Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 14
Undirskrift- ir afhentar Á föstudag afhentu konur, sem stóðu að söfnun undir- skrifta vegna nauðungar- málsins, Jóni Helgasyni, dómsmálaráðherra, undir- skriftirnar. 11.059 manns mótmæltu því að Sakadómur Reykja- víkur úrskurðaði ekki manninn, sem viðurkenndi nauðgun og nauðg- unartilraun um síðustu helgi, í gæsluvarðhald. Morgunblaðiö/ Júlíus. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Ný ferðaskrifstofa Nýir sumarleyfisstaðir ~ Glæsilegar feröir, góðir gististaöir J Rhodos Garda Túnis Verð og nánari upplýsingar á skrifstofunni. Fáið bækling og verðlista sendan Þægilega milt loftslagiö, hvítar strendurnar, náttúrufeguröin og síðast en ekki síst eyjaskeggjar sjálfir, allt gerir þetta Rhodos að sælureit feröamannsins. Góð hótel eöa íbúðir, sól og sjór, fjölbreytt afþreying, fjörugt næturlíf. Þáð er varla hægt að hafa það betra. Ef þú villt ferðast á eigin vegum, t.d. á bílaleigubíl, þá er upplagt að dvelja eina viku (eða fleiri) við Gardavatnið í ítölsku Ölpunum. Við bjóðum gistingu í glæsilegum sumarhúsum eða íbúðum í þessari sólarparadís, þar sem aðstaða er í sérflokki, ekki síst fyrir börnin. Róm-Sperlonga Vikudvöl í Róm verður ógleymanleg. Hvern hefur ekki dreymt um að líta augum staði eins og Péturskirkjuna, Colosseum eða Forum Romanum? Að dvölinni í Róm lokinni er haldið til Sperlonga, — baðstrandar mitt á milli Rómar og Napolí. Dvalið verður í mjög skemmtilegum íbúðum rétt við ströndina. Sund- laug, verzlun og veitingahús er á staðnum. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum — bílaleigubíll fylgir með hverri íbúð. I Sousse í Túnis er hægt að kynn- ast ekta Afrískri stemmingu. Reika um þröngar götur með hvítkölk- uðum húsum, prútta við kaupmenn og kynnast framandi lifnaðar- háttum. Farþegar okkar búa á glæsilegu hóteli eða í þægilegum íbúðum út við hvíta ströndina. Þar eru þægindi og aðstaða eins og best verður á kosið, diskótek, nætur- klúbbar og fjölbreyttir veitingastaðir á hverju strái. FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegi 28, 101 Reykjavík. Sími 29740 Bítlarnir vinsælir í Austur- Þýskalandi Aiutur-Berlín, maí. AP. BÍTLARNIR njóta greinilega vinsælda í Austur-Þýskalandi, að minnsta kosti ef marka má móttökur þær sem bók um þá fékk í verslunum í Austur- Berlín fyrir skömmu. 50.000 eintök seldust eins og heitar lummur á fáeinum klukku- stundum. Bók þessi inniheldur sögu hinnar frægu popphljómsveit- ar og marga af kunnustu text- um hennar. Tilkynnt var fljótlega eftir að bókin seldist upp, að 50.000 eintök til viðbót- ar yrðu prentuð og þeim dreift í bókaverslanir. Er talið ör- uggt að næsta upplag seljist einnig upp þótt stærra væri. Það hefur vakið athygli að Austur-Þjóðverjar skuli sjá ástæðu til að gefa út bók um Bítlana 14 árum eftir að sveit- in lagði upp laupana. Ungl- ingablaðið „Junge Welt“ segir það vera vegna þess að texti lagsins „Give peace a chance" sé mikilvægur í friðarbaráttu friðarhreyfinga beggja vegna járntjaldsins. Þess má geta, að ýmsar af hljómplötum Bítl- anna hafa verið sendar á austur-þýskan markað og hafa viðtökurnar verið hinar sömu og á bókinni, þær hafa selst upp. RAFMAGNS OFNAR Líkjast vatnsoín- um, gefa ekki þurran hita og eru sparneytnir. KJÖLUR SF. Hverfisgötu 37. 105 Reykjavlk, slmar 21490-21846. Vlkurbraul 13, 230 Keflavlk, slmi 92-2121. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.