Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 2 Nauðgunarmálið: Hæstiréttur dæmdi manninn í gæzlu HÆSTIRÉTTUR dæmdi síðdegis í gær 36 ára gamlan mann, sem hefur viðurkennt að hafa nauðgað konu á Hverfisgötu og gert tilraun til að nauðga annarri konu skömmu áður, í gæzluvarðhald til 13. júní. Sakadómur Reykja- víkur hafnaði kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um gæzluvarðhald yfir manninum. Ríkissaksóknari kærði úrskurð Sakadóms til Hæstaréttar. Dóm- inn kváðu upp Ármann Snævarr, Sigurgeir Jónsson og Halldór Þorbjörnsson. Ármann og Sigurgeir mynduðu meirihluta, en Halldór skilaði sératkvæði og vildi staðfesta úrskurö Sakadóms þess efnis, að maðurinn skuli ekki dæmd- ur í gæzluvarðhald. Atkvæðagreiðsla um bjórinn á morgun? Allsherjarnefnd skilaði tveimur minnihlutaálitum TVÖ minnihlutaálit, varðandi afstöðu til þingsályktunartillögunnar um þjóðar- atkvæðagreiðslu um bjór, komu fram í allsherjarnefnd Sameinaðs þings í gærkveldi og þurfti þrjá fundi nefndarinnar til þess að þessi afgreiðsla fengist, en einn viðmælenda blaðsins lýsti þessum fundarhöldum á þann veg fyrir blaðamanni í gærkveldi, að nefndin hefði klofnað í frumeindir sínar á þessum fundum. í dóminum segir: „Varnaraðili hefur að vísu bæði fyrir Rann- sóknarlögreglu og dómi, gengist við þeim brotum, sem rannsóknin á hendur honum beinist að. Þótt rannsókn málsins sé komin nokk- uð áleiðis, er ýmislegt ókannað eða þarf frekari rannsóknar við, þar á meðal þarf til að koma sak- bending sérstaklega vegna brots- ins, sem talið var framið við Hverfisgötu 102a og 104. Sam- prófa þarf varnaraðila við vitni og kanna þarf feril hans næstu Agreiningur um þingsköp ÁGREININGUR um þingsköp kom upp í neðri deild Alþingis í gærkvöldi er forseti deildarinnar, Ingvar Gíslason, bar undir at- kvæði frumvarp til laga um lög- ræðislög. Frumvarpið hafði komið breytt frá efri deild og töldu þingmenn, að þess vegna hefði það fyrst þurft að fara fyrir allsherjarnefnd deildarinnar. Forseti taldi í fyrstu, að þar sem frumvarpið hefði verið samþykkt í deildinni, væri það orðið að lögum. Hann kvaðst síðan mundu fresta þessum dagskrárlið, ef því yrði ekki . mótmælt, og ráðfæra sig frekar við skrifstofustjóra Alþingis áður en hann tæki endanlega ákvörðun. Þessari málsmeðferð var ekki mótmælt og var búizt við úrskurði seint í gækvöldi. Alþingi: FORSETAR Alþingis hafa ákveðið, samkvæmt heimildum Mbl., að ráða Friörik Ólafsson lögfræðing og rit- stjóra Lagasafnsins sem skrifstofu- stjóra Alþingis. Ekki var þó formlega búið að ganga frá ráðningunni í gær, en ætl- unin að gera það fyrir þinglok. Nýr skrifstofustjóri tekur við starfi Frið- klukkukstundir áður en hann framdi brot þau, sem hann hefur játað á sig. Rannsóknin er þess eðlis, að héraðsdómari hefði átt að hneppa varnaraðila í gæzluvarð- hald samkvæmt 1. tölulið 1. máls- greinar 67. greinar laga númer 74./1974. Á það er að líta, að varn- araðili var leystur úr haldi þegar eftir uppsögu hins kærða úrskurð- ar. Gæzluvarðhaldsvist nú kæmi því eigi að sama gagni, eins og gæzluvarðhaldsvist, sem héraðs- dómari hefði dæmt varnaraðila til að sæta. Allt um það þykir bera að