Alþýðublaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1931, Blaðsíða 2
8 ALPÝÐUBLAÐIÐ Kvðldsölnlejffi áfengis í gistiMsioii „Borg“. Dómsmálaráðherrann hefir reynt i' tveimur síðustu tbh „Tímans" að verja hið óverjandi leyfi til áfengisveitinga á síðkvöldum, er hann hefir veitt gistihúsinu „Borg“. Orðar hann grein sína eins og það væru fyrst og fremst og næstum eingöngu í- haldsmenn, sem mótmælt hafa þieirri ráðstöfun. Engin ástæða er þó til þess fyrir hann að gefa þeim heiðurinn af því öðrum fremur. Það var stjórn Alþýðu- sambands fslands, sem mótmælti fyrst, en síðan menn af öllum flokkum, líka Framsóknarflokks- menn. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir mótmælt síðkvölds-vínsölu- leyfinu. Templarar hafa mótmælt því. Konur hafa mótmælt því, og voru verkakonur þar framarlega í fylkingu. Mörg hundruð Reyk- víkinga, sem sáu, að ráðstöfun þessi hlaut að leiða til aukinnar áfengisnautnar, mötmæltu og skoruðu á ráðherrann að aftur- kalla framlengingu vínveitinga- leyfisins fram á kvöldið. Eins og stjórn Alþýðufiokksins tók frami í mótmælum sínum, eru þau spriottin af því, að reynsla er fengin fyrir því, bæði erlendis og hér á landi, að lenging sölutíma áfengis síðari hluta dags eykur áfengisneyzlu, og að vínsöluLeng- ingin fram á kvöldið er því stór- lega skaðieg, hvernig sem ár- ferði er, en sérstaklega nú á þess- um erfiðu tímurn, þegar miklu fremur væri ástæða til að taik- rnarka sein mest al,la áfengisisöliu. Það má skjóta þvi hér inn í, út af grein dómsmálaráðberrans. að dæmi um skaðsemi áfengis- sölu á síðkvöidum eni meira en nóg meðal hvítra menna, þó að þeirra sé ekki leitað til annara kynflokka. — Undanhald íhaldsflokksins í á- fengismálinu og drykkjuskapur ýmsra íhaldsforkólfa getur aldrei orðið til afsökunar öðrurn vald- höfum fyrir því að gera neitt það. er eykur nautn áfengis í landinu. Ódygðir eins réttlæta ekki mis- gerðir annars. Þótt Ámi frá Múla fyndi ekki Ameríku og þótt „Mgbl.“ hafi flutt kenslugreinar í áfengisbruggi, er það eng- in afsökun á því, að Jónas ráð- herra veiti Jóhannesi á Borg leyfi til að selja áfengi fram undir miðnætti. Áfengisflóðið í stjóm- artíð íhaldsins á að vera til Við- vörunar, en ekki til fyrirmyndar. Hitt, að lenging áfengissölutím- ans fram á kvöldið verði til þess að minka ofdrykkju, er svo fjarri öllum staðreyndum, að furðulegt er, að nokkur maður sikuli geta fengið af sér að halda fram slíkri fjarstæðu. I grein dómsmáiaráðhemans er á það minst, að frá þeim tirna að Jón Magnússon og Sig. Eggerz opnuðu landið fyrir Spánarvín- um hafi eitt gistihús í Reykjavík haft leyfi til að selja Spánarvín með mat, tvisvar á dag, og á öðrum stað í greininni segir, að svo hafi verið mælt fyrir, að vínsala skuli leyfð í einu gisti- húsi í Reykjavík. — Hver nauður rekur núverandi stjórn til þess að láta þann óvanda haldast ? f Spánarsamningnum, sem prentað- tur er í Stjörnartíðindumim 1924. A, 161.