Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 JÁTVARÐUR J Ö K U L L „Ég lærði í barnaskóla og ég lærði á Hvanneyri, en ég lærði aldrei í íþróttaskóla, svo ég get varla sagt eins og maðurinn: „Það er menntaður maður hann bróðir þinn, hann lærði bæði í Haukadal og Hvanneyri." En ég hef alla ævi verið stoltur af barnaskóla- „menntun" minni. Fyrsta veturinn gekk ég til næsta bæjar tvær vik- ur um vorið og lærði að draga til stafs og reikna hjá Lárusi skáldi Þórðarsyni í Börmum. Hann var aðdáanlegt prúðmenni. Ég var í farskóla hérna heima hjá Böðvari Péturssyni og Ingibjörgu Þor- geirsdóttur, en oftast og bæði áður og seinna hjá Hirti Hjálmarssyni. Tvisvar fékk ég að vera í skóla í Flatey hjá Sveini Gunnlaugssyni meðan ég beið eftir skipi. Það væri ekki í frásögur færandi hefði Sveinn ekki verið annar eins fræð- ari og hann var. Hann gaf svo mikið af hjartahlýjunni og blátt áfram lýsti með hugsjónaloganum sem brann innra með honum. Maður lærir nefnilega ekki bara námsgreinarnar, maður lærir mennina sem barnssálin drekkur í sig áhrifin frá. Veturinn áður en ég fermdist, þá hirti ég féð fyrir bóndann hérna um sex vikna tíma. Skóla- gangan þann vetur stóð í hálfan mánuð, einkum til að læra tossa- kverið. Það er ekki allt fengið með því að vera lengi í skóla. Ég reyni að minnsta kosti að telja mér trú um það eftir á. Þennan sama vetur las ég Vesalingana eftir Victor Hugo i þýðingu Þorsteins Gíslasonar. Eða var það veturinn eftir ferming- una? Séra Jón Þorvaldsson átti bækurnar. Ætli aðrar bækur hafi haft varanlegri áhrif á mig? Mað- ur er hrifnæmur og mótast senni- lega mest á fyrstu unglingsárun- um. Islendingasögurnar las ég all- ar á tólfta árinu — veturinn sem ég var í Reykjavík. Þá gekk ég af Brágagötunni og inn í Sundlaugar í febrúar og mars, en sleppti Kennaraskólanum. Svona var það nú í þá daga. Ég fór að Hvanneyri 22 ára, barnlúinn og fullmótaður erfiðis- maður. Það voru samt ágæt ár og mætti segja margt gott um þau, kennarana, samvistarfólkið og skólabræðurna. Ég minntist Run- ólfs Sveinssonar skólastjóra lítil- lega í 90 ára afmælisriti skólans. Það var vinarbragð Guðmundar skólastjóra að gefa mér kost á því. Runólfur eggjaði mig á að læra í landbúnaðarháskóla, en ég var gróinn svo fast við torfuna eins og sagt er, að það mátti heita útilok- að. „Starfsvalið" var svo sem ekk- ert „val“. Ég er bóndi af innsta eðli og held ég hafi verið á réttri hillu.“ „Þegar þú varst ungur drengur varstu í söngnámi hjá Sigfúsi Kin- arssyni tónskáldi. Ertu tónlistarunn- andi?“ „Söngnám er orð sem gæti mis- skilist. Sigfús Einarsson kenndi söng í Kennaraskólanum. Ég var í yngri æfingadeildinni 1925—1926 og hann lét okkur syngja einu sinni í viku. Það var mannval kennaraliðið þá: Halldóra Bjarna- dóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Stein- grímur Arason og Dóra Þórhalls- dóttir. Ég var gæfumaður að kynnast þeim. En svo ég svari spurningu þinni þá finn ég unað í góðum söng og tærri tónlist." „Einu sinni varstu framsóknar- maóur. Hvað olli því að þú snerist meira til vinstri?" „Snerist Framsóknarflokkurinn ekki meira til hægri? Það skyldi þó aldrei hafa verið tilfellið? Ég varð framsóknarmaður við að lesa ísafold og Tímann fyrir kosningarnar 1927, sem sagt barn. Alls ekki fyrir fortölur heimafyr- ir. Ég hreifst af baráttu og þjóð- legri