Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 Umræður á Alþingi f gær um skýrslu utanríkisráðherra: Fimmfalt fleiri kjarnorkuvopn fari úr umferð en sett verði upp — sagði utanríkisráðherra m.a. um kjarn- orkuvopn Vesturveldanna í Evrópu Skýrsla utanríkisráðherra var til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Auk Geirs Ilallgrímssonar utanríkisráðherra, tóku til máls Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins, Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðu- flokksins, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Guðrún Agn- arsdóttir Kvennalista, Páll Pétursson Framsóknarflokki, Gunnar G. Schram Sjálfstæðisflokki, Steingrímur Sigfússon Alþýðubandalagi og Stefán Benediktsson Bandalagi jafnaðarmanna. Utanríkisráðherra svar- aði síðan fyrirspurnum, en umræðum var festað um kl. 19 og voru þá tveir eftir á mælendaskrá. í máli þingmanna og ráöherra kom fram, að umræða þessi væri alltof seint á ferðinni. Hún þyrfti að fara fram á miðjum vetri, þegar menn hefðu góðan tíma, en ekki í því óðagoti sem ríkti nú í lok þingstarfa. Utanríkisráðherra ræddi m. a. í framsöguræðu sinni um vígbúnað stórveldanna. Hann sagði í því til- efni, að auðvitað væri það tilgang- ur viðræðna um vígbúnaðartak- markanir að ná samkomulagi um gagnkvæma fækkun kjarnorku- flauga eins og annarra vopna. Hvorugum aðilanum þýddi að vænta þess að geta með skilyrðum skapað sér forskot áður en sezt væri að samningagerð. Hann sagði að vestræn ríki hefðu þó sýnt hug sinn í þessu efni með því að ákveða, samhliða uppsetningu hinna nýju kjarnorkuflauga, að fækka um 2.400 þeim kjarnorkusprengjum sem fyrir voru í Evrópu. Hann sagði síðan: „Þetta þýðir verulega fækkun kjarnorkuvopna Vestur- veldanna í Evrópu þrátt fyrir upp- setningu stýri- og Pershing- eldflauga Bandaríkjamanna; tekin verða úr umferð fimmfalt fleiri kjarnorkuvopn en sett verða upp. Og hér er um einhliða fækkun að ræða án þess að nokkuð komi á móti af hálfu gagnaðila." Friðarhreyfingar og fjölmiðlar sváfu á verðinum Utanríkisráðherra fjallaði síðan um mótmælin við uppsetningu eld- flauganna í vestrænum ríkjum. Hann sagði: „Slík mótmæli eru skiljanleg og gegna út af fyrir sig engri furðu. Hitt er óskiljanlegt, að friðarhreyfingar og fjölmiðlar sváfu á verðinum og létu sig engu skipta, þegar Sovétmenn settu áður niður á fjórða hundrað SS-20 eld- flaugar, hverja þeirra með þrem kjarnoddum, sem unnt var að miða á jafnmarga staði á Vesturlöndum. Geir Hallgrímsson þakkaði í lok ræðu sinnar samstarf við fulltrúa þingflokkanna i utanríkismála- nefnd, sem hann sagði að hefði ver- ið mjög gott. Næstur tók til máls Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins. Hann þakkaði utanríkis- ráðherra skýrsluna og einnig skýrslu um verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði síðan að honum fyndist skýrslan og ræða ráðherra ákaflega einhliða. Ekki væri deilt „milligramm" á starfshætti Bandaríkjanna „Það er ekki kusk á hvítflibbanum þar,“ sagði hann. Hann ræddi mikið um starfshætti íslenzkra aðalverktaka og herstöðina í Keflavík. Kvað hann þau peningaítök sem herinn ætti orðið hérlendis, t. d. með 25% eignarhlutdeild Sambands ísl. sam- vinnufélaga í fslenzkum aðalverk- tökum, þjóðinni hættuleg, einnig þá staðreynd hversu margir fslend- ingar nytu starfa hjá varnarliðinu. Hann spurði síðan, hvort það gæti nokkurun tíma orðið að herinn, sem væri hættulegur menningu þjóðarinnar og tungu, færi, 'þegar stærstu valdaaðilar þjóðarinnar væru orðnir svo háðir herstöðinni. „Geir Hallgrímsson kaþólskari en páfinn“ Formaður Alþýðubandalagsins ræddi ennfremur um neitunarvald Alþýðubandalagsins í síðustu ríkis- stjórn varðandi utanríkismál og sagði það nú komið í ljós að það hefði verið af hinu góða. Eftir að Alþýðubandalagið hefði farið úr ríkisstjórn hefðu margvísleg út- þensla átt sér stað á