Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ. FOSTUDAGUR 11. MAf 1984 29 Ragnhildur Eyjólfs- dóttir — Minning Fædd 13. október 1917 Dáin 3. maí 1984. Það eru páskar, heiður himinn og glaðasólskin, hvergi sér í dökk- an díl, allt er þakið snjó, það er fagurt um að líta á heiðinni. En samt er eins og dökkur skuggi hvíli yfir öllu. Ragnhildur og Ármann eru ekki mætt í sumar- bústaðinn sinn um þessa páska. Við vitum að Ragnhildur liggur helsjúk á sjúkrahúsinu. Hún var kona glæsileg, og starfskrafturinn ótrúlega mikill og lífsgleðin geisl- aði af henni. Það var sama hvernig veðrið var, alltaf var Ránka, eins og við kölluðum hana okkar í milli, kom- in út og farin að hlúa að trjánum eða gróðursetja ný. Við minnumst hennar þar sem hún stendur á morgunsloppnum og veifar til okkar. Og þegar húm- aði þá leiddust þau hjónin hönd i hönd frá okkur yfir móana í átt að þessum unaðsreit sem þau höfðu búið sér og unnu svo mjög. Hjartans þökk fyrir allar sam- verustundirnar er við áttum sam- an á heiðinni okkar síðastliðin tíu ár. Guð blessi minningu hennar. Kæri Ármann, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar. Sigg» °g Grétar. „Minningar margar vakna og mikils er að sakna" — nú er við kveðjum einlægan vin og sam- starfsmann, Ragnhildi Eyjólfs- dóttur, en hún var fædd 13. októ- ber 1917. Foreldrar hennar voru Ögmundína Ögmundsdóttir og Eyjólfur Gíslason, skipstjóri. Ragnhildur var einkabarn sem gaf foreldrum sínum bæði styrk og gleði. Fallega brosið hennar kall- aði mann til sín og styrkurinn sem hún gaf fylgdi manni. Fyrstu kynni verða oft sterk í minningunni og segja meira en maður greinir á stundinni. Árið 1969, á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík, var kosið í Orlofsnefnd húsmæðra og mikil umskipti. Boðaði ég þá til fyrsta fundar og þær fjórar konur sem þá komu inn í nefndina þekkti ég lítið eða ekki, en mikið var mér í mun að vita hvaða persónugerðir byggju með þessum konum, því að ég hafði fastmótaðar skoðanir á því hvað farsælast væri fyrir Orlof húsmæðra. Frá þessum fyrsta fundi varð þessi hópur sem ein heild eða keðja og óx sem slíkur í samstarf- inu sem var á þann veg að í hvert sinn er ég óska málefni velfarnað- ar þá grípur þessi mynd hugann. Einn traustasti hlekkurinn i þess- ari keðju var Ragnhildur Eyj- ólfsdóttir. Hennar sterki persónu- leiki, gleði og atorka, kom strax í ljós en skýrðist samt æ betur eftir því sem samstarfsárin urðu fleiri, en saman vann þessi hópur í 9 ár. Þegar starfinu lauk þá stoð einlæg og traust vinátta eftir sem hægt var að byggja á. Ragnhildur var húsfreyja af bestu gerð. Smekkvísin, gestrisn- in, hlýjan og gleðin sátu þar í önd- vegi og þess nutu allir sem hún umgekkst. Ragnhildur Eyjólfs- dóttir fékk mikla hæfileika í vöggugjöf. Hún var hefðarkona í . þess orðs fyllstu merkingu, háttvís og ljúfmannleg. í Orlofsnefnd húsmæðra gegndi hún bæði gjaldkera- og ritara- störfum af mikilli prýði og hygg- indum, sem hún væri með eigið fé. 011 sín störf framkvæmdi hún vel og fljótt, enda var eftir henni sóst til forustu og ábyrgðarstarfa í mörgum félagasamtökum, m.a. Oddfellow-reglunni, Kvenfélagi Laugarnessóknar