Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 79 Norðurlönd miðla málum á alþjóða- heilbrigðisþinginu Bern, 18. maí. Frá Onnu Bjarnadóttur, frétta- ritara Mbl. Alþjódaheilbrigðisþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með 100 at- kvæðum gegn 1 tillögu Norðurland- anna og nokkurra annarra þjóða um „markvissa og rétta notkun lyfja“ í Genf nú í vikunni. Bandaríkin greiddu atkvæði á móti, en Vestur- Þýskaland og Japan sátu hjá. Tillaga Norðurlandanna kom í veg fyrir að tillögur um alþjóðareglur um auglýs- ingu og dreifingu lyfja yrðu sam- þykktar, en mikil andstaða er gegn því meðal iðnaðarlanda. Tillaga Norðurlandanna fékk bæði stuðning þróunarlanda og iðnaðarþjóða og kom í veg fyrir alvarlegar deilur um lyfjamál innan heilbrigðisstofnunar- innar. Lyfjamál voru eitt af mikilvæg- ustu umræðuefnum 37. Alþjóða- heilbrigðisþingsins, en því lauk seint á miðvikudagskvöld. „Okkur tókst að forðast að það yrðu settar ótímabærar alþjóðareglur um auglýsingu og dreifingu lyfja,“ sagði Almar Grímsson, sérfræð- Flugvirkjar styðja afnám tekjuskatts FLUGVIRKJAFÉLAG fslands hefur afhent allsherjarnefnd sam- einaðs Alþingis undirskriftarlista með yfir 300 nöfnum, þar sem lýst er stuðningi við tillögu Gunnars G. Schram og fleiri þingmanna, um afnám tekjuskatts af almenn- um launatekjum. (Fréttatilkynning) ingur í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Hann situr í forsæti í nefnd Norðurlandaþjóðanna, sem samdi tillöguna, og situr í 30 manna framkvæmdastjórn heilbrigðis- stofnunarinnar. „Tillögur í þá átt hafa verið í undirbúningi síðan 1978, en við Norðurlandamenn vildum skjóta á frest að alþjóða- reglur yrðu settar. Við lögðum því til að þekking starfsmanna í heil- brigðismálum og almennings á notkun lyfja yrði aukin og lögðum til að heilbrigðisstofnunin myndi kalla saman fund sérfræðinga allra viðkomandi aðila, ríkis- stjórna, framleiðenda, fulltrúa sjúklingafélaga og neytenda, á næsta ári til að fjalla um ýmsa þætti lyfjamála. Það er ekki minnst á að þessi hópur sérfræð- inga setji reglur og það á að greina frá störfum hans á Al- þjóðaheilbrigðisþinginu 1986.“ Fulltrúi Bandaríkjanna fékk fyrirskipun að heiman um að greiða atkvæði gegn tillögunni, en stefna Reagan-stjórnarinnar er að standa utan við sem flestar al- þjóðasamþykktir Sameinuðu þjóð- anna. Bandaríkjamenn munu þó taka þátt í ráðstefnunni sem hald- in verður næsta ári. Það vakti athygli á þinginu að Sviss, sem er ein mesta lyfjafram- leiðsluþjóð heims, gat stutt sömu tillögu og Indland og aðrar þróun- arþjóðir. Mikil vandræði ríkja í þriðja heiminum í lyfjamálum. Flest lyf, sem krefjast lyfseðils í iðnaðarlöndum, eru seld beint yfir borðið og jafnvel lyf, sem eru bönnuð í framleiðslulöndunum, eru seld háu verði í þróunarlönd- unum. ÚTVEGGJAKLÆÐNING EINSTÖK KLÆÐNING SEM EINANGRAR Ambit útveggjaklæöning, unnin úr trétrefja- plötum, hjúpuöum asfalti og steinsalla, náttúru- efnum sem upplitast ekki og eru sérstaklega veöur- þolin. Klæöningin er auk þess þæöi hljóöeinangr- andi og eldtefjandi. Ambit útveggjaklæöning hefur veriö notuö í meira en 50 ár um víöa veröld og uppfyllt ströngustu kröfur um slíka klæöningu. Island er nú í hópi rikja Norður-Ameríku, Kanada, Noröurlanda og Færeyja, þar sem hús klædd Ambit útveggja- klæöningu fegra umhverfið og veita húseigendum örugga vörn gegn válegri veöráttu. Kalmar _>keifunni 8. S: 82011. Flugleiðir fljúga 101 sinni í viku frá Reykjavík til áfangastaða um allt land! 30 sínU1^ \ l4. í v&u Akuteyú H?tnaíio^ur WSStðtit 2 svonui» * v-ku 1 Horðí)ötöut 3 sinnum , v^u 1 Patteteíjot 5 stnnu ^ v^u ' \ ?£££&* \ pingv^——— 4 Smn^iv í V&U 7 S í v^u 15 sinnutn ^ 2 sinnum ^ Sumaráœtlunin er gengin í gildi FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.