Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1984 47 Kvalin af nunnum „Uppeldi mitt varð fremur „speisað“,“ segir Cyndi. „Ég pass- aði engan veginn inn í þetta um- hverfi, né heldur systkini mín.“ Henni var vísað úr kaþólskum skóla, sem hún gekk í, vegna þess eins að móðir hennar var fráskil- in. f kjölfarið var hún send í ann- an skóla, sem var einnig í umsjá kaþólikka, en miklu strangari á allan hátt. „Þetta var eins og að dveljast í klaustri,“ segir Cyndi. „Eftir að hafa dvalist þar hefur mér orðið ljóst, að nunnur eiga ekkert sameiginlegt með Guði. Ekki einu sinni trúna. Það hefði mátt halda að þær hefðu verið þjálfaðar af nasistum, höfðu yndi af því að kvelja okkur. Yrði manni það á að ávarpa dreng í skólanum fékk maður löðrung fyrir vikið. Eitt sinn minnist ég þess að ég klóraði vinkonu minni, sem var þá 12 ára en ég 9, á bakinu. Ein nunnanna sá til okkar, þreif til mín og bókstaflega kastaði mér í burtu með þeim orðum að ég væri lesbía. Ég vissi ekki einu sinni hvað það orði þýddi þá. Það versta var, að mamma komst aldrei á snoðir um þessa meðferð. Fólk hefur fyrirfram mótað álit á nunnum og álítur sem svo, að þær geti ekki gert nokkuð illt og segi aldrei ósatt. Mamma var sama marki brennd í þessu tilliti." Afstaða móður hennar varð að nokkru leyti til þess að Cyndi fékk óbeit á hinu hefðbundna lífi, sem svo er oft nefnt. „Ég dró mig út úr því og helgaði mig tónlistinni. Eyddi miklum tíma í að hlusta á plötur." Eftir sex mánuði slapp hún úr nunnuskólanum og var þá send í enn einn skólann. Þar komst hún m.a. í kynni við blökkumenn og gyðinga, nokkuð, sem hún hafði varla þekkt áður. Allt félagslíf í skólanum var mjög fjörugt og tónlistaráhugi Lauper fór vaxandi. „Ég man alltaf hvað mér fannst ofboðslega gaman að Bítlunum og sérstaklega John Lennon," segir hún. „Ég og systir mín reyndum 'árangurslaust að herma eftir Bítlunum en það gekk ekkert. Vonbrigðin voru svo mikil, að ég hætti alveg að syngja um stund. Það skeið tók eðlilega enda og eftir að Cyndi hafði verið gefinn kassagítar kviknaði áhuginn á ný. Hún lærði ýmis kunn þjóðlög og reyndi líka að berja saman lög með kunningja sínum. Saman komu þau fram á götuhornum og í almenningsgörðum. Enginn veitti þeim athygli á þessum tíma og til að bæta gráu ofan á svart hafði móðir hennar orðið að ganga í gegnum annan skilnað og vann nú 14 stundir á sólarhring til þess að geta framfleytt sér og börnunum. „Þetta tímabil tók mjög á sálarlíf mitt,“ segir Cyndi. „Mamma reyndi alltaf að sýnast kát og glöð en ég vissi alltaf að hún var að gera út af við sig með vinnuálag- inu.“ Þar kom að hún fluttist að heiman þegar hún var 17 ára gömul til þess að leita fyrir sér, en ekki síður til þess að létta hluta fargsins af móður sinni. Flogið úr hreiðri Hún fékk vinnu hér og þar um stund, en lokaði sig mikið af. „Ég man, að ég gekk heil ósköp á þess- um árum. Ef mér leiddist lagði ég af stað labbandi — bara eitthvert. Stundum fannst mér eins og ég hlyti að ganga fram af enda jarð- ar fyrr eða síðar. Um tíma flandr- aði hún norður til Kanada en sú dvöl varð skammvinn því hún saknaði New York svo óskaplega. „Stundum velti ég því fyrir mér hvernig í ósköpunum ég færi að draga fram lífið. Iðulega sat ég bara og óskaði þess að ég breytt- ist í þetta eða hitt.“ Á endanum sneri Cindy aftur til Ozone Park, en svo nefndist hverfið, þar sem hún ólst upp. Er hún var 21 árs fékk Cindy starf sem bakraddasöngkona og dans- ari í hljómsveit á Long Island, sem nefndi sig Doc West. Hljómsveitin samdi ekki eigin lög, heldur lék einvörðungu annarra tónlist. „Þetta var hreint og klárt diskó," segir Cindy með fyrirlitn- ingarvotti í röddinni. „Stundum átti ég í megnustu vandræðum með að ná réttu tónunum en dag einn varð mér ljóst, að skýringin á því var einfaldlega sú, að ég var alltaf að reyna að herma eftir ein- hverjum öðrum." Eftir þessa reynslu sína stofn- aði Cindy eigin hljómsveit á Long Island, Flyer. Sú sveit