Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 17 Útgefandi nlftifrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÓstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skelfunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Vel þarf að vanda ný kosningalög Aborðum þingmanna liggur nú greinargerð frá Jóni Ragnari Stefánssyni, dósent í stærðfræði við Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla ís- lands, þar sem sýnt er fram á með stærðfræðilegum rökum að reglur í frumvarpi að nýjum kosningalögum um úthlutun þingsæta innan hvers kjördæm- is virði að vettugi það sjónarmið að afl atkvæða skuli ráða niður- stöðum kosninga. Segir Jón Ragnar í greinargerð sinni að „eindregið verði að ráða frá, að slík úthlutunarregla verði stað- fest“. Jón Ragnar Stefánsson nefnir þrjú meginatriði, sem flestir munu fallast á að virða eigi við úthlutun þingsæta í hlutfalls- kosningum. Þessar reglur eru: • Fái listi með tilteknum fjölda atkvæða í kjördæmi einn þing- mann kjörinn, á listi, sem hlýtur meira en tvöfaldan þann fjölda atkvæða í sama kjördæmi að fá a.m.k. tvo þingmenn kjördæma- kosna. • Listi, sem fær hreinan meiri- hluta atkvæða í kjördæmi, á að fá meirihluta þingsæta, ef fjöldi þingsæta er oddatala, en a.m.k. helming, ef fjöldinn er jöfn tala. • Sé þingsætum fjölgað fyrir tiltekið kjördæmi, á enginn listi að fá færri þingsæti efir fjölgun, en hann hafði áður, miðað við sömu úrslit. Úthlutun þingsæta sam- kvæmt reglu D’Hondts virðir öll þessi skilyrði. Það gerir hins- vegar regla „stærstu leifa" ekki. Að mati Jóns Ragnars býður frávik frá reglu D’Hondts heim eftirfarandi óreglum: • Tveir listar með færri at- kvæði samanlagt en sá þriðji geta fengið fleiri þingmenn samanlagt en hann. Tveir litlir flokkar eiga meiri möguleika en einn stór. Jafnvel þótt einn stór flokkur hlyti hreinan meirihluta atkvæða er ekki víst að hann fengi helming þingsæta. • Miðað við hlutfallslega sömu úrslit í tveimur kjördæmum, sem kjósa mismarga þingmenn, getur listi fengið þingmann í því kjördæmi, sem kýs færri þing- menn á þingi, þó að hann fái engan þingmann kjörinn í því kjördæmi, sem sendir fleiri þingmenn á þing. í frumvarpi að kosningalög- um, óbreyttu, er áætlað að nota reglu stærstu leifa við dthlutun þriggja fjórðu hluta þingsæta. Það getur valdið skekkju, sem ýtir undir stofnun smáflokka. Það gæti jafnvel verið hag- kvæmara fyrir stóran flokk að bjóða fram skiptur en samein- aður. Samkomulag það sem náðst hefur milli fjögurra flokka um breytingu á stjórnarskrá til að draga úr misvægi atkvæða, þann veg að það verði a.m.k. ekki meira en það var eftir kjör- dæmabreytingu 1959, er skref til réttrar áttar. Ábendingar Jóns Ragnars fela ekki í sér að hrófl- að verði við samkomulags- ákvæðum um breytingu á stjórnarskrá. Þær ná aðeins til kosningalagaatriða sem einfalt er að breyta, ef um það næst samstaða. Það er skylda þingheims að vanda vel skipan mála, er varða reiknireglur í kosningum til Al- þingis. í því efni á réttsýnin ein en ekki flokkahagsmunir að ráða ferð. Þingmenn, sem eru á kaupi allt árið, þurfa ekki — og eiga ekki — að flýta sér svo frá þingstörfum að bitni á starfs- gæðum í afgreiðslu hinna mik- ilvægari mála. Tveggja til þriggja vikna lenging þings, til að færa kosningalög til betra horfs, er sjálfsagður hlutur. Hugmynd þingflokksformanns