—163. bls., er ekkert orð um það, að Spánarvín skuli seld í nokkru gistihúsi í Reykjavík né annars staðar á landinu. í Spán- arvínslögunum frá 4. apríl 1923 er heldur ekkert ákvæði þar um. Þótt fyrrverandi stjórnir gerðu sig sekar um þá óhæfu að leyfa gistihúsi áfengissölu með mat, þá er núverandi stjórn alls ekkj skylduð til að herma það eftir, heldur þyert á móti. Eaa eftir hva'öa lögum er heimildin veitt? Því síður er stjórnin nauðbeygð til þess að auka síðkvölda-vin- söluleyfi við þá heimild. Sú á- stæða, að óviðkunnanlegt sé að láta taka vínin burtu í miðri mál- tíð, er næsta hjákátleg. Sam- fleytt át í margar klukkustundir hefir lengst af verið kallað ofát og ekki talið nein fyrirmynd, jafnvel þótt áfengis væri ekki neytt um leið. Þjóðinni er áreið- anlega meiri nauðsyn á öðru en kenslu í ofáti. Væntanlega vill stjórnin heldur ©kki greiða fyrir slikri kenslu, sízt á sama tíma og hún setur á innflutningsbann á mörgum nauðsynjavörum, sem mestu hófsmenn geta alls ekki án verið. Þeir, sem vilja gera eitthvert veitingahús að fyrirmynd, hvort sem það er „Borg“ eða eitthvert annað, ættu sízt af öllu að veita því áfengissöluleyfi eða stuðla að því, að því sé veitt það, — gera það að áfengissölustað. Þess. eru engin dæmi, að áfengi hafi neins staðar verið selt eða veitt dag eftir dag án þess að óhóf yrði á drykkju þess og að það yrði mörgum bæði að skömim og skaða. Eitt af meginskilyrðunum, sem sá þarf að setja, er efla vill gisti- hús til fyrirmyndar, er, að þar sé alls ekki veitt áfengi. Áfengissalan i „Hótel Skjaldbreið“. Rannsókn út af áfengissölu í „Hótel Skjaldbreiö" hélt áfram í gær. Olsen veitingamaður játaði, að hann hafi látið selja gestum Spánarvín og hafi það þá verið borið frarn í ölflöskum. Veöriö. Kl. 8 í morgun var 3 stiga hiti í Reykjavík. Útlit við Faxaflóa og Breiðafjörð: Allhvöss |norðanátt í dag, en lægix heldur aftur í morgun. „Lyra“ kom til Björgvinjar í gær kl. 11 árdegis. Enska kosningarnar fara framj í dag. Eins og kunnugt er, þá er samikomulag milli í- haldsflokksins, nokkurs hluta Frjálslynda flokksins og MacDo- nalds og nokkurra manna, er hon- um fylgja, og er hvergi nema einn ‘maður í kjc'Bl írá þe:su bandalagi, þar sem maður er í kjöri frá verkamannaflokknum eða þeim hluta Frjálslynda flokksins, er fylgir Lloyd George. Mac-Donald, sem var áður for- ingi verkamannaflokksins, en er nú forseti í samsteypiu’áðuneyt- inu, er sagður mjög tæpur í sínu kjördæmi. Annars er erfitt að vita, hvernig kosningar þessiar fara, e n líklegt er þó talið, að .samsteypubiandalagið muni ná meiri hluta. Aubin garðyrk] 11 ekking. Bókavitið beina leið í asksna. Garðyrkju hefir mikið farið fra'm síðustu árin hér á landi, enda kornið upp úr kafinu, að fjölmargar tegundir matjurta og blómjurta þrífast hér ágætlega, »em áður var haldið að ekkj væri hægt að rækta hér með góð- um árangri, nemia í. beztu sumr- um. En þessi nýja reynsla er sumpart fengin fyrir það, að menn kunna nú betur til garð- ræktar en áður, en sumpart af því, að menn nú eiga kost á betri afbrigðum af ræktitegundum, því í svo að segja öllum mentalönd- um er sífelt verið að gera til- raunir á jurtum og trjám, og það með svo góðum árangri, að á hverju ári kemur fram mesti fjöldi af afbrigðum, og skara mörg þeirra fram úr líkum teg- undum, sem áður þektust. Þegar framleidd er tegund eða afbrigði af matjurt, sem þarf styttri þnoskatíma en skyldar tegundir, þá eru nokkur líkindi til þess, að þarna sé rnn tegund að ræða, sem vert sé fyrir okk- ur að reyna. Sama er