dæma varnaraðila að kröfu ákæruvalds til að sæta gæzluvarð- haldi allt til miðvikudags 13. júní næstkomandi klukkan 17. Ákvæði hins kærða úrskurðar um að varn- araðili sæti geðheilbrigðisrann- sókn á að vera óraskað." í sératkvæði Halldórs segir. „Ég tel að fallast beri á þá niðurstöðu héraðsdóms að krafa um gæzlu- varðhald verði eigi tekin til greina á grundvelli 1. töluliðar 1. máls- greinar 67. greinar laga númer 74/1974 þar sem ekki verði séð að varnaraðili hafi möguleika á að torvelda rannsókn málsins. Þá tel ég eigi fært ráða í það nú hvaða refsing varnaraðila kann að verða dæmd, ef til kemur þannig að gæzluvarðhald verði dæmt sam- kvæmt 4. tölulið 1. málsgreinar nefndar greinar er mæli svo, að gæzluvarðhald skuli beita ef ætla megi að brot varði að minnsta kosti tveggja ára fangelsi. Aðrir töluliðir 67. greinar eiga hér held- ur ekki við. Samkvæmt þessu tel ég að staðfesta beri hinn kærða úrskurð." jóns Sigurðssonar, þegar þing kemur saman í haust. Auk Friðriks Ólafssonar sóttu þrír aðrir um starfið, einn sem æskti nafnleyndar; Ólafur Ólafs- son deildarstjóri á Alþingi og Sig- mundur Stefánsson skrifstofu- stjóri hjá Skattstofu Reykjaness. Þau Stefán Benediktsson, Jó- hanna Sigurðardóttir og Guðrún Helgadóttir eru tillögunni sam- þykk, og vilja að hún orðist svo: „Alþingi ályktar að fram fari al- menn atkvæðagreiðsla um fram- leiðslu og sölu áfengs öls. Spurning sú sem borin verður undir atkvæði verði við það miðuð' að ölið verði aðeins selt í útsölum ÁTVR og á vínveitingastöðum og styrkleiki þess verði ekki meiri en 4,5% af vinanda að rúmmáli. Atkvæða- greiðslan fari fram við næstu al- mennar kosningar." Þorsteinn Palsson er einn nefnd- armanna, en hann var staddur á öðrum nefndarfundi þegar álitið var samið. Hann sagði í samtali við blm. Mbl. í gærkveldi að hann myndi samþykkja þingsályktunar- tillöguna um þjóðaratkvæða- greiðslu um bjór, svo fremi sem það kæmi skýrt fram að um alþing- iskosningar væri að ræða, en hann sagði að ríkisvaldið hefði ekkert vald eða umboð til þess að ákveða um hvað væri kosið í sveitarstjórn- arkosningum. Að hinu minnihlutaálitinu stóðu formaður nefndarinnar Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur H. Garð- arsson og Eggert Haukdal. Segjast nefndarmenn í áliti sínu vera and- vígir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Segja þeir að með samþykkt tillögunnar væru alþingismenn að víkja sér undan þeirri ábyrgð og skyldum að taka beina afstöðu til hvort heimila eigi almenna frjálsa neyslu á áfengu öli. Jafnframt segjast þeir vera reiðubúnir til þess að taka efnislega afstöðu í þessu máli, enda liggi fyrir þinginu frum- varp til laga um þetta málefni. Því leggja þeir til að tillagan verði felld. Líklegt er talið að þingsályktun- artillagan í bjórmálinu komi til at- kvæðagreiðslu í þinginu á morgun. Allsherjarnefnd: Karlmanni getur ver- ið nauðgað í NEFNDARÁLITI allsherjarnefnd ar sameinaðs þings um tillögu Kvennalistans um rannsókn og með- ferö nauðgunarmála er lagt til, að tíllagan verði samþykkt óbreytt. f álitinu er einnig gerð athugasemd við greinargerð flutningsmanna, þar sem nefndin gerir ráð fyrir