sjálfstæðismanna, Ólafs G. Ein- arssonar, um stutt þinghlé nú og síðan fárra vikna sumarþing, er gengi endanlega frá málum af þessu tagi, er einnig athyglis- verð. Morgunblaðið hvetur þing- heim til að vanda vel vinnu- brögð við setningu nýrra laga um kosningar til Alþingis. Nauðgunarmál rædd á þingi Miklar umræður hafa farið fram að undanförnu um nauðgunarmál og meðferð þeirra, bæði á Alþingi og utan þess. í umræðum þessum og í þingsályktunartillögu, sem þingmenn samtaka um Kvenna- lista hafa flutt á Alþingi hafa komið fram þau sjónarmið, að ýmsu sé ábótavant um meðferð nauðgunarmála. Þannig segir í greinargerð fyrrnefndrar þings- ályktunartillögu, að líklegt megi telja, að fjölmörg nauðgunar- brot séu ekki kærð vegna þess, að „konur treysti sér ekki til að ganga í gegnum þá niðurlæg- ingu, sem fylgir kæru og rann- sókn málsins". f tillögu þingmanna Kvenna- listans og í umræðum á opinber- um vettvang! hefur verið bent á það, að eðlilegt sé, að rannsókn- arlögreglumaður sá sem yfir- heyri brotaþola sé kona, að læknir sá sem skoði brotaþola sé kona og brotaþola sé tryggð margvísleg aðstoð og ráðgjöf í upphafi kærumáls. Morgunblaðið vill taka undir þessar ábendingar þingmanna Kvennalistans og hvetja Alþingi til þess að samþykkja þessa þingsályktunartillögu, og stjórnvöld til þess að fylgja henni rækilega eftir. Flugmenn Flugleiða: Við munum beita öll- um vopnum lögleg- um sem tiltæk eru Björn Guðmundsson, formaður samninganefndar, Jóhannes Áskelsson, einn samninganefndarmanna, og Frosti Bjarna- son, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. MorgunblaAið/KEE. Flugmenn Flugleiða og kjaradeila þeirra við Flugleiðir hafa verið mjög í sviðsljósinu að undanfórnu, ekki síst eftir að Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra mælti f fyrradag fyrir laga- frumvarpi sem bannar verkfall það sem þeir höfðu boðað í dag, en frumvarpið varð að lögum f fyrrakvöld. Blaðamaður Morgunblaðsins fór í heimsókn í húsa- kynni FÍA f gær, þar sem hann hitti að máli þá Frosta Bjarnason, formann FÍA, og samninganefndarmennina Björn Guðmundsson og Jóhannes Áskelsson og ræddu þeir þar sjónarmið sín og svör- uðu spurningum blm. — Frosti, hvað felst f þessum orð- um þínum, „verst fyrir Flugleiðir," sem þú lést falla þegar lagasetningin var orðin að staðreynd? „Lagasetning eykur ekki vinnugleði fólks og er ekki heilsusamleg. Ég hef alltaf álitið að það væri megin- markmið hjá þeim sem stjórna fyrir- tækjum, að hafa starfsfólkið ánægt. Starfsfólk sem vinnur undir lögum, getur ekki verið ánægt," sagði Frosti. — Eruð þið með þessu að segja að Flugleiðir hafi óskað eftir þessari lagasetningu, þó svo að Flugleiða- menn hafi lýst því yfir það hafi þeir ekki gert? „Já, við erum að segja það,“ segir Frosti, „það hefur skinið í gegn allan tímann, að Flugleiðir hafa reiknað með lagasetningu." — Hvað segið þið um lögin sem slík — hvernig líst ykkur á innihald þeirra og þann gerðardóm sem hefur verið ákveðinn ti) þess að úrskurða um kjör ykkar? Björn: „Okkur lfst illa á hann, en við höfum svarað þvf játandi að við munum fara að þessum lögum, en ég bara spyr — hvað er að fara að lög- um?