Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAl 1984 JÚLÍUSSON Játvaröur tekur pennann upp meö munninum og skrifar nafn sitt. mega horfa upp á, hvaö á þá er lagt bæöi andlega og líkamlega. Ætli það sé ekki oftari meiri raun fyrir foreldrana en barnið sem í hlut á? Og ef ég á að vera hlífðarlaus og dálítið strákslegur í senn: Hvort er meira lagt á drykkjusjúkling- inn eða á nánustu aðstandendur hans? Hvernig ég vinn? Ég held að mér hafi lærst að taka flestu með jafnaðargeði. Það mun fyrir mestu. Máltækið segir að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Ef ég á að reyna að koma orðum hvorki um margt né mikið nú orð- ið. Bið hann bara að styðja mig. Svo ræður hann hve lengi honum þykir taka því.“ „Nú hefur þú leitað þér lækninga víða og meðal annars farið til Moskvu í þeim erindagjörðum. Get- ur þú sagt frá þeirri ferð og í leiðinni gellð þeim góð ráð sem eiga við lík- amlega vanheilsu að stríða?" „Þú segir nokkuð, að fara að minnast á Moskvu. Nú eru liðin ein 23 ár frá ferð minni þangað. Stundum hefur hvarflað að mér að ég hafi lært meira i þeirri ferð að þekkja sjálfan mig, heldur en ég íærði um Rússa. Aö störfum. um, í mesta lagi 12 til 14 línur. Þetta varð að duga. Allt hitt varð ég að geta samið um leið og ég sagði það. Og viti menn. Eftir fundinn á Nesodda daginn eftir, þá gekk Þorsteinn sýslumaður að hópi manna þar á grundinni og vorum við Hjörtur þar báðir auk margra annarra. Víkur sér að Hirti í Vífilsdal og segir: „Þetta var miklu betri ræða Hjörtur, sem þú samdir fyrir Jökul, heldur en hin sem hann var með í gær á stóru örkinni á Hamri.“ Það var margt fleira. Þorsteinn var einstakur. Kjörsvið hans var úti undir veggjum. Hann lá ótrú- lega vel við höggi 1949. Ég veit ekki hvað ég á að ganga langt í að rifja það upp. Þá hlffði ég honum ekki. Hann hefði betur ekki svarið við nafn Bjarna Jónssonar frá Vogi i málflutningi sínum 1946. Sannarlega fyrirgaf ég honum ekki 1949 að hafa samþykkt hinn illræmda Keflavíkursamning í millitíðinni. Hitt er ég honum ævinlega þakklátur fyrir. Hann bauð mér heim 1946 og sýndi mér bókasafn- ið sitt. Þar reis Þorsteinn hæst. Er þetta ekki orðið nóg um Dal- ina?“ „Þú varst oddviti Reykhólahrepps um langt árabil og þá voru flestir íbúar hreppsinsannaö hvort sjálf- stæðismenn eða framsóknarmenn. Var ekki oft erfitt í þínu oddvita- starfi að sigla á milli skers og báru?“ „Sannarlega ekki. Þegar ég hugsa um það núna, held ég að mér hafi verið styrkur að því að vera sósíalisti. Ég var kosinn al- veg óbeðið. Fólk gat alveg látið það vera að kjósa mig ef þvi sýnd- ist svo. Oddvitar hafa margt saman við þingmenn að sælda. Þingmenn Barðstrendinga — og seinna Vest- firöinga — tóku mér undantekn- ingarlaust sem fulltrúa minnar sveitar. Annars minnist ég ekki. Sama var hvort í hlut átti Sigurð- ur Bjarnason eða Sigurvin Ein- arsson. Þeim brást ekki háttvfsin gagnvart oddvita Reykhólahrepps, að ég nú ekki tali um Gísla Jóns- son. Hann hóf fulltrúastarfið beinlínis á hærra stig f sinni þing- mannstíð. Hann gerði sér ekki mannamun, nema ef hann lagði sig enn meira í lfma fyrir þá sem hann vissi að voru pólitískir and- stæðingar." „Fyrir nær 30 árum fór líkamlegri heil.su þinni að hraka