Morgunblaðið - 11.05.1984, Page 24

Morgunblaðið - 11.05.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 Svi, pmyndir úr borginni Eftir óiaf Ormsson „Fyrirgefðu vinur, ég ætlaði ekki að snuða þig u „FYRIRGEFÐU vinur, en ég *tl- aöi ekki að snuða þig, það eru hérna tv*r krnnur afgangs ...“ Þegar flytja á í nýtt hverfi í borginni úr Hlíðunum og yfir í Norðurmýri þá er auðvitað byrj- að á að tilkynna aðseturskipti á manntalsskrifstofu og til ýms- issa félagasamtaka, blaða og tímarita sem hafa verið tekin í áskrift. Síðan er pakkað niður bókum og öðrum lauslegum munum í kassa og allt haft til- búið þegar stundin rennur upp að hringt er í sendibílastöð og beðið um stóran bíl sem getur tekið búslóðina í einni ferð. Á mánudagsmorgni er bílstjórinn beðinn um að koma ekki síðar en klukkan hálfátta, flutningum þarf að vera lokið um eða eftir hádegi vegna þess að sá sem flytur vinnur vaktavinnu og þarf að stimpla sig inn um miðjan dag. Sendiferðabíllinn kemur síðan á mánudagsmorgni klukk- an níu. Stór og voldug bifreið sem í sólskini dagsins skyggir á ailt útsýni, hvað um það með bif- reiðinni koma tveir vaskir menn og þetta gengur fyrir sig á met- tíma. Þegar ég hafði grafið út- varpstækið upp úr kassa í flutn- ingabílnum, gengið með það inní nýja íbúð og stungið tenglinum í innstungu í herbergi sló klukkan tólf á hádegi hjá Ríkisútvarpinu við Skúlagötu og skömmu síðar hóf Jóhannes Arason, þulur, að lesa tilkynningar og byrjaði á liðnum fundir og mannfagnaður. Svo líða dagar og þegar búið er að koma sér fyrir í nýrri vistar- veru, raða inní skápa bókum og myndum uppá vegg, ákveða hvar sófasettið skuli vera, borðstofu- borðið, fataskápurinn og annað sem tilheyrir búslóðinni þá er farið í skoðunarferð um hverfið og hver minningin af annarri rifjast upp frá liðnum árum, Norðurmýrin á sér nefnilega sögu, þar hafa kynslóðir alist upp. Bvggðin reis að verulegu leyti á árunum í kringum 1940 þegar styrjöld geisaði úti í hinum stóra heimi og göturnar sem eru litlar og þröngar og með einstefnu fyrir bifreiðir eru kenndar við hetjur íslendingasagnanna, Gunnarsbraut við Gunnar á Hlíðarenda, Kjartansgata við Kjartan Ólafsson, Flókagata við Hrafna-Flóka, Auðarstræti við Auði djúpúðgu, Bollagata við Bolla Þorleifsson, fóstbróður Kjartans Ólafssonar, Hrefnu- gata við Hrefnu Ásgeirsdóttur, konu Kjartans, Mánagata við Þorkel mána Þorsteinsson og þannig má halda áfram að telja upp götur í Norðurmýrinni sem kenndar eru við kappa íslend- ingasagnanna en það er löng upptalning og efni í aðra grein um hverfið sem ekki er ætlunin að skrifa. Það er ýmislegt að gerast í Norðurmýri frá morgni til kvölds. Fyrri part dags eru kett- ir mjög áberandi og fara á kost- um. Þeir koma saman árla morg- uns í húsagörðum og hugleiða sjálfsagt lífsbaráttuna á nýjum degi. Yfirleitt eru þetta heimil- iskettir, mjög svo spakir og vingjarnlegir og líka við þá sem eru nýfluttir í hverfið og einn þeirra var t.d. kominn inná mitt gólf hjá mér daginn sem ég flutti og lét þannig að mér fannst hann vera að bjóða mig velkom- inn. Hann strauk trýninu upp við mig, hljóp síðan í tröppurnar við næsta hús og fylgdist þaðan með þegar húsgögn voru borin úr sendiferðabilnum yfir i íbúð- ina. Þessi sami köttur var dag- inn eftir að elta lítinn fugl í garðinum fyrir utan húsið og þá fannst mér hann hreint ekki vingjarnlegur á svipinn. Samt mun ég taka hann sem vin og rétta að honum ýsubita stöku sinnum, hann á það skilið, grey- ið. Frá sjöunda áratugnum eru góðar minningar tengdar Norð- urmýrinni og fólki sem þar bjó og sumt býr þar enn tuttugu ár- um síðar. Á horni Mánagötu og Gunnarsbrautar hefur verið verslað með matvæli í áratugi og kaupmaðurinn lipur, kurteis og svo heiðarlegur að ég veit dæmi þess að hann hljóp á eftir við- skiptavini út á Gunnarsbraut og sagði: — Fyrirgefðu vinur, ég ætlaði ekki að snuða þig, það eru hérna tvær krónur afgangs, og svo rétti hann viðskiptavininum aurinn og báðir voru glaðir, viðskipta- vinurinn og kaupmaðurinn. Á Mánagötu númer sex bjuggu á sjöunda áratugnum feðgar sem eru mér kærir og einnig bjuggu á Hrefnugötu númer tvö feðgar sem í minningunni stafar birtu af, Einar Olgeirsson og sonur hans, Ólafur heitinn Einarsson, sem lést fyrir aldur fram og er öllum harmdauði sem hann þekktu. Stór og voldug tré eru víða í húsagörðum í Norðurmýri og um sumur er indælt að ganga um hverfið og anda að sér gróður- ilminum. Guðbergur Bergsson rithöfundur