Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 18. MAl 1984 29 Róbert Bergmann Minningarorð Fæddur 18. júní 1956 Dáin 2. maí 1984 „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð.“ (V. Briem.) f dag, 18. maí, er borinn til hinstu hvíldar í Fossvogskirkju- garði Róbert Bergmann, sem lést af slysförum í Kodiak í Alaska. Þegar mér barst sú hörmulega fregn, að systursonur minn, Rób- ert Bergmann, hefði látist af slysförum, setti mig hljóða: Marg- ar minningar þyrptust fram í huga minn. Efst bar þar minningu frá því fyrir tæpum 28 árum. Lítið barn er að fæðast á heimili for- eldra minna, barn, sem á eftir að fylla hugi foreldra minna og systkina mikilli gleði og ánægju. Það er elsta systir mín, Eva, sem er þarna að fæða sitt fyrsta barn, og það er móðir mín, Ingibjörg Kristmundsdóttir sem er ljósmóð- ir, að taka á móti sínu fyrsta barnabarni. Barnið er drengur, og honum er síðar gefið nafnið Rób- ert Bergmann, faðir hans er Hörð- ur Bergmann. Róbert var alla tíð mikið hjá ömmu sinni og afa á Drangsnesi, og var heimili þeirra hans annað heimili, enda var Róbert okkur, systkinum Evu, sem litli bróðir okkar. Árið 1971 deyr faðir minn, Jón Guðmundsson, og um haustið það sama ár flytur móðir mín til Reykjavíkur, og Eva og fjölskylda hennar flytja líka, en þau flytja í Sandgerði. Á þeim tíma er Róbert búinn að ljúka skyldunámi. Hann dvelur stopult heima hjá móður sinni og stjúpföður, Ármanni Halldórssyni, og hann kynnist lít- ið hinum nýju heimkynnum í Sandgerði. Róbert fer til náms að Reykjaskóla í Hrútafirði veturinn 1971—1972 og lýkur þaðan lands- prófi, síðan fer hann í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifast þaðan í radíó- og sjónvarpsvirkjun, meðan á þessu námi stendur býr hann hjá ömmu sinni og Braga móð- urbróður sínum í Lundarbrekku 16 i Kópavogi. Þegar þessum áfanga er náð, lætur ævintýralöngunin á sér kræla, og leiðin liggur til Amer- íku, þar sem Róbert og vinur hans ætla að víkka sjóndeildarhring- inn, þeir fara út í júní 1978. Róbert er ekki búinn að vera þar lengi, þegar hann kynnist þar stúlku, Lucy að nafni, sem siðan verður kona hans, þau gifta sig 16. nóvember 1978. Þau hefja búskap í Kodiak í Aiaska, og verður þeim tveggja barna auðið, þeirra Evu Madronu og Róberts Henrys, sem nú hafa misst svo mikið, aðeins fjögurra og tveggja ára gömul. Róbert kom hingað heim fyrir rúmu ári, tilefnið var merkisaf- mæli ömmu hans og ferming hálf- systur hans, Ingibjargar Sigríðar. Þetta var hans fyrsta för heim með konu og börn, og urðu miklir fagnaðarfundir, en viðdvöl þeirra var alltof stutt, því það var ósk okkar allra að þau yrðu kyrr, og settust hér að, en hugur þeirra vildi út aftur og þau fóru fljótlega aftur til Alaska. Hann stundaði sjó síðustu sex mánuðina sem hann lifði, sem vélstjóri. Var hann nýbúinn að fá meistararéttindi í radíó- og sjónvarpsvirkjun. Foreldrar Róberts bjuggu aldrei saman, móðir hans, Eva, er gift Ármanni Halldórssyni og eiga þau þrjú börn, sem eru Jón Heiðar, Halldór og Ingibjörg Sigríður. Hörður, faðir Róberts, er giftur Guðlaugu Þorsteinsdóttur og eru þeirra börn fimm, Kristín Ragna, Steinunn, Þorsteinn, Margrét og Lúðvík. Róbert hélt mikið upp á öll sín systkini, og er því mikill missir að honum fyrir allan hans systkinahóp. Þær ritningagreinar sem hann valdi sér við fermingu urðu honum að góðu veganesti á hans stuttu ævi, en þær voru: Allt sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Briem.) Ég votta ykkur öllum aðstand- endum Róberts mína innilegustu samúð og bið góðan guð að styrkja ykkur og blessa í ykkar miklu sorg. Inga Helga Jónsdóttir SVAR MITT eftir Biliy Graham Gættu þín! Vinur minn er indælis piltur á allan hátt, en hann hefur engan áhuga á söfnuðinum, sem ég er í, eða á trúmálum yfirleitt. Hvernig á eg að