Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 25
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAl 1984 73 TVÆR BÁTI FYRRI GREIN ^TvíofWÍcþ aam og skurðum í Bret- landi *Beccicp 12 3 4 5 (fert*., Skipstjórinn á Mayfly lítur til veðurs fyrsta morguninn. Handan árinnar bylgjast hátt sefið og í baksýn er sveitakráin. Svona árbakkar með pólum til að leggjast við eru víða með ánum. „Þrír á báti og hundurinn sá fjórði" hét bráðfyndin bók eftir Jerome K. Jerome, sem Spegillinn gaf út fyrir allmörgum árum, íslenskum lesendum til mesta gamans. Þar segir frá 3 ungum mönnum, sem lenda í margvíslegustu hremmingum er þeir til endurhæfingar slappelsi á líkama og sál af völdum ofreynslu daglegs brauðstrits halda í bátsferð um breskar ár. Þar sem þeir hafa aldrei stýrt slíku fleyi, lenda þeir í margvíslegum hremmingum. Þessi bók kom sem snöggvast upp í hugann er undirrituðum blaðamanni var skyndilega boðið upp á bát í viku á breskum ám og skurðum í Norfolk í Englandi, svokölluðum Norfolk Broads. En fullvissuð um að hvaða hálfvita sem væri dygði hálftíma kennslustund í meðferð farartækisins og hafandi fyrir satt að varla væri hægt að villast upp úr ánum, var boðið þegið umsvifalaust. Vfða má sjá begrann standa hreyf- ingarlausan eins og styttu í sefinu á árbakkanum, tilbúinn til að grfpa snögglega cti sem að berst Myndir og texti: Elín Pálmadóttir Skemmst frá að segja að það reyndist stórkostleg- ur ferðamáti að líða svona áfram á vatninu án þess að geta verið með nokkurn æðibunugang, leggja upp að bakkanum í einhverju þorpinu við enska sveitakrá, njðta sér- kennilegar náttúru og eiga nota- lega stund um borð áður en maður stingur sér í koju við margraddað- an fuglasöng í kyrrðinni. Verður í tveimur greinum sagt frá þessu ferðalagi á bátnum Mayfly á vatnasvæði Norfolk, þeim til upp- örvunar sem kynnu að vilja reyna nýjan ferðamáta og njóta þeirrar sérkennilegu náttúru sem þarna er með ótrúlega fjölbreyttu fugla- lífi. En fyrst ferðalagið sjálft. Þegar fara á í ferðalag á báti um ár og vötn í Bretlandi og víðar er um nokkur vatnasvæði að ræða, enda hægt að sigla um 2000 mílna leið á fljótum og skurðum. Norfolk varð fyrir valinu í þetta sinn af ýmsum ástæðum. Tekist hefur að halda þessu sérkennilega lands- lagi, sem um er farið, ákaflega friðsælu í þéttbýlu landi, stærsta borgin, Norwich, er ein elsta og mest heillandi borg Englands með sínum gömlu götum og minjum, á þessu vatnasvæði eru engir skipa- stigar og því auðveld umferð byrj- endum og kannski síðast en ekki síst er mjög auðvelt og fljótlegt fyrir íslending að komast á stað- inn af Lundúnaflugvelli. En Nor- folk er á norðurhluta skagans mikla norðaustur af London, sem allur heitir Austur-Anglia. Liggur að sjó nokkurn veginn um beiginn n. Sums staðar eru fallegar lágar brýr, eins og þessi f Wroxham. Þar þarf aðgæslu til að komast undir, einkum á flóðinu. Þarf að taka yfirtjald og ghigga niður á bátnum til að smjúga undir. i smjuga á skaganum, þar sem borgirnar Yarmouth og Lowestoft liggja við hafið. Fyrir nærri öld tók Blakes- ferðaskrifstofan i Bretlandi að skipuleggja skemmtibátaferðir um vatnasvæðið