Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 spurt og svarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS BYGGINGARMÁL Hér birtast spurn- ingar lesenda um byggingarmál og svör Hákons Ólafssonar yfirverkfræðings og Péturs H. Blöndals framkvæmdastjóra. PÉTUR H. BLÖNDAL I W HÁKON ÓLAFSSON Þakjárn á lektum Pétur Stefánsson spyr: Ég keypti hús í Kjarrhólma 30 fyrir einu ári. Þakjárnið reyndistvera á lektum, en ekki þéttklætt. Mig langar til að vita hvort iöglegt sé að byggja hús þannig. Ég komst ekki að þvi að þakið væri svona fyrr en nú fyrir skömmu. Svar: Það er ekki bannað að byggja þannig. Þó getur þetta verið varasamur frágangur og því er almennt ekki mælt með því hjá Rb. Hættan er aðallega tvíþætt: a. í frostum að vetri er hætt við, að raki þéttist í þaki vegna mikillar kólnunar og valdi rakaskemmdum. Er þetta ekki óalgengt. Til þess að hindra slíkt þarf að gera strangar kröfur til rakavarn- arlags í þaki, en það á að hindra rakastreymi úr íbúð- inni upp í þakrýmið. Reynslan sýnir þó, að slík rakavarnalög eru oft ófullkomin. b. Undir bárujárninu er alltaf þakpappi. Pappann á að leggja þannig, að þó vatn komist undir bárujárnið (rakaþétting eða leki) rennur það út af þakinu og enginn leki á sér stað. Ef bárujárnið er neglt á lektur sígur papp- inn gjarnan nokkuð niður milli lektanna. Þessi poki sem þannig myndast getur safnað í sig raka sem veldur meira sigi á pappanum. Þannig get- ur stöðugt meira vatn safnast fyrir þar til pappinn lætur sig og þakið fer að leka. Hátt rakastig Húseigandi á ísafirði spyr: Ég á nýlegt einbýlishús úr timbri. 1 því er rakastig mjög hátt, sér- staklega þegar kólnar í veðri. Nú hef ég gert allt, sem mér hefur dottið í hug, til að koma í veg fyrir þetta. Ég hef líka einangr- að sökklana að utan, en húsið er á steinsökklum. Allt hefur komið fyrir ekki. Hvað veldur þessu og hvað er hægt að gera til að kippa þessu í lag? Svar: Ekki er óalgengt að yfir þessu sé kvartað. Oftast er orsökin fyrir hinu háa rakastigi ófullnægjandi loftræsting og lagast rakastigið, þegar loft- ræsting er aukin. Staðsetning og frágangur ofna skiptir skiptir allmiklu máli fyrir hringrás loftsins í húsinu, einkum er óheppilegt að loka ofna af með breiðum þéttum sól- bekkjum. Aukna loftræstingu má fá með því að opna meira glugga. Ef það dugir ekki kemur til greina að setja upp viftu, til að auka hringrás loftsins. Frekari upplýsingar um þetta mál er að finna í Rb-tækniblaði sem heitir: Rakaþétting á glugg- um og var gefið út hjá Rb í júlí 1981. Grenndarréttur Njáll Guðmundsson spyr: Hver er grenndarréttur þeirra sem fá til dæmis háhýsi fyrir framan hjá sér, sem byrgir fyrir sól og útsýni? Svar lögfræðings: Þar sem fyrirspurnin er tiltölulega al- menns eðlis, þá leiðir af sjálfu sér, að svar það sem hér fer á eftir verður það einnig. Ákveðn- ara og nákvæmara svar væri e.t.v. hægt að gefa á grundvelli nákvæmari forsenda. Þess er fyrst að geta, að hér á landi hefur ekki verið sett nein heildarlöggjöf um grennd eða nábýlisrétt. En í ýmsum laga- bálkum er að finna lagaákvæði, sem takmarka eignarráð og um- svif yfir fasteignum, þ.m.t. lóð- um af tilliti til nágranna. Má bar t.d. nefna heilbrigðislöggjöf og skipulags- og byggingalöggjöf. Yfirleitt eiga viðkomandi yfir- völd ákvörðun um það, hvernig reglum þessum er framfylgt