Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐH>, SUNNUÐAGUR 20. MAÍ 1984 •52 völl á auglýsingasviöinu, en þá gerðist ég framkvæmdastjóri og síðar meðeigandi Auglýsingastof- unnar Argus. Þar vann ég næsta áratuginn, en 1979 stofna ég mitt eigið fyrirtæki, ÓSA, og það hefur átt hug minn allan síðustu fimm árin.“ Nota djassinn sem púströr — Áður en við snúum okkur að auglýsingamálum, Ólafur, langar mig til að fara aðeins út í aðra sálma ef sálma skyldi kalla, en það er djassáhugi þinn. Þú lékst mikið djass á píanó á þínum yngri árum, bæði hér heima og í Bandaríkjun- um og nú ekki alls fyrir löng léstu til þín heyra á Djass-brunch á Hót- el Loftleiðum, þar sem þú djassaðir með gömlum félögum á harmóníku. „Ég viðurkenni það fúslega, að það er eins og að nota kaffi út á hafragraut að spila djass á harm- óníku, en það er með mig eins og fleiri, að ég skemmti mér best sjálf- ur þegar ég er að spila og hef ekki áhyggjur af því þótt öðrum finnist tónlistin ekki áheyrileg. Ég hef geysilega gaman af því að djassa á nikkuna, gerði svolítið af því í gamia daga og lét svo verða af því nú fyrir um hálfu ári að fá mér nýja harmóníku. Fjöldskyldan hélt ég væri að verða vitlaus og gerði óspart grín að mér þegar ég kom heim með nikkuna, en ég lét það ekki á mig fá. Enda er nauðsynlegt fyrir fugl eins og mig, sem alltaf er á ferð og flugi, að hafa einhverja afþreyingu, sem beinlínis kemur í veg fyrir að maður hugsi um annað á meðan. Sumir skokka eða synda, en ég nota tónlistina sem púströr." Níu ára í fyrsta handið — Þú ert af mikilli tónlistarætt, Ólafur, varstu leiddur snemma út á tónlistarbrautina í heimahúsum? „Ætli ég hafi ekki verið um fimm ára gamall þegar ég var sendur í minn fyrsta píanótíma. En ég var —.vafalaust heimsins versti nemandi, því ég hafði lítinn áhuga og sinn náminu slælega. En það bjargaði mér að ég hafði gott tóneyra og átti auðvelt með að tileinka mér það sem ég heyrði aðra gera. En nót- urnar var ég latur við að læra. Ann- ars fékk ég bakteríuna fyrir alvöru frá móðursystur minni, Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem spilaði undir þöglu myndunum i Gamla Bíói hér í eina tíð. Henni tókst að kenna mér nóturnar og níu ára gamall var ég kominn í mitt fyrsta band. Það var SOS-tríóið, en félagar mínir í því voru Hrafn Pálsson og Stefán Stefánsson. Ég spilaði á harmóníku, en þeir tveir á gítar. Við spiluðum oft á dansskemmtun- um í Miðbæjarbarnaskólanum og tókum 5 krónur fyrir skiptið, sem þótti nokkuð mikið. Á unglingsár- unum spilaði ég svo í hinum ýmsu hljómsveitum með mörgum ágætis- mönnum. Meðal annars í hljómsveit Andrésar heitins Ingólfssonar í Þórscafé og í Vetrargarðinum al- ræmda. Á tímabili var maður spil- andi sex kvöld vikunnar." Barpíanisti í Harlem — Þú hefur verið á góðri leið með að gera þetta að ævistarfi? „Nei, það kom aldrei til greina. Það var tvennt sem drap áhuga minn á því að leggja þetta fyrir mig til frambúðar. I fyrsta lagi rokkið, sem á þessum tíma var að hefja innreið sína i tónlistarheiminn, en það er ömurlegt hlutskipti fyrir pí- anóleikara að taka þátt í flutningi á þeirri tegund tónlistar. Þetta eru alltaf sömu fjórir til fimm hljóm- arnir, sem eru barðir til skiptis. í annan stað leit það ekki út fyrir að vera öfundsvert líf að vera ballmús- íkant þá frekar en nú. Og þegar ég fór til Bandaríkjanna var ég harð- ákveðinn í þvi að hætta að spila mér til lífsviðurværis og beina kröftum mínum inn á önnur svið. En auðvitað fór það á annan veg. Ég var svo blankur úti að það var ekki um annað að gera en fá sér einhverja vinnu og