Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ1984 31 • Ásgeir hefur leikið betur en nokkru sinni fyrr í vetur og skoraö 11 mörk í deildinni. Hér sést hann fagna einu þeirra. Nú er óvíst hvort hann getur leikið meö ó morgun gegn Bremen. Golfmótin hafin TVÖ MÓT hafa verið haldin í vor hjá Goifklúbbi Reykjavíkur; Einn- arkylfukeppnin á Korpúlfsstödum þ. 1. maí, en í henni sigraöi Þor- valdur Guömundsson og Flagga- keppnin í Grafarholt þ. 5. maí. í henni sigraöi Jón Sigurösson. Á laugardag, þ. 19. maí, hefst keppnin um Hvítasunnubikarinn. Ræst veröur út frá kl. 9.00. Á sunnudag, þ. 20. maí, veröur Maímót 15 ára og yngri kl. 13.00, og kl. 14.00 verður Opiö öldunga- mót. Mótió er haldiö í tengslum viö stofnfund Öldungasambands GSÍ, sem haldinn veröur kl. 12.00 í Golfskálanum í Grafarholti. Hlaut golfsett í fyrstu verðlaun Eitt glæsilegasta golfmót sem haldiö hefur verið hér á landi, Hagkaup-„open“, fór fram á Hólmsvelli í Leíru um sl. helgi. Þórhallur Hólmgeirsson úr Golfklúbbi Suðurnesja sigraöi í mótinu meö glæsibrag og átti frábært „come-back“, ef svo má aö oröi komast, en Þórhallur sem lengi hefur veriö í fremstu röð golfara hefur lítiö leikiö sl. 2 ár. Hlaut hann aö launum golfsett ásamt poka af bestu gerö aö verömæti 40 þúsund krónur. Verölaun sem voru aö sjálfsögðu gefin af versluninni Hagkaup voru sérlega glæsíleg og samtals aö verömæti 80 þúsund kr. Fyrir 1. sætiö var golfsett en síöan fengu 14 næstu verölaun sem voru úttektir á Ikea-vörum. Verðlaunahafarir 15 voru ann- ars þessir: punktar 1. Þórhallur Hólmgairsson GS 78 2. -4. Hafsteinn Sigurvinsson GS 73 2.-4. Pétur I. Arnarson GS 73 2.-4. Guðmundur Bjarnason GS 73 2.-5. Einar L. Þórisson GR 73 6.-9. Hilmar Björgvinsson GS 72 6.-8. Sigurjón Gisiason GK 72 6.-9. Höröur Morthens GR 72 6.-9. Ragnar Ólafsson GR 72 10. Siguröur Sigurösson GS 71 11. Elías Kristjénsson GS 70 12. Sigurgeir Guöjónsson GG 69 13. Sigurður Pétursson GR 68 14. -16. Magnús Jónsson GS 67 14.-16. Siguróur Hafsteins GR 67 14.-16. Arnar Guómundsson GK 67 Um 90 keppendur luku keppni í Hagkaupsmótinu en 110 skráöu sig í mótiö en vegna veðurs þá hættu nokkrir viö. En þrátt fyrir ís- lenskt veöurfar þá komst móts- stjórnin undir stjórn Loga Þor- móðssonar mjög vel frá sínu hlut- verki. • Verðlaunahafar í Hagkaupamótinu ásamt tveimur forráöamanna Hagkaupa, Karl West Frederiksen og Gísla Blöndal. Ásgeir meiddist á æfingu: „Eins og hnífur sé rekinn í bakið á mér — ef ég hreyfi mig mikið,“ sagði Ásgeir „VIÐ MUNUM fara flugleiöis til Bremen og ég get alveg sagt þér það aö við förum ekki þangaö til aö tapa báöum stigunum. Viö ætlum okkur í þaö minnsta annaö stigiö, en ssatt væri aö fá þau bæöi,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson í spjalli viö Mbl í gærkvöldi. En á morgun er næstsíðasta umferð „Bundesligunnar" í knattspyrnu og spennan í hámarki. En viö fengum ekki góöar