í þessu héraði. Hún skipuleggur, styður og er nú umboðsmaður sambands fjölda bátaeigenda, sem dreifast um svæðið. Reka gjarnan misstórar bátakvíar með vissum fjölda af stórum og smáum bátum til leigu. Hlynna að bátunum sjálfir á vetr- um, því aðaðlumferðin hefst venjulega um páskaleytið — þótt hægt sé að fá bát að vetri með fyrirvara — og stendur fram í október. En með tengslum allra þessara bátakvía og samvinnu um afgreiðslu fæst þjónusta fyrir bátafólkið hvarvetna. Hvar sem hinn rauði fáni Blakes blaktir á I gamla bænum Norwich má víða sjá margra alda gömul hús, sem vel er við haldið. árbakka, getur maður lagt að og fengið fría þjónustu, sem er mikið hagræði. Allt er í bátnum, sem á þarf að halda og fyrir öllu séð. Gömul og falleg borg Um borð í okkar báti, fleyinu Mayfly, voru skipverjar ekki nema tveir, Elín við stýrið og Sofffa á dekki og enginn hundur til að flækjast fyrir. Ekki tók nema hálfan dag að komast á vettvang. Flogið með morgunvél Flugleiða til Heathrow-flugvallar. Mikil hagræðing er að því að nú er hægt að fara beint með töskuna sína niður í neðanjarðarbraut Lundúna og með einni. skiptingu yfir á hringlínuna að komast á Liverpool Street Station, þaðan sem lestin fer til Norfolk. Þangað vorum við komnar kl. 3 síðdegis. Sjálf er ég alltaf með eina tösku á hjólagrind (stutta og þykka sem ekki rekst alls staðar utan í og þá hægt að kippa henni í höndina f stigum neðanjarðarbrautanna). Ekki þarf svo mikinn farangur. Aðalatriðið að hafa góða flatbotna skó með ósleipum sólum, svo maður detti ekki fyrir borð þegar stokkið er í land með kaðalinn eða bardúsað um borð. Auk sólargallans hlýjan ullarfatnað og vindþéttan ef farið er jafnsnemma vors og við gerð- um, í lok apríl. Lestarferðin.sem tekur um 2% tíma og liggur gegn um gróin sveitahéruð með ökrum og kúm á beit og norður hjá af- greiðslustað fslensku skipanna, Felixtowe, fæst á hálfvirði í sam- bandi við bátaleiguna. Kostar ekki nema 10 pund í stað rúmlega 20. En Flugleiðir eru nú í samvinnu við Blakes-ferðaskrifstofuna að taka upp og bjóða skipulagningu á slíku ferðalagi með bátaleigu á vatnasvæðinu í einum pakka. Sá háttur er yfirleitt á hafður hjá bátaleigunum, að tekið er við bátnum síðdegis á laugardegi um 4-leytið og honum skilað aftur næsta laugardag kl. 9 að morgni, svo að eigendur hafi nokkra klukkutíma til að yfirfara hann og búa út fyrir næsta leigutaka. Þó er hægt að fá bát f 4 daga eða 10, einkum snemma eða seint á ferða- mannatímanum. Mörgum þykir vikan nokkuð stutt, en ekki þykir taka því að leggja upp fyrir minna en 4 daga. Enda skyldi enginn ætla sér að vera í hraðferð á vatnasvæðinu. Þar er hámarks- hraðinn 7 mílur á klst., viða ekki nema 5 eða jafnvel 3 þar sem varasamt er. Leigan á bátnum okkar kostaði á þessum tíma ekki nema 122 pund í viku, en nær 150 yfir hásumarið. En á boðstólum eru stærri bátar með aðstöðu fyrir 4,6 eða fleiri og kosta þá vitanlega meira, geta farið í 200 pund á viku. Við vorum komnar til borgar- innar Norwich um miðjan dag á föstudegi og gátum notað tæki- færið til að kynnast svolítið þess- ari aðlaðandi borg, þar sem svo margt er að sjá að við stönsuðum