Morgunblaðið - 11.05.1984, Síða 30

Morgunblaðið - 11.05.1984, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 Lárus búinn að skrifa undir tveggja ára samning við þýska iiðið Uerdingen — Ég er mjög feginn því aö mín mál eru loksins komin á hreint. Ég er búinn aö skrifa undir tveggja ára samning viö 1. deild- ar liðiö Bayer Uerdingen. Ég er mjög ánægður meö alla þætti samningsins sem að mér snúa og get ekki sagt annaö en aö ég hlakki til þess aö byrja meö v-þýska 1. deildar liöinu. En ég geri mér jafnframt Ijóst aö þaö veröa geröar miklar kröfur til mín. Það kom fram í samninga- viðræðunum. Þannig að maöur veröur aö leggja sig allan fram viö aö standa sig sem best, sagöi Lárus Guömundsson í gærkvöldi, en þá var hann búinn aö ganga frá öllum málum sínum varðandi nýjan tveggja ára samning viö Bayer Uerdingen. Eins og Mbl. var búiö að skýra frá þá voru tvö fólög á eftir Lárusi, Bayer Uerdingen og Standard Liege. Um tíma stóöu málin þannig aö Standard bauð betur en Uerd- ingen og því var pressa á Lárusi aö fara þangaö. En síöan skipuðust veöur í lofti og Standard gat ekki selt leikmenn þá sem lentu í mútu- málinu og hlutu dóm. En Uerding- Siglingamenn hef ja keppni SIGLINGAMENN eru sem óöast aö pússa ryk af bátum og seglbrettum eftir geymslu vetr- arins. Einnig eru þeir sem smíö- aö eöa keypt hafa nýjar fleytur í kappi viö tímann aö koma þeim á réttan kjöl og ýta frá landi. Þaö er oröin hefö aö Siglinga- klúbburinn Vogur í Garöabæ haldi „opnunarmót hvers keppn- istímabils". Opnunarmótið 1984 verður haldiö nk. laugardag 12. maí og hefst meö keppni kjöl- báta kl. 10 f.h. Eftir hádegi, kl. 14.00 veröur keppni í kænu- flokki, en aö henni lokinni verður keppni á seglbrettum. Keppnin veröur haldin á Arnarnesvog en brautir lagöar út á Skerjafjörö, jafnvel verður braut fyrir kjölbáta lögö fyrir Seltjarnarnes inn aö Viöey. Oft hefur „kænu-braut" verið lögö inn á Lambhúsatjörn. Aö lokinni keppni eru hátíöa- höld í húsnæöi Siglingaklúbbsins Vogs viö Ránargrund. Boðiö veröur upp á veitingar, sem fé- lagar í Vogi bjóöa fram, en árleg þátttaka í móti og hátíö hefur veriö mjög mikil og góöur félags- andi einkennt allt samstarf sigl- ingamanna. • Lárus Guömundsson leikur næsta keppnistímabil með 1. deildar liöinu Bayer Uerding- en í V-Þýskalandi. En meðal félaga sem vildu fá hann í sín- ar raðir voru lið á Ítalíu og í Belgíu. en vildi ekki missa af Lárusi, hækkaöi tilboö sitt og náöi sam- komulagi viö Watershcei. Eftir aö félögin voru búin aö ná samkomu- lagi um söluverð gekk Lárus tíl samninga. Bayer Uerdingen kaupir Lárus frá Watershcei fyrir 850 þúsund v-þýsk mörk, eöa um 8,5 milljonir íslenskra króna. Mun Lárus fá ein- hvern hluta af þessari upphæð í sinn hlut, en ekki vildi hann segja neitt til um þaö i gær hversu stór hann væri. — Þaö var reyndar eitt lið í millitíöinni sem vildi fá mig og kom inn í myndina. Þaö var 1. deildar liöið Avellino frá Suöur-Ítalíu. Þaö vildi gera viö mig samning, en þrátt fyrir aö miklar peningaupp- hæöir væru í boöi, mun meiri en í boöi Uerdingen, þá fanst mér það ekki vera nægilega traustvekjandi tilboö. Peningarnir eru nú ekki einu sinni allt í þessu. En þaö er alveg ótrúlegt hversu vel stæö peningalega ítölsku félögin viröast vera. Tilboö þeirra eru engu lík, sagöi Lárus. Tilboö þau sem Lárus hefur fengiö að undanförnu sýna aö hann hefur veriö undir smásjánni hjá ýmsum félögum enda búa miklir hæfileikar í þessum 22 ára gamla knattspyrnumanni sem von- andi fá aö njóta sin til fulls í hinni höröu v-þýsku deildarkeppni á næsta keppnistímabili. — ÞR. • Guðrún F. Ágústsdóttir • Vésteinn Hafsteinsson • Þórdís Gísladóttir • Bjarni Friðriksson BijnrnmHnwfRi nMfla Islandsmeistarar FH • Handknattleiksliö FH í 3. aldursflokki stúlkna varð íslandsmeistari á islandsmótinu sem lauk í lok apríl. FH-stúlkurnar voru mjög sigursælar á keppnistímabilinu enda með sterkt liö. í úrslitakeppninni í þriöja flokki tapaöi lið þeirra engum leik. Sigraði í fimm leikjum og geröi tvö jafntefli. Markatalan var 40-14 þeim í hag og sýnir vel hversu mikla yfirburði liöiö hafði. Myndin hér að ofan er af íslandsmeisturunum í mótslok. • íslandsmeistarar FH í þriöja aldursflokki kvenna í handknattleik. Efri röö frá vinstri: Ósk Sigurgunnars- dóttir, Guöný Danivalsdóttir, Sandra Antonsdóttir, Björk Sigurjónsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Berglind Hreinsdóttir, Elín Margrét Guðmundsdóttir, Elfa Jónsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Guðrún Ögmundsdóttir, Soffía Dögg Halldórsdóttir, Brynja Brynjarsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Elíasbet Markúsdóttir, Margrét Andrésdóttir, Anna Birna Jónsdóttir. Þjálfari stúlknanna var hin kunna handknattleikskona Kristjana Aradóttir. ítalska 1. deildar liöiö Avelino gerði Lárusi tilboð:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.