og Thorvald- sensfélaginu. „Veist ef vin átt, þann er vel trúir, far þú að finna oft. —" Þessi lífspeki sannaðist í sam- fundum okkar. Við efndum til fagnaðar eigi sjaldnar en einu sinni til tvisvar á ári, alla tíð frá fyrstu fundum og höfðum jafnan mikið við og skörtuðum okkar besta í veraldlegum og andlegum skilningi, enda minningarnar gulls ígildi og rósirnar ilma. Eitt sinn er við hittumst á heimili Ragnhildar mættum við allar með rauða rós til að rétta húsfreyjunni og tjá henni þannig hug okkar. Rósin varð eftir það ávallt tákn gleði okkar. Ranghildur giftist 13. janúar 1940 Armanni Friðrikssyni skip- stjóra og útgerðarmanni. Börn þeirra eru 3 og barnabörnin 10 allt gjörvilegt myndarfólk. Heimili þeirra hjóna er glæsi- legt, hús og búnaður allur er fögur og hlý umgjörð um hið trausta og góða samspil þeirra og fjölskyld- unnar. Eitt ljóð Kristjáns frá Djúpa- læk var Ragnhildi einkar hugleik- ið og mikill lærdómur. Lokaorð þess eru: „Ég endurtek í anda þrjú orð við hvert mitt spor fegurð, gleði, friður. Mitt faðirvor." Ég sendi Ármanni, börnum þeirra og barnabörnum einlæga samúð mína og samstarfshópsins nú á kveðjustund. Steinunn Finnbogadóttir Föstudaginn 11. maí kl. 13.30 e.h. verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju í Reykjavík, Ragn- hildur Eyjólfsdóttir, Goðalandi 13 Rvk., er andaðist á kvennadeild Landspítalans eftir stutta en erf- iða sjúkdómslegu. í dag kveðjum við Ragnhildi Eyjólfsdóttur, sem alltaf var svo lífsglöð og hraust, þar til nú fyrir um hálfu ári síðan að hún kenndi þess meins, er varð henni að ald- urtila. Hún barðist hetjulegri bar- áttu við sjúkdóminn ægilega, sem svo alltof margir falla fyrir um aldur fram. Hún var sannkölluð hetja og sýndi það best síðustu vikurnar að hún var vel undir það búin að fara þessa ferð. Hún kvartaði aldrei en reyndi að vera hress í bragði í návist vina. Hún vissi fyrr, betur en aðrir, að hverju stefndi, því stuttu fyrir andlátið, gat hún á óskiljanlegan hátt harkað svo af sér að hún gat fengið heimfararleyfi í einn sól- arhring, en þann tíma notaði hún til þess að kalla fjölskyldu sína saman til að kveðja, og var það hinsta samkoma fjölskyldunnar. Ragnhildur var trúuð kona, og vissi hvert hún átti að sækja þann styrk og þann kraft er til þurfti til að koma þessari hinstu ósk sinni í framkvæmd. Ragnhildur var fædd í Vest- mannaeyjum, einkadóttir foreldra sinna Ögmundínu Ögmundsdóttur og Eyjólfs Gíslasonar skipstjóra, ólst hún þar upp til um sex ára aldurs, að hún flyst með þeim til Reykjavíkur. Á fyrsta ári sínu í Reykjavík kynntist hún jafnöldru sinni Unni Runólfsdóttur, urðu þær fljótt miklar vinkonur, sátu saman í barnaskóla, stunduðu íþróttir og fóru saman í Kvenna- skóiann, þannig liðu æskuárin við nám og leik. Það eru því margar æskuminningarnar sem leiftra fyrir hugskotssjónum Unnar, þessa dagana, sem hún vill nú á þessari kveðjustund þakka, ekki síst fyrir órofa vináttu og tryggð, sem aldrei bar skugga á um 60 ár. 13. janúar 1940 gekk Ragnhildur að eiga eftirlifandi mann sinn Ármann Friðriksson skipstjóra og útgerðarmann í Vestmannaeyjum. Þau flytja búferlum þaðan árið 1944 til Reykjavíkur og