aftur þar í bakaleiðinni og dugði ekki til. Gistum f fyrra skiptið í glæsilegu hóteli í útjaðri borgar- innar og 10 km frá járnbrautar- stöðinni, Hótel Norwich. Þetta er greinilega mikið ráðstefnuhótel og matur og allur aðbúnaður hinn besti. Verð á einstaklingsherbergi þar er 34 pund. En ágætt hótel er líka að fá beint á móti járnbraut- arstöðinni, Hótel Nelson, með út- sýni yfir ána. í götum út frá járnbrautarstöðinni er líka röð af þessum litlu hótelum og skelltum við okkur, þegar við komum óhreinar af bátnum, í eitt þeirra, Conway Hótel, og borguðum þar 19 pund fyrir tveggja manna her- bergi og breskan morgunverð. Norwich-borg er svo sannarlega þess virði að hafa þar viðdvöl í annarri hvorri leiðinni. Þetta er höfuðborgin í Norfolk. Hefur í 1000 ár verið mikilvægasta borgin á svæðinu og ber þess merki með sínum aldagömlu húsum og frægu gotnesku dómkirkjunni frá því á 11. öld. og 12. öld. Þetta er ein þekktasta kirkja Bretlands frá tímum Normana og einhver glæsi- Leiðin lá eftir im og skuröum, sem sjist hér i kortinu. Lagt upp fri borginni Norwich, komið við í bæj- um eða lagst að bakka við sveitakri og snúið við í bænum Wroxham. Hafnarborgirnar Yarmouth og Low- estoft til hægri. Á litla kortinu til vinstri mi sji hvar i Englandi þetta Svæði er. Kortið teiknaði GÓI. ■■■ legasta kirkja sem ég hefi séð. Þótt margt sé að skoða í Norwich, þá er skemmtilegast að reika bara um þröngar göturnar í gamla bænum með vel við höldnum mið- aldahúsum. Að ganga upp Elm Hill á gömlu götunum með skökku gömlu húsin á báðar hliðar með búðum og veitingastöðum er ein- staklega skemmtilegt. Markaður er á einu slíku gömlu torgi og laugardaga er götum lokað og mikið um að vera í gamla bænum. Þar eru víst um 30 miðaldakirkjur og upp úr gnæfir Kastalinn, sem Normanar byrjuðu að byggja um 1272, en var gerður upp og komið þar fyrir safni á 19. öld. Þar er nú eitt af 20 bestu söfnum Bretlands, sem hefur fengið mörg verðlaun, enda sérlega aðgengilegt. Þarna er byggða- eða arkitektúrsafn, lista- safn og ómetanlegt náttúrufræði- safn, sem við dvöldum lengi í á bakaleiðinni til að átta okkur á gróðri og ekki síst þeim fjölda fugla af vatnasvæðinu sem við höfðum séð af bátnum. Og um leið litum við inn í tvö önnur söfn, til að átta okkur á þróun og lífi á þessum slóðum, sem við vorum að Ein af hinum fjölmörgu myllum, sem setja svip i þetta flata landslag meðfram inum. Þessari myllu f Berney Arms, sem er einn afskekktasti staöurinn i vatnasvæðinu, er haldið við og er hún opin almenningi. Það er gaman að reika um gamla bæinn f Norwich með sínum gömlu húsum, markaði og miðaldakirkjum. kynnast. Strangers Hall er mið- aldahús er sýnir hvernig fólk bjó í þessum bæ fyrrum og í nokkurs konar byggða- og iðnaðarsafni má sjá þróun iðnaðar í borginni með mörgum skrýtnum tækjum til vefnaðar, bruggunar, sykur- vinnslu, móvinnsiu, fyrstu matvælaframleiðslu í duftformi o.s.frv. Við vorum að vísu ekki komnar til að ganga á söfn og áhuginn á þeim vaknaði raunar ekki fyrr en eftir að vera búnar að kynnast héraðinu svolítið með bátsferðinni. Á kvöldin eru gömlu göturnar upplýstar og mörg mat- arholan á