Morgunblaðið - 11.05.1984, Side 32

Morgunblaðið - 11.05.1984, Side 32
Opió öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633 Opiö alla daga frá kl. 11.45-23.30. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Forsætisráðherra um kartöfluinnflutning: Er sannfærður um að einkafyrirtæki fái leyfi „Ég var aö horfa í sjónauka þegar ég kom auga á eitthvað undan landi. Þaö var Ijóst að lit, eins og væru tveir endar út frá miðju og eitthvað upp- hækkað. Það flögraði að mér hvort þetta gæti verið kafbát- ur.“ Þannig lýsti ein kvenn- anna fyrirbærinu, sem hún sá úti fyrir Seltjarnarnesi. Sæ- mundur Pálsson, lögreglu- þjónn, hlustar á lýsingu á fyrir- bærinu. — eðlilegt, rétt og nauðsynlegt segir formaður Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Friðþjófur. Árangurslaus leit eftir tilkynningu um flugvél f sjó undan Seltjarnarnesi: Það flögraði að mér að þetta væri kafbátur“ 99 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, skýrði frá því á fundi í félagasamtökum í höf- uðborginni í gær, að hann væri sannfæröur um að leyfi til inn- flutnings á kartöflum yrði veitt einkafyrirtækjum. Forsætisráð- herra staðfesti þetta í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær- kvöldi og sagði þá jafnframt, að hann teldi nokkurn veginn ör- uggt að leyfið yrði veitt, „enda ekki ástæða til annars“ svo not- uð séu orðrétt ummæli hans. „Það er augljóst mál að þessi leyfi verður að veita," sagði Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi. „Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lagt á það áherslu að landbúnaðarráðherra noti þær heimildir, sem hann hef- ur til þess og nú er ljóst að það verður gert. Þetta er eðlilegt, rétt og nauðsynlegt við þessar aðstæð- ur.“ Sagðist forsætisráðherra enn- fremur hafa lýst þeirri skoðun sinni á umræddum fundi, að um leið og leitast væri við að vernda innlendu framleiðsluna ætti að leyfa sem frjálsastan innflutning á því umframmagni, sem þyrfti hverju sinni. Málið væri nú lögum samkvæmt til umsagnar hjá framleiðsluráði landbúnaðarins og gæti landbúnaðarráðherra ekki afgreitt málið fyrr en umsögn þess lægi fyrir. „Ég er nú að vonast til þess að hægt sé að afgreiða þetta sem allra fyrst, en menn í framleiðslu- ráðinu búa víðs vegar um landið og mér hefur skilist að ekki sé hægt að ná þeim öllum saman fyrr en eftir helgina. Fyrr verður ekki hægt að afgreiða þetta," sagði Steingrímur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa þrjú fyrirtæki þegar sótt um innflutning á kartöflum og fleiri eru sögð á Ieiðinni. Þau, sem þegar hafa óskað eftir inn- flutningsleyfi eru Hagkaup, Egg- ert Kristjánsson hf. og Dreifing sf. EINING ríkir nú innan stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins um að selja allt að 20% hlutafjár í Ála- fossi til starfsmanna fyrirtækisins eftir stjórnarfund, sem haldinn var í gær. „Þetta hefur enn ekki hlotið endanlegt samþykki, en fundurinn í dag var skref í áttina,“ sagði Krist- inn Zimsen, forstjóri Framkvæmda- stofnunar, við blm. Mbl. í gær- IrvöidL FJÖLMENNT lið lögreglu var kall- að vestur á Seltjarnames klukkan 9.20 í gærmorgun, því kona hafði hringt og kvaðst telja sig hafa séð flugvél í sjónum norður af Norður- strönd á Seltjarnarnesi og á henni væri maður. Víðtæk leit hófst þegar, af landi, sjó og úr lofti, en þrátt fyrir það fannst ekkert og var leit hætt síðdegis þegar Ijóst þótti, að flugvél Fyrir stjórnarfundinum í gær lá m.a. tillaga fjögurra manna nefndar starfsmanna Fram- kvæmdastofnunar og