hóf Ár- mann útgerð héðan. Stuttu eftir komu þeirra hingað tók Ragnhild- ur að sér fyrirgreiðslu útgerðar- innar í landi og sinnti því starfi í mörg ár eða allt til þess tíma að Ármann hætti sem skipstjóri og kom í land, enda umsvif þá orðin mikil. Á þessum árum kom best í ljós yfir hversu miklum dugnaði og starfsorku Ragnhildur bjó. Börnin þá ung, þau elstu að byrja skóla- göngu, heimilið því á erfiðu og við- kvæmu stigi, þegar við bætist er- ilsamt fyrirgreiðslustarf fyrir bóndann er á hafinu var að afla fiskjar. Við sem þekktum hana best á þessum árum vissum að hún átti margar andvökunætur á eintali við þann eina er kann að hlusta án þess að trufla. Ragnhildur var félagslynd kona að eðlisfari, og naut þess að vera í góðum félagsskap, og láta gott af sér leiða. Fljótlega eftir komu í Laugar- nessókn, tók hún virkan þátt í störfum Kvenfélagsins þar og vann því mikið og fórnfúst starf að málefnum kirkjunnar, enda í stjórn þess í mörg ár, eða þar til t Faðir okkar, JON KRISTJÁNSSON, Fagrahvammi, Bergi viö Keflavík, jarösunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 11. maí kl. veröur 14.00. Fyrir hönd aöstandenda Kristián M. Jónsson, Aöalheiour Jónsdóttir. t Móðir okkar, HÓLMFRiÐUR ODDSDÓTTIR frá Kirkjubæ, veröur jarösungin frá Akraneskirkju laugardaginn 12. maí kl. 11.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimiliö Höföa. Fyrir hönd systkinanna, Sigurlfn Magnúsdóttir. t Dóttir okkar, móðir, systir og unnusta, ÓLOF JÁRNBRÁ ÞÓRARINSDÓTTIR, sem lést í Landspítalanum laugardaginn 5. maí, veröur jarösungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 12. mai kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Gunnlaug Einarsdóttír, Rósalinda Reynisdóttir, Siguröur Þórarinsson, Árni Árnason. Þórarinn Magnússon, r.mil Þór Reynisson, Asmundur Þórarinsson, fyrir nokkrum árum að hún flutt- ist í Bústaðasókn. Ragnhildur starfaði einnig í mörg ár í Orlofsnefnd kvenna, fór margar ferðir með hóp húsmæðra og dvaldi með þeim á orlofsstað. Voru henni þær ferðir einkar hugljúfar og hafði oft orð á því. Ragnhildur var félagi í Thorvald- sensfélaginu og tók virkan þátt í störfum þess er beinast að líkn- armálum. Sá félagsskapur er Ragnhildur unni mest var samfélagið við Re- bekkusysturnar í kvennadeild Oddfellow-reglunnar, þar starfaði hún við vaxandi traust systra sinna, enda voru hugsjónir og markmið reglunnar henni að skapi, sem veittu henni ánægju og löngun að starfa fyrir. Ragnhildur bjó manni sínum og börnum fagurt heimili, fór þar saman smekkvísi og næmni fyrir því að þeir er þar komu, mættu líða sem best. Þau hjón voru sam- hent í því að taka af rausn á móti gestum sínum og Iáta þeim líða vel, enda var þar gott að koma og vera, njóta þeirrar hlýju er frá þeim stafaði. Ragnhildur og Ármann eignuð- ust þrjú mannvænleg börn sem öll eru gift og hafa stofnað sitt eigið heimili, þau eru þessi í aldursröð: Helga, gift Sigurði Ólafssyni for- stjóra; Agnar, verslunarfulltrúi, kvæntur Olafíu Sveinsdóttur, og Ármann framkvæmdastjóri, kvæntur Láru Friðbjörnsdóttur. Barnabörnin eru orðin 10. Þegar ég kvæntist Unni, æsku- vinkonu Ragnhildar, sem þá var nýgift