og nágranni getur sjaldnast byggt á þeim reglum sjálfstæðan rétt sér til handa. Hins vegar gilda sam- hliða ýmsum reglum skipulags- °g byggingalöggjafar óskráðar grenndarreglur sem ganga oft í sömu átt og þær fyrrnefndu. Varðandi byggingu stórhýsis á nágrannalóð þá er í upphafi hægt að slá því föstu, að um- ráðamaður lóðar hefur alls ekki frjálsan byggingarrétt. Þvert á móti er réttur hans takmarkað- ur á marga lund í ýmsum iaga- og reglugerðarákvæðum, sem hér yrði allt of langt mál að rekja. Hvað byggt verður á ná- grannalóð fer fyrst og fremst eftir staðfestum skipulags- uppdráttum. Menn geta snúið sér til bæjaryfirvalda og kynnt sér slíka uppdrætti og skipu- lagsmálefni varðandi nágrenni sitt. Samkvæmt núgildandi byggingar- og skipulagslöggjöf er nágrönnum tryggður viss réttur til áhrifa á skipulags- og byggingarmálefni í nágrenni sínu. Staðfest skipulag er ekki að- eins bindandi fyrir fasteignaeig- endur og aðra rétthafa fasteign- ar, heldur og einnig fyrir bygg- ingar- og skipulagsyfirvöld og önnur stjórnvöld, nema heimild sé til að víkja frá því. Brjóti stjómvöld gegn staðfestu skipu- lagi getur það leitt til bótaskyldu stjórnvalda. Sé bygging háhýsis á viðkom- andi lóð andstæð skipulags- eða byggingarlöggjöf þá ætti réttur nágranna að vera skýr, a.m.k. í formi skaðabótaréttar. Ef hins vegar afstaða og gerð háhýsis á nágrannalóðinni brýt- ur hvorki í bága við reglur skipulags- og byggingalöggjafar og staðfesta skipulagsuppdrætti þá getur nágranninn sennilega lítið að gert. í því sambandi er einnig til þess að lita, að alltaf má vænta nokkurra óþæginda af nágrenni og þéttbýli. I þeim tilvikum sem nú hafa verið rakin er aðstaðan nokkuð ljós, en vandamálið er hins vegar ef svæði það sem nú er íhugað að reisa háhýsi á hefur verið óskipulagt eða skipulaginu verið breytt á löglegan hátt þannig að nú sé gert ráð fyrir háhýsi, þar sem áður átti að vera autt svæði eða lægra hús. Eins og áður seg- ir þá er húseigendum nú tryggð- ur tréttur til að hafa áhrif á framkvæmd og breytingar á skipulagi í nágrenni sínu. Ef andmæli þeirra fá hins vegar ekki hljómgrunn hjá byggingar- og skipulagsyfirvöldum þá er alla jafna fátt hægt að gera a.m.k. ef bygging háhýsis á nágrannalóðinni telst eðlileg hagnýting lóðarinnar, sem ná- granninn hefði mátt gera ráð fyrir. Hafi nágranninn andmælt skipulaginu og fyrirhugaðri byggingu og teljist hún óeðlileg hagnýting lóðarinnar og honum til meiri ama og óþæginda en hann með sanngirni hefði mátt ætla þá kann hann að eiga bóta- kröfu á yfirvöld og byggingarað- iia. Sigurður Helgi Guðjónsson, lögfræðingur Húseigenda- félags Reykjavíkur. Þingmaður væntir sín EINN þingmannanna okkar er kona ekki einsömul og væntir hún sín í lok septem- bermánaðar. Alþingismaður mun því í annað skipti í sögu lýðveldisins, ef allt gengur að óskum, fara í barnsburöarleyfi á komandi hausti. Þingmaðurinn sem hér um ræðir er Kristín S. Kvaran frá Bandalagi jafn- aðarmanna. Hún sagði í viðtali við blaöamann Mbl., að hún ætti von á sinu þriðja barni í lok septembermánaðar. Eldra barn hennar er 20 ára, en það yngra 10 ára, en hún sagði þó ekki um neina „tíu ára reglu“ að ræða. Kristín sagðist því reikna með að taka þriggja mánaða fæðingarorlof strax eftir reglulegan samkomudag Alþingis í haust og myndi þá varamaður hennar taka sæti á