“ — Ertu þar með að segja að þið munið í auknum mæli beita þeim skæruhernaði sem þið hafið gert, frá þvf að þið aflýstuð fyrra verkfallinu? Það er Jóhannes sem verður fyrir svörum, og segir hann: „Við höfum ekki beitt neinum skæruhernaði. við höfum einungis farið eftir samning- um, og ef það er kallað skæruhernað- ur að fara eftir samningum, þá er það eitthvað einkennileg túlkun." Frosti bætir hér við: „Sannleikurinn ér sá að það að vinna eftir samningum, dugir Flugleiðum einfaldlega ekki, og hefur ekki gert lengi. Þeir þurfa alltaf að fá svolítið meira, til þess að vélarnar geti flogið." Jóhannes hefur orðið á nýjan leik og hann segir: „Menn verða einfaldlega að gera sér það ljóst, að Flugleiðir hafa á undanförnum árum rekið Norður-Atlantshafsflugið á undanþágum og velvilja og lipurð flugmanna. Svo nefna þeir það skæru- hernað og skemmdarverk, þegar unn- ið er samkvæmt gildandi samning- um* Vantar a.m.k. tvær áhafnir á DC-8 Björn segir um þetta: „Við erum á undanförnum tveimur árum búnir að vara Flugleiðir við vegna þess hve gróft vanmat ríkir hjá þeim um áhafnaþörf hjá Flugleiðum fyrir DC-8 á sumaráætlun. Nú síðast um miðjan mars létum við þá vita bréflega um þessa afstöðu okkar og til hvaða ráða við munum grípa vegna þessa. Við teljum, að útilokað sé að framkvæma sumaráætlun félagsins á eðlilegan hátt og innan marka kjarasamninga FÍA og Flugleiða." 1 máli flugmann- anna kemur fram að þeir telja að a.m.k. tvær áhafnir vanti á DC-8-vél- arnar, til þess að allt sé með eðli- legum hætti. Segjast þeir munu taka sína umsömdu hvild mánaðarlega og sumarleyfi á sumarorlofstíma. For- stjóri og stjóm Flugleiða geti þvf sjálfum sér um kennt, þegar upp komi erfiðleikar vegna áhafnaskorts á E>C-8-flugvélum á komandi sumar- áætlun. Þegar áhafnaskrá Flugleiða fyrir Ameríkuflugið frá 16. þessa mánaðar til mánaðamóta er skoðuð kemur i ljós að f sex tilvikum er ekki um neina varamenn á skrá að ræða, en það segja flugmennirnir vera vegna þess að engir menn séu til í slíkt í þessum tilvikum. Stefnir alit í það, að a.m.k. eitt flug vestur um haf falli niður af þessum sökum nú um helgina, og þeir benda á að ekkert megi út af bera, til þess að þau verði ekki fleiri. — Nú segið þið að Norður-Atlants- hafsflugið hafi verið rekið á undan- þágum og velvild og lipurð ykkar. Hafa velvildin og lipurðin ekki verið gagnkvæm, þannig að Flugleiðir hafi launað ykkur í sömu mynt? „Nei, ég kannast ekki við það,“ segja þeir einum rómi, „við höfum ekki notið neins annars en þess sem samningar okkar kveða á um. Velvild- in og lipurðin hafa því verið einhliða." Meginorsök þess hvernig komið er, er stjórnunarvandamál Flugleiða — Nú er það ekki alveg ný bóla, að lagasetning komi í veg fyrir að boðað verkfall í ykkar stétt skelli á, en lög þau sem samþykkt voru á Alþingi i fyrrakvöld eru þau sjöttu f röðinni f flugmannadeilum frá því 1960. Hvers vegna, að ykkar mati, eru málin kom- in í þennan hnút enn á ný? Björn, formaður samninganefndar flugmanna, verður fyrir svörum og segir hann: „Við viljum meina, að ástæða þess hvernig komið er fyrir málum nú, sé fyrst og fremst stjórn- unarvandamál hjá Flugieiðum. Þetta stjórnunarvandamál lýsir sér t.d. f þvf að það er skortur á gagnkvæmu trausti á milli flugmannahópsins og stjórnenda Flugleiða. Forstjóri fé- lagsins, Sigurður Helgason, eins og svo oft áður, brá sér til útlanda um það leyti sem fleyið var að lenda upp á skeri og skildi það eftir í höndunum á öðrum. Flugleiðir treystu þvf að um leið og um lögin væri beðið, þá fengj- ust þau. Þetta gerði það að verkum, að þeir reyndu aldrei af neinni alvöru að ná samkomulagi við okkur. Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, hélt með okkur fund og við höfum rök- studdan grun fyrir því, að hann hafi eftir þann fund haft samband við for- stjóra Flugleiða og farið þess á leit að haft yrði samband við FIA, hvað Sig- urður gerði daginn eftir. Malflutning- ur forstjórans á fundi með okkur var síðan fyrst og fremst í þá veru að stjórnvöld myndu aldrei láta landið verða samgöngulaust til lengdar, en efnislega ræddi hann ekki við okkur um lausn vandans." — Nú hefur mörgum ofboðið að menn með tekjur á við ykkar, 35 til 81 þúsund krónur í mánaðarlaun, skuli gera þær launakröfur sem þið hafið gert f þessum samningaviðræðum, auk þess sem mörgum finnst það harla einkennilegur málflutningur þegar þið segið að skattar þeir sem þið greiðið og greiðslur þær sem þið innið af hendi f lífeyrissjóð ykkar séu peningar sem eru ykkur óviðkomandi. Það hefur verið bent á að flugstjóri sem hefur yfir 80 þúsund krónur á mánuði í laun, myndi hækka um tæp verkamannalaun á mánuði, ef þið gengjuö að ASl-VSl-samkomulaginu óbreyttu — og þar á ég við þá hækkun sem myndi endanlega koma til fram- kvæmda á samningstímabilinu — 13,6%, sem yrði liölega 11 þúsund króna hækkun á mánaðarlaun flug- stjórans. Hvernig getið þið réttlætt fyrir öðrum launþegum í landinu, það sem þið eruð að fara fram á í launum? Þetta er ekki kröfugerð Fyrstur verður fyrir svörum Frosti, og segir hann: „Það liggur ekkert fyrir um það að peningar þeir sem við greiðum í lífeyrissjóðinn komi nokk- urn tíma f hendurnar á okkur. En í millitíöinni er gengið í þessar krónur sem við erum að greiða í lffeyrissjóð, og það er af þessum krónum sem ríkið lánar út til þess að fólk geti byggt yfir sig íbúðir, en ríkið tekur meira en 40% af ráðstöfunartekjum þessa sjóðs til þess að halda uppi lánakerfi svo hægt sé að byggja hús á Islandi. Þetta kemur okkur ekki beint til góða. Auk þess eru þeir skattar sem við er- um að borga m.a. til þess að geta haldið uppi svo og svo mörgum börn- um hjá tannlæknum f fríum tann- lækningum, og haldið svo og svo mörgum skólum opnum. Ef við hefð- um dálftið lægri laun kæmi minna fjármagn frá okkur f þessa sam- neyslu. Þeir sem eru að býsnast hvað mest yfir þvf nú, hvað laun okkar séu ofboðsleg, yrðu bara þess í stað að taka þyngri byrðar á sig sjálfir, ef laun okkar væru verulega lægri, til þess að geta haldið uppi þeirri sam- neyslu sem nú er haldið uppi hér á fslandi* — En hvað segið þið um spursmál- ið um það hvernig þið réttlætið kröfu- gerð ykkar, miðað við það sem gerst hefur í samningamálum hér undan- farið? Jóhannes svarar: „Þetta er ekki kröfugerð, heldur umræðugrundvöli- ur, sem við settum fram að beiðni samninganefndar Flugleiða." — Samt sem áður sagðir þú, Björn, daginn eftir að slitnaði upp úr við- ræðunum, að þið hefðuð ekki fallið frá einni einustu af kröfum ykkar — og þetta sagðir þú vegna frétta um að þið hefðuð fallið frá kröfunni um að fá 13. mánuðinn greiddan, ekki satt? Björn: „Þegar Flugleiðamenn greindu frá þvf að við hefðum fallið frá þeirri kröfu var það á þeirri for- sendu að við vorum búnir að gera Flugleiðum gagntilboð, sem hefði að- eins kostað Flugleiðir 40% þess sem upphaflegur óskalisti okkar var tal- inn kosta. Við vildum sem sagt falla frá kröfunni um 13. mánuðinn og ASl-VSÍ-kauphækkununum, gegn þvf að við fengjum hitt, en þessu var hafnað. Flugleiðir höfðu sjálfir reikn- að út að óskalisti okkar kostaði 40 milljónir á ársgrundvelli, auk þess sem þeir höfðu reiknað út að ASl- VSl-samkomuIagið kostaði þá 16 milljónir.