fréttir hjá Ásgeiri. „Ég varö fyrir því óhappi á æf- ingu í fyrradag aö togna i bakinu. i fyrstu virtist þaö ekki vera mjög alvarlegt en á æfingunni í morgun varö óg aö hætta, ég fann svo mik- iö til. Ég fór til læknis í fyrradag og fékk meöferð og var sprautaöur meö vöövaslakandi lyfi. Ég var svo í meöferð í dag og verö aftur í fyrramáliö áöur en haldið veröur til Bremen. Ég mun hefja leikinn í Bremen en ef ég finn eitthvaö til og meiöslin há mér þá mun ég fara útaf. Ég mun ekki taka neina áhættu því aö ég verða aö vera heill þegar leikurinn gegn Ham- borg veröur leikinn í Stuttgart. Svona bakmeiðsl eru slæm og ef ég hreyfi mig mikiö þá er eins og hnífur sé rekinn í bakiö á mér, ég finn mikið til. Þaö væri óskemmti- legt ef þetta á eftir að ágerast. En ég vona þaö besta," sagöi Ásgeir. — Hvernig er nú stemmingin hjá Stuttgart fyrir leikinn gegn Werder Bremen, er einhver tauga- spenna kominn í leikmenn? „Nei síður en svo, viö vitum allir aö leikurinn gegn Bremen veröur gífurlega erfiður, en þaö þýöir ekk- ert aö vera aö spenna sig upp. Við látum leikinn bara koma yfir okkur og tökum á honum eftir bestu getu og leggjum okkur alla fram. Meira getum viö varla gert í stööunni. Þaö veröur að taka þessu meö ró og yfirvegun þaö gefur bestan árangur. Viö eigum aö geta stillt upp okkar sterkasta liöi. Ég hef trú á því aö Roleder veröi með aftur eftir langan tima og Corneliusson kemur inn eftir meiösl. Hann hefur ekki skorað í sex lelkjum og veröur aö fara aö sýna hvaö í honum býr.“ — Hvernig heldur þú aö leikirn- ir fari um helgina hjá helstu keppi- nautum ykkar? „Ég hef nú ekki trú á ööru en aö Hamborg sigri Frankfurt heima nokkuö örugglega. Þó svo aö þeir hafi tekiö stig af okkur þá á þeim ekki aö takast þaö í Hamborg. En hinsvegar hef ég trú á því aö bæöi Bayern og Gladbach tapi stigum. Bayern tapar stigi eöa stigum gegn Dortmund, og Gladbach kemur til með að eiga í erfiðleikum í sínum leik. En hvernig sem þetta fer nú allt saman þá hef ég þá trú aö leikur okkar annan laugardag koml til meö aö ráöa úrslitum í deildinni í ár,“ sagöi Ásgeir Sigurvinsson. — ÞR. GERIÐ BÍLINN GLJÁANDI ÓDÝR OG AUÐVELD LAUSN FRÁ OLÍS Allt sem til þarf • Bón • Ruðuhreinsir • Ofur-hreinsir fyrir stuðara og dekkjahringi • Aklæðahreinsir • Gljái fyrir mælaborð o.fl. Áður Kr.^05:- • WD-40 Undraefnið Þurrkar, hreinsar, leysir, smyr. Sjón er sögu ríkari • Prox-til alhliða hreingerninga • Sapustaukar 10 stk. Hæfa fyrir flestar gerðir þvottakusta og hjálpa þér við að þvo enn betur • Þvottaskinn Auðveldar þvott og þurrkun. Handhægt og ending- argott • Ha ndþvottakrem 1 kg. Fjarlægir fitu, olíu, máln- ingu og margt fleira • Poler-Tork Mjúkur og sterkur klutur til hvers kyns nota Olís býður þér ódýra og alhliða lausn við hreingerninguna. Vörurnar fást á öllum stærri útsölustöðum Olís. Olís um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.