Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 19
MORG'UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAt 1984 67 Leikarinií fékk sérstakan óskar árid 1969. Hann var því brátt kominn aft- ur í sýningarflokkinn þar sem hann sýndi m.a. dans og gekk á „stultum". Honum leið vel á svið- inu og ekki síður innan um félag- ana. Þetta var eins og ein stór fjöl- skylda. Bob Pender og kona hans hlúðu að drengjunum og gættu þeirra eins og bestu foreldrar. Á milli sýningarferðalaga bjuggu þeir í húsi hjónanna í Brixton. Þar ríkti húsagi þar sem hver og einn hafði skyldum að gegna í húshald- inu og útivist ekki leyfð á kvöldin. Nokkrum mánuðum eftir að Archie fór að sýna með flokknum var haldin sýning í Bristol og dvaldi hann hjá föður sínum þá helgi. Það var Archie mikið gleði- efni að sýna í heimaborg sinni og ættingjar og skólafélagar komu til að sjá hann. Hann sagði frá því síðar, að það hefði glatt sig mikið að finna að faðir hans var hreykinn af honum, þó ekki hafi verið höfð um það mörg orð. Þeim tókst að nálgast hvorn annan, föður og syni, þessa kvöldstund þegar þeir leiddust heim úr leikhúsinu. En svo rofn- uðu böndin aftur og þegar leikar- inn kom á ný til Bristol, þá orðinn frægur maður, var faðir hans lát- inn. Á þessum árum týndi Archie al- veg niður Bristol-málhreim sín- um. Síðar varð það mönnum jafn- an ráðgáta hvaðan hann var upp- runninn. Flestir töldu hann fædd- an í Ástralíu eftir talsmáta að dæma. Cary Grant med ýmsum mótleikkonum sínum á löngum ferli. Önnur konan Barbara Hutton. Pender-flokkurinn fer til New York Árið 1920 hafði Pender-flokkur- inn vakið þá athygli að þeim bauðst tækifæri til að koma fram í New York. Þangað var siglt með skipinu Olympic. Meðal fyrirfólks um borð voru Mary Pickford og Douglas Fairbanks, sem voru á heimleið eftir brúðkaupsferð í Evrópu. Archie Leach var 16 ára gamall þegar hér er komið sögu og honum og félögunum þótti mikið til New York-borgar koma. Pender-flokknum gekk vel. Sýn- ing þeirra gekk allt leikárið og síð- an bauðst þeim að fara til helstu borga Bandaríkjanna með sýning- una. Þegar sýningum lauk árið 1922, ákváðu nokkrir ungu mann- anna að verða eftir í Bandaríkjun- um, meðal þeirra Archie. Þeir tóku sér ýmislegt yrir hendur til að framfleyta sér og komu saman sýningarflokki sem starfaði til ársins 1924. Eftir það tók Archie sér ýmis- legt fyrir hendur innan leikhúsa og utan og seldi t.d. á tímabili karlmannaslifsi á götum úti. Fyrsta konan, Virginia Cberill. Árið 1927 kynntist hann Reggie Hammerstein, bróður Oscar, en hann fékkst við að setja á svið óperettur í New York. Hammer- stein réði unga manninn eftir að hafa heyrt hann syngja. Söngrödd hans var all góð og útlitið hafði hann svo sannarlega með sér. Á vegum Hammerstein kom hann svo fram í óperettum t.d. á móti Jeanette MacDonald. Þriðja konan Betsy Drake. Fjórða konan Dyan Cannon. Úr síðustu myndinni, Walk Don’t Run. En þrátt fyrir ágæta afkomu í New York í nokkur ár var það þó r Hollywood og kvikmyndirnar sem ,Fimmta konan Barbara Harris. heilluðu og þangað hélt ungi mað-‘ urinn árið 1931. Þar voru teknar reynslumyndir og tókst allt vel. Það eina sem menn settu út á hinn unga leikara var nafnið. Það þótti ótækt. Fall- ist var á nafnið Cary Grant. Það hljómaði engilsaxneskt og undir því nafni varð hann þekktur leik- ari á skömmum tíma. Eftir leik í 15—20 kvikmyndum á móti leik- konum sem þá voru þekktar svo sem Mae West, Sylvia Sidney og