“ Jóhannes bætir við: „Stétt- arfélagið vildi bara fá að ráða hvernig þessum 20 milljónum, sem Flugleiðir hefðu orðið að greiða, yrði ráðstafað, en Flugleiðir höfnuðu því alfarið.* Seljum Flugleiöum 175 klukkustundir á mánuði — Nú hafa Flugleiðir haldið því á lofti að vinnutfmi ykkar væri mjög stuttur, að þið þyrftuð ekki að fljúga nema um 50 klukkustundir á mánuði, sem jafngildi aftur um 100 vinnu- stundum á mánuöi. Eruð þið sammála þessum tölum, eða teljið þið að þær séu hærri? Björn segir: „Við seljum þeim 175 klukkustundir á mánuði, en þar af eru innifaldar 85 flugstundir að sumri og 75 að vetri.* — Þú segir að þið seljið þeim þenn- an tfma — en er þetta sá tími sem þið fljúgið og vinnið? „Þeir hafa ráðstöfunarrétt yfir okkar tíma, þennan tfma, en hvort þeir nýta hann til fulls, eða ekki, það kemur málinu ekkert við. Það er mjög misjafnt hve mikið við fljúgum, en það meðaltal sem Flugleiðir gefa stenst einfaldlega ekki, vegna þess að þeir taka sumarfrís- og vetrarfrístím- ana inn í þetta lika* Björn segir að flugmenn fái styttra sumarfrí en lög gera ráð fyrir, en þeir fái það að nokkru uppbætt með vetr- arfríi. Lesendum til upplýsingar skal þess getið að flugmenn fá fyrstu 10 starfs- ár sín 16 sumarfrísdaga, virka daga, sem þeir taka á bilinu 2. maí til 30. september, og frá 1. október til 30. apríl fá þeir 20 virka frídaga. Næstu 10 árin hækkar þessi tala úr 36 í 37, þannig að sumarfrísdagarnir verða 17 og eftir 20 ár í starfi fá flugmenn samtals 43 virka daga í frf á árinu, 20 að sumrinu og 23 að vetrinum. Eitt af atriðunum sem Flugleiðir hafa ekki verið til viðræðu um í samn- ingum við flugmenn, er endurskoðun á dagpeningum, en flugmenn segja að Flugleiðir brjóti samninga á þeim með því að neita slíkri endurskoðun, sem sé samningsbundin og átti endur- skoðuninni að vera lokið fyrir 1. maí sl. Dagpeningagreiðslum til flugm- anna er nú háttað þannig að flugm- enn fá greidda dagpeninga þegar þeir fljúga til annarra landa, ef þeir eru í förum lengur en 3 tíma. Þeir fá greidda dagpeninga, sem svarar fjórð- ungi af dagsgreiðslu, ef þeir eru 3 til 6 tíma, hálfa daggreiðslu ef þeir eru 6 til 12 tíma og fulla daggreiðslu fá þeir ef ferðin er 12 tímar eða lengri. — Það hefur komið fram í máli beggja deiluaðila, að þið teljið ekki að lausn sé komin f málinu, þótt laga- setning sé fram komin. Verðið þið ekki að halda áfram að semja? Björn: „Við teljum að engin viðhlít- andi lausn verði á þessu fundin, nema samningaleiðin verði farin. Það er sjálfsagt að ftreka það hér, að staöan eins og hún er núna, er ekki eingöngu á ábyrgð okkar flugmanna, heldur einnig og ekki síður á ábyrgð Flug- leiða* — Nú finnið þið, að það andar ekki beinlínis hlýju í ykkar garð þessa dag- ana frá launþegum, að nú ekki sé tal- að um frá farþegum Flugleiða. Verðið þið ekki að fara að leita annarra bar- áttuaðferða í kjarabaráttu ykkar, en þeirra sem þið beitið ávallt, þ.e. hæga- gangsaðgerða, sem fyrst og fremst bitna á þvf fólki sem veitir ykkur at- vinnuna, og þar á ég ekki við Flugleið- ir, heldur farþega Flugleiða? Björn: „Við reyndum aðra leið. Við reyndum að fara samningaleiðina við Flugleiðir án milligöngu sáttasemj- ara, en þvi var hafnað. Við höfum því enga aðra leið, því miður, nema náttúrlega að sitja sitt hvoru megin við borðið og tala saman, en það vilja þeir ekki heldur núna. Við teljum að það sé auðvitað eina rétta leiðin að ræðast við í bróðerni í þeirri von að hægt sé að ná samkomulagi.