Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 6 % verðlækk- un á rækju YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur nú ákveðið nýtt lágmarks- verð á rækju fyrir maímánuð. Felur það í sér verðlækkun á stórri rækju, en verð á smárri rækju stendur í stað. Að meðaltali nemur lækkunin 6%. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda, sem mótmæltu verðlækkuninni harðlega og lýsa furðu sinni á afstöðu fulltrúa Þjóðhagsstofnunar. Oddamaður var Rósmundur Guðnason frá Þjóðhagsstofnun, fulltrúar kaupenda Marías Þ. Guðmundsson og óttar Yngvason, en fulltrúar seljenda Ágúst Ein- arsson og Ingólfur Stefánsson. Fulltrúar seljenda gerðu svo- fellda grein fyrir atkvæði sínu: Við undirritaðir fulltrúar út- vegsmanna og sjómanna í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins mótmælum harðlega þeirri af- stöðu fulltrúa Þjóðhagsstofnunar í yfirnefnd Verðlagsráðs að standa að stórfelldri verðlækkun á rækju með fulltrúum rækjukaup- enda. Á undanförnum mánuðum hef- ur áhugi aukist verulega á rækju- veiðum hér við land í kjölfar minnkandi þorskafla, og útgerða- menn lagt í gífurlegan kostnað við aö útbúa skip sín til þessara veiða, þrátt fyrir mikla óvissu um afla- brögð og afkomu. Með þessari verðlagningu er allri áhættu bægt frá kaupendum yfir til seljenda. Það er staðreynd að fjárhagsleg staða rækjuverksmiðja hér á landi er ekki verri en svo að þær hafa keypt fjölda skipa siðustu mánuði til þess að tryggja sér hráefni, ásamt því að flytja inn rækju til vinnslu erlendis frá á hærra verði en gilti hérlendis fyrir þessa verð- lækkun. Sem dæmi um þær óraun- hæfu forsendur sem lagðar eru til grundvallar við þessa verðlagn- ingu má benda á að reiknað er með því að það kosti kr. 9,12 pr. kg að flytja rækju frá íslandi til Evr- ópu en til samanburðar er rækja flutt frá vesturströnd Grænlands til Evrópu fyrir kr. 3,75 pr. kg og frá Norður-Noregi fyrir kr. 3,42 pr. kg. Að lokum vilja undirritaðir ítreka furðu sína á afstöðu full- trúa Þjóðhagsstofnunar í þessu máli og bendum á að með slíkri verðlagningu þá stefnir í þá átt að öll helstu rækjuveiðiskipin komist í eigu rækjuverkenda. Waldo Bien og Josef Beuys. Myndin var tekin í París 1. janúar sl., nánar tiltekið í sjónvarpsstöðinni sem sá um útsendingu „Good Morning Mr. Orwell“ frá París. Myndbandasýning í Nýlistarsafninu — mynd um grafir egypskra konunga og tvær myndir frá „alheimsfjölmiðlun“ HOLLENSKI nýlistamaðurinn Waldo Bien sem nú er staddur hér á landi heldur vídeósýn- ingu í Nýlistasafninu á morg- un, laugardag, og hefst hún kl. 16. í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist segir að sýndar verði þrjár myndir, ein sem nefnist Regal Star Project og fjallar um grafir fornegypskra konunga og tvær myndir frá út- sendingu á klukkustundar löng- um þætti, sem sendur var beint um gervihnött í gegnum sjón- varpsstöðvar í New York, París og Nýju Delhi þann 1. janúar sl. Þátturinn nefndist „Good Morning Mr. Orwell" og í fréttatilkynningunni segir að áætlað hafi verið að um 160 milljónir manns hafi fylgst með útsendingunni. Þar segir ennfremur: „Þetta var tilraun sjónvarpsstöðvanna til að sýna fram á, með hjálp myndlistarmannanna, að George Orwell hafi ekki reynst sannspár í skáldsögunni frægu, „1984“. Fjöldi heimsþekktra myndlistarmanna voru með í spilinu. Salvador Dali, Josef Eleuys, John Cage og Andy Warhol svo nokkrir séu nefnd- ir.“ Aðgangur að sýningunni er ókeypis og hún hefst sem fyrr segir kl. 16. Bókmenntaverðlaun Reykjavíkur ÞAU MISTÖK urðu í blaðinu í gær, er skýrt var frá veitingu bókmenntaverðlauna Reykjavík- urborgar, að nafn Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur misritaðist. Stóð þar Sigrún. — Biðst blaðið vel- virðingar á þessu. Safn bátamynda HJÓNIN Bryndís Jónsdóttir og Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð gáfu Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum veglegt safn báta- mynda, en ekki Jón einn eins og mishermt var í blaðinu í gær. Leiðréttist þetta hér með. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Krá kosningabaráttunni: hin glaðbeittu og grunnreifu forsetahjón beittu sér óspart. Filippseyjan Vogar Marcos sér að láta falsa kosningaúrslitin ? ÞAÐ ER SÓL og blíða og hiti þessa daga á Filippseyjum, en það er ekki síður hiti í andstæðingum Ferdinands Marcos forseta vegna þeirra undarlegu yfirlýsingar, sem var gefin út á miðvikudag, þess efnis, að kosningaúrslit myndu ekki liggja fyrir fyrr en eftir viku eða tíu daga. Fljótlega eftir að talning hófst á mánudagskvöld þótti stjórnandstæð- ingum sem talning atkvæðanna gengi undra seint og yfirlýsing aðal- kjörstjórans, Vincente Santiago, varð ekki til þess að bæta úr skák. Áður en þessi tilkynning var gefin út hafði Marcos forseti lýst því gunnreifur