eitt af því, sem ég tók mér fyrir hendur, var að spila á bar í Harlem. Að vísu hafði ég ekki atvinnuleyfi, en í gegnum klíkuskap og kunningja fékk ég að nota nafn ákveðins heiðursmanns, sem þá var látinn fyrir nokkrum árum! Á tónleikum FÍH í Austurbæjarbíói um 1952. Frá vinstri: Sigurður Guð- mundsson, Jón „bassi" Sigurðsson, Andrés Ingólfsson, Ólafur Stephensen og Hörður Magnússon. — Eins og þú segir vafalaust rét- tilega naut þessi þáttur mikilla vinsælda. Hefurðu nokkra hug- mynd um hvers vegna slíkur þáttur hefur ekki verið gerður aftur? „Það er varla mitt að svara því, en þó get ég sagt það, að þáttur af þessu tagi er mjög dýr í fram- leiðslu. Ekki endilega sjálf vinnan í sjónvarpssal, heldur allur undir- búningurinn, sem er gífurlega tímafrekur." Leyndardómur ÓSA Við látum hér útrætt um „hlið- arspor" Ólafs í lífinu og víkjunvtal- inu að auglýsingamennskunni, sem hefur verið þungamiðjan í lífi hans síðastliðin 15 ár. Ólafur er kunnur í þeirri starfsgrein langt út fyrir landsteinana, því árið 1981 var hann kjörinn meðlimur í Advertis- Brugðið í leik með djasssöngkonunni frægu, Ellu Fitzgerald. Það er Ólafur sem er til hægri! En eftir að ég kom heim hætti ég nokkurn veginn algerlega að spila opinberlega og hef síðan haft tón- listina eingöngu fyrir sjálfan mig, eða þar til fyrir stuttu „að ég lét til leiðast", eins og stjórnmála- mennirnir segja, og djassaði eitt sunnudagshádegi með gömlum fé- lögum á Hótel Loftleiðum." Junior Chamber Ólafur hefur alla tíð verið mjög virkur félagi í Junior Chamber- hreyfingunni, var m.a. fyrsti for- maður JC Reykjavík og varaforseti JC International 1971. Hann er nú kominn yfir aldursmúrinn, en menn ganga sjálfkrafa ur félaginu þegar þeir ná fertugsaldri. En njóta þó margir hverjir þess heiðurs að vera titlaðir Senatorar, án þess að taka mjög virkan þátt í starfinu. Og Ólafur var einmitt formaður JC Senatora á íslandi árið 1976. Við víkjum nu talinu að þessum þætti í lífi Ólafs og fyrsta spurningin er: Er JC skóli fyrir þá sem vilja „kom- ast áfram" í lífinu? „Ég veit það ekki, en JC er ein- hver allra besti skóli, sem ungt fólk getur farið í, því þar fá menn tæki- færi til að gera mistök og læra af þeim. Það er lagt mikið upp úr því að kenna fólki að tjá sig og setja mál sitt skýrt og greinilega fram. Alþekkt eru til dæmis ræðunám- skeiðin og rökræðukeppnirnar, sem fram fara á vegum félagsins. Það má vafalaust líta á þetta sem góðan undirbúning fyrir þá sem vilja komast áfram, til dæmis stjórn- málamenn, enda er það staðreynd að margir stjórnmálamenn víða um heim hafa hlotið uppeldi sitt í JC. Margir af írskum vinum mínum, sem ég kynntist í kosningabarátt- unni í Dublin á sínum tíma, eru til dæmis framámenn í írskum stjórn- málum í dag, sumir meira að segja í IRA!“ Varaforseti JC International — Það var ævintýraleg barátta, var það ekki, þegar þú varst í fram- boði til varaforseta JC Internation- al? „Jú það var sögulegt þing, og reyndar aödragandinn allur. Þann- ig var, að árið 1969 fengum við í JC á íslandi í heimsókn til okkar al- þjóðlegan varaforseta, danskan mann að nafni Greger Höeg. Stjórn JC á íslandi ræddi mikið við hann um alþjóðamál og þótti okkur hann afgreiða íslendinga heldur „bill- ega“. Hann sagði að við ættum ekk- ert að skipta okkur af alþjóðastarfi, við værum það smáir og ættum því að eftirláta það öðrum stærri og máttugri þjóðum. Við vorum ekki ánægðir með þennan dóm og ákváð- um því að standa að framboði á al- þjóðaþingi í Dublin 1970. Það var hart barist á þinginu í Dublin og keppinautarnir voru margir. En þegar upp