spilaði einnig annarra tónlist, en þó tón- list, sem Cindy gat fremur fellt sig við. Lög Rod Stewart og Roll- ing Stones voru t.d. mörg í dag- skránni. Sveitifi spilaði og söng öll kvöld vikunnar og þar kom að því að röddin brast 1977. Cyndi gat tæpast talað lengur fyrir hæsi. Það var þá, sem hún dró sig í hlé og fékk vinkonu sína til þess að syngja fyrir sig í sveitinni. Þessi vinkona hennar var Katie Agresta, lærð söngkona. Það var fyrir hennar ráð og kennslu, að Lauper lærði rétta raddbeitingu svo og að stunda réttar æfingar fyrir röddina. „Ég vissi strax þeg- ar ég heyrði í henni á sínum tíma að hún yrði stjarna. Mig óraði hins vegar ekki fyrir því að það tæki hana svo langan tíma að komast á toppinn," segir Agresta. Köddin í lag á ný Þegar Lauper hafði fengið röddina í samt lag á ný stofnaði hún hljómsveitina Blue Angel í samvinnu við saxófónleikarann Jcfhn Turi. Sveitin lék lög í anda pjötta áratugarins og vakti nokkra athygli. Prufuupptökur með lögum hennar bárust dag einn 1979 inn á borð hjá þáver- andi fram) væmdastjóra Allman Brothers Band. „Lögin voru léleg, tónlistin var ægileg, hljóðfæraleikurinn sömu- leiðis, en það var eitthvað við rödd söngkonunnar. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því hvað það var,“ segir framkvæmdastjór- inn, Steve Massarsky. Þrátt fyrir þetta fór hann og sá hljómsveit- ina leika. „Ég varð bergnuminn af henni. Hún söng hreint frábær- lega þótt sviðsframkoman væri ekki beysin." Hann gerðist um- boðsmaður sveitarinnar og leyfði öllum vinum sínum og vanda- mönnum að heyra í henni. Um- mæli allra voru á sama veg: „Söngvarinn er góður, en láttu sveitina flakka." Cynd’ 1--- ók fyrir að losa sig við sveiuna og svo fór að Blue Angel gaf út plötu. Upphaflega var það ætlunin hjá Polygram að láta hinn heimskunna „pródúser" Giorgio Moroder sjá um plötuna en Lauper hafnaði þvl alfarið. Sagðist ekki vilja neinn diskó- mann í starfið. Gagnrýnendur tóku plötunni vel, en það var ekki rokkabillýið, sem sveitin taldi sérkenni sitt sem þeir voru hrifn- ir af, heldur söngur Cyndi Lauper. Þrátt fyrir að platan seldist lítið sem ekkert þvertók Cindy fyrir að yfirgefa flokk sinn. Endalok Blue Angel Upp úr öllu þessu spannst mikil lagaleg deila. Blue Angel rak Massarsky, en hann svarði með því að fara í mál. Hélt því fram, að sveitin skuldaði sér 80.000 doll- ara. Meðlimir sveitarinnar, sem voru skítblankir, áttu ekki annars úrkosti en að lýsa sig gjaldþrota fyrir rúmu ári. Það var ekki fyrr en ljóst var að Blue Angel yrði ekki starfrækt áfram, að Cyndi Lauper hugleiddi loks fyrir alvöru að hefja sóló- feril. Hún var samt ekkert að flýta sér og reyndi sem best hún gat að borga upp skuldir sínar. Hún kynntist David Wolff, sem þá var framkvæmdastjóri hljóm- sveitar að nafni ArcAngel. Sú sveit hafði komist á samning hjá Portrait-fyrirtækinu, dóttur- fyrirtæki CBS-samsteypunnar miklu. Þar með rúllaði boltinn af stað. Wolff varð stórhrifinn af sönghæfileikum Lauper og fór strax að undirbúa sólóplötu henn- ar. Hóaði í vini og kunningja og síðan var haldið í hljóðver. Út- koman varð á endanum breiðskíf- an She’s So Unusual, sem fleytti Lauper á toppinn. Nýr sænskur Jabo-panell Getum nú boöiö sænska gæöapanelinn frá Jabo fullpússaöan á sama veröi og ópússaöi panellinn var. Hús- og sumarbústaðabyggjendur, kynniö ykkur verö og gæöi. Haröviöarval hf. Skemmuvegi 40, Kópavogi. Vogin sem vex meö þörfum þínum rramleiðandi í 250 ár á íslandi í 50 ár VOG 15 kg x 5 gr. Aukahlutir sem hœgt er aö tengja viö vogina, eftir því sem þöríin eykst: * Prentari, prentar írá 5 gr. * Upphœkkaá Ijósastaíaborö til þœginda fyrir viðskiptavininn. * Breytanlegt minni fyrir 34 vöruheiti og verð. * Hœgt að íjölga minnum þegar þörf krefur. ÖLAHP& Leitið nánari upplýsinga. ÍSLA-SOí'l & co. m. SUNDABORG 22 104 REYKJAVIK SIMI 84800 Fullkomin viögeröa ogvarahlutaþjónustaaö Smiöshöföa ÍO. Sími 86970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.