yfir í viðtali við bandarískar sjónvarpsstöðvar, að flokkur sinn KBL væri að vinna yfirburðasigur og myndi væntanlega fá um níutíu prósent atkvæða. Marcos viðurkenndi þó aðspurður að útlit væri fyrir, að stjórnarandstöðuflokkar hefðu aukið fylgi sitt og sagði ýmsar augljósar ástæður vera fyrir fylgisaukningu þeirra. Þegar Vincente Santiago var svo inntur eftir því, hvernig það mætti vera, að forsetinn vílaði ekki fyrir sér að lýsa yfir stór- sigri flokks sins áður en úrslit væru kunn og reyndar hafði Santiago látið að því liggja, að talning væri enn mjög skammt á veg komin, svaraði Santiago því stuttaralega: „Það er á ábyrgð forsetans." Opinberlega liggja úrslit ekki fyrir nema í örfáum kjördæm- um. Athygli hefur vakið að við- urkennt hefur verið að athafna- samur stjórnarandstæðingur Aquilino Pimentel sigraði í bæn- um Cagayan de Oro. Hann hefur margsinnis setið í fangelsi vegna andstöðu við stjórn Marcosar. Pimentel hefur verið nefndur sem hugsanlegur frambjóðandi gegn Marcosi í næstu forseta- kosningum á Filippseyjum 1987. Hann ávarpaði stóran og fagn- andi hóp stuðningsmanna sinna eftir að fyrir lá, að hann hafði náð kjöri og sagði að hann myndi beita sér af öllum kröft- um fyrir því að koma frá einræð- isstjórninni undir forystu Marc- osar. Vakti yfirlýsing hans mikla ánægju viðstaddra. Salvador Laurel, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins UNIDO, sagðist hafa sett á laggirnar sérstaka nefnd lög- fræðinga sem ættu að aðstoða frambjóðendur UNIDO sem rangindum yrðu beittir í kosn- ingunum. Eftir öllum sólarmerkjum nú að dæma — og hvað sem líður yfirlýsingum Marcosar — virð- ast 88 þingsæti falla { hlut stjórnarandstæðinga, þar af 52 til frambjóðenda UNIDO, en 20 til frambjóðendur fimm annarra flokka, þar með talinn PDF- flokk Pimentel. Sextán fram- bjóðenda sem eru líklegir til að ná kjöri frá stjórnandstöðunni teliast óháðir. I fyrrnefndum viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar þar sem Marcos jánkaði því að stjómarandstöðunni hefði auk- izt fylgi sagði hann meðal ann- ars: „Við höfum gert okkur grein fyrir því, að stjórnarandstæðan myndi bæta við sig á ýmsum stöðum, en við höfum ekki enn yfirsýn yfir hversu mikið þð mun vera. Hins vegar ætti þetta að sýna umheimi fram á að kosningarnar voru fullkomlega frjálsar og lýræðislegar.“ En sem nú dagar líða fram og talningu virðist ekki miða agn- arögn er farið að síga í ýmsa. Andstæðingar Marcosar stað- hæfa fullum fetum, að þessi tími verði notaður vel og vendilega af Marcosarliðinu til að birta síðan þau úrslit sem honum verða hag- stæð. Að vísu muni hann ekki geta útilokað stjórnarandstöð- una eins og hann hefur gert, en hann muni láta takmarka mjög þingmannafjölda hennar og ekki skirrast við að falsa úrslit þar sem mjótt sé á munum. í fyrstu fréttum frá kosningunum sögðu óopinberar heimildir að fram- bjóðendur stjórnarandstöðunnar leiddu í yfir áttatíu og áttr. kjör- dæmum af 183. Meðal þeirra ráðherra i stjórn Marcosar sem virtust nokkuð öruggir með að vinna sæti sitt án þess að rangt væri haft við er forsætisráð- herra landsins, Cesar Virata. Hins vegar var haft fyrir satt að Teodoro Pena sem er umhverfis- málaráðherra, Richardo Puno dómsmálaráðherra Arturo Tanco landbúnaðarráðherra og ... en mótmæli voru líka uppi höfó. Leonardo Perez stjórnmálaráð- herra stæðu mjög höllum fæti. Imalda Marcos hin fagra og fláráða frú Marcosar hafði í kosningabaráttunni haft sig mjög í frammi-og spáð því að flokkur Marcosar myndi vinna yfirburðasigur. Hún sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til að flytja ræður á fundum óg ferðast um vítt og breitt en deildar meiningar eru um, hversa vel þessi framganga mun skila sér. Dóttir þeirra Marcoshjóna Imee var í framboði og ekki vit- að hvort hún náði kjöri. Imee býr með kvæntum manni, Mant- oc að nafni. Það þótti því hið vandræðalegasta mál, þegar kona Mantocs, Aurora Mantoc, sem er fyrrverandi fegurðar- drottning líkt og Imalda á sínum tíma — ákvað að bjóða sig fram í einni af útborgum Manilla og lét mjög til sín taka. Fréttir um úrslitin munu því ekki alveg á næsta leiti, eins og í upphafi var skrifað. Hins vegar mun Marcos áreiðanlega hika og verða að hugsa sig töluvert leng- ur um en venjulega áður en hann lætur falsa úrslit kosninganna — ef þau hafa verið honum í óhag. Einræðisstjórn hans hefur sætt meiri og málefnalegri gagn- rýni nú síðustu mánuði en lengi áður. Því er spurningin hversu langt hann muni voga sér að ganga með augu vina sinna Bandaríkjamanna hvílandi á sér og þó nokkurn fjölda af milljón- um augna annars staðar í heim- inum, sem hafa fylgst með stjórn hans af vaxandi andúð. (Heimildir AP — Newsweek — Kar Kastern Kconomie Keview)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.