Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 15 Verkfóll í Vestur-Þýskalandi Verkamen í BMW-bílasmiðjunum í MUnchen í Vest- ur-Þýskalandi lögðu í gær niður vinnu í tvær stundir og voru þeir þá að mótmæla þeirri tilkvnningu verk- smiðjustjórnarinnar, að hætta yrði vinnu við samsetn- inguna seinna um kvöldið vegna þess, að bflhlutina vantaði. Ástæðan fyrir því er sú, að bflhlutirnir eru framleiddir í Stuttgart en þar hafa verið verkfóll og miklar framleiðslutafir. Verklollin þar stafa hins veg- ar af því, að verkamenn vilja stytta vinnutímann niður í 35 stundir. Myndin var tekin í BMW-smiðjunum í þann mund sem verkamenirnir gengu út. AP. A-þýskur íþrótta- maður flýr Kóm, 17. maí. AP. NÍTJÁN ára gamall Austur- Þjóðverji, sem þátt tók í al- þjóölegu sundmóti í Róm, hef- ur beðist hælis í Vestur- Þýskalandi. Þaö var á sunnu- dag, að hann lét sig hverfa úr hópi landa sinna. Starfsmaður í v-þýska sendi- ráðinu í Róm segir, að sundmað- urinn, Frank Hoffmeister að nafni, hafi komið í vestur-þýska sendiráðið í borginni sl. mánu- dag og beðið starfsmennina um aðstoð. „Að vestur-þýskum lög- um ber okkur að veita öllum Þjóðverjum aðstoð, hvort sem þeir koma frá austur- eða vest- urhlutanum," sagði sendiráðs- maðurinn. Breska herfræðistofnunm: Sambúð austurs og vesturs ekki verið verri í 20 ár IiOndon, 17. maí. AP. SAMBÚÐ austurs og vesturs hefur ekki veriö verri síðan í Kúbudeil- unni 1961, tilhneiging til að leysa ágreiningsmál meö valdi fer vaxandi um heim allan og friðarhorfur eru dökkar, segir í ársskýrslu Bresku herfræðistofnunarinnar (IISS), sem birt var í London í dag. í skýrslunni segir að öndvert við þess sé ósveiganleg stefna stjórn- Kúbudeiluna virðist núverandi valda í í Moskvu og Washington. kreppa í samskiptum stórveld- Robert ONeill forstöðumaður anna ætla að verða langvinn og HSS segir, að enda þótt árið 1983 fremur harðna en hitt. Ástæða hafi verið slæmt hvað varðar sam- Bresk flugfélög lækka fargjöld skipti ríkja heims, þá sé það ekki skoðun sérfræðinga stofnunarinn- ar að styrjaldarlíkur í heiminum hafi aukist á árinu. Breska herfræðistofnunin er óháð rannsóknarstofnun og nýtur mikillar virðingar. Að undaniornu hafa Bret- ar aukið mjög áróður sinn fyrir lægri flugfargjöldum í Evrópu þótt ekki sé líklegt, að til verðstríðs komi. í síð- ustu viku tilkynntu British Airways, hollenska flugfélag- ið KLM og British Caledoni- an Airways, að fargjöld á leiðinni London-Amsterdam, fram og til baka, myndu eftir I. júlí nk. lækka í 49 pund, rúmar 2.000 kr. ísl., og yrðu þá um 1.560 ísl. kr. lægri en íægstu fargjöld nú. Gera Bretar og Hollendingar sér vonir um, að þessi lágu far- gjöld dragi til sín fólk frá öðrum borgum og að önnur flugfélög verði þá fúsari til að lækka sín fargjöld einnig. Þessi nýju fargjöld BA og KLM eru með þeim hætti, að fólk kaupir sér ódagsettan farmiða en reynir síðan að panta farið deg- inum áður en það ætlar að fara. Ef allt er upptekið verður við- komandi að bíða. Upp á þessi far- gjöld verður aðeins boðið utan mestu annatíma og þarf þá ekki að biðja um þau með neinum fyrirvara eða vera einhvern lág- markstíma á áfangastað. Bretar gera sér vonir um, að Belgíumenn snúist á sveif með þeim og Holiendingum í viðleitni þeirra til að auka samkeppnis- frelsið í fluginu en á meginland- inu eru flestir þeim andsnúnir, einkum Frakkar og ítalir. Á fjöl- förnum flugleiðum í Evrópu eru fargjöld hærri en á sambæri- legum leiðum í Bandaríkjunum og má nefna sem dæmi, að milli Parísar og London kostar um 3.000 kr. aðra leið en ekki nema 1.800 kr. milli New York og Washington, sem er jafn löng leið. Á móti kemur, að tiltölulega ódýrt leiguflug er miklu algeng- ara í Evrópu en Bandaríkjunum en það gerir aftur flugfélögunum erfiðara um vik með að lækka verð í áætlunarfluginu. Annar meginmunurinn, sem er á flugfélögum vestan hafs og austan, er sá, að í Evrópu eru öll þau stærstu ríkisrekin og þess vegna lítil hætta á, að ríkis- stjórnirnar steypi sér út í verð- stríð, sem gæti kostað brotlend- ingu hjá þeirra eigin félagi. Irwin Shaw, höfundur „Gæfu og gjörvileika". Irwin Shaw er látinn Klosters, Sviss, 17. maí, AP. BANDARÍSKI rithöfundurinn Irwin Shaw lést í gær á sjúkrahúsi i Davos í Sviss, 71 árs að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Shaw var víðkunnur fyrir smá- sögur sínar og leikrit, en vakti fyrst heimsathygli fyrir skáldsög- una The Young Lions, sem út kom eftir síðari heimsstyrjöldina og fjallaði um líf hermanna á vígstöðvunum. Ein skáldsaga hans hefur komið út í íslenskri þýðingu undir nafninu Gæfa og gjörvileiki (Leiftur 1978), en eftir henni voru samnefndir sjónvarpsþættir, sem gerðir sýndir voru hér á landi. Málamiðlun um MX-eldflaugar Wa.shington, 17. maí. AP. BANDARÍSKA fulltrúadeildin sam- þykkti í gær smíði 15 MX-flauga af þeim 40, sem Reagan forseti hafði farið fram á. Það skilyrði var þó sett fyrir smíðinni, að Sovétmenn hefðu ekki fallist á nýja afvopnunarsamn- inga í aprfl á næsta ári. Litið er á samþykktina seem málamiðlun og féllust stuðn- ingsmenn forsetans á flaugarnar 15 til að eiga ekki á hættu, að þingið hafnaði öllum fjárveiting- um til MX-áætlunarinnar eins og demókratar vildu flestir. Lokatöl- ur á þingi voru 229 MX í vil en 199 á móti. Með samþykktinni verður 1,8 milljörðum dollara varið til MX- áætlunarinnar á næsta fjárlaga- ári en þó því aðeins, að Sovétmenn hafi ekki sest aftur að samninga- borðinu í apríl á næsta ári. Það skilyrði hefur þó engin áhrif á smíði 21 MX-flaugar, sem sam- þykkt var í fyrra. MX-flaugarnar, sem hver um sig er búin 10 kjarnaoddum, verða ekki komnar í skotstöðu fyrr en 1986. Pakistan: ERLENT Khyber-Hkardi, PakÍHtan, 17. maí. AP. SOVÉSKAR MiG-orrustuþotur og fall byssuþyrlur gerðu í dag loftárásir á lít- ið afganskt þorp skammt frá Michni ('andao-landamærastöðinni í 1‘akistan. Gerðist það aðeins 90 mínútum áður en George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, kom til stöðvarinnar. Afganska þorpið, sem Sovétmenn völdu til árásarinnar, heitir Lalpura og er um 11 km fyrir vestan landa- mærastöðina. Mátti heyra þangað gnýinn frá sprengingunum. Flestir telja loftárásina enga tilviljun og að með henni hafi Sovétmenn viljað koma þeim skilaboðum til Pakistana og Bush, að þeir hefðu undirtökin í Afganistan. George Bush kom í dag í flótta- mannabúðir Afgana í Nasir Bagh en þar eru 12.000 manns, aðallega kon- ur og börn. í Norðvestur-Pakistan eru 200 slíkar flóttamannabúðir með 2,2 milljónum manna. Flóttafólkið fagnaði Bush ákaflega og gaf honum þrjú fórnarlömb, sem síðan var slátrað og etin að afgönskum sið. IfiESiTiUN Bush fagnað af flóttafólki AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Perth 29. mai Bakkafoss 8. júni City of Perth 19. júni Bakkafoss 29. júnl NEW YORK City of Perth 28. maí Bakkafoss 7. júní City of Perth 18. júní Bakkafoss 28. júní HALIFAX Bakkafoss 21. mai Bakkafoss 11. júní BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 20. mai Álafoss 27. mai Eyrartoss 3. júni Álafoss 10. júni FELIXSTOWE Eyrarfoss 21. mai Álafoss 28. mai Eyrarfoss 4. júní Álafoss 11. júni ANTWERPEN Eyrarfoss 22. maí Álafoss 29. maí Eyrarfoss 5. júni Álafoss 12. júní ROTTERDAM Eyrarfoss 23. mai Álafoss 30. mai Eyrarfoss 6. júní Álafoss 13. júní HAMBORG Eyrarfoss 24. mai Álafoss 31. mai Eyrarfoss 7. júní Álafoss 14. júni WESTON POINT Helgey 29. maí LISSABON Vessel 21. maí LEIXOES Vessel 22. maí BILBAO Vessel 24. mai NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 18. maí Deftifoss 25. mai Mánafoss 1. júní Dettifoss 8. júní KRISTIANSAND Mánafoss 21. maí Deffifoss 28. maí Mánafoss 4. júni Dettifoss 11. júni MOSS Mánafoss 22. mai Dettifoss 25. maí Mánafoss 5. júní Dettifoss 8. júni HORSENS Dettifoss 30. maí DettifosS 13. júní GAUTABORG Mánafoss 23. maí Dettifoss 30. mai Mánafoss 6. júni Dettifoss 13. júní KAUPMANNAHÓFN Mánafoss 24. maí Dettifoss 31. maí Mánafoss 7. júní Dettifoss 14. júní HELSINGJABORG Mánafoss 25. maí Deffifoss 1. júni Mánafoss 8. júní Dettifoss 15. júni HELSINKI Elbeström 30. mai GDYNIA Elbeström 4. júní ÞÓRSHÓFN Mánafoss 16. júní VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.