Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAl 1984 31 Búið að velja átta keppendur á Ól-leikana Framkvæmdanefnd ólympíunefndar íslands samþykkti á fundi sín- um í gœr að veita kr. 300.000.- í viöbotarstyrki til íþróttamanna og sérsambanda og hefur ólympíunefnd fslands þá veitt samtals 2,3 millj- ónum króna í styrki vegna ólympíuleikanna á þessu árí. Þá var einnig samþykkt í samráöi viö fulltrúa viðkomandi sérsam- banda, að eftirtaldir íþróttamenn taki þátt í keppni á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar, Frá Frjálsíþróttasambandi Is- lands: Einar Vilhjálmsson, Oddur Sigurðsson, Vésteinn Hafsteinsson, Þórdís Gisladóttir. Frá Judósambandi íslands: Bjarni Friðriksson, Kolbeinn Gíslason. Frá Sundsambandi Islands: Tryggvi Helgason, Guörún Fema Ágústsdóttir. Hér er ekki um endanlega tölu þátttakenda aö ræöa, en reiknaö er meö aö á næstunni munu fleiri íþróttamenn ná tilskyldum árangri á íþróttasviðinu og mun í samræmi við þaö veröa tekin ákvörðun um heildarfjölda keppenda innan tíö- ar. Aö sögn Gísla Halldórssonar er næsta öruggt aö íslensku kepp- endurnir á sumarleikunum i Los Angeles verði 12 talsins og á þvi eftir aö velja fjóra þeirra. Verður þaö gert innan þriggja vikna. Gísli sagöi líklegt aö ein grein íþrótta myndi þætast við og yröi þaö lyft- ingar. En þar er Haraldur Ólafsson ÍBA mjög nálægt því aö ná lág- markinu. Ólympíunefnd fslands hefur nú endanlega lokiö styrkveitingu sinni til íþróttafólks vegna leikanna. Eftirtaldir íþróttamenn hlutu viöbótarstyrkveitingu sem sam- þykkt var á fundi framkvæmda- nefndar 9. maí. Kr. Oddur Sigurösson 10.000.- Vósteinn Hafsteinsaon 10.000.- Þréinn Hafsteinsson 10.000.- Þórdís Gísladóttir 10.000.- Knstján Haroarson 30.000.- Sigurður Einarsson 20.000.- Sig. T. Sigurosson 10.000.- Kolbeinn Gíslason 20.000.- Tryggvi Helgason 20.000.- Guörún Fema Ágústsd. 20.000.- SSf 20.000.- Haraldur Ólafsson 20.000.- Skiöasambandio 100.000.- Alls kr. 300.000.- Þá hefur afreksmannasjóöur iSI ákveöið aö styrkja eftirtalda íþróttamenn um 30 þúsund krónur hvern. Bjarna Friöriksson, Einar Vilhjálmsson, Guörúnu Femu Ágústsdóttur, Odd Sigurðsson, Óskar Jakobsson, Véstein Haf- steinsson, Þráinn Hafsteinsson, Tryggva Helgason og Þórdísi Gísladóttur. Afreksmannasjóður íþrótta- samþands Islands var stofnaöur áriö 1977 og starfar eftir reglugerð sem þá var sett. I reglugeröinni er m.a. kveöiö á um tilgang sjóösins en hann á aö styrkja þau sérsam- bönd þar sem hópar eöa einstakl- ingar á þeirra vegum hafa náö um- talsverðum árangri í ákveðnum al- þjóöamótum svo sem heimsmeist- aramótum, Evrópumeistaramótum og Noröurlandameistaramótum. Ennfremur hefur stjórn sjóösins heimild til aö veita styrk til þátt- töku í framangreindum mótum P$ ^» r* V 'Á Ljósm./Svavar Berg Magnússon. • íþróttamenn ársins 1983 í Ólafsfirði. Talið frá vinstri: Kristinn Björnsson, Ingvi Óskarsson og Finnur Gunnarsson. Þeir Finnur og Ingvi eru bræðrasynir. iþróttamenn ársins 1983 á Ólafsfirði Á AÐALFUNOI íþróttafélagsins Leifturs lýsti Svavar Berg Magnús- son kjöri íþróttamanns arsins 1983 í Ólafsfiröi. í flokki 17 ára og eldri var Finnur Víöir Gunnarsson kjörinn, í flokki 12 til 17 ára var Ingvi Óskarsson kjörínn og í flokki 12 ára og yngri var Kristinn Björnsson kjörinn. En hann er sonur Björns Þórs Ólafssonar hins kunna skíðafrömuöar á Ólafsfirði. Meiöslanámskeið KSI Akureyri, laugardaginn 12. maí '84 kl. 10—16. Staður: Hús Sjálfsbjargar, Bugöusíöu 1. Sunnudaginn 13. maí '84 kl. 10—16. Staöur: Kennaraháskóli íslands viö Stakkahlíö. Tækninefnd KSÍ Þeir slógu í gegn á fyrsta degi Strax á fyrsta degi, þegar auglýsing kom meö þessum glæsilegu samfestingum, var útséö aö þeir slógu í gegn enda afburöa þægileg, frjálsleg og umfram allt hentug flík. Fást í öllum verslunum okkar og hjá umboösmönnum okkar um allt land. KARNABÆR Austurstræti 22, Laugavegi 66, Laugavegi 20 og Glæsibæ. Sími frá skiptiboröi 45800. BÆRINN í BÆNUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.