var staðið fékk ég öll greidd atkvæði nema fjögur, eða 256 talsins." — Hver eru helstu verkefni varaforseta í alþjóðastarfi JC? „Hver varaforseti hefur ákveðið umráðasvæði, sem hann ferðast um og reynir að halda á allan hátt, til dæmis með því að flytja erindi, stjórna námskeiðum og svo fram- vegis. Ég fékk Skotland, England, Wales, Irland, Niðurlönd og Möltu. Þetta var viðburðaríkt ár hjá hreyf- ingunni, því einmitt á þessu tíma- biíi ákváðu bresku samtökin að segja sig úr alþjóðasamtökunum. Ég fór fjórtán ferðir til Bretlands á árinu til að reyna að ná sáttum og þurfti að koma fram á ótal fundum. Oft var stórskotalið á öftustu bekkjunum, tilbúið til að hleypa fundunum upp, ekki ósvipað því sem gerist á kosningafundum hér úti á landi, og maður þurfti oft að vinda fötin sín eftir slíka fundi." Gestaleikur — Þú hefur greinilega komið víða við, Ólafur, eitt sinn varstu meira að segja sjónvarpsstjarna á ísiandi? Mannstu nokkuð eftir þeim tíma? „Hvort ég man eftir Gestaleikn- um! Ég hafði mjög gaman af að stjórna þeim þætti, sem var soðinn upp úr tveimur vinsælum sjón- varpsþáttum í Bandaríkjunum, „To Tell the Truth" og „What’s my Line“. Ég held að þátturinn hafi lukkast nokkuð vel hjá okkur líka. Þetta var byggt þannig upp að þrír gestir sátu fyrir svörum og áttu all- ir að láta sem þeir störfuðu við sama hlutinn, sem aðeins einn þeirra gerði. Það var síðan hlutverk nokkurra spyrla í sjónvarpssal og áhorfendans heima, að reyna að finna rétta manninn með sem fæst- um spurningum. Það var margt skemmtilegt brall- að í kringum þessa þætti. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar Sverrir Einarsson, tannlæknir, lýsti því mjög fjálglega fyrir alþjóð hvernig gullfiskar gætu smitast af geðveiki. Hann gerði þetta á svo sannfærandi hátt, að ég er þess fullviss að öll þjóðin var sannfærð um að hann væri gullfiskasalinn, sem leitað var að. Að minnsta kosti fékk hann öll atkvæði spyrlanna." ing Ciub of New York, fyrsti og eini Norðurlandabúinn, sem hefur hlot- ið þann heiður. Þessi klúbbur var stofnaður árið 1906 og er mikils metinn í Bandaríkjunum. Það er því enginn vafi á því að Ólafur hef- ur margt fróðlegt að segja um aug- lýsingastarfið. En eitt af því, sem menn fýsir vafalaust að heyra álit Ólafs á, er hver sé leyndardómur- inn á bak við velgengni stofu hans, ÓSA: „Til skamms tíma hafa okkar starfsaðferðir verið nokkuð frá- brugðnar því sem gerist og gengur hjá auglýsingastofum hérlendis og ég held að það sé fyrst og fremst skýringin á þvf hve vel okkur hefur vegnað. Við störfum mikið saman í hópum á frumstigi hvers verks, við sjálfa hugmyndavinnuna. Það er nauðsynlegt að alla vega þrír aðilar vinni náið saman strax í upphafi, auglýsingateiknari, textahöfundur og tengiliður frá viðskiptaaðila, sölustjóri eða framkvæmdastjóri. En það getur einnig verið æskilegt að fleiri komi þarna nálægt, sérstaklega þegar verið er að þreifa eftir grunnhugmynd. I hugmynda- vinnunni er allt látið flakka og oft er árangurinn harla lítill fyrst í stað. En iðulega kviknar einhver hugmynd, sem síðan er hægt að slípa til þannig að öllum líki. Það er útilokað að gera góða aulýsingu nema vita mjög mikið um þá vöru, sem selja á. Þess vegna er þýð- ingarmikið að hafa fulltrúa frá viðskiptaaðilanum alltaf með í ráð- um, því hann er manna fróðastur um vöruna. Eins líta auglýsinga- teiknarar og textahöfundar ólíkt á málin og ef þeir vinna í of mikilli einangrun frá hvor öðrum er hætta á að tvær í sjálfu sér góðar hug- myndir fari forgörðum, því þær eru ósamrýmanlegar. Með hópvinnunni stemmum við líka stigu