en að margra dómi hefur andlegur þróttur þinn aukist. Viltu segja frá þessari bar- áttu og hvernig þú vinnur." „Já, það verða 27 ár núna á út- mánuðum frá þvi ég byrjaði að lamast. Það fór hægt að stað en seig á. Þú segir að andlegur þrótt- ur hafi aukist. Það er kannski nokkuð mikið sagt. Ég treysti mér varla til að samsinna þvi. Það er þó satt að enn hefi ég hvorki bogn- að að ráði né brostið, hvað sem á eftir að koma fyrir. Veistu nema meira sé lagt á þá heilbrigðu? Hugsaðu þér bara foreldra sem eiga ósjálfbjarga börn, hvað þeir að minni reynslu umfram þetta, þá er þess að geta, að það sem maður á eftir, það verður þeim mun dýrmætara sem það er minna. Svo einfalt og blátt áfram er mynstur lífsins. Ef ég neita mér um að slá þig út af laginu og svara þessu bókstaf- lega og i einlægni, þá vinn ég alla skapaða hluti, sem ég sjálfur vinn, einungis með höfðinu. í mér er bara eitt „virkt aflúttak". Ég bít utan um prik og vinn með þvi þau verk sem ég vinn. Nóg á sá sér nægja lætur. Ég kemst alveg af með þetta. Svo hefi ég meira en margur annar. Ég hefi hesta- heilsu: Hjarta, lungu, augu, eyru, heilbrigða meltingu, heilbrigt sál- arlíf (að eigin sögn), allt stálslegið og hvað viltu hafa það betra? Það situr ekki á mér að kvarta.“ „Ertu trúaður Játvarður og sáttur við það ok sem lagt hefur verið á þig?“ „ Ég tek ekki undir þá staðhæf- ingu að ok hafi verið lagt á mig. Að minnsta kosti ekki nema með fyrirvafa. Það er erfiðast að venj- ast því að horfa á aðra stríða og strita og liggja sjálfur í leti og ómennsku. Þarna á við það kald- hæðnislega orðtæki, sem betur væri ósagt, að svo má illu venjast að gott þyki. En trúin sem þú spurðir um um leið, hún er allt annar handleggur. Já, ég er trúaður að sjálfs mín sögn. Mín trú er ofur einföld og frumstæð, líklega enn frumstæð- ari en almennt gerist. Ég trúi á bænheyrslu Guðs. Ég bið hann Ég skal segja þér tvennt og þrennt þó, til að skýra frá reynslu minni. Það styrkir heimþrána að vera lokaður inni á sjúkrahúsi í 7 vikur samfleytt. Einu sinni stóð ég mig að því að rekja smalagöturnar á Miðjanes- dalnum fet fyrir fet, á að giska tveggja tíma gang. Aldrei hefur mig dreymt merk- ari eða skýrari drauma en þarna. Mér voru opinberaðir bæði orðnir og óorðnir atburðir, alveg ótví- rætt. Það er merkilegt fyrirbæri mannssálin. Svo gerðist nokkuð, sem er eng- inn draumur. Þannig var, að þegar ég var útskrifaður af sjúkrahús- inu, þá var í Moskvu sænsk sendi- nefnd, pottekta Svíar, þó þeir væru auðvitað i kommúnista- flokknum. Af því ég var einn á báti var ég tengdur í slagtog við þá, þar á meðal við að heimsækja Moskvuháskóla, sem er aldeilis ríki í ríkinu. Mér stóð til boða að fara suður til Sotsí við Svartahaf með þeim fram og aftur. Það er orlofspara- dís þeirra í Rússíá. Tíu fyrir einn hefðu sjálfsagt gleypt við þessu, en mér var það ómögulegt. Ég fann að ég þoldi ekki að láta stríkka meira á þeirri taug sem rekka dregur föðurtúna til. Og fór hvergi. Þetta lærði ég um sjálfan mig. Svo varð ég fyrir opinberun á sjúkrahúsinu. Árni Bergmann færði mér þangað marga bók- menntaperluna, þar á msðal Sjálf- stætt fólk, sem ég hafði þó marg- 57 lesið áður. Þá vitraðist mér Saga Ástu Sóllilju. Hún einhvern