* Hefur í Fór með sér gífurlegar seinkanir og jafnvei niðurfell- ingu ferða — Hverjar afleiðingar teljið þið að það muni hafa fyrir Flugleiðir, að þið hyggist, nú þegar háannatíminn er að hefjast, starfa fullkomlega sam- kvæmt handbók flugvélanna, sem er auðvitað ekkert annað en fara sér hægt við störfin? Björn: „Við teljum að það muni hafa í för með sér gífurlegar seinkan- ir, og jafnvel niðurfellingu ferða. Það á eftir að hafa afskaplega truflandi áhrif á ferðamannastrauminn til og frá landinu og það hefur afskaplega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ferðamannaþjónustuna í land- inu í heild, ef ekki verður samið við flugmenn. Það verður ekki allt rakið til þess að við störfum samkvæmt handbók, heldur einnig til þess að við erum undirmannaðir. Það má bók- staflega enginn maður veikjast yfir sumartimann, því það eru engir vara- menn, sem geta hlaupið í skarðið.* — Hvað gerist þá næst í málinu, að ykkar mati? Björn: „Við teljum að Flugleiðir hafi kastað að okkur stríðshanska með hrokafullum yfirlýsingum, svo sem þeim að kalla okkur skæruliöa og skemmdarverkamenn. Við teljum okkur hafa verið neydda í stríð við Flugleiðir, og við munum beita öllum þeim vopnum löglegum, sem tiltæk eru þar til orrustan er unnin.* AB. Innflutningur á kartöflum: Landbúnaöarrádherra vill veita umsækjend- um sameiginlega tímabundið innflutningsleyfi Landbúnaðarráðherra hefur svarað umsóknum nokkurra aðila sem sótt hafa um leyfi til innflutnings á kart- öflum. Svarið er á þá leið að landbún- aðarráðuneytið telji sig ekki að svo komnu máli vera í aðstöðu til að veita mörgum aðilum innflutningsleyfi en vilji hins vegar leysa þann vanda sem nú er við að glíma með bráðabirgða- lausn og veita umsækjendum tíma- bundið, sameiginlegt innflutnings- leyfi fyrir ákveðnu magni, með ákveðnum skilyrðum. Náist ekki samstaða hjá þessum aðilum um þessa leið lýsir ráðu- neytið yfir vilja til að greiða fyrir að koma þeim kartöflum sem þegar hafa verið keyptar til landins á markað. Jón Helgason lanbúnaðar- ráðherra agði aðspurður í samtali við blm. Morgunblaðsins af þessu tilefni að hann væri ekki með þessu að fallast á að núgildandi kerfi væri gallað heldur teldi hann nauð- synlegt að nefnd sú sem hann skip- aði til að athuga þessi mál fengi tíma til að vinna. Fram kæmi í bókun nefndarinnar að nauðsyn- legt væri að taka mjög mörg atriði til greina og þess vegna hefði hann gert þetta til að þurfa ekki að gera neinar grundvallarbreytingar á því kerfi sem nú væri. Nefnd sú sem landbúnaðarráð- herra skipaði til að fjalla um versl- unarhætti með kartöflur hélt sinn 2. fund í gær og gerði bókun sem ráðherra m.a. vitnaði til í bréfi sínu. Nefndin segir störf sín á frumstigi og því ekki mögulegt að taka endanlega afstöðu til málsins en bendir á nokkur atriði, meðal annars að tryggt verði að íslensk framleiðsla eigi forgang að mark- aðnum og minnt á að ákveðnar reglur gildi um meðferð og sölu á kartöflum. Telja þeir æskilegt að gerð verði breyting a