Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Vitað er að hænsnarækt hefur fylgt manninum lengi. Sagnir eru af kjúklingarækt í Kína fyrir meira en 4000 árum. Hænsni eru ræktuð til matar, vegna eggjanna svo og vegna fiðurs og skrautlegra fjaðra hanans. Hænsni fluttust til íslands með landnáms- mönnum. Um og upp úr aldamótum risu upp fyrstu hænsnabú hérlendis, en það voru bak- arar sem ráku þau vegna eggjanna. Þeir seldu síðan umframegg. En á þeim tíma tíðkaðist mjög að fólk hefði hænsni til heim- ilisnota. Þá mátti sjá litauðug heimilis- hænsni og skrautlega hana við mörg heimili á íslandi, en hin síðari ár eru hænsni okkar hvít. Eru það hvítir ítalir. Á hvítum hænsn- um er fjöðurstafurinn hvítur og er það æski- legra á kjúklingum sem ræktaðir eru til matar. Tvö kyn kjúklinga eru ræktuð hér. Létt kyn sem verpir mikið og þungt kyn sem eru holdakjúklingar. Hænsnin hafa fiðurlausan blett sitt hvoru megin á hausnum, sem kall- aðir eru eyrnasneplar. Á léttu kynjunum er þessi blettur ljós en á þeim þungu dökkrauð- ur. Þungu kynin verpa brúnum eggjum en léttu kynin hvítum. Því ljósari sem eyrna- snepillinn er, því ljósari egg. Upp úr 1960 risu upp fyrstu raunverulegu kjúklingabú hérlendis, en síðustu tíu ár hef- ur framleiðslueiningum fjölgað verulega. Beinagrindin á léttu og þungu kyni er lík að stærð, en holdið er mun meira á þunga kyn- inu. Venjulega er kjúklingum slátrað 7—9 vikna, og er þá kjötmagnið 1 kíló eða meira. Nú er verð á kjúklingum hér á landi lágt, og er sjálfsagt að nýta sér það. Ýmsar aðferðir eru til matreiðslu á kjúklingum, algengast er að glóðarsteikja þá, en mjög gott er að pönnu-, pott- eða ofnsteikja þá eða sjóða í pottrétti. Kaldir kjúklingar eru mjög góðir í salöt. Pottréttur úr kjúklingabringu með margs konar kryddi (handa 3) 6 kjúklingabringur 2 msk matarolía 1 stór laukur 4 sellerístönglar 2 hvítlauksgeirar 1 'k tsk salt 1 tsk turmerik, sterkgult krydd, fæst víða 'k tsk chillipipar, mjög sterkur 1 tsk korianderduft, fæst í stærri verslunum 1 tsk kúmen 'A tsk negull 2 tsk tómatmauk 2 bollar vatn 1 msk kókosrjómi, cream of coconut, fæst í stærri verslunum 2 bananar 1 bolli stór, löng hrísgrjón 2 bollar saltvatn til að sjóða grjónin í ' 1. Hitið matarolíuna í potti. 2. Afhýðið og saxið laukinn og hvítlaukinn, skerið þvert á sellerístönglana í litla bita. Sjóðið þetta allt í olíunni í 7 mínútur. Hafið hægan hita og gætið þess að þetta brúnist ekki. 3. Hellið vatninu út í, bætið salti, turmerik, chilli- pipar, korianderdufti, kúmeni og negul út í. Látið sjóða. 4. Setjið kjúklingabringurnar í pottinn og látið sjóða við hægan hita í 40 mínútur. 5. Sjóðið hrísgrjónin í saltvatni í 20 mínútur. Hýð- isgrjón lengur. 6. Hrærið tómatmauk og kókosrjóma út í kjötpott- inn. 7. Hellið vatninu af hrísgrjónunum og setjið í skál, takið kjúklingabringurnar örlítið í sundur og hellið kjötréttinum yfir grjónin. 8. Skerið banana í sneiðar og stráið yfir skálina. Steiktir kjúklingar med rjómaosti og steinselju (handa 4) 2 kjúklingar, 1 kg hvor 1 'k tsk salt 200 g rjómaostur án bragðefna Væn steinseljugrein eða 1 msk þurrkuð ‘k kjúklingasúputeningur hveitihristingur 1. Saxið steinseljuna og blandið saman við rjóma- ostinn með gaffli. 2. Losið húðina frá bringu og læri með því að stinga fingrunum undir húðina. Smyrjið eða troðið rjómaostinum jafnt undir húðina. Ef húðin rifnar er hægt að tylla henni saman með kjötpinnum eða tannstönglum. 3. Nuddið salti í kjúklingana að innan og utan. 4. Hitið bakarofninn í 200°C. Leggið kjúklingana á smurða ofnskúffu og steikið í 50 mínútur. 5. Hellið örlitlu vatni í skúffuna þegar steikingar- tíminn er hálfnaður. 6. Sjóðið innmatinn í 2 dl af saltvatni í 30 mínútur. Síið soðið. 7. Færið kjúklingana upp á fat. Skolið skúffuna með örlitlu vatni og hellið í pott ásamt soðinu af inn- matnum. Setjið kjúklingasúputeninginn út í. 8. Búið til hveitihristing og jafnið sósu. Meðlæti: Soðnar kartöflur og soðið grænmeti. Salat úr köldum kjúklingum Kalt kjúklingakjöt, u.þ.b. hálfur kjúklingur 'k bikar sýrður rjómi. 2 tsk olíusósa (mayonnaise) nokkur strá graslaukur eða 1 msk þurrkaður 'k tsk karrý 5 dropar tabaskósósa 'k hálfdós niðursoðnir sveppir 1 lítil paprika 1. Hrærið saman sýrðan rjóma, olíusósu, tabaskó- sósu og karrý. 2. Klippið graslaukinn, takið steinana úr paprikunni og saxið, skerið kjúklingakjötið smátt, síið svepp- ina. Setjið allt út í sýrða rjómann. Blandið saman með tveimur göfflum. Meðlæti: Ristað brauð. Vegna fjölda áskorana framlengjum við tilboðinu til laugardagsins 26. maí nk. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verslunarinnar OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 26.5. frá kl. 10—3 e.h. ath, K.M. Húsgögn Tilboðið verður ekki endurtekið Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík. Stúdentafagnaður Nemendasambands Mennta- skólans í Reykjavík . _ veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal, föstuda^inn 25. maí og hefst meö boröhaldi kl. 19.30. Aögöngumiöasala veröur í anddyri Súlnasals. Hótel Sögu, mióvikudaginn 23. maí kl. 17—19 og fimmtudaginn 24. maí kl. 15.30—18.00. Samkvæmisklæönaöur. Stjórnin. H |h||h| H m H H H H Til sölu Caterpillar 966D hjólaskófla 1982. Upplýsingar í síma 21240. HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 H H H H H H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.