Cary Grant með dóttur sína, Jenni- Katharine Hepburn fann Cary fer, litla. Grant loks sinn eigin leikstíl, þann sem við kynntumst í mörg- um eftirminnilegum myndum um áratugaskeið. Af leikkonum sem léku á móti honum voru þær dáðustu á hverj- um tíma. Má þar nefna: irene Dunn, Carole Lombard, Lorette Young, Anna Sheridan, Marlene Dietrich, Ingrid Bergman, Mari- lyn Monroe, Audrey Hepburn og Grace Kelly, auk þeirra sem áður er getið úr fyrri myndum. Eiginkonurnar Eins og alsiða er meðal kvik- myndaleikara á Cary Grant nokk- ur hjónabönd að baki. Fyrsta eiginkonan, sem hann gekk að eiga árið 1934, var Virginia Cherill, en hún lék blindu blómasölustúlkuna í mynd Chaplin, City Lights, en sýnt var úr þeirri mynd í sjón- varpinu í vetur. Fyrsta hjóna- bandið entist aðeins eitt ár. Önnur kona leikarans var Barbara Hutt- on, milljónaerfingi (það voru Woolworth-verslanirnar). Það hjónaband stóð frá árinu 1942—1945. Þriðja leikkonan (og sálfræðingurinn) Betsy Drake. Þau gengu í hjónaband árið 1949 og Howard Hughes sérvitringur og milljóner var svaramaður brúðguma. Þau hjón léku saman í tveimur myndum. Hjónabandinu lauk árið 1962. Fjórða eiginkonan var Dyan Cannon leikkona. Þau gengu í hjónband árið 1965 og eignuðustu dótturina Jennifer ári síðar. Hjónabandið stóð ekki lengi og áttu þau í illdeilum út af for- ræði dótturinnar svo og umgeng- isrétti föður, en allt fór það vel. Jennifer er einkabarn Cary Grant. Núverandi eiginkonu sinni, Barb- ara Harris, kvæntist leikarinn ár- ið 1981 og er hún allmiklu yngri en hann. Minnisstæðar kvik- myndir og hlutverk sem var hafnað Þær eru margar minnisstæðar kvikmyndirnar sem Cary Grant iék í og fengur væri í að sjá ein- hverjar þeirra í sjónvarpinu. Margar myndanna voru gaman- myndir en í fyrsta alvarlega hlut- verkinu í myndinni „None But The Lonely Heart" kom hann til álita við útnefningu Óskarsverðlaun- anna, en Bing Crosby hafði betur í hlutverki prestsins í myndinni „Going My Wav“. Honum tókst vel upp í Hitchcock-myndunum, ekki síst á móti Ingrid Bergman í „Not- orious“ og „To Catch a Thief“, svo eitthvað sé nefnt. Cary Grant lék í síðustu kvikmynd sinni árið 1966, „Walk, Don’t Run“ heitir hún. Ár- ið 1969 fékk leikarinn sérstakan Óskar fyrir framlag sitt til kvik- mynda í marga áratugi. Þess má geta að Cray Grant stóð til boða og afþakkaði hlutverk í mörgum myndum sem urðu óhemju vinsæl- ar en ekki vitað um ástæður fyrir því áhugaleysi. Þar ma nefna hlut- verk það sem James Mason lék í myndinni „A Star is Born“, hlut- verk William Holden í myndinni „Bridge on the River Kwai“ og hlutverk Henry Higgins sem Rex Harrison lék í myndinni „My Fair Lady“. Eftir að kvikmyndaleik lauk flutti Cray Grant sig yfir á annað svið, viðskiptasviðið, og starfar sem forstjóri hjá snyrtivörufyrir- tækinu Fabergé. Leikarinn hefur ekki í hyggju að rita sjálfsævisögu sína, ef marka má yfirlýsingar þess efnis. Hann tekur heldur ekki að sér að aug- lýsa hvorki eitt né annað i fjölmiðlum. Hann hyggst heldur ekki gefa út leiðbeiningar um hvernig menn eigi að fara að því að halda unglegu útliti sínu sem lengst. Honum hefur alla verið umhug- að um að hafa sitt einkalíf í friði og tókst framar vonum, án þess að missa vinsældir kvikmyndahúss- gesta. Kvikmyndaleikarinn Cary Grant kaus að draga sig út úr sviðsljósinu, eftir síðasta hlut- verkið, virðulega, eins og sönnum herramanni sæmir. Samantekt: Bergljót Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.