stjórn Grænmetisverslunarinnar í þá veru að við stjórnina bætist a.m.k. fulltrúar neytenda og matvöru- kaupmanna. í niðurlagi bókunar- innar segir að nefndin ráði ein- dregið frá því að ráðist verði í að ákveða skipulagsbreytingu á sölu- kerfinu án þess að frekari umræða og umfjöllun hafi farið fram og lagabreytingar látnar bíða þess tíma. I ályktun Framleiðsluráðs landbúnaðarins sem afhent var landbúnaðarráðherra í gær er ekki tekin efnisleg afstaða til einstakra umsókna um innflutning á meðan nefnd landbúnaðarráðherra er enn að störfum. Hinsvegar bendið ráðið á ýmis atriði. Telur það m.a. að þau heildsölufyrirtæki sem sótt hafi um innflutningsleyfi hafi tæpast þá vönduðu geymsluaðstöðu fyrir kartöflur sem þurfi til að geta þjónað öllu landinu I þessu efni. Með samþykkt þeirra umsókna væri ekki séð fyrir kartöflum fyrir landið allt og rekstrargrundvelli Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins hinsvegar stórlega raskað. Framleiðsluráðið lýsti yfir vilja sínum til að beita sér fyrir því að Grænmetisverslunin keypti þær kartöflur sem þegar hafa verið keyptar til landsins, jafnframt þvl sem ráðuneytið vari alla aðila við því að flytja inn kartöflur án leyfis. „Ég verð því miður að segja það að þessi ákvörðun landbúnaðarráð- herra lýsir átakanlegri skamm- sýni,“ sagði Gísli V. Einarsson, for- stjóri heildverslunarinnar, Eggert Kristjánsson hf. í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi þegar álits hans á ákvörðun ráðherra var leitað. „Þetta er kvótakerfi og kvótakerfi er haftakerfi og ég er alfarið á móti sllku. Þegar höfð er f huga nýafstaðin undirskriftasöfn- un Neytendasamtakanna, þar sem yfir 20 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að gefa innflutning frjálsan á kart- öflum og nýju grænmeti, þá er þessi ákvörðun dæmigerð fyrir því að stjórnvöld sinni ekki sjálfsögð- um skyldum sínum í lýðræðisþjóð- félagi. Þetta kvótafyrirkomulag er ef til vill skýrasta viðurkenningin hjá kerfisköllunum og aðstandend- um Grænmetisverslunar landbún- aðarins að þeir treysta Grænmetis- versluninni ekki til að standa sig í samkeppninni við þá aðila sem verða að lifa á því að vera í sam- keppni um hylli neytenda. Ég vona að hér sé aðeins tim skammtíma- lausn að ræða og að stjórnvöld beri gæfu til að koma á því frelsi sem neytendur hafa réttilega krafist og þegar innlenda framleiðslan kemur á markaðinn í haust þá verði þeim heildverslunum sem þess óska gef- inn kostur á að versla með innlend- ar kartöflur og grænmeti. Annað er hreinasta óhæfa,* sagði Gísli V. Einarsson. „Mér sýnist í fljótu bragði að hér sé verið að reyna að stinga snuði upp í okkur og ég sé ekki annað en að hér sé verið að hunsa óskir 20 þúsund Reykvíkinga i þessu máli,“ sagði GIsli Blöndal fulltrúi fram- kvæmdastj. Hagkaupa er til hans var leitað. Auðvitað fögnum við öll- um skrefum sem stigin eru, en augljóst er að þetta skref er mjög stutt. Ekkert er fengið með þvi að koma upp öðru apparati við hliðina á Grænmetisversluninni, innflutn- ingurinn á að vera frjáls. Við ger- um okkur fulla grein fyrir að ákveðin vandkvæði eru á því vegna innlendu framleiðslunnar en þar er engann veginn um óyfirstíganleg vandamál að ræða. Þá ætti dreifing á innlendu framleiðslunni einnig að vera frjáls,* sagði Gísli Blöndal. Jóhannes Gunnarsson varaformað- ur Neytendasamtakanna sagði þeg- ar