litlum veitingahúsum, ef menn vilja fá sér góðan mat. Og leikhús og brúðuleikhús o.fl. fyrir þá sem vilja tilbreytingu. Skipstjórnaréttindi á hálftíma Áin Yare rennur í gegn um Norwich og bátinn okkar Mayfly tókum við á bökkum hennar í litl- um bæ þar skammt frá, Brundal. í Brundal eru margar skemmti- bátaleigur f röðum. B.B. Cruiser reka ung hjón, Ann og Raymond Hughes, ákaflega ljúft og notalegt fólk. Er við komum þangað í leigu- bíl um 2-leytið, beið okkar þessi snotri fiberglerbátur, 27 fet á lengd og með öllu sem á þurfti að halda, sængurfatnaði og öllu til að elda við og borða með. Tvær kojur frammi í og hægt að leggja niður borðið og búa þar um 1—2 krakka a.m.k. Gas til eldunar og hitunar, litasjónvarp, handsturta og heitt vatn sem vélin hitaði upp. Við höfðum keypt inn smávegis af mat um morguninn í bænum, en ann- ars er hægt að panta hann og láta setja um borð. óþarfi þó að vera með mikið meðferðis, því alls stað- ar er hægt að fá í viðbót þar sem stoppað er. Ann Hughes sagði okkur að fólk áttaði sig oft ekki á þessu, kæmi með kynstur af mat og útbúnaði til þess eins að fara með það allt aftur heim eftir vik- una. Áður en lagt var upp, fór Ray- mond Hughes vandlega með okkur yfir verkefni skipstjóra og háseta um borð. Bensín og gas mundi nægja túrinn, sem það og gerði, en hreint vatn mætti taka daglega á tankinn úr slöngu á hvaða lend- ingarstað sem væri. Á hverjum morgni væri vissara að athuga olíuna, kælivatnið og hreinsa sí- una. Annað ekki. Svo bara leggja í hann. Svissa á vélina og af stað. Hann tók skipstjórann í hálftíma kennslustund í að stýra og bakka á ánni og í að leggja upp að, kvaddi svo og sagði góða ferð. Ákaflega einfalt! Þó var skipverja farið að gruna áður en hann fór að bátur léti ekki alveg eins að stjórn og bíll. Hann vildi kannski rása fyrir vindi, straumum og sjávarföllum, sem gætir upp eftir öllum ám. Eða eins og sérfræðingurinn okkar í siglingum, ólafur K. Magnússon ljósmyndari, hafði sagt í vega- nesti: Mundu bara að bátur stans- ar ekki eins og bíll þegar tekið er í bremsuna. Hann þarf tíma. En nú var ferðalagið hafið. Skipstjórinn við stýrið, hásetinn til reiðu og stefnan tekin niður eftir ánni Yare. Farkosturinn svolítið reikull í rásinni, enda las hásetinn úr Ieiðbeiningabæklingnum: „Áin Yare er aldrei auðveld, þar sem eru straumar og gætir sjávarfalla og lítið svigrúm sums staðar, krefst árvekni og hæfni (water- manship) meistarans. Sef, kyrrö og fuglasöngur Um vatnasvæðið í Norfolk liðast sex ár, Yare, Waverney, Bure, Thurne, Chet, og falla að lokum út í Norðursjó við borgina Yarmouth. Um þessar ár og skurðina út frá þeim er svo hægt að sigla yfir 130 mílna vegalengd. Nú beið þetta ónumda vatn okkar, sem við sigld- um niður eftir ánni með hátt sefið á báðar hliðar. Báturinn rásaði svolítið meðan við vorum að ná tökum á honum, og þegar við sáum góðan bakka þar sem tveir bátar voru þegar lagstir og veit- ingahús með bjórkrá í nánd, ákváðum við um 7-leytið að setjast að og taka lendingaræfingu. Bara fara nógu hægt, hugsaði skipstjór- inn, og hásetinn hoppaði ótrauður SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.