Keflavíkur- flugvelli. Nefndi hann þar olíu- geymana í Helguvík, flugstöðvar- byggingu, koma ætti upp nýjum radarstöðvum í tveimur eða þrem- ur landsfjórðungum, heimiluð hefði verið bygging níu sprengi- heldra skýla á vellinum, sem síð- asta ríkisstjórn hefði stöðvað eða frestað. Þá væri ætlunin nú að reisa þar neðanjarðarstjórnstöð. Svavar deildi hart á stefnu nú- verandi utanríkisráðherra. Hann sagði að sér fyndist að Geir Hall- grímsson væri kaþólskari en páf- inn. Hann hefði til dæmis að sínu mati stutt innrásina í Grenada meir og betur en sjálfur Ronald Reegan hefði treyst sér til. Eins og Keflavík sé nafli alheimsins. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins, sem tók til máls á eftir Svavari, sagði í upphafi ræð- unnar, að hann væri orðinn leiður á umræðum um utanríkismál sem gengju út á að Keflavík væri nafli alheimsins. Hann sagði að núver- andi utanríkis- og öryggis- málastefna okkar fslendinga hefði tryggt okkur frið í langan tíma og þeir sem töluðu um hlutleysi ættu að gera sér grein fyrir þeirri stað- reynd. Hann ræddi síðan ítarlega um stöðu heimsmála, fátækt í heiminum, hlutdeild íslendinga í þróunaraðstoð o.fl. Varðandi spennuna milli austurs og vesturs sagði Kjartan, að þrýsta yrði Sov- étmönnum til að setjast að samn- ingaborði, en sýna yrði skilning og lipurð til að samningar næðust. Formaður Alþýðuflokksins sagði varðandi öryggismál fslands, að vegna legu iandsins væri. fsland eftisóknarvert bæði í stríði og friði, í friði til að fylgjast með en í stríði til varna á mikilvægum flutninga- leiðum. Því myndi hlutleysi fslands aðeins auka á keppni og togstreitu. Hann sagði síðan: Friður og öryggi felst ekki í því að geta varið, heldur varðveita. Um varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli sagði hann m.a. að hún ætti ekki að líta út eins og ruslahaugur. Það kvaðst hann vilja að menn hefðu í huga þegar þeir töluðu um framkvæmdir þar. Hann sagði í lokin að Alþýðuflokkurinn teldi núgildandi varnarsamstarf sem íslenzka þjóðin tæki þátt í hornstein utanríkisstefnu okkar. „Friður í skjóli ótta“ Næstur talaði forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, og gerði grein fyrir stefnu Framsókn- arflokksins í utanríkismálum. Hann sagði frið í Vestur-Evrópu því miður byggjast á herstöðvum, „friður í skjóli ótta“, sagði hann, „en við erum ekki tilbúnir að breyta því jafnvægi sem við búum Geir Hallgrímsson. Kjartan Jóhannsson Steingrímur Hermannsson við í okkar heimshluta". Vegna ræðu Svavars Gestssonar sagði forsætisráðherra m.a., að engar óskir lægju nú á borði ríkisstjórn- arinnar varðandi framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði síðan: „Það er nú eingöngu verið að framkvæma það sem fyrrverandi utanríkisráðherra samþykkti," og tilgreindi síðan Helguvíkurfram- kvæmdir og flugskýli á vellinum. Hann kvaðst vísa algjörlega á bug þvi að um aukin umsvif varnarliðs- ins væri að ræða og kvaðst fagna því að framkvæmdir væru hafnar við nýja flugstöðvarbyggingu, en auðvitað mætti endalaust deila um stærð hennar. Ástand þingmála eins og utanríkismála Guðrún Agnarsdóttir frá Kvennalista varði fyrri hluta ræðu sinnar til að gagnrýna harðlega vinnubrögð Alþingis, sem hún sagðist alls ekki sætta sig við. Stjórnarliðar létu eins og þeir ættu níu líf, málum væri rutt í gegn fyrir jói og nú fyrir þingslit að vori og þingmenn stæðu í orrahríð og deilum innbyrðis og út á við á sama tíma. Hún sagði að líkja mætti ástandi þingmála við utanríkismál. Guðrún Agnarsdóttir Stefán Benediktsson Svavar Gestsson Við værum þó svo heppin að hér- lendis væru vopn okkar orð á með- an aðrar þjóðir berðust með vopn- um. Guðrún fjallaði síðan um skýrslu utanríkisráðherra. Hún gerði grein fyrir afstöðu Kvenna- lista, sagði hann á móti herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eins og öllum öðrum herstöðvum í heiminum. I lok ræðu sinnar las hún upp úr stefnuskrá Kvennalistans um utan- ríkismál. Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarflokksins gerði þvínæst grein fyrir skýrslu um norrænt samstarf árið 1983, sem lögð var fram samhliða skýrslu utanríkisráðherra. Hann upplýsti í lok ræðunnar að næsta þing Norð- urlandaráðs verður haldið á íslandi í marsmánuði á næsta ári. Gunnar G. Schram þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi nokkuð um afvopnunarsamstarf, sem hann sagðist telja að íslendingar gætu sinnt meira og betur. Hann ræddi einnig aðstoð við þróunarlöndin, hvalveiðimál o.fi. Sérkennileg heims- mynd utanríkisráðherra Steingrímur Sigfússon þingmað- ur Alþýðubandalagsins sagði skýrslu utanríkisráðherra lýsa sérkennilegri heimsmynd utanrík- isráðherra. Halda mætti að aðeins væri einn sökudólgur, hvergi væri minnst á aðgerðir Bandaríkjanna í heiminum eða þær fordæmdar. Hann fjallaði síðan um veru varn- arliðsins hérlendis, framkvæmdir því tengdar, einnig spurði hann utanríkisráðherra nokkurra spurn- inga. Stefán Benediktsson frá Banda- lagi jafnaðarmanna tók þvínæst til máls. Hann gerði m.a. að umræðu- efni hluta af Brússel-sáttmálanum varðandi NATO, sem koma fyrir í skýrslunni og sagði að orðanna hljóðan væri eins og þeir menn sem sett hefðu það saman gerðu ekki ráð fyrir neinum í heiminum utan þessara blokka. Hann kvaðst álíta að ef einhver utan þeirra kæmist yfir kjarnorkuvopn myndi hann ekki hafa fyrir því að spyrja þá aðila álits áður en hann gripi til þeirra. Stefán lýsti einnig m.a. andstöðu Bandalagsins við flug- stöðvarbygginguna og sagði til- koma hennar gera orð stjórnarliða um sparnað harla óraerkileg. Hafréttarsamning- urinn fyrir Alþingi á komandi hausti Utanríkisráðherra svaraði í lok umræðnanna framkomnum spurn- ingum. Þar kom m.a. fram, að stefnt er að því að leggja hafréttar- samninginn fyrir Alþingi til stað- festingar á komandi hausti. Vegna spurningar um afstöðu hans til þess að viðskiptaráðuneytið verði lagt niður sagði ráðherrann að hann hefði ekki heyrt þá tillögu að ráðuneytið ætti að leggja niður. Aftur á móti væri hann sammála þeirri hugmynd að utanríkisvið- skiptin yrðu færð yfir í utanríkis- ráðuneytið. Sérstök nefnd vinnur nú að endurskoðun á stjórnarráðs- lögunum og sagði ráðherrann að beðið væri niöurstaðna hennar hvað varðar tillögur hér að lútandi. Vegna spurningar um afstöðu hans til kjarnorkuvopnalausra Norðurlanda, sagði utanríkisráð- herra, að sér fyndist ekki raunsætt að tala um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd án þess að taka inn í þá mynd stærra svæði, t. d. væri Kola- skagi nærliggjandi og Vesturhluti Sovétríkjanna þar sem kjarnorku- vopn væru örugglega fyrir hendi. Þá væri í raun nær að ræða um þau svæði og önnur þar sem Norður- löndin væru kjarnorkuvopnalaus. Þá nefndi ráðherrann að með því að hafa ákveðin svæði kjarnorku- vopnalaus þýddi það einvörðungu að öllum kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir á mun minna svæði í heiminum. Vegna ummæla formanns Al- þýðubandalagsins um neitunarvald Alþýðubandalagsins í síðustu ríkis- 8tjórn og aukning á framkvæmdum með tilkomu þessarar ríkisstjórn- ar, sagði utanríkisráðherra, að þess valds hefði ekki gætt í raun í síð- ustu ríkisstjórn, nema hvað varðar stöðvun framkvæmda við nýja flugstöð í tvö ár. Öll önnur atriði, Helguvík, bygging neðanjarðar- stöðvar, skýla o.fl. hefði verið búið að samþykkja í stjórnartíð þeirrar ríkisstjórnar. Þá benti hann Svav- ari Gestssyni á, vegna yfirlýsinga hans um vaxandi fjárstreymi til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli nú, að sá vöxtur hefði verið mestur í stjórnartíð hans sjálfs. Utanríkisráðherra sagðist í lokin taka undir orð þingmanna um að æskilegt hefði verið að skýrslan hefði komið fram fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.