veg- inn kristallaðist út úr bókunum ein og sér. Þetta voru einhver dulmögnuð hughrif, sem ég held að ég hafi ekki lifað önnur eins. Mörgum árum seinna reyndi ég að segja Halldófi frá þessu í bréfi, en veit varla hvort ég hefi getað gert mig skiljanlegan á réttan hátt. Þá var líka komið til sögunn- ar að ég var búinn að kynnast henni (Ástu Sóllilju) persónulega og hún var búin að segja mér sög- una þegar fundum þeirra Halldórs bar saman forðum tíð. Mér geðjaðist vel að Rússum þeim sem ég átti saman við að sælda, nánar tiltekið á sjúkrahús- inu. Mér fannst ríkja þar félags- andi á marga grein. En margt er þar ólíkt og hér, gerólíkt, en samt gott á sinn máta. Eitt var þó úti- lokað að láta sér lynda eða i léttu rúmi liggja. Þar var vopnaður hervörður við allar dyr dag og nótt. Og enginn mun hafa mátt koma í heimsókn nema hafa að- göngumiða. Hve mikið þurfti til að fá hann hefi ég ekki hugmynd um. Sagt var að þetta væri vegna útlendinga, stjórnarandstæðinga úr þriðja heiminum, sem væru þarna til að ná sér eftir misþyrm- ingar. Ekki var kastað höndunum til að rannsaka mig. Þar komu við sögu hálærðir sérfræðingar á fleiri en einu og fleiri en tveimur sjúkrahúsum (eða háskólum). Þarna voru reyndar á mér ein- hverjar lágspennulækningar. Það voru nú svona og svona straumar það. En armenski kvenlæknirinn sem meðhöndlaði mig gaf einungis holla strauma frá sjálfri sér, kon- an sú. Síðan held ég og trúi að Armenar hljóti að vera afbragð annarra þjóða. Hjá konu þessari fór saman það sem mefnt er per- sónutöfrar andlegrar gerðar og glæsileiki í líkamsburðum. En þú vart líka að spyrja um góð ráð fyrir þá sem búa við lík- amiega vanheilsu. Það eru fleiri sem álíta mig geta miðlað ein- hverju. Stundum hafa hjúkrun- arkonur nefnt við mig að tala við fólk sem er „langt niðri“. Það er svo mörg vanheilsan sem ég þekki ekkert til. Mín vanheilsa er bara þetta að ég er lamaður. Ég hef reynt að klóra í bakkann, gef- ast helst ekki upp, láta mér fátt um finnast. Það er ekkert spenn- andi við ólæknandi taugasjúkdóm eins og minn sjúkdóm. Aðrir sjúkdómar eru miklu meira spennandi, þessir mannskæðu sem hægt er að lækna, svo sem reyk- ingar og offita. Þar væri ég til í tuskið. Það er allt að því mannraun að horfa upp á ungt fólk hneppt í ánauð hjá tóbaksauðhringum, sjá það glata bæði fé og frelsi en fyrst og fremst heilbrigðinni, þeirri heilbrigðu hreysti sem er skilyrði sannrar vellíðunar. En má ég gefa þeim ráð sem eiga við pólitíska vanheilsu að stríða, eins og honum Matthíasi mínum Bjarnasyni? Ég ráðlegg honum að setja sjúklinga ekki á Guð og gaddinn. Ég er hræddur um að það hefni sín bæði þessa heims og annars. Það er nefnilega arðbærara en flest annað, lækna- fólk. Það er ávinningur þessa heims. Hitt er svo arðbærara ann- ars heims en flest ef ekki allt ann- að: „Að líkna þeim dauðvona og sýna þeim mannúð." Samtali okkar er lokið og við förum fram í eldhús en þar hefur kona Játvarðar, Rósa Hjörleifs- dóttir frá Fagurhólsmýri í Öræf- um, búið út fallegt kaffiborð. Rósa hefur verið hinn trausti horn- steinn Miðjanesheimilisins í ára- tugi, þrátt fyrir vanheilsu. TEXTI: SVEINN GUÐMUNDSSON MIÐHÚSUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.