sannfæra hann, svo að hann veiti Kristi viðtöku? Frásagnir af stúlkum, sem reyna að fá piltana sína til að koma með sér í kirkju, eru ekki uppörv- andi. Farðu að mínum ráðum og leiddu vini þínum fyrir sjónir, hver afstaða þín er til Krists og safnað- arins. Ef hann er sá rétti, tekur hann ákvörðun og gerir upp hug sinn, einkum ef honum þykir vænt um þig. En ef eitthvað annað kynni að búa undir hjá honum, spyrnir hann á móti, þegar þú reynir að sannfæra hann, og þá máttu vera fegin að þurfa ekki að vera bundin honum. Ég er vanur að brýna fyrir ungu, trúuðu fólki að leita á fund trúaðrar æsku, þegar um er að ræða almenna umgengni og náin kynni. Ungt, trúað fólk, sem giftist „út fyrir sauðabyrgið“, hefur yfirleitt engin áhrif á maka sína og tekst ekki að ávinna þá Kristi til handa. Ef kristindómurinn er þeim, sem stendur fyrir utan, einhvers virði, ætti hann að taka sinnaskiptum og snúa sér til Guðs, áður en hann gengur í hjónaband. Vertu föst fyrir í þessu efni. Sá, sem stendur ekki við neina skoðun, fellur fyrir hverju sem er. Meira máli skiptir, hvar þú ætlar að dveljast í eilífðinni, heldur en þetta samband, sem varir „þar til dauðinn skilur ykkur að“. Ég fæ daglega mörg bréf frá ungu fólki, sem giftir sig vantrúuðum einstaklingum. Það gekk í gildru. Láttu það ekki hvarfla að þér! Ef þér misferst í þessu mikilvæga máli, getur það kollvarpað vonum þínum um gott heimili og öllu lífi þínu. Astríður Jóns- dóttir - Minning Fædd 7. ágúst 1897 Dáin 4. maí 1984 Þegar aldurinn færist yfir fara samferðamennirnir á lífsleiðinni að týnast frá okkur einn af öðrum, einn í dag annar á morgun, þetta er sá dómur sem ekki verður áfrýjað. Einn af þessum ferðafélögum mínum er föðursystir mín Ástríð- ur Jónsdóttir sem lést á sjúkra- húsi í New York 4. maí sl. og ætla ég að minnast hennar hér í fáum orðum. Ástríður Jónsdóttir var fædd 7. ágúst 1897 á Jarlsstöðum í Bárð- ardal S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru Jón Þorkelsson og Jó- hanna Katrín Sigursturludóttir, og var hún næstyngst sinna al- systkina og lifði þau öll. Árið 1916 fluttist hún suður á land með móður sinni (en faðir hennar var látinn fyrir nokkrum árum), og þrem systkinum sínum sem þá fluttu einnig suður, Sturlu, Unni og Vernharði, en tvær systur hennar urðu eftir fyrir norðan. Fyrstu árin fyrir sunnan var Ástríður mest til heimilis hjá Sturlu bróður sínum á Fljótshól- um, sem búinn var að staðfesta ráð sitt og orðinn bóndi þar og var Jóhanna móðir þeirra systkina í heimili hjá honum. Ástríður hafði mikla útþrá og löngun til að skoða heiminn, og snemma á þriðja ára- tugnum dreif hún sig til Kaup- mannahafnar og var hún fyrst hjá frú Guðríði Klerk frænku sinni, en Guðríður var dóttir séra Jóhanns Dómkirkjuprests, sem var föð- urbróðir Ástríðar. í Kaupmanna- höfn lærði Ástríður fatasaum og varð hún mjög fær í þeirri iðn. í Kaupmannahöfn kynntist hún manni sínum Einari Cristiansen iðnaðarmanni, Einar var einn af þessum þúsundþjalasmiðum sem gátu lagt gjörva hönd á margt. Þau Ástríður og Einar eignuð- ust eina dóttur sem upp komst, íris C. Karlsson skrifstofustjóra hjá Sameinuðu þjóðunum í N.Y. Þau slitu samvistum. Ástríður var öll stríðsárin í Kaupmannahöfn og munu það hafa verið erfið ár, því þá var hún orðin einstæð móðir, en allt bjargaðist það og mun þar hafa hjálpað mikill kjarkur, dugn- t Alúöarþakkir fyrlr auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og jaröarfarar konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUNNHILDAR SIGURJÓNSDÓTTUR. Steingrímur Sveinsson, Sigurjóna Steingrímsdóttir, Guömundur E. Einarsson, Guöný Hulda Steingrímsd., Hildur isfold Steingrímsd., Viktor Jacobsen, Guórún S. Steingrímsd., Magnús B. Gíslason, Guórún Lillý Steíngrímsdóttir, Jón ísleifsson, Sveinn Bergmann Steingrímsson