Alþingi. Að sögn Jóhannesar Halldórssonar, fyrrverandi deildarstjóra á Alþingi, yrði þetta í annað sinn í sögu lýðveldis- ins sem þingmaður fær fæðingarorlof. Ragnhildur Helgadóttir núverandi menntamálaráðherra eignaðist barn er hún sat á þingi árið 1960 og fékk þá fæðingarorlof. Fæðingarorlof þing- manna er samkvæmt lðgum um rétt- indi og skyldur ríkisstarfsmanna þrír mánuðir. Meisolutkid á hvetjum degi! Athugasemd frá Land- græðslu ríkisins ATHUGASEMD frá Landgræðslu ríkisins við frétt í Morgunblaöinu, laugardag- inn 12. maí sl., frá fréttaritara blaðsins Páli í Varmahlíð í Skagafirði, er bar fyrirsögnina „Uggur í skagfirskum bændum vegna beitarmála" og fjallar um fund um beitarmál í Eyvindarstaðarheiði. Rangt er farið með nafn fundar- boðenda, það var ekki Ungmennafé- lag íslands, heldur Búnaðarfélag ís- lands, sem var einn þriggja fundar- boðenda ásamt Landgræðslu ríkisins og Gróðurverndarnefnd Skagafjarð- arsýslu. í frásögn af því sem gerðist á fundinum er mjög hallað á réttu máli. Á fundinum var lagt fram nýtt mat Rannsóknastofnunar landbún- aðarins á beitarþoli Eyvindarstað- arheiðar sem framkvæmt var á sl. sumri að beiðni Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Blönduvirkjun- ar. Niðurstöður þess eru I samræmi við fyrri skoðanir Landgræðslu ríkisins, það er að á Eyvindarstað- arheiði er um verulegan uppblástur og gróðureyðingu að ræða og heiðin greinilega ofsetin af búfé. Umræður snerust um á hvern hátt mætti draga úr beitarálagi á sem hag- kvæmastan hátt fyrir bændur. Ennfremur var rætt um hann við lausagöngu stóðhrossa á Eyvind- arstaðarheiði vegna hinna umfangs- miklu uppgræðsluframkvæmda vegna væntanlegrar Blönduvirkjun- ar. Hvorki bændur né þeir aðilar sem að uppgræðslunni standa munu sætta sig við það að stóðhross nagi viðkvæman nýgræðing upp jafnóð- um og hann byrjar að vaxa í 400—500 m hæð yfir sjávarmáli. Þar sem að sá fjöldi sauðfjár sem rekinn hefur verið undanfarin ár fullnýtir nokkurn veginn þá beit sem hæfilegt getur talist er um tvennt að ræða, annað hvort að banna upprekstur stóðhrossa eða að gírða hólf fyrir þau á afrétti og minnka upprekstur sauðfjár sem því beitilandi nemur. Landgræðslan er þó á móti því að girða hrossin af á heiöinni og telur jafnframt að ekki sé beit fyrir þann sauðfjárfjölda, sem rekinn hefur verið. Tillaga um að leyfa upprekstur stóðhrossa á heiðina, þrátt fyrir að framangreindar staðreyndir lægju fyrir, kom fram eftir að auglýstum fundartíma lauk og því ekki hægt að taka hana til afgreiðslu án um- ræðna. I lok fréttarinnar er því hald- ið fram, að stjórn upprekstrarfélags Eyvindarstaðarheiðar hafi frá árinu 1978 takmarkað upprekstur á heið- ina með hliðsjón af ráðleggingum Landgræðslu ríkisins. Hið rétta er að ekki hefur verið farið eftir ráð- leggingum Landræðslunnar og land- nýtingarráðunauts Búnaðarfélags íslands nema að nokkru leyti og fjöldi hrossa hefur ekki minnkað á þessum árum, en ástand gróðurs hefur farið versnandi. Fréttaflutningur af þessu tagi stuðlar ekki að því að samkomulag náist um skynsamlega og hóflega nýtingu á Eyvindarstaðarheiði. Ekki er verið að vega að hagsmun- um bænda, þvert á móti munu fyrir- hugaðar aðgerðir stuðla að hag- kvæmari búskap í viðkomandi sveit- um. Gunnarsholti, 16. maí 1984, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.