reisn Sósíalistaflokksins á þjóðstjórnarárunum. Mér er í blóð borið bæði alþýðusamhjálp og þjóðlegur metnaður. Hvort Það er óþarfi að kynna nafn Játvarðar Jökuls Júiíussonar því að svo er nafn hans þekkt, bæði sem rithöfundar, greinahöfundar og frétt- amanns. Stundum eru menn sammála skrifum hans og stundum ekki, en allir sem bera virð- ingu fyrir íslensku máli virða tök hans á ís- lenskri tungu, taka eftir skrifum hans. Þar sem fáum er kunnugt um manninn bak við penn- ann er hann beðinn að svara nokkrum spurn- ingum sem varða hann sjálfan og tal okkar berst að menntun hans og starfsvaii. Játvarður Jökull Júlíusson. aðurinn sem hopar ekkí meira en þörf krefur tveggja hefi ég fundið og mætt í mínum flokki sem nú er. Og það sem meira er og nánar tiltekið: Það var hlustað vel á raddir okkar bændanna í Sósíal- istaflokknum og síðar í Alþýðu- bandalaginu. Ég var ekki einn um að sannreyna það.“ „Svo fórstu í framboð í Dalasýslu, manstu eftir einhverju skemmtilegu í sambandi við framboðsfundina þar?“ „Jú, vissulega. Framboðsfund- irnir voru sérstakur heimur að hrærast í. Efamál er hve langt á að ganga í að draga tjöldin núna frá því sviði sem ljósin léku um þá. Ég bar virðingu fyrir séra Jóni Guðnasyni. Samt var ég honum erfiður andstæðingur þó ég segi sjálfur frá. En eftir á að hyggja: Ætli hann og íslensk fræði hafi ekki haft gott af að hann tafði sig ekki við að sitja á Alþingi? Þeta voru miklir dýrðardagar í júní 1946, að ferðast um allt Dala- hérað í hásumarsdýrð með tvo til reiðar. Hugsaðu þér bara „þjóðgarð- inn“ á Skarðströndinni, bilið milli Fagradalsár og Búðardalsár. Það var uppáhaldsumræðuefni hinna skeleggu framsóknarmanna á Skarðströndinni, mig minnir bæði Þórólfs í Fagradal og Brynjólfs á Hvalgröfum, að hæðast að Þor- steini sýslumanni og þingmanni fyrir þann veglausa kafla. Þar væri enn allt eins og var á land- námsöld. Já, þarna ferðaðist ég eins og aðrir á landnámsöld, þó ártalið væri 1946. Ég fékk að þreifa á því hvað það var að vera viðvaningur. Áður en ég fór að heiman komst ég ekki til að semja framboðsræðu. Var þó byrjaður. Var svo seinheppinn að skrifa þá byrjun á heljar stóra örk. Hefur víst fundist að ég yrði að hafa mikið við. Nú, nú. Fyrsti fundurinn var á Hamri á Hörðu- dal. Ræðupúltið þar mátti ekki minna vera, enda stóð stóra örkin út af því á alla kanta! Og ræðutím- inn var ekki hálfnaður þegar hið skrifaða orð þraut. Og þá var vit- anlega að duga eða drepast. Ekki er ég dómbær um það hversu áberandi hattaði fyrir þeg- ar ég varð að tala upp úr mér. Ég er ekki viss um að þess hafi gætt að ráði. Eftir fundinn spurði ég hrað- mælskan og harðsnúinn bónda þar í sveit, Kristján Helgason á Dunk- árbakka, hvernig ég hefði komist frá frumrauninni. Það get ég sagt þér, sagði hann, að þú varst hrein hátíð hjá Þor- steini sýslumanni fyrst þegar hann byrjaði. Þá gat hann hvorki talað upp úr sér eða lesið skriftina sína. En Þorsteini hafði farið fram á langri þingsetu, enda marga hildi háð. Ég má til að segja hvernig hann fór að næsta dag. Þannig var, að nóttina eftir gisti ég hjá Hirti Kjartanssyni í Neðri-Víf- ilsdal. Þegar ég var genginn til náða í vorbirtu mildrar sumar- nætur, þá tók ég mér tak reynsl- unni ríkari. Ég hripaði á smáblað nokkrar fyrirsagnir að ræðuköfl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.