býr á Vífilsgötu og um daginn sá ég hann ganga um hverfið með arkir í hendi, virtist hann niðursokkinn í lestur og ekki er víst að hann hefði einu sinni veitt því athygli þó stræt- isvagn hefði ekið um Gunnars- brautina og flautað. Þeir sem búa í Norðurmýri eru í alfaraleið, strætisvagnaferðir tíðar í næsta nágrenni og í hverfinu er fiskbúð, með glænýj- an fisk á hverjum morgni, apó- tek við Rauðarárstíginn og kjöt- búð við sömu götu. Og við Snorrabrautina sem liggur með- fram Norðurmýri eru ýmsar verslanir sem bjóða allt mögu- legt, allt frá matvælum til hann- yrða, hekl og útsaum eða handíð kvenna eins og það heitir. Góður vinur sem ólst upp i Norðurmýri á árunum upp úr 1950—'60 telur að jafnaldrar sínir muni eiga góðar minningar úr hverfinu. Þar voru fjölmörg strákafélög sem áttu í harðri baráttu sín á milli um húsagarð- ana og göturnar. Mest áberandi voru „Rauði rýtingurinn", lík- lega kommafélag, og „Svarta hauskúpan" með stjórnleysi að leiðarljósi. Þrjátíu árum síðar er fyrir löngu orðin rótgróin byggð í Norðurmýri og engar umtals- verðar breytingar allt árið um kring, nema þegar gróðurinn tekur við sér á vorin og þá er líka skemmtilegt að ganga um Norð- urmýri... _ Æ- Bensfnstöð á Alftanesi - eftir Álfhildi Frióriksdóttur „Hverra eru hagsmunirnir?“ I Morgunblaðinu 18. 4. sl.birtist útdráttur úr greinargerð þeirra Ólafs E. Stefánssonar ráðunauts og Þorkels Helgasonar dósents sem báðir eiga sæti í skipulags- nefnd Bessastaðahrepps. Greinar- gerð sem þeir lögðu fyrir hrepps- nefnd Bessastaðahrepps. Þar lýsa þeir andstöðu sinni við fyrirhugaða byggingu bensín- stöðvar og sjoppu, á svonefndu Grandastykki við heimreiðina að forsetasetrinu Bessastöðum (Ekki furða). Þá rekja þeir meðferð þessa máls í hreppsnefndinni og virðist manni hún fremur óvenjuleg og skringileg. Meðal annars er byrjað á að biðja hreppsnefnd að falla frá forkaupsrétti á landspildunni. Einhversstaðar er maðkur í mysunni, því ekki þurfum við Álftnesingar bensínstöð hér á meðan allir þurfa að sækja vinnu og þjónustu út fyrir byggðarlagið. Svo ekki eru það hagsmunir íbú- anna sem ráða í þessu máli fremur en stundum áður. Og furðulegt má það heita að íbúar hreppsins skuli fyrst fá fregnir af þessu í dagblöð- um, í grein sem Hannes Pétursson skáld skrifar í Morgunblaðið þeg- ar hann fregnar af málinu og nefnir „Smekkleysu". Ég vil kalla það siðleysi að ætla að byggja bensínstöð á þessum stað. Það yrði byggðarlaginu til skammar og þjóðinni til van- sæmdar, nema ætlunin sé að for- seti Islands leiti sér búsetu ann- arsstaðar. Því endurtek ég spurningu þeirra Ólafs og Þorkels: „Hverra eru hagsmunirnir?." Hver á svonefnt Grandastykki þar sem bensínstöð á að rísa? Er það innan- eða utansveitar- maður, eða kannske hreppsnefnd- armaður? Hverjir eru þeir sem vantar bensínstöð hér? Því er ekki leitað álits fólksins í hreppnum? Eða eru þetta nauðþurftir meirihluta hreppsnefndar? Þessarar sjálfskipuðu lands- frægu hreppsnefndar sem með siðlausu fláræði kom sér til valda og svifti íbúana kosningarétti 1982. Fyrir nokkrum árum sótti einn aðili um verslunarleyfi hér, þáver- andi hreppsnefnd boðaði þá kven- félagskonur til fundar og leitaði álits þeirra á málinu. Svarið var skýrt og einróma: „Engar sjoppur hér út á Álftanes." Nú er ekki hugað að vilja fólks- ins. Bensínstöð á Grandann er fá- ránleiki! Við viljum engan „Geit- háls“ hingað. Hvert er hlutverk skipulags- stjóra ríkisins? Hefur skipulagsstjóri ríkisins ekki vald eða vilja til að koma í veg fyrir þennan bensínstöðvar- ósóma? Getur hann samþykkt mann- virkjagerð á nokkrum hundaþúf- um hér og smá túnbleðli þar, bara ef einhver landeigandi óskar þess? Verður ekki að liggja fyrir sam- þykkt aðalskipulag og deiliskipu- lag byggðarlagsins áður en mann- virkjum er dritað niður hingað og þangað? Megum við enn um árabil fá að njóta þeirrar friðsældar og nátt- úrulífs sem dró okkur hingað út á Álftanes, frá skarkala og mengun bæja og borgar? Álfhildur Friðriksdótlir er húsmóö- ir á Álftanesi. SÍ+- JM <r»s' ^ ^ ^ $1 !§> Gódcin daginn! OD tn Xa MorKunbladid/FriÖþjófur. Veiðimaðurinn, vopnið og fengurinn Veiðimaðurinn, vopnið og fengurinn. Hann Valdemar Traustason í Grímsey var fengsæll á fuglinum þegar Mbl. heimsótti Grímsey fyrir nokkru. í það skipti lágu 24, en 50 þar á undan. Hann sagði að fuglinn hefði ekki verið svona feitur lengi og taldi það góðs vita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.