Álafoss um hvernig sölu á hlutabréfunum skyldi hagað, m.a. með tilliti til fjölda þátttakenda í kaupunum, greiðsluskilmála o.fl. Þar var jafn- framt lagt til að stjórnin sam- þykkti sölu bréfanna, sem hún og gerði. hefði ekki farið sjóinn. Þyrla Land- helgisgæzlunnar flaug yfir svæðið, bátar leituðu á sjó og fjölmennt lið lögreglu gekk fjörur. Þrjár konur á Seltjarnarnesi, sem allar búa við Vesturströnd, sáu allar Ijósgráan hlut á siglingaleiðinni út af Gróttu og voru þær hver í sínu húsinu. „Það flögraði að mér, þegar ég horfði á hlutinn í sjónauka, hvort Endurskoðendur Álafoss og Framkvæmdastofnunar hafa að undanförnu unnið að því að kanna hvert eðlilegt verð hlutabréfanna ætti að vera en þeirri könnun mun ekki lokið. Enn er því ekki ljóst hvenær hlutafjárkaupin verða endanlega samþykkt, en stjórnin veitti í gær samþykki sitt fyrir því að forstjóri Framkvæmdastofnun- ar ynni áfram að málinu. þetta væri lítill kafbátur, en skömmu síðar sigldi hluturinn eða rak mjög hratt vestur með strönd- inni,“ sagði Sólveig Eggerz, ein kvennanna, sem sáu hlutinn undan landi í samtali við blm. Mbl. Jónína Cortes, húsmóðir, varð lík- lega fyrst til þess að koma auga á hlutinn undan iandi. „Eg taldi í fyrstu að þetta væri hraðbátur, en dokaði við því mér fannst þetta ein- kennilegt og tók upp sjónauka. Það var eins og fyrirbærið hefði vængi og var ljósgrátt. Skyndilega sá ég svarta þúst, mann að því er best varð séð. í því kom Herdís Tómas- dóttir til mín og fylgdist með þessu. Hann er ekki með björgunarvesti, sagði þá Herdís og fór yfir til sín til þess að sækja sterkari kíki. Ég hringdi á lögreglu og sagði þeim að ég teldi mig sjá flugvél ( sjónum og mann á henni," sagði Jónína „En skömmu síðar sigldi hlutur- inn hratt siglingaleiðina út með Gróttu. Ég get ekkert fullyrt um hvað þarna var, en við vorum þrjár, sem sáum sama hlutinn, og lýsing- um ber í meginatriðum saman. Auð- vitað virkar það fjarstæðukennt að þetta hafi verið kafbátur, en það var eins og vængir væru út frá búknum og útilokað er að það hafi verið bát- ur eða flugvél, eftir að leit lögreglu hafði engan árangur borið,“ sagði Jónína. „Það er einkennilegt ef við allar þrjár höfum séð ofsjónum þarna, ég get ekki sagt til um hvað þarna var úr því það var ekki bátur eða flug- vél. Það var eins og vængir væru á því. Þarna var eitthvað óeðlilegt, öðruvísi, og við töldum okkur sjá þúst á hlutnum og vildum gera skyldu okkar og láta lögreglu vita, því við vissum ekki nema þarna hefði orðið slys,“ sagði Herdís Tóm- asdóttir í samtali við blm. Mbl. „Ég var að horfa í sjónauka eftir æðarfugli, þegar ég kom auga á eitthvað undan landi. Það var ljóst á lit, eins og væru tveir endar út frá miðju og eitthvað upphækkað. Þá flögraði að mér hvort þetta gæti verið kafbátur. Bölvuð vitleysa, hugsaði ég með mér, en skömmu síð- ar sigldi það eða rak mjög hratt í vestur. Þetta hefur verið lítill kaf- bátur, hugsaöi ég þá með mér,“ sagði Sólveig. „Þetta er ákaflega sérstakt og ég tel einsýnt, að eitthvað hafi verið á ferð þarna, þó auðvitað sé ekkert hægt að fullyrða um hvað það var,“ sagði Sæmundur Pálsson, lögreglu- þjónn á Seltjarnarnesi, í samtali við blm. Mbl. Friðþór Eydal, aðstoðar- blaðafulltrúi Varnarliðsins, sagði ( gærkvöldi að Varnarliðið hefði eng- ar spurnir haft af máli þessu, né hefði orðið vart ókennilegra ferða í Faxaflóa. Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins: ym selja starfsfólki Álafoss 20 % hlutafjár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.