakarí Keflavík kl. 08.00. Sérleiðir, Stapi kl. 8.21, Seltjörn 8.25, Reykjanes 9.13, ís- ólfsskálavegur 9.58, Hvassahraun I, 11.00, Hvassahraun II, 11.06, Stapi 11.38. Viðgerðarhlé Kenavík 12.00-13.00. Seltjörn 13.22, Hvassahraun II, 13.47, Hvassa- hraun I, 13.53, ísólfsskálavegur 14.35, Reykjanes 15.27, Endamark við Ragnarsbakarí Keflavík 16.15. Sérleiðir við Hvassahraun, Sel- tjörn, og Stapa eru allar í ná- grenni Keflavíkurvegar, en Isólfs- skáli og Reykjanes á Suðurnesj- ## COLLECTION MONICA gullfallegar og vandaðar postulínsvörur. Andlitsmyndir á postulíni eftir Monicu Beauv- is, París. Myndir af níu fallegum konum „gullaldartímabilsins", þarsem „rómantíkog elegans" naut sín til fulls. Postulíns hálsmen, - veggplattar, - diskar, - vasar, - spegill í veski, - skartgripaskrín og ekki síst mokkabollar. Þetta eru einstaklega hlýlegar litlar gjafir, sem eiga við öll tækifæri, - og fyrir allan aldur. ÍEKJÍ- líiusrii.L Laugavegi15 simi 14320 Vandað postulín Vinsæl gjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.