því, að karlmanni geti verið nauðgað ekki síður en kvenmanni. í nefndarálitinu segir, að nokk- ur umræða hafi meðal annars orð- ið um þau atriði í greinargerð flutningsmanna, þar sem segir að gert sé ráð fyrir, að læknir, sem skoðar brotaþola, sé kvenmaður svo og rannsóknarlögreglumaður sá, er yfirheyrir hann. Ennfremur, að iögreglu sé skylt að benda brotaþola á aðstoð kvennaat- hvarfs. í nefndarálitinu segir um þessi atriði, að ekkert þeirra geti átt við nema brotaþoli sé kona. Tillagan taki til allra nauðgunarmála og því verði að gera ráð fyrir, að rétt- ur þeirra, sem fyrir kynferðislegu ofbeldi verði, sé tryggður á sama hátt, það er, að læknir og lögreglu- maður, sem annist mál þeirra, séu sama kyns og brotaþoli. Undir þetta nefndarálit skrifa allir nefndarmenn, sjö að tölu, at- hugasemdalaust. „Nauðsynlegt að fleiri aðilar geti flutt inn grænmeti og garðávexti“ — segir Egill Jónsson formadur landbúnaðarnefndar „VII) GENGUM endanlega frá málinu í morgun og vona ég að okkur takist að ganga frá nefndar- álitinu í dag, þannig að máliö geti komið til umræðu í deildinni á morgun. Meirihluti er fyrir því að vísa frumvarpinu ásamt tveimur öðrum frumvörpum sem fyrir liggja um breytingar á Fram- leiðsluráðslögunum, til ríkisstjórn- arinnar," sagði Egill Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar efri deildar Alþingis, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, þegar hann var inntur eftir gangi frumvarps Eiðs Guðnasonar og fleiri um frjálsan innflutning kartaflna og nýs grænmetis sem verið hefur til umfjöllunar í nefndinni. Hin frumvörpin eru frumvarp Eyjólfs Konráðs Jónssonar og fleiri um skipulag eggjasölu og eggjadreifingarmiðstöð og frum- varp Stefáns Benediktssonar og fleiri um umboðslaun á útflutt kindakjöt. Aðspurður um álit sitt á frumvarpinu um frjálsan innflutning á grænmeti sagði Egill: „Það kom fram í öllum umsögnum það atriði sem ég tel ákaflega jákvætt til samkomu- lags í málinu, það er að menn vilja nýta innlenda markaðinn og innlendu framleiðsluna alveg til fulls. Þetta þýðir að sjálf- sögðu það að skipulag verður að vera á innflutningnum en það skipulag á eftir að forma. Slíkt skipulag verður að miðast við að tryggja að kartöflur og græn- meti verði alltaf til staðar og að ekki megi verða umframbirgðir þegar innlenda uppskeran kem- ur á markaðinn." Egill Jónsson — Telur þú að skipulagið eigi að felast í því að Grænmetis- verslun landbúnaðarins sjái ein um innflutninginn eins og verið hefur? „Nei, ég tel að svo eigi ekki að vera. Ég tel nauðsynlegt að finna leið til þess að gera fleiri aðilum mögulegt að flytja inn grænmeti og garðávexti, þó ég telji ekki hægt að koma á algeru frelsi í þessum innflutningi.“ — Hvernig telur þú réttast að leysa þann hnút sem þessi mál eru nú komin í m.a. með tilliti til þeirra kartaflna sem komnar eru til landsins? „Ég tel að menn verði að kom- ast að einhverri sáttaniðurstöðu, málið er þannig vaxið. Ég vil hins vegar ekki tjá mig meira um málið á þessari stundu, ég teldi það mjög ógætilegt," sagði Egill Jónsson. Friðrik Ólafsson ráð- inn skrifstofustjóri?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.