við stöðnuninni, einhverj- um mesta óvini þeirra, sem fást við skapandi störf. Við reynum eftir megni að forðast allt, sem heitir rútínuvinna. Við tökum ekki á móti auglýsingu og hendum henni í ein- hvern starfsmann. Þegar slíkt er gert komast menn mjög fljótlega upp á lag með einhverja ákveðna aðferð og halda sig síðan fast við hana með þeim afieiðingum að allar auglýsingar, sem frá þessum starfsmanni koma, verða eins eða í sama farvegi. Það er nefnilega ótrúlega auðvelt að festast í kassa í hvaða starfi sem er, en í auglýs- ingabransanum má það ekki gerast, þar gengur engin meðalmennska. Annað, sem er þýðingarmikið við starfsemina hjá okkur, er sú stað- reynd að við fáumst ekki aðeins við auglýsingagerð, heldur einnig aug- lýsingaráðgjöf og áætlanagerð. Þegar kúnni kemur til okkar með nýja vöru er fyrsta verkið að stað- færa vöruna sem kallað er, það er að segja, reyna að finna út hvert varan á erindi og síðan heppi- legustu leiðina til að koma henni til neytenda. Inn í þetta kemur allt frá útliti umbúða og stærð, hvernig vörunni er dreift, hvernig henni er stillt upp í verslunum og margt fleira. Óg við ráöleggjum kúnnan- um ennfremur hversu miklum fjár- munum hann eigi að eyða í auglýs- ingar, hvar hann eigi að auglýsa og hvernig. Þannig að það er fjölmargt fleira en sjálf auglýsingagerðin, sem sýslað er við á okkar stofu, og það er kannski önnur skýringin á velgengninni." — Er ÓSA ekki að verða of stórt fyrirtæki til að geta sinnt öllum viðskiptavinum sínum vel? „Meginástæða þess að við höfum skipt okkur í minni sjálfstæðar ein- ingar er reyndar sú að við álítum að stór fyrirtæki í auglýsingavið- skiptum verði ópersónulegir drumbar, sem geti ekki sinnt skyld- um sínum við viðskiptavini sína, hvorki hugmyndalega né viðskipta- lega.“ ímyndunaraflið eina forskotið — Eftir því sem fyrirtækið stækkar hlýtur að vera erfiðara að komast hjá því að vinna fyrir mögulega samkeppnisaðila. Eru það ekki óskráð lög auglýsinga- manna að starfa ekki fyrir tvo aðila í sömu grein? „Það er vissulega kominn tími til þess að menn geri sér grein fyrir því að við, sem störfum að auglýs- ingamálum, erum ekkert síðri þjóð- félagsstétt, en til dæmis þeir sem starfa við önnur ráðgjafarstörf, skoðanakannanir og viðskiptaþjón- ustu. Þú hættir ekki viðskiptum við endurskoðanda vegna þess að keppinautur þinn er þar einnig í viðskiptum. Auglýsingastofa er mönnuð menntuðu starfsfólki, sem getur farið með trúnaðarmál í viðskiptum eins og menntun þeirra og atvinnu- grein sæmir. Þar að auki segir mér enginn, að hugmynd sem unnin er fyrir einn, geti gengið jafnvel fyrir annan. Með tilkomu neytenda- samtaka, verðlagsstofnana og eftir- lits, er vinnan okkar og ímyndunar- aflið sennilega síðasti löglegi mögu- leikinn til að ná „ósanngjörnu for- skoti“ í samkeppnisviðskiptum!“ Salan eini mælikvarðinn — Hvað er góð auglýsing? „Eini mælikvarðinn á gæði aug- lýsinga er salan. Sú auglýsing er góð sem selur, hvort sem hún er jafnframt skemmtileg, leiðinleg, listræn eða lágkúruleg. Að mínu viti er allt of mikið lagt upp úr því í sjónvarpsauglýsingum hér á landi að skemmta fólki. Margar auglýs- ingar mætti hreinleg flokka undir skemmtiefni. En menn verða að hafa það hugfast að það er mark- mið auglýsinga að selja, en ekki að skemmta. Það er alltaf til nóg af fólki, sem álítur að það þurfi að gera eitthvað frumlegt og skemmti- legt. Þetta er misskilningur. Það er hægt að gera góða hluti án þess að þeir séu frumlegir. Mozart á að hafa sagt að hann hafi aldrei gert ii / l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.