að segja þegar framleitt er nýtt afbrigði, sem ér stórvaxnara en aðrar teg- undir, þá eru töluverð líkindi til, að það sé tegund, sem geti kom- ið að góðu haldi hér, þó aldiei sé hægt að vita fyrirfram um slíkar tegundir hvernig þær reyn-. ast hér; reynslan verður ávalt að skera úr. En gnein þessi er nú ekki um nýjar tegundir, heldur til þess að benda á, að þrátt fyrir framfar- ir vorar í garðræktinni er þekk- ing á henni enn þá iítið útbreidd hér hjá okkur. Eins og kunnugt er, þá er fá verk hægt að vinna nú á tímum án þess að vita vel hvað þeir, sem hafa áður unnið þessi verk, segja um þau, en slíkur fróðleikur fæst nú á tím- um úr góðum bókum. Það væri því æskilegt, að sem flestir, sem við garðyrkju fást, vildu nú taka sig til og kynna sér sem hezt hvað útlendir fræðimenn á þess- um sviðum segja. Ekki þó svo að skilja, að ég álíti að alt eigi við hér, sem þeir segja, ekki einu sinni það, að ég álíti rétt alt, sem þeir segja rnn ræktun hinna ýmsu jurta í þeirra eigin landi. En það munu ekki vera nema aíípa Lélegustu bækurnar, sem jafnvel hinir fróðari meðal þeirra, sem við garðrækt fást, geta ekki grætt eitthvað á, og flestir munu geta á því grætt töluvert, þann- ig að garðurinn g-efi beinlínis meiri arð, reiknað út í beinhörð- um peningum, auk þess sem auk- in þekking kennir mönnum að varast ýmsar villur, er valda von- brigðum, og verður lesturinn því til þess að gera garðræktina á- nægjulegri. í hvert skifti sem reynsla fæst fyrir því, að teinhveii aðferð, sem vel hefir gefist er- lendis, gefst einnig vel hér, eykst þjóðarauðurinn, en hann eykst einnig við að fá reynslu fyrir því Lnvaða aðferð eigi ekki við hér, þó vel hafi að haldi komið erlendis. Skal nú bent á nokkrar erlend- ar bækur um garðyrkju, er fást hér, og er verðið á þeim í ís- lenzkum krónum eins og þær kosta hér í bókabúðum. Egnahems-tradgárden eftir Gustaf Lind. Sænsk. 150 bls. með mörgum myndum. Verð 3,35. Bók þessi er sérstaklega ætluð þeim, sem ekki hafa nema lítinn garð, aðallega garð, er fylgir húsi. t henni eru margar ágætar bend- ingar; en fyrir þá, sem ekki eru vanir að lesa sænsku, en lesa norsku eða dönsku, má geta, að þeim, sem virðist sænskan óað- gengileg þegar þeir líta fyrst í sænska bók, verður reynslan venjulega sú, að eftir nokkra stunda lestur finst þeim Lítið ver að skilja sænsku en hin Norður- landamálin. Kjökkenhagen eftir H. Norby Olsen. Rituð á nýnorsku. Liðl. 90 bls. með 22 myndum. Verð 3,00. Bókin er aðallega ætiuð fyrir þár. sem ekki hafa nema lítinn garð,. og hún gefur margar góðar bend- ingar um, hvernig eigi að búa sér til garð, hvaða áburð nota, og að lokum hvernig eigi að rækta hinar ýmsu matjurtir. En um blóm né tré fjallar hún ekki. Blomsterodling i hemmet. Ritað hefir Hanna Kamke. Sænsk. 218 bls. með 48 myndum. Verð 4,65.. Bókin er um blómarækt innan- húss, en er all-ítarlegur og mikill fróðleikur í henni fyrir alla, sem. við blómrækt fást. Staudebogen eftir I. V. Risum.. Dönsk. 85 bls. með 41 mynd. Verð 4,65. Höfundurinn er vel- kunnur rithöfundur í Danmörku á sviði garðyrkjunnar, og er yf- irgarðyrkjumaður í dýragarðin- u.m í Khöfn. Bók þessi er um fjölœrar skmutjurtir til útirækt-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.