Ármanni, fyrir liðlega 40 árum, hafa þessar fjölskyldur ver- ið mjög tengdar hvor annarri og bundist vináttuböndum sem aldrei hefir borið skugga á, því er svo margs að minnast og fyrir svo margt að þakka en svo vel þekkt- um við hana að hún myndi síst kæra sig um upptalningu i þeim efnum. Ragnhildur var fastmótaður persónuleiki, hafði ákveðnar skoð- anir og þroskaða meðvitund um hið ósýnilega, og það óáþreifan- lega, en vissi að það var til, og trúði á það líf er1>kkur er kennt að til sé eftir þetta. Ragnhildur var lífsins vera, vildi lifa lífinu lifandi, gleðjast með glöðum og var hrók- ur alls fagnaðar á gleðinnar stund, hafði góða söngrödd og kunni að beita henni vel, og hafði yndi af fagurri tónlist, hún kunni líka að taka þátt í raunum annarra og lá þá ekki á liði sínu, hún vildi lítið úr því gera, og það var ekki rætt. Við viljum þakka fyrir allt það sem þessi 40 ár hafa gefið okkur sameiginlega, margar hafa gleði- stundirnar verið, og margar ánægjulegar ferðir verið farnar, þó er mér nú á nokkuð annan veg minnisstæð ferð er við fórum sam- an um hálendið síðastliðið sumar og varð hún einnig sú síðasta, við höfðum ekið um grýttar hraun- slóðir og ég ekið nokkuð hratt svo bíll Ármanns dróst nokkuð aftur- úr, svo við biðum nokkra stund eftir þeim, þegar þau náðu okkur varð Ragnhildi að orði: „Þú ekur of hratt." Við náðum á leiðarenda samt, ég hló, víst var þetta satt, ég hlæ ekki í dag, ef til vill hefur hún þá fundið til meinsins og vitað hverskyns var og því ekki þolað hristinginn og beðið um hægari ferð, leiðarlok voru framundan og ekkert lá á. Nú eru leiðarlok, forsjónin ein ræður upphafi og endi, það er á valdi Guðs að svo sé, við erum sátt við þennan gang lífsins og verðuni • að sætta okkur við örlög þess. Sár er söknuðurinn hjá ættingj- um og vinum, en sárastur er hann þó hjá eiginmanninum, börnun- um, tengdabornum og barnabörn- um, er hafa nú um sinn söknuðinn að förunaut, en einnig hugljúfar minningar um horfinn ástvin, mömmu og ömmu, þær minningar munu best græða sárin þegar fram líða stundir. Ármann minn! Við Unnur og fjölskyldur okkar sendum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúðarkveðjur, í bænum okkar viljum við biðja algóðan guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Guð blessi minningu góðrar konu. Friður sé með sálu hennar. I 'nnur og Þórður Kristjánsson t Alúöarþakkir fyrir auösynda samúö viö andlát og jarðarför fööur okkar, GUÐLAUGS GUNNARS JÓNSSONAR, Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hátúni 12B, Reykjavik, og Elliheim- ilis Sjúkrahúss Suöurlands, Selfossi. Börnin. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR fra Höskuldsstöoum, (Flúöaseli B3), Hrafnistu, Hafnarfiroi. Sveinbjörn Guolaugsson, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Finnur Guömundsson og barnaborn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúö við andlát og jaröarför HANNESAR ELÍSSONAR. Helga Hannesdóttir, Jóhann Sigurðsson, Berta G. Hannesdóttir, Reynar Hannesson, Sigríöur Sigfúsdóttir, Hallveig G. Hannesdóttir, Magnús Guömundsson, Richard Hannesson, Ingibjörg Asmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.