og barnabörn. aður og glöð lund. Það mun líka hafa glatt hana, hvað tris dóttir hennar var mikil námsmanneskja, því barnalán er mikið lán. Strax eftir stríðið komu þær mæðgur upp til íslands. Ástríður fékk brátt vinnu við sauma hjá Andrési Andréssyni klæðskera, en tris hélt áfram námi í mennta- skólanum. Skömmu eftir að íris lauk stúdentsprófi fór hún til Bandaríkjanna og fékk fljótlega vinnu á skrifstofu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Fluttist þá Ástríður til hennar og bjuggu þær mæðgur þar saman í nokkur ár, eða þar til tris giftist manni sín- um, Trausta Karlssyni frá Hala í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu. Fluttist Ástríður þá aftur til fs- lands með dóttur og tengdasyni. Tók hún þá upp aftur sín fyrri störf í Reykjavík, en ungu hjónin settu saman bú á Hala. Þau eiga tvær uppkomnar dætur, Söndru og Önnu Lindu. Eftir um tíu ára búskap í Hala brugðu þau búi og fluttu með dæturnar barnungar til Ameríku og Ástríður með þeim, þau voru fyrst í Kanada, en flutt- ust svo til New York. Þar tók íris upp sín fyrri störf hjá Sameinuðu þjóðunum, en Trausti fór að vinna við húsasmíðar, og þar var Ástríð- ur hjá þeim, þangað til fyrir rúm- um tveimur árum að hún varð að fara á hjúkrunarheimili, þá orðin blind og þrotin af líkams og sálar kröftum. Ástríði var gefið mikið í vöggugjöf, hún var fríð sýnum og vel vaxin. Hún hafði létta og glaða lund, alltaf var hún reiðubúin að hjálpa öðrum eftir því sem geta leyfði, allt þetta gerði það að verk- um að fólk sóttist eftir félagsskap hennar. Þótt Ástríður byggi ekki við ríkidæmi, var heimili hennar allt- af fágað og snyrtilegt. Ástríður var mjög músíkölsk, öll tónlist lá opin fyrir henni, hún var alin upp á heimili þar sem tónlist var mikið um hönd höfð, og mun hafa verið komið orgel á Jarlsstöðum þegar hún var barn að aldri, og mun hún fljótlega hafa farið að leika á það, mun það að mestu hafa verið sjálfsnám, Eftir að Ástríður fluttist til Kaupmannahafnar mun hún eitt- hvað hafa lært á píanó, öðlaðist hún fljótlega svo mikla leikni í pí- anóleik að hún var farin að spila opinberlega, og svo var tónlistar- gáfan henni í blóð borin að hún gat spilað á hljóðfæri eftir að hún var að miklu leyti þrotin kröftum. Sumir lesa upp í kringum sig, það gerði Ástríður í ríkum mæli. Blessuð sé minning hennar. Gestur Sturluson Ólympíuleiðtogar fallast á að koma til neyðarfundar Lausanne, 16. mnf. Al*. Bandarískir og sovézkir íþróttaleið togar Hafa fallist á að koma til neyð arfundar Alþjóðaólympíunefndar- innar (IOC) á fostudag vegna ákvörðunar Rússa um að hætta við þátttöku í ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Ungverjar til- kynntu í dag að þeir myndu ekki taka þátt í leikunum, og er það ní- unda fylgiríki Sovétrfkjanna, sem ákveður að senda cnga íþróttamenn til Los Angeles. Leiðtogar sovézku og bandarísku ólympíunefndanna munu hittast augliti til auglitis í Lausanne, og einnig verður á fundinum forseti framkvæmdanefndar leikanna. Haft er eftir Juan Antonio Samar- anch, leiðtoga IOC, að ekki verði að þessu sinni gerð tilraun til að fá William Simon og Marat Gramov til þess að beita sér fyrir samn- ingaviðræðum um endurskoðun ákvörðunar Rússa. Samaranch kveðst eiga von á því að þátttökuþjóðir í Los Angeles losi rétt rúmlega hundraðið, en búist hafði verið við þátttöku 140 þjóða af 157, sem aðild eiga að IOC. Ólympíunefnd Grikklands hvatti Rússa og sjö önnur kommúnista- ríki til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku í ólympíuleikunum í Los Angeles. Ákvörðun þeirra að hætta við þátttöku væri „ótæk" og „skoðanaágreiningur, sem hægt er að leysa, á ekki að leiða til fjarveru frá hinum ólympísku leikum," sagði í tilkynningu grísku nefndar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.