rætt var við hann í gærkvöldi um ákvörðun landbúnaðarráðh- erra: „Því ber að fagna að þarna er í fyrsta skipti öðrum aðila en Grænmetisverslun landbúnaðarins heimilaður innflutningur, en frá sjónarhóli Neytendasamtakana er fráleitt verið að fara eftir vilja þeirra rúmlega 20 þúsund manna sem óskuðu eftir því að einokun í innflutningi á kartöflum og grænmeti væri aflétt. Þetta er mjög lítið skref í raun sem stigið er og ófullnægjandi á allan hátt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að halda hlut Grænmetisverslunar- innar ótvírætt mjög fram yfir aðra og tekið mun meira tillit til þeirra sjónarmiða,* sagði Jóhannes Gunn- arsson. Á meðan beðið var ákvörðunar landbúnaðarráðherra og kartöflu- sendingar til einkaaðilanna biðu á hafnarhakkanum eftir leyfum, tók Grænmetisverslun landbúnaðarins sína sendingu sem kom um svipað leyti, heim í „Gullauga* og byrjaði að dreifa í verslanir, allar nema Hagkaup. „Við pöntuðum nýjar kartöflur hjá grænmetisverslun- inni klukkan hálf tíu í morgun en var þá sagt að engar kartöflur væru til. Sfðan varð ég var við að þeim var dreift í búðir i dag, enda hef ég rökstuddan grun um að Grænmetisverslunin hafi vísvit- andi sniðgengið okkur. Þetta tel ég enn eitt dæmið um hversu stein- runnið þetta kerfi er,“ sagði Gísli Blöndal fulltrúi framkvæmda- stjóra Hagkaupa í gærkvöldi. Gunnlaugur Björnsson forstjóri Grænmetisverslunarinnar sagði í gærdag að í gærmorgun hefði verið byrjað að dreifa 25 tonnum af nýj- um kartöflum frá Israel og Egypta- landi. Smásöluverðið taldi Gunn- laugur að yrði um 32,40 kr. kílóið í 2,5 kg. pakkningu. Nú eru eftir um 200 tonn af finnsku kartöflunum, og staðfesti Gunnlaugur það sem Mbl. hafði fregnað hjá verslunar- mönnum í gær að salan á þeim hefði dottið mikið niður, sumir sögðu reyndar að þær hreyfist varla í búðum, fólk væri að bíða eftir nýjum kartöflum. Á vegum Hagkaupa er annar farmur af kartöfíum á leiðinni til landsins, og nú af nýjum kartöflum frá Spáni og ísrael. Gísli Blöndal hjá Hagkaupum sagði að smásölu- verðið á kartöflunum frá Spáni yrði 19,50 kr. kílóið og 24 kr. á þeim sem kæmu frá ísrael. Við þetta bættust að vísu einhver gjöld, svo sem verðjöfnunargjald o.fl. sem hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver væru en þau kæmu ofan á þetta verð. tr' I geymslu Eimskips í FRÉTT Mbl. í gær um kartöflu- sendingu til Eggerts Kristjáns- sonar & Co. var ranghermt að sendingin hefði verið flutt í geymslur fyrirtækisins. Hún var flutt í geymslur Eimskips, enda átti eftir að tollafgreiða kartöfl- urnar. Tillaga til þingsályktunar: „Takmörkun almanna- fjár til tækifærisgjafa“ „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að setja reglur sem kveða á um að takmarka notkun almanna- fjár hjá stofnunum í eigu ríkisins til tækifærisgjafa." Þannig hljóðar til- laga til þingsályktunar sem Jóhanna Sigurðardóttir (A), Guðrún Helga- dóttir (Abl.), Eiður Guðnason (A) og Krístín Halldórsdóttir (Kvl.) hafa lagt fram á Alþingi. 1 greinargerð er vikið að gjöf „af almannafé* til opinbers starfs- manns „fyrir nokkur hundruð þús- und króna", sem flutningsmenn telja „fullkomlega óeðlilega og óverjandi. Ekki sízt ber að for- dæma slíkt", segir í greinargerð- inni, „á sama tíma